Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 46
54______________________________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
Tilvera_________________________________________________________________________________________________________________ X>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
li 6. janúar I V IF'óBik ó frédítiunraii
85 ára____________________________
Baldur Steinbach,
Skeljagranda 8, Reykjavík.
Jóhanna Baldvinsdóttir,
Frostafold 14, Reykjavík.
Sigríöur Pálsdóttir,
Boöahlein 24, Garðabæ.
70 ára____________________________
Stefán Jónsson,
Langholtsvegi 171, Reykjavík.
60 ára____________________________
Annalísa Magnúsdóttir,
Þórsgötu 2, Reykjavík.
Dýrteif Pétursdóttir,
Smyrlahrauni 35, Hafnarfirði.
Ingvar Elísson,
_ Fellsmúla 17, Reykjavík.
Jón Sören Jónsson,
Sveighúsum 6, Reykjavík.
50 ára____________________________
Árni Benediktsson,
Klausturhvammi 6, Hafnarfirði.
Elísabet Guðnadóttir,
Logafold 92, Reykjavík.
Guðlaug Kristmundsdóttir,
Nónhæð 6, Garðabæ.
Gunnlaugur K. Gunnlaugsson,
Norðurtúni 10, Bessastaöahreppi.
Jóhanna Valgeirsdóttir,
Nökkvavogi 2, Reykjavík.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir,
Fellsmúla 5, Reykjavík.
Jón Rúnar Backman,
Ásbúð 71, Garðabæ.
40ára_____________________________
' Ásgeir Ásgeirsson,
Safamýri 67, Reykjavík.
Birkir Hólm F. Freysson,
Höllustöðum 2, Blönduósi.
Guðlaug Hulda Halldórsdóttir,
Norðurvöllum 36, Keflavík.
Harpa Sigfúsdóttir,
Goðheimum 11, Reykjavík.
Herdís Kristinsdóttir,
Leirutanga 41b, Mosfellsbæ.
Magnea Baldursdóttir,
Réttarholtsvegi 63, Reykjavík.
Magnús Ómar Jónsson,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
- Theódóra Sigrún Haraldsdóttir,
Sléttuvegi 7, Reykjavík.
Þorbjörg Þórarinsdóttir,
Hjallavegi 3k, Njarðvík.
Þórarinn Þórarinsson,
Múlasíöu 2, Akureyri.
Andlát
Ingibjörg Gísladóttir, Borgarbraut 65A,
fyrrum húsfreyja á Hömrum, Þverárhlíð,
andaðist miövikud. 3.1.
Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir frá Innra-
Hólmi lést á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi, þriöjud. 2.1.
Þorlákur Gíslason frá Vík í Grindavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suöurnesja
miðvikud. 3.1.
Jón Ámi Kristófersson lést á Hrafnistu í
Reykjavík miðvikud. 4.1.
Alvilda Möller frá Hrisey, lést á
dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, mánud.
1.1. Útförin fer fram frá Hriseyjarkirkju
laugard. 6.1. kl. 14.00.
Kristín Cecilsdóttir, Skólastíg 16,
Stykkishólmi, sem lést miðvikud.
27.12., verður jarðsungin frá
Stykkishólmskirkju laugard. 6.1. kl.
14.00.
Jón Halldór Ásgrímsson, Glæsibæ,
veröurjarösunginn frá Hofsóskirkju
laugard. 6.1. kl. 15.00.
Sigriður Jóhannsdóttir, Raftahlíð 45,
Sauöárkróki, sem lést á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga laugard. 30.12., veröur
jarösungin frá Sauöárkrókskirkju
laugard. 6.1. kl. 11.00 árdegis.
Kristínn Sigurbsson, Strandgötu 26,
Neskaupstað, veröur jarösunginn jfrá
Norðfjarðarkirkju laugard. 6.1. kl.
14.00.
Bjami Sigurgeirsson bóndi, Selfossi II,
Selfossi, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugard. 6.1. kl. 13.30.
Stefán Erlendsson, Hásteinsvegi 50,
Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmanneyjum laugard.
6.1. kl. 14.00.
--------T------------------------
IJrval
Garðar Sverrisson
formaður Öryrkjabandalagsins
Garðar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags-
ins, hefur mikið verið í fréttum að
undanförnu vegna nýfallins hæsta-
réttardóms um tekjutengingu ör-
orkubóta.
Starfsferill
Garðar fæddist í Reykjavík 27.6.
