Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
Helgarblað
I>V
Anne Heche leikkona.
Hún mun ætla í mál vlö vikuritiö
National Enquirer.
Anne Heche
í mál við
Enquirer
Leikkonan Anne Heche var á
allra vörum þegar samband hennar
viö leikkonuna Ellen DeGeneres var
í hámæli og ekki síður á dögunum
þegar fréttist af meintri óléttu henn-
ar. Margt hefur verið ritað í blöð
vestra um framferði Heche siðustu
vikur og áreiðanlega ekki allt í
þökk hennar sem þar var ritað. Þó
tók steininn úr á dögunum þegar
vikuritið National Enquirer birti
frétt um að hún annaðist dreifingu
eiturlyfja. Það var fullyrt að hún
hefði séð leikaranum Robert Down-
ey jr. fyrir dópi en hann hefur veriö
mikið í fréttum að undanförnu
vegna ofneyslu örvandi lyfja.
Heche var nóg boðið og hefur hót-
að að stefna blaðinu dragi það ekki
staðhæfmgar sínar til baka. Þetta
þykir fréttnæmt í Ameriku því alla-
jafna nenna menn ekki að elta ólar
við það sem stendur i umræddu
blaði sem þykir vera næstum
hreinn skáldskapur á köflum.
Páfagaukurinn sendir
SMS-skilaboð
- páfagaukur í Kópavogi hermir eftir vinsælu hljóöi
„Páfagaukur-
inn minn heitir
Gosi en hann er
samt ekki
karlpáfagaukur.
Hann var svo
ungur þegar ég fékk hann að það
var ekki hægt að sjá hvors kyns
hann væri. Svo þegar það upp-
götvaðist að Gosi er í rauninni
kerling þá var ég búin að kenna
honum að hlýða nafninu sínu svo
það var of seint að breyta því.“
Þannig lýsir Birna Helena
Clausen, unglingur í Kópavogi,
páfagauknum sínum sem er
þriggja ára gamall gári og hefur
hún átt hann síðan hann var smá-
ungi.
