Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 Helgarblað Hvort viltu hægri eða vinstri? Er ekki gott að vera örvhentur? Um það bil einn af hverjum tíu er örvhentur. Þetta er tölfræði sem er svipuð hvar sem er í heiminum. Að vera örvhentur þýðir að sjálfsögðu að vera tamara að nota vinstri hend- ina í stað þeirrar hægri. Almennt eru tvöfalt fleiri karlar örvhentir en konur. Fyrirbæri þetta þekkist einnig meðal dýra og þannig eru kettir og páfagaukar almennt örv- hentir í þeim skilningi að þeir nota helst vinstri loppuna eða klóna en rottur og apar hneigjast tU hins gagnstæða. Amerísk rannsókn, byggð á sónar- myndum af 270 fóstrum í móður- kviði á ýmsum aldri, sýndi að 92% þeirra tottuðu þumalfingur hægri handar. Skuggaleg tölfræði Þessu til viðbótar riQa upp ari en réthentir, hávaxnari og lifi yf- irleitt lengur. Einnig er sagt að þeir búi yfir meiri sköpunargáfu en rétt- hentir. Fordómar gegn örvhentum Fordómar gegn örvhentum hafa fylgt mannkyninu gegnum söguna og hefur einatt verið litið á þá sem ann- ars flokks. Fyrir mörgum öldum lýsti kaþólska kirkjan því yfir að örvhent fólk væri þjónar djöfulsins. Þetta leiddi til þess að öldum saman áttu örvhentir nemendur í kaþólsk- um skólum afar erfitt uppdráttar og voru yfirleitt þvingaðir til þess að nota hægri hendina í stað þeirrar vinstri. Þetta var meðal annars gert með því að en sauðirnir eru sann- arlega óæðri en hafr- arnir. Þeir sem standa Drottni á hægri hönd við þetta tækifæri verða ávarp- aðir og til- kynnt að þeir muni erfa Er ekki allt í lagi að vera örvhentur? Um þaö bil 10% fólks eru örvhent og fjöldi goösagna og hjátrúa tengist því hvora höndina fólk kýs aö nota. na ■SMKafegí'.- ans sem valdi ’ því að bamið W verði örvhent. Þetta gæti skýrt hvers vegna fleiri karlar en konur kjósa vinstri höndina. Orvhentir leikarar ' wm nokkuð skugga- lega tölfræði sem styðst að ýmsu leyti við læknisfræðilegar rannsóknir þótt rétt sé að taka fram að sumar þeirra þykja býsna hæpn- ar. Því er haldið fram að örvhentir séu líklegri til að hafa ofnæmi fyrir einhverju, hneigist meira til þung- lyndis, væti rúmið oftar og sé hætt- ara við ofneyslu eiturlyfja, geðklofa, svefntruflana og námsörðugleika. Þvf er haldið fram að örvhentir séu sex sinnum líklegri til að farast af slysforum og fjórum sinnum líklegri til að farast í bílslysum en rétthent- ir. Þeir sem vilja halda fram betri málstað örvhentra benda á rann- sóknir sem sýna að þeir séu greind- Fyrir mörgum öldum lýsti kaþólska kirkjan þvi yfir að örvhent fólk vœri þjónar djöfulsins. Þetta leiddi til þess að öldum saman áttu örv- hentir nemendur í kaþ- ólskum skólum afar erfitt uppdráttar og voru yfir- leitt þvingaðir til þess að nota hœgri höndina í stað þeirrar vinstri. Þetta var meðal annars gert með því að binda vinstri hönd nemandans við stólinn eða binda á hönd hans mjög þröngan vett- ling án þumla, nokkurs konar poka. binda vinstri hönd nemandans við stólinn eða binda á hönd hans mjög þröngan vettling án þumla, nokkurs konar poka. Slíkar og þvílíkar aðferðir voru al- siða á íslandi langt fram á 20. öldina og margt eldra fólk sem fæddist örv- hent hefur alla sína ævi notað hægri höndina. Allt þar til fyrir fáum áratugum var það gild skilnaðarorsök í Japan ef eiginmaðurinn komst að þvi að eiginkona hans væri örvhent. Flestir bera giftingarhring á vinstri hendi og það byggir á þeirri fornu trú að þar sé hann vöm fyrir illum öndum sem sæki að hjónabandinu. Hægri ofan nafla 1 arabalöndum er hægri höndin aðeins notuð til aö snerta líkamann fyrir ofan mitti. Vinstri höndin er talin óhrein og þess vegna má ekki snerta líkamann neðan nafla nema með vinstri hendi. Bedúínar leyfa konum aðeins að sofa vinstra megin í tjöldum sínum því sú hliö er talin óæðri. Fmmbyggjar í Nýju-Gíneu snerta drykkjarílát sín aldrei með vinstri þumalfmgri því þeir trúa því að það eitri drykkinn. Konur meðal Maoria á Nýja-Sjálandi vefa hátiða- dúka sína aðeins með hægri hendi því sú vinstri má ekki snerta þá nema að viðlagðri refsingu. Afrískir