1959 og ólst þar upp. Hann lauk BA-
prófi í stjórnmálafræði og viðskipta-
fræði við HÍ 1991 og MA-prófi í bók-
menntum og ritlist frá University of
Arizona 1995.
Garðar var blaðamaður við ýmis
dagblöð frá 1978 og rithöfundur frá
1988. Hann hefur verið starfsmaður
Öryrkjabandalags íslands frá 1998.
Garðar var kjörinn í stjórn Ör-
yrkjabandalags íslands 1996, var
varaformaður bandalagsins frá 1997
og er formaður þess frá 1999. Hann
er formaður Norrænna Öryrkja-
bandalaga frá 1999 og á sæti i stjórn
Mannréttindaskrifstofu Islands.
Eftir Garðar hafa komið út bæk-
umar Býr íslendingur hér?, minn-
ingar Leifs Múller, 1988; Kristján,
ævisaga Kristjáns Jóhannssonar,
1990; Veislustjórinn, skáldsaga,
1997.
Fjölskylda
Garðar kvæntist 6.6. 1992 Krist-
ínu Þórarinsdóttur, f. 8.11. 1956,
skurðhjúkrunarfræðingi. Hún er
dóttir Þórarins Sigurjónssonar, f.
26.7. 1923, fyrrv. alþm. og bústjóra
við tilraunabú Búnaðarsambands
Suöurlands i Laugardælum, og k.h.,
Ólafar Ingibjargar Haraldsdóttur, f.
8.7. 1931, húsfreyju.
Dóttir Garðars og Kristínar er
Þorgerður Guðrún, f. 5.7. 1990.
Sonur Garðars frá því áður er
Sverrir, f. 15.9. 1984.
Systir Garðars er Ásdís Anna, f.
26.10. 1962, flugfreyja í Reykjavík,
gift Lúðvík Birgissyni.
Foreldrar Garðars eru Sverrir
Garðarsson, f. 22.2.1935, hljómlistar-
maður og fyrrv. formaður FÍH, og
Þorgerður Gurðún Sigurðardóttir, f.
10.7. 1938, fulltrúi hjá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Ætt
Sverrir er sonur Garðars Óskars,
vélsmiðs og verkstjóra í Héðni í
Reykjavík, Péturssonar, sem var
einn fyrsti vélstjórinn hér á landi,
hjá veiðistöð Ellefsen og síðar á
Kveldúlfstogurum, Guðmundssonar,
b. Hallgrímssonar. Móðir Péturs var
Guðrún, dóttir Friðriks Axels, b. og
sjómanns á Hesti í Seyðisfirði við
Djúp, Axelssonar, og Helgu Guð-
mundsdóttur. Móðir Garðars Óskars
var Elin Eyjólfsdóttir, b. á Lambhaga
á Rangárvöllum, Guðmundssonar, b.
þar, Guðmundssonar. Móðir Elínar
var Guðrún Halldórsdóttir, b. á
Syðri-Rauðalæk, Halldórssonar, og
Elínar Tómasdóttur, b. í Sauðholti,
Jónssonar. Móðir Elínar Tómasdótt-
ur var Guðrún Gunnarsdóttir,
hreppstjóra í Hvammi á Landi, Ein-
arssonar, og Kristínar Jónsdóttur
yngra, bróður Stefáns í Árbæ,
langafa Jóns í Hlið, afa Jóns Helga-
sonar, skálds og prófessors. Systir
Jóns í Hlið var Ingiríður, langamma
Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Jón
yngri var einnig bróðir Ólafs á Fossi,
langafa Odds á Sámsstöðum, langafa
Davíðs Oddssonar. Jón var sonur
Bjama, ættföður Víkingslækjarættar
Halldórssonar.
Móðir Sverris var Sigríður Ólafs-
dóttir, sjómanns í Litla-Seli í Reykja-
vík, Jónssonar, kaupmanns í Reykja-
vík og á Akranesi, Guðnasonar. Móð-
ir Jóns var Sigríður Gísladóttir, b. á
Ingunnarstöðum í Kjós, Guðmunds-
sonar. Móðir Sigríðar var Guðrún
Þóroddsdóttir, b. á Þrándarstöðum,
Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var
Guðrún á Ingunnarstöðum, systir
Helgu, formóður Össurar Skarphéð-
inssonar, Marðar Árnasonar, Bluga
Jökulssonar, Guðrúnar Helgadóttur
og Styrmis Gunnarssonar. Guðrún-
var dóttir Jóns, ættföður Fremri-
Hálsættar, Árnasonar. Móðir Ólafs í
Litla-Seli var Sigríður Ólafsdóttir,
Kolbrún Ósk Sæmundsdóttir
bóndi og húsmóðir að Hjarðarlandi í Biskupstungum
Kolbrún Ósk Sæ-
mundsdóttir, bóndi og
húsmóðir að Hjarðar-
landi í Biskupstung-
um, verður fertug á
morgun.
