Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 11
11
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV Skoðun
Sviðsett hefnd
menn,“ sagði húsbóndinn við konu
sína um leið og hann snaraði skötu-
kassanum út á svalir. „Vel á minnst.
Eigum við ekki að bjóða japönsku
stúlkunni í mat á Þorláksmessu. Það
er ómögulegt að hún kynnist ekki
kjarngóðum íslenskum mat.“
Eiginkonan tók dræmt í tillöguna
og benti á að þau hefðu verið í mörg
ár að aðlaga börnin að góðmetinu
kæsta sem ekki aðeins kitlaði bragð-
laukana heldur erti tárakirtla og nef-
kirtla á meðan eldamennska stóð yfir.
Ekki væri hægt að leggja það á
blásaklausa stúlku frá Austurlöndum
Öær að láta hana borða skötuna. Eftir
nokkurt þóf gaf konan sig og maður-
inn kom boðum til venslaíjölskyld-
unnar og bauð í mat. „Segðu bara að
það sé fiskur i matinn. Þið hin komið
líka,“ sagði hann við boðberann. „Jap-
anir eru svo mikið fyrir fisk,“ bætti
hann við og það ískraði i honum hlát-
urinn.
Um hádegi á Þor-
láksmessu mætti fjöl-
skyldan. Japanska
stúlkan var brosmild
þar sem hún stóð á
hlaði fjölskyldu
hinna þjóðlegu hefða.
Glaðbeittur hús-
bóndinn bauð gest-
unum inn. Stúlkan
var i fararbroddi og
snarstansaði sem
hún hefði gengið á
vegg. Hún hnerraði
og tár kviknuðu í
augnkrókunum. „Er
hún með ofnæmi?"
spurði veisluhaldar-
inn einn innlendu gestanna þar sem
stúlkan gekk hikandi inn í mökkinn
sem var eins og slæða yfir allri íbúð-
inni og minnti um margt á mengunar-
ástandið í Reykjavíkurborg á frost-
stilltum degi. Gestirnir svöruðu engu
og ofnæmiseinkenni stúlkunnar juk-
ust fremur en það drægi úr þeim.
Hálfhnerrandi og tárvot settist hún
við matarborðið og skötubita var
slengt á disk hennar. Til viðbótar fékk
hún kartöflu og bræddan vestfirskan
hnoðmör sem húsbóndinn sagði henni
að hefði verið signdur til að koma í
veg fyrir að fólk andaðist af neysl-
unni.
Japanir eru annálaðir um gjörvalla
heimsbyggðina fyrir kurteisi og stúlk-
an var þar engin undantekning. Á
milli þess að hún tók andköf, hnerraði
og þerraði tárin borðaði hún skötuna
og víst er að henni létti óskaplega þeg-
ar máltíðinni lauk og gengið var til
þess að lofta út óþefnum. Þar sem hún
þakkaði einstaklega pent fyrir matinn
brosti húsbóndinn tÖ hennar, færðist
i aukana, og bauð henni að taka þátt í
nýársgleði fjölskyldunnar, sem fólst
einna helst I því að snæða sviða-
kjamma með sama hætti og kynslóð-
irnar á undan höfðu gert mann fram
af manni. Stúlkan þakkaði
dræmt fyrir sig og
spurði
„Svona lœrir maður
um hœtti annarra
þjóða, “ sagði hús-
bóndinn og greip
kjamma og saug úr
honum augað. Þar
sem það rifnaði frá
augnbotninum
heyrðist holur smell-
ur og japanska stúlk-
an hrökk við.
andliti. Gestgjafinn fann til samúðar
með stúlkunni og ákvaö að létta henni
líf og lund með því að fletta húðinni af
sviðakjammanum og velja hreint kjöt
handa henni. Á meðan fjölskyldan
smjattaði á sviðunum kroppaði stúlk-
an í neðri hluta kjamma og með erfið-
ismunum skaut hún upp i sig einum
og einum bita með bældu ógeði.