þjóðflokkar við ána Níger leyfa kon- um ekki aö snerta matvæli með vinstri hendinni af ótta við bölvun. Sauðir og hafrar Sumt af þessari hjátrú styðst við Biblíuna en þar segir Jesús meðal annars að hægri höndin skuli eigi vita hvað sú vinstri gjörir. Hann segir einnig að á dómsdegi muni Drottinn allsherjar skilja sauðina frá höfrunum og setja hafrana sér til hægri handar en sauðina til vinstri guðsríki en sauðunum á vinstri hönd varpað í hreinsunareldinn. í Seifsmusterum Grikkja var sér- stakt eftirlit með því að gestir stigu hægri fæti sínum fyrst inn í muster- ið því færi sá vinstri á undan vofði bölvun yfir staðnum. Grikkir sátu oft með krosslagða fætur eins og menn hafa alltaf gert en þeir gættu þess ævinlega að vinstri fóturinn væri aldrei ofan á heldur alitaf sá hægri. Hægt er að sýna fram á að orðin sem notuð eru í ýmsum tungumál- um til þess að tákna vinstri þýða einnig svikul, máttlaus, annars flokks, klunnalegur eða þaöan af verra. Verður barnið örvhent? Þó ýmsir hafi reynt að útskýra hvers vegna svo stór meirihluti fólks vill nota hægri höndina frekar en þá vinstri og beita fyrir sig vís- indalegum staðreyndum verður fátt um áreiðanleg svör. Vísindamenn nútímans hafa ekki enn staðsett gen- ið sem ræður því hvor hendin verð- ur fyrir valinu en telja augljóst að hægrihandargenið sé ráðandi í sam- keppni við vinstrihandargenið. Doktor Marion Annett hefur rann- sakað þetta og telur að 2% líkur séu á að rétthentir foreldrar eignist örv- hent barn en sé annað foreldrið örv- hent eru 17% líkur á að bamið verði örvhent en séu báðir foreldrar örv- hentir eru 46% líkur á að bamið verði örvhent. Ein kenning um orsakir þess að böm verði örvhent byggir á því að of mikið karlhormón á ákveðnu stigi meðgöngu dragi úr þroska heil- Tvíburar og vangefnir Súrefnisskortur í fæöingu og erf- iðleikar í fæðingu eru taldir eiga þátt í því að fólk verður örvhent en mjög hátt hlutfall örvhentra á slíka sögu að baki. Næstum því 30% van- gefmna bama eru örvhent. Tvíbura- fæðingar eru oft erfiðar fyrir bömin en 20% tvíbura eru örvhentir. Þótt heili mannsins sé ekki kann- aður til hlítar er ýmislegt vitað um muninn á heilum rétthentra og örv- hentra. Stjómstöðvar tungumálsins eru í 90% tilvika hægra megin í höfðinu hjá rétthentum. Þau eru á sama stað í aðeins 70% örvhentra. Brúin sem tengir heilahvelin saman er nokkuð þykkari í örvhentu fólki en rétthentu án þess að það hafi ver; ið skýrt nánar. Ein af goðsögnunum um örvhenta er að hlutfall samkynhneigðra sé hærra í þeirra hópi en meðal rétt- hentra. Því hefur verið haldið fram, án þess að vísindarannsóknir liggi þar að baki, að allt a 50% samkyn- hneigðra karlmanna séu örvhentir. Sé það rétt má telja víst að einhver munur sé á heila samkynhneigðra og gagnkynhneigðra eins og reyndar mjög umdeUd rannsókn sýndi fyrir fáum árum. Frægt örvhent fólk örvhentir eru gæddir margvísleg- um hæfileikum eins og annað fólk og að lokum skulum við líta á nokkra fræga örvhenta einstaklinga. Af einhverjum ástæðum hefur nær þriðjungur kjörinna forseta Banda- ríkjanna verið örvhentur. í kosning- un- um 1992 var enginn forsetafram- bjóðandi rétthentur. Sitjandi forseti, George Bush, BUl Clinton og Ross Perot voru allir örvhentir. Aðrir í hópi frægra örvhentra eru: Julia Roberts Tom Cruise Nicole Kidman Jerry Seinfeld Steve McQueen Christian Slater Mickey Rourke Matt DiUon Ronald Reagan Robert De Niro MarUyn Monroe Charlie Chaplin Whoopi Goldberg Judy Garland Greta Garbo Goldie Hawn Örvhentir rithöfundar Heinrich Heine H.G. WeUs H.C. Andersen Gúnter Grass Mark Twain Örvhentir listamenn Michelangelo Paul Klee Albrecht Durer Leonardo Da Vinci Hans Holbein Pablo Picasso Örvhentir tónlistarmenn Maurice Ravel Jimi Hendrix Paganini Ringo Starr Kurt Cobain Paul McCartney Sting David Bowie Bob Dylan Sergei Rachmaninoff Örvhentir stjórnmálamenn Júlíus Sesar Friðrik mikli Thomas Jefferson Winston ChurchUl Napoleon BUl Clinton George Bush Harry Truman Ross Perot Lúövik 16. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.