Starfsferill
Kolbrún fæddist í
Reykjavík en ólst upp
á Laugalandi í Holta-
og Landsveit. Hún var
í Bama- og gagnfræða-
skóla að Laugalandi í
Holtum, lauk lands-
prófi frá Hagaskóla í Reykjavík 1976
og stúdentsprófi frá MR 1980.
Kolbrún stundaði afgreiðslustörf
við söluskálann að Geysi í Hauka-
dal sumrin 1976-79. Þá var hún
starfsmaður Dvalarheimilisins Áss
í Hveragerði 1980-81. Kolbrún hefur
síðan stundað bústörf og bamaupp-
eldi.
Fjölskylda
Kolbrún giftist 19.7. 1991 Agli
Jónassyni, f. 11.12. 1960, bónda að
Hjaröarlandi. Hann er sonur Jónas-
ar Ólafsssonar, fyrrv. bónda að
Kjóastöðunm í Biskupstungum, og
Sigríðar Gústafsdóttur húsmóður.
Sigríður er nú búsett á Selfossi.
Börn Kolbrúnar og Egils eru Ólaf-
ur Óskar Egilsson, f. 6.10. 1981;
Eyrún Ósk Egilsdóttir, f. 28.5. 1984;
Samúel Birkir Egils-
son, f. 20.7. 1990; Þór-
dís Elin Egilsdóttir, f.
22.12. 1999.
Systkini Kolbrúnar
eru Guðný Birna Sæ-
mundsdóttir, f. 30.8.
1958, hjúkrunarfræð-
ingur í Noregi; Petrína
Guðlaug Sæmunds-
dóttir, f. 23.1. 1959,
starfsmaður í Lundi á
Hellu; Guðmundur
Sæmundsson, f. 20.9.
1962, rafiðnaðarmaður
í Danmörku; Særún Sæmundsdótt-
ir, f. 13.8. 1965, bóndi og kennari í
Þykkvabæ.
Foreldrar Kolbrúnar eru Sæ-
mundur Guðmundsson, f. 4.3. 1932,
fyrrv. skólastjóri Barna og ung-
lingaskólans á Laugalandi í Holtum,
og k.h., Eyrún Óskarsdóttir, f. 29.1.
1934, starfsmaður í Lundi á Hellu,
búsett á Hellu á Rangárvöllum.
Ætt
Sæmundur er sonur Guðmundar
Bjama, sjómanns í Stykkishólmi,
Halldórssonar, og k.h., Petrínu Guð-
laugar Sæmundsdóttur húsmóður.
Eyrún er dóttir Jóns Óskars, b. á
Skammbeinsstöðum í Holtum, Pét-
urssonar, og k.h., Guðnýjar Jóns-
dóttur húsfreyju.
sjómanns í Litla-Seli, bróður Jakobs,
langafa Sigríðar, móður Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur mannfræð-
ings. Móðir Sigríðar Ólafsdóttur var
Einfríður Eiríksdóttir, sjómanns á
Breið á Akranesi, Tómassonar og
Ingveldar Einarsdóttur.
Þorgerður er dóttir Sigurðar,
blaðafulltrúa Loftleiða og útvarps-
manns, Magnússonar, b. i Syðra-
Skógarnesi og Miklaholti, bróður El-
ísabetar á Stóra-Hrauni, langömmu
Hjálmars W. Hannessonar sendi-
herra og Hjálmars Árnasonar alþm.
Elísabet var einnig amma Árna Páls-
sonar, sóknarprest á Borg á Mýrum,
föður séra Þorbjöms Hlyns og Þór-
ólfs hjá Tal. Magnús var sonur Sig-
urðar, b. í Syðra-Skógarnesi, Krist-
jánssonar og Guðríðar, dóttur Krist-
ínar í Skógarnesi. Móðir Sigurðar
blaöafuiltrúa var Ásdís ljósmóðir
Sigurðardóttir, smiðs á Kolbeins-
stöðum, Guðmundssonar, og Kristín-
ar, systur Kristjáns, afa Eiríks
Guðnasonar seðlabankastjóra. Krist-
ín var dóttir Þórðar, alþm. og ættföð-
ur Rauðkollsættar, Þórðarsonar.