„Svona lærir maður um hætti ann-
arra þjóða,“ sagði húsbóndinn og
greip kjamma og saug úr honum aug-
að. Þar sem það rifnaði frá augnbotn-
inum heyrðist holur smellur og jap-
anska stúlkan hrökk við. Hann tók
augasteininn út um hægra munnvikið
tveimur fingrum og lagði til hliðar á
diski sínum. Stúlkan horfði á hann
hálfopnum munni og táraðist sem í
skötuveislunni áður. Hún þakkaði fyr-
ir sig að lokinni máltíðinni eftir að
hafa laumað meirihluta máltíðarinn-
ar undir borð, þar sem heimilishund-
urinn tók glaður við. Húsbóndinn var
nú orðinn heltekinn af
þeirri hugsjón sinni að
kynna japönsku
stúlkunni íslenska mat-
armenningu og bauð
enn til matarveislu og
hafði nú í huga
hrútspunga. „Hvenær
hentar ykkur að koma
aftur í mat,“ spurði
hann íslensku vinkon-
una, sem umsvifalaust
skaut spurningunni að
þeirri japönsku. Stúlk-
unni var bersýnilega
brugðið og hún dró vin-
konu sína afsíðis. Eftir
nokkurt hljóðskraf birt-
ust vinkonurnar aftur. „Hún býður
ykkur í mat en heldur svo af landi
brott," sagði vinkonan og japanska
stúlkan kinkaði ákaft kolli.
Þjóðlegu íjölskyldunni var ljóst að
með þessu náði stúlkan að skjóta sér
fimlega undan hrútseistunum og þau
þáðu boðið. „Gaman að breyta til,“
sagði húsbóndinn, sem þó kunni því
ekkert allt of vel að lenda í japanskri
matarkynningu á heimavelli.
Hefndin
„Hvað er þetta," spurði maðurinn
konu sína í hálfum hljóðum þar sem
þeim hafði verið boðið til sætis. „Uss,
þetta er hrár fiskur eða með öðrum
orðum sushi, þjóðarréttur Japana,“
sagði konan við mann sinn. Þau voru
mætt í veislu japönsku stúlkunnar og
borðið svignaði undan alls kyns tor-
kennilegum kræsingum. Á miðju
borðinu var skál með hvítleitu, lím-
kenndu efni sem augu hans stöðvuð-
ust við og hann fylltist skelfingu.
„Hvar hefur hún komist yfir apa-
heila,“ spurði hann konu sína hálf-
brostinni röddu og hann var i framan
eins og draugur hefði dúkkað upp á
miðju veisluborðinu. Japanska stúlk-
an stóð brosleit við enda borðsins og
horfði á nálolan manninn sem
leitt hafði hana um afkima ís-
lenskrar matargerðar. Eigin-
kona hans hnippti í hann.
„Láttu ekki eins og
fífl maður. Þetta
er þorskalifur.
Hún var búin
að heyra sög-
una um
apaheil-
ann.
vin-
konu sína
hvað „svið“ væru.
Hin útskýrði fyrir henni
að í sem einföldustu máli væri um að
ræða „brennd andlit". Merkja mátti
að japönsku stúlkunni var brugðið en
aftur kom eðlislæg kurteisi í veg fyrir
að hún hafnaði boðinu.
Brennt andlit
Á nýársdag mætti hún en nú voru
ofnæmiseinkennin horfin, enda lykta
köld svið ekki eins og heit skata.
Skelfingarsvipur spratt fram á andliti
hennar þar sem húsbóndinn otaði að
henni einu eintaki af hálfu brenndu
„Svo er verið að tala um að Kínverj-
ar borði hunda,“ hvíslaði japanska
stúlkan að íslenskri vinkonu sinni
þar sem þær sátu sameiginlegt jóla-
boð venslafjölskyldu þeirrar síðar-
nefndu á dæmigerðu íslensku heimili
í úthverfi borgarinnar. Á borðum
voru sviðakjammar í sinni svæsnustu
mynd; brennd andlit. Stúlkan, sem
komin var yfir hálfan hnöttinn til að
upplifa íslensk jól, fékk fornar matar-
hefðir beint i andlitið svo undan
sveið.
Ævintýri japönsku stúlkunnar, ef
svo má að orði komast, hófst á degi
heilags Þorláks þegar hún var nánast
hrifsuð út úr vernduðu umhverfi á
heimili vinkonunnar, þar sem hefð-
bundinn matur hafði verið á boðstól-
um. Stórsteikur og annar sá matur
sem hinn vestræni heimur hefur gert
að algengasta fóðrinu var á borðum
og stúlkan átti sér einskis ills von.
