Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 13
13 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV Fréttir Hreindýraarðurinn borgaður út: Sautján milljónir til 560 jarða DV-MYND SKÚLI MAGNÚSSON Hrelndýrabóndi Greinilegt er aö aukinn áhugi er hjá mörgum á hreindýrum og eflingu stofnsins. Komiö er í ijós aö hreindýr geta veriö góður „bisness". Hér er veiöimaöur á feröinni meö feng sinn. DV, EGILSSTOÐUM:_________________ í desember var greiddur út á Austurlandi svokallaður hrein- dýraarður. Fyrir árið 2000 komu rúmar 17 milljónir til skipta á um 560 jarðir. Greitt er eftir allflóknum reglum, meðal annars um ágang dýranna, stærð jarða, fasteignamat, hvar dýr eru felld og svo framvegis. Ekki tókst fréttaritara að fá ná- kvæmar upplýsingar um greiðslur til einstakra jarða en upphæðirnar eru æði misjafnar eða innan við þúsund krónur upp í nokkur hund- ruð þúsund á jörð. Samtals fóru rúmar tvær milljónir í umsýslu hreindýraráðs og vöktun stofnsins á vegum Náttúrustofu Austurlands. Alls nemur því sala á veiðileyfum tæpum tuttugu milljónum síðastlið- ið ár. Gera má ráð fyrir því að velt- an vegna hreindýraveiða sé mun meiri. Þar má nefna kjötsölu, vinnu heimamanna við t.d. leiðsögn, flán- ingu og veiðiminjar. Það færist í vöxt að veiðimenn gisti á hótelum og einnig hjá bændum sem bjóða gistingu. Varlega áætiað geta hreindýra- veiðarnar velt á milli þrjátíu og fjörutíu milljónum króna á ári og er það umtalsverð búbót fyrir fjórð- unginn. Mikil ásókn aðkomumanna hefur verið eftir veiðileyfum á vin- sælustu svæðin og oftast uppselt á þau. Fyrir nokkrum árum var hreindýrum skipulega fækkað og eru nú talin vera á bilinu 3.000-3.500. Nú heyrast raddir um að fjölga þeim aftur því menn eru að vakna til vitundar um margfeldisá- hrifln af hverju seldu veiðileyfi. Hreindýraráð hefur auglýst veiði- leyfin fyrir árið 2001 og þarf að sækja um þau fyrir 1. febrúar. Alls á að fella 446 dýr, þar af 232 tarfa og 214 kýr. Eins og áður eru vetur- gamlir tarfar friðaðir. Verð á leyf- um eru misjöfn eftir svæðum og fást allar upplýsingar um það hjá hrein- dýraráði. Hægt er að senda inn um- sókn á Netinu. -SM DV-MYND PETUR S. JÓHANSSON Góð gjöf Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Margrét Vigfúsdóttir, Steiney Ólafsdóttir og Berit Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ijósmóöir, viö afhendingu tæk- isins á Heilsugæslustööinni í Ólafsvík, glaðar á svip. Kvenfélagskonur gefa fósturhjartsláttarnema: Mikil frjósemi í Snæfellsbæ á árinu DV, ÓLAFSVÍK: Nýlega afhentu konur úr Kvenfé- lagi Ólafsvíkur Heilsugæslustöð- inni í Ólafsvík fósturhjartsláttar- nema að gjöf. Það voru þær Stein- ey Ólafsdóttir, varaformaður fé- lagsins, og Margrét Vigfúsdóttir gjaldkeri sem það gerðu. Berit Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir við Heilsu- gæslustöðina, tók við þessari höfð- inglegu gjöf úr hendi þeirra kven- félagskvennna. Að hennar sögn kemur þessi nemi í stað eldra tæk- is sem notað var áður en hann er notaður við skoðun á þunguðum konum. Kvenfélagskonur í Ólafsvík hafa verið duglegar við að safna til hinna ýmsu málefna sem koma að góðum notum fyrir bæjarfélagið. Berit sagði enn fremur við DV að fæðingar í Snæfellsbæ væru margar árið 2000 eða alls 33 miðað við 22 árið 1999, eða 50% meiri dugnaður við bameignimar. Þess má geta að á sið- asta ári hafa meðal annars fæðst tvenn- ir tviburar í Ólafsvík eftir nákvæmlega 30 ár frá því að síðast fæddust tvennir tvíburar þar sama árið. -PSJ REGATTA® GREAT OUTDOORS FAXAFEN 12 • SÍMI S33 1550 • dansol© 1 ÍBBÍ jj 1 {-'/v' -V sjfSBeb \W-fi W' „ P IhM j íii H L. jjjm . W. /x&M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.