Móðir Þorgerðar var Anna,
hjúkrunarfræðingur Guðmunds-
dóttir, trésmiðs í Stykkishólmi,
bróður Sigurðar, skólastjóra á Hvít-
árbakka, afa Sigurðar Snævarr hag-
fræðings og Jóns Ásbergssonar, for-
stjóra Útflutningsráðs. Guðmundur
var sonur Þórólfs, b. á Skriðnafelli á
Barðaströnd, Einarssonar, skip-
stjóra og b. á Hreggstöðum, Jóns-
sonar, b. á Hreggstöðum, Einarsson-
ar. Móðir Jóns var Ástríður Sveins-
dóttir, systir Guðlaugs, langafa Páls,
langafa Ólafs Ólafssonar, fyrrv.
landlæknis og formanns Landssam-
bands eldri borgara. Móðir Önnu
var Þorgerður Guðrún Sigurðar-
dóttir, sjómanns og kennara á Hell-
issandi Illugasonar og Guðmundu
Grímsdóttur.
Ágústa (Sandy) Sæmundína
Colley Helgason
hjúkrunarfræðingur
Ágústa (Sandy) Sæmundína
Colley fædd Helgason lést í Dublin,
Ohio í Bandaríkjunum, 21. júlí sl.
eftir langvinna baráttu við
parkinsons plus sjúkdóm.
Sjúkdómurinn batt að lokum
enda á mátt hennar til gangs en
bugaði aldrei bjartsýni hennar, gott
skap og ást á fjölskyldunni.
Sandy var fædd 25. ágúst 1917.
Foreldrar hennar voru Guðríður
Helgason f. Sæmundsdóttir frá
Krossi á Barðaströnd og Jóhannes
Helgason. Hún var áttunda í röð 12
systkina og hálfsystkina frá
Reynivöllum, bændabýli í
íslendingabyggðinni í Riverton í
Manitoba.
Árið 1953 giftist hún, í Las Vegas
í Nevada, Paul Colley frá Wellston í
Ohio. Brúökaupsferðin var 10020
mílna ferð yfir þver Bandaríkin allt
til Kanada og síðan aftur vestur á
bóginn til San Diego þar sem þau
settust að.
Hún var 7 ára þegar hún fyrst
lærði ensku. Síðar kenndi hún við
skóla í Riverton og Oak Lake sem
og á Matheson Island á
Winnipegvatni þar sem öllum
aldurshópum var kennt í
samkennslu í skólahúsinu sem
einungis var ein kennslustofa. Þar
þurfti þá oft að komast á milli staða
á hundasleða.
Hún lauk hjúkrunarfræðinámi
frá Grace Hospital Nursing School
þar sem hún hlaut viðurkenningu
fyrir frábæran námsárangur. Hún
stundaði hjúkrunarstörf við
sjúkrahús sem og einkahjúkrun
bæði í Winnipeg og Chicago. í San
Diego fékkst hún við bamahjúkrun
og við Paradise Valley Hospital
vann hún á slysadeild. Hún var
fyrsti hjúkrunarfræðingur sem
ráðinn var til skólahjúkrunarstarfa
í Wellston í Ohio.
Hún og fjölskyldan ferðuðust vitt
og breitt bæði um Bandaríkin og
Kanada en siðar ferðuðust hún og
Paul, maður hennar, geysimikið vítt
um veröldina, m.a. um Evrópu,
Afríku, Asíu, Ástralíu og Nýja-
Sjáland. Eftirlifandi fjölskylda er
Paul, eiginmaður Sandy, og börn
þeirra; Mark, Helen og Eric og
barnabörnin Elizabeth og Bonnie og
einnig albróðirinn Valdimar. Mikill
Qöldi ættingja er bæði í Kanada,
Ástralíu og á íslandi.
Minningarathöfn var haldin á
heimili hennar í Dublin, Ohio.
Heima á Islandi er hennar minnst
með virðingu og þökk.
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
sem lifir mánuðum og
árum saman
Þú nærð alltaf sambandi við okkur! smáaugiýsmgar
©
550 5000
alla virka daga kl. 9-22
sunnudaga kl. 16-22
dvaugl@ff.is
hvenær sólarhrlngslns sem er
550 5000