Austræn ró einkenndi fas hennar á
fyrstu dögum heimsóknarinnar. Svo
var ekki að sjá að hana óraði fyrir því
sem átti eftir að dynja á henni næstu
dagana, og það um sjálfa jólahátíðina.
Nokkrum húslengdum frá heimili
gestgjafanna stóð yfir undirbúningur
þess er átti eftir að fá hárin til að rísa
á höfði stúlkunnar.
Ammoníaksgufa
„Helvíti er skatan fin,“ sagði hús-
bóndinn í sömu svifum og hann rog-
aðist inn með stóran kassa. Gleggstu
heimilismenn töldu sig sjá að ammon-
íaksgufa liðaðist upp úr kassanum.
Fjölskyldan var mjög fastheldin á
ýmsar þjóðlegar hefðir og skötuát var
meðal þess. Sviðakjammar voru á
borðum einu sinni á ári, auk
hrútspunga og annars þess sem ekki
þykir endilega vera til marks um að
þjóðin sé að fullu siðvædd á vestræn-
an mælikvarða. Eitt af öðru höfðu
bömin aðlagast þeirri áráttu foreldr-
anna að halda í heiðri þjóðlega siði.
Sjálfur var húsbóndinn einstakur
áhugamaður um matarhefðir annarra
þjóða og ýmislegt hafði hann lagt sér
til munns sem jafnvel aðdáendum is-
lenskrar skötu hraus hugur við. Hann
hafði borðað ísbjamarkjöt á Græn-
landi, að ónefndum kæstum haftyrðli
í selsmaga. Þá hafði hann lauslega
bragðað geitakjöt og skerpukjöt hafði
á góðri stundu stuðað bragðlauka
hans.
Apaheili
í Istanbul á Tyrk-
landi hafði hann
eitt sinn lagt
leið sina á
kalda borðið
á hótel
Hilton, þar
sem
kenndi
'ýmissa
grasa.
Trúr
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
þeirri kenningu sinni að ekki væri
hægt að setja sig inn í daglegt líf
hinna ýmsu þjóða nema borða sama
mat og innfæddir fékk hann sér smá-
ræði af sem flestu sem á borðinu var.
Meðal hinna girnilegu rétta sem augu
glöddu var hvítt hlaup sem var með
áferð eins og fótbolti. Han fékk sér
slatta á disk i þeim þönkum að líklega
væri þetta lifur úr fiski. Þar sem hann
bar diskinn upp að vitum sér og hnus-
aði að réttinum fannst honum tilgátan
enn líklegri. Ákveðin samsvömn var
við íslenska þorskalifur þó hvítt yfir-
bragðið styngi í stúf við gula litinn
sem gjama einkennir lifrina. Þar sem
hann hafði kroppað upp góðgætið af
kalda borðinu settist hann að snæð-
ingi. „Lifrin" bragðaðist frekar hlut-
laus og það kom honum svolítið á
óvart að ekkert lýsisbragð fannst þar
sem hann skóflaði henni í sig. For-
vitni rak hann til þess að gefa þjóni
merki um að eiga viö sig orðastað. Sá
kom að vörmu spori og með hálffullan
munninn benti íslenski ferðalangur-
inn á tægjur sem eftir voru á diskin-
um og spurði hvort þetta væri lifur úr
fiski. Þjóninn hristi ákaft höfuðið og
benti ofan í hvirfilinn á sér. „Apa-
heili,“ sagði hann og brosti. Gestinum
svelgdist á þar sem hann var í góðri
trú að kjamsa á herlegheitunum og
hann hóstaði út úr sér hluta af fram-
heila apa sem hafði verið svo sein-
heppinn að lenda í klóm einhverra
sem hirtu úr honum heilann. Eftir
þetta atvik gat hann aldrei borðað lif-
ur og sá þjóðlegi siður að hafa hrogn
og lifur á borðum lagðist af á heimil-
inu. Þá mátti hann ekki sjá mynd af
apa án þess að honum rynni kalt vatn
milli skinns og hörunds.
