Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Qupperneq 13
13 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV Fréttir Hreindýraarðurinn borgaður út: Sautján milljónir til 560 jarða DV-MYND SKÚLI MAGNÚSSON Hrelndýrabóndi Greinilegt er aö aukinn áhugi er hjá mörgum á hreindýrum og eflingu stofnsins. Komiö er í ijós aö hreindýr geta veriö góður „bisness". Hér er veiöimaöur á feröinni meö feng sinn. DV, EGILSSTOÐUM:_________________ í desember var greiddur út á Austurlandi svokallaður hrein- dýraarður. Fyrir árið 2000 komu rúmar 17 milljónir til skipta á um 560 jarðir. Greitt er eftir allflóknum reglum, meðal annars um ágang dýranna, stærð jarða, fasteignamat, hvar dýr eru felld og svo framvegis. Ekki tókst fréttaritara að fá ná- kvæmar upplýsingar um greiðslur til einstakra jarða en upphæðirnar eru æði misjafnar eða innan við þúsund krónur upp í nokkur hund- ruð þúsund á jörð. Samtals fóru rúmar tvær milljónir í umsýslu hreindýraráðs og vöktun stofnsins á vegum Náttúrustofu Austurlands. Alls nemur því sala á veiðileyfum tæpum tuttugu milljónum síðastlið- ið ár. Gera má ráð fyrir því að velt- an vegna hreindýraveiða sé mun meiri. Þar má nefna kjötsölu, vinnu heimamanna við t.d. leiðsögn, flán- ingu og veiðiminjar. Það færist í vöxt að veiðimenn gisti á hótelum og einnig hjá bændum sem bjóða gistingu. Varlega áætiað geta hreindýra- veiðarnar velt á milli þrjátíu og fjörutíu milljónum króna á ári og er það umtalsverð búbót fyrir fjórð- unginn. Mikil ásókn aðkomumanna hefur verið eftir veiðileyfum á vin- sælustu svæðin og oftast uppselt á þau. Fyrir nokkrum árum var hreindýrum skipulega fækkað og eru nú talin vera á bilinu 3.000-3.500. Nú heyrast raddir um að fjölga þeim aftur því menn eru að vakna til vitundar um margfeldisá- hrifln af hverju seldu veiðileyfi. Hreindýraráð hefur auglýst veiði- leyfin fyrir árið 2001 og þarf að sækja um þau fyrir 1. febrúar. Alls á að fella 446 dýr, þar af 232 tarfa og 214 kýr. Eins og áður eru vetur- gamlir tarfar friðaðir. Verð á leyf- um eru misjöfn eftir svæðum og fást allar upplýsingar um það hjá hrein- dýraráði. Hægt er að senda inn um- sókn á Netinu. -SM DV-MYND PETUR S. JÓHANSSON Góð gjöf Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Margrét Vigfúsdóttir, Steiney Ólafsdóttir og Berit Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ijósmóöir, viö afhendingu tæk- isins á Heilsugæslustööinni í Ólafsvík, glaðar á svip. Kvenfélagskonur gefa fósturhjartsláttarnema: Mikil frjósemi í Snæfellsbæ á árinu DV, ÓLAFSVÍK: Nýlega afhentu konur úr Kvenfé- lagi Ólafsvíkur Heilsugæslustöð- inni í Ólafsvík fósturhjartsláttar- nema að gjöf. Það voru þær Stein- ey Ólafsdóttir, varaformaður fé- lagsins, og Margrét Vigfúsdóttir gjaldkeri sem það gerðu. Berit Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir við Heilsu- gæslustöðina, tók við þessari höfð- inglegu gjöf úr hendi þeirra kven- félagskvennna. Að hennar sögn kemur þessi nemi í stað eldra tæk- is sem notað var áður en hann er notaður við skoðun á þunguðum konum. Kvenfélagskonur í Ólafsvík hafa verið duglegar við að safna til hinna ýmsu málefna sem koma að góðum notum fyrir bæjarfélagið. Berit sagði enn fremur við DV að fæðingar í Snæfellsbæ væru margar árið 2000 eða alls 33 miðað við 22 árið 1999, eða 50% meiri dugnaður við bameignimar. Þess má geta að á sið- asta ári hafa meðal annars fæðst tvenn- ir tviburar í Ólafsvík eftir nákvæmlega 30 ár frá því að síðast fæddust tvennir tvíburar þar sama árið. -PSJ REGATTA® GREAT OUTDOORS FAXAFEN 12 • SÍMI S33 1550 • dansol© 1 ÍBBÍ jj 1 {-'/v' -V sjfSBeb \W-fi W' „ P IhM j íii H L. jjjm . W. /x&M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.