Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001__________________________ I>V _______________________________________________________________________________ Helgarblað Marie Jones, höfundur Meö fulla vasa af grjóti: Ástfangin af orðum MkvhU Leikritið Með fulla vasa af grjóti, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi 30. desember síð- astliðinn, hefurfengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Verkið er eftir Mariejones og var hún viðstödd síðari hluta frumsýningarinnar þar sem hún kom ekki til Reykjavíkur í tœka tíð til að verða vitni að allri sýn- ingunni. Hún sá síðan sýn- ingu tvö í heild sinni. Marie hefur á 17 árum skrifað 27 verk og hafa þau verið leikin víða um heiminn og er Með fulla vasa af gijóti annað verka hennar sem ratar alla leið á Broadway. Hin sýningin var Nóvem- berkvöld sem er einleikur sem hlotið hefur nokkra hyEi. Marie er leikkona og hefur meðal annars leikið nokkuð i kvikmyndum, til að mynda fór hún með hlutverk móðurinnar, Söru Con- lon, í kvikmyndinni í nafni fóðurins þar sem Daniel Day-Lewis fór með að- alhlutverk. Upphaflega byrjaði hún að skrifa leikrit því mikill skortur var á góðum hlutverkum fyrir konur, venjulegar konur. Hló á réttum tíma Marie segir að það hafi verið mjög skrýtið að sjá sýninguna á íslensku. „Ég skildi ekki eitt aukatekið orð,“ segir Marie hlæjandi. „Eftir smástund byijaði ég að greina nöfnin og varð vön hljómfalli málsins. Ég þekki verk- ið mjög vel þannig að ég vissi nokkum veginn hvað þeir voru að segja. Hilmir Snær og Stefán Karl voru fýndnir og mjög góðir. Ég hló ailtaf á réttum tíma.“ Tveir heimar Marie segir að hugmyndin að verk- inu hafi kviknað af reynslu þeirra hjóna af kvikmyndaleik. Eiginmaöur Marie er Ian McElhinney sem leikstýrir Með fúlla vasa af gijóti í Þjóðleikhúsinu og hefur fylgt verkinu frá upphafi. „Við höfum leikið í mörgum mynd- um og reynslan er mjög sérstök. Kvik- myndir eru oft teknar á stöðum þar sem megináherslan hefur alltaf verið lögð á landbúnað. Hnattvæðingin hef- ur hins vegar gert það að verkum að það þarf ekki jafn marga bændur og áður. Það steðjar því ákveðin hætta að þessum litlu sveitaþorpum. Til að bregðast við þessari hættu hefur verið reynt að draga að ferðamenn og tengt því er að fá amerísk kvikmyndafyrir- tæki til að taka myndir sínar upp á Ir- landi. Það er mjög áhugavert að sjá þessa tvo heima reyna að lifa saman í sátt og samlyndi: Hollywood með öllum glam- úmum og umstanginu og síðan kyrrlát sveitaveröldin sem hefur hingað til reitt sig á búskapinn. Sambúðin varir oft i sex eða sjö vikur og átökin milli þessara heima tekur á sig skrýtnar myndir. Þessir heimar skilja hver ann- an ekki að fullu.“ Amerískt íriand „írland er ekki eins og það birtist okkur í amerískum kvikmyndum," segir Marie. Hún segir að rætur margra Bandaríkjamanna séu á ír- landi og það sé hluti af því að ímynd írlands í kvikmyndum sé mjög róman- tísk. „Sagan í leikritinu er hið sanna ír- land: ungur maður sem striðir við eit- urlyfjaneyslu. Engin von, ekkert land og engin framtíð. Það er algjör and- stæða við hið rómantíska írland sem verið er að búa til í kvikmyndinni í verkinu. Þessum heimum lýstur að endingu saman.“ Frekar orö en myndir Marie segir að hún hafi skrifað þetta með það í huga að tveir leikarar lékju öll hlutverkin. Hún hafi þó ekki haft áhyggjur af því hvemig samtöl yrðu leyst inni á sviðinu. Hún hafi lagt handritið í hendur Ians og leikaranna og látið þá um að leysa þau vandamál sem upp kynnu að koma. „Það var mjög gott þvi þeir þurftu að sjá algjörlega um að skapa persónur og umhverfi því ég lét þeim ekki eftir neitt - nema orðin. Margir höfundar hafa miklar leik- lýsingar í handritum sínum og sjá fyr- ir sér leikmynd og þess háttar. Ég sé verkið á kvikmyndalegan hátt en ég DV-MYNDIR HARI Marie Jones „Sagan í leikritinu er hið sanna írland: ungur maður sem stríðir við eiturlyfjaneyslu. Engin von, ekkert land og engin framtíð. Það er algjör andstæða við hið rómantíska írland sem verið er að búa til í kvikmyndinni í verkinu. Þessum heimum lýstur að endingu saman. “ gat ekki ímyndað mér það á sviði. Ég sé verk min aldrei fyrir mér á sviði. Ég fylgist helst ekki með æfmgum. Það kom mér mjög á óvart hvemig leikstjórinn og leikaramir unnu úr verkinu." Þótt hún hugsi á kvikmyndanótum þá stendur hugur hennar ekki til þeirra. „Mér fmnst ekki mjög gaman að kvikmyndum. Ég fer helst ekki í bió. Ég get skrifað leikrit um kvikmyndir en ég vil ekki sjá þær,“ segir Marie og hlær. „Ég elska leikhúsið. Ég elska orð. Þegar kvikmyndahandrit er skrif- að er alltaf sagt að ekki þurfi að segja mikið því hið sjónræna sé svo sterkt. Ég vil frekar segja það, ég vil frekar heyra orð en sjá myndir." Án raddar Verkið hefur gengið mjög vel þar sem það hefúr verið sett upp. Marie er ekki frá því að það sé eitthvað alþjóð- legt við verkið. „Með fulla vasa af grjóti fjallar um fólk sem hefur ekki vald á lífi sínu. Margir geta samsamað sig þessu fólki. í verkinu lærist aðalpersónunum að þær hafa kannski eitthvað að segja um örlög sín. Valdalaust fólk mætir fólk- inu sem hefur valdið. Einhvem veginn ná þeir sem skortir valdið að sigra. Öll mín verk em á þessum nótum. Þau fjalla um fóik án raddar sem að lokum flnnur hana.“ -sm Laugardagar eru nammidagar Höfundur og ieikarar Hilmir Snær Guönason og Stefán Karl Stefánsson hafa með réttu hlotiö mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í Með fulla vasa afgrjóti. Marie . ies segist og mjög ánægð með frammistöðu þeirra og ætlar að koma aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.