Ofnæmiseinkenni
„Til að kynnast þjóð-
um á maður að
leggja sér til
munns það
sama og
heima-
Skoðanir annarra
Sterkan réttindamann
„Þrátt fyrir þá
staðreynd að séra
Jesse Jackson og
hópar sem berjast
fyrir borgaralegum
réttindum hafi til-
kynnt að reynt
verði að koma í
veg fyrir staðfest-
ingu Ashcrofts (í embætti dóms-
málaráðherra), kann vel að vera að
maðurinn frá Missouri sé á leið í
dómsmálaráðuneytið. Þegar Ash-
croft kemur þangað er það honum
sjálfum, stjóminni og landinu fyrir
bestu að hann ræki ábyrgðarmiklar
skyldur embættisins af sanngimi.
Bush gæti gert honum auðveldar
fyrir með því að tilnefna ötulan tals-
mann borgaralegra réttinda í hina
mikilvægu stöðu aðstoðardóms-
málaráðherra fyrir borgaraleg rétt-
indi.“
Úr forystugrein Dallas Moming
News 5. janúar.
Stoppað í gat
„Horfurnar á því að hægt verði
að stoppa i stórt gat í þjóðarétti juk-
ust þegar Bill Clinton, fráfarandi
forseti Bandaríkjanna, undirritaði á
gamlárskvöld sáttmála um stofnun
fasts stríðsglæpadómstóls. Með slík-
um dómstól, sem búist er við að
verði komið á laggirnar á næstu
tveimur árum eða svo, með aðsetur
í Hollandi, munu þjóðir heims fá
enn betra tæki til að sækja til saka
þá sem bera ábyrgð á þjóðarmorð-
um, þá sem hafa gerst sekir um
stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyn-
inu. í dag gerist það fyrir tilstilli
dómstóla sem stofnaðir eru í því
skyni, til dæmis í sambandi við ríki
fyrrum Júgóslavíu og Rúanda, sem
þó eru óskilvirkari og sæta meiri
takmörkunum. Fasti dómstóllinn
getur kippt mörgum þessum vanda-
málum í lag og er þar með ágætis
framlenging á því ferli sem hófst
með Númbergdómstólnum 1945.“
Úr forystugrein Politiken 3.
janúar.
Hrunið heiibrigðiskerfi
„Ein afdrifaríkasta afleiðing mis-
heppnaðar upptöku Rússlands á
markaðshagkerfi síðastliðinn ára-
tug er raunverulegt hrun heilbrigð-
iskerfisins. Ástandið á tíma Sovét-
ríkjanna var slæmt. Biðraðir voru
langar, skriffinnskan hranaleg og
umönnunin ójöfn. Vandamál nú eru
dýpri. Skortur er á allra nauðsyn-
legasta búnaði og lyfjum á sjúkra-
húsum og læknastofum samtímis
því sem þjóðin verður veikari. Smit-
sjúkdómar eins og berklar, barna-
veiki og mænuveiki breiðast nú svo
hratt út að ástæða er til að hafa
áhyggjur af því. Endurreisn heil-
brigðiskerfisins verður að vera eitt
nauðsynlegasta forgangsverkefnið í
Rússlandi. Þörf er á aðstoð erlendis
frá, frá vestrænum stjómum, alþjóð-
legum hjálparstofnunum eins og Al-
þjóðabankanum og einkaaðilum
eins og bandarískum læknaskól-
um.“
Úr forystugrein New York Times
3. janúar.
Ekki gleðilegt ár
„Síðustu vikum-
ar í Hvíta húsinu
líta ekki út fyrir að
verða bjartar fyrir
Bill Clinton, forset-
ann sem vonir
vom bundnar við.
Enginn efast um
vilja hans til að
koma á friði milli ísraels og Palest-
ínu. Vandamálið er að öll viðleitni
hans er á grundvelli viðurkenning-
ar Bandaríkjanna á stefnu ísraela.
Það þarf að þrýsta á Arafat til nýrra
viðræðna. En það ríkir ekkert
traust þar sem ekki er hægt að líta
á Bandaríkjamenn sem hlutlausa.
Clinton hefur ekki rofið mynstrið.
Hann hefur ekki sett ísraelum þá
úrslitakosti að annaðhvort gefi þeir
eftir eða eigi á hættu að missa
stuðning Bandaríkjanna."
Úr forystugrein Aftonbladet 2.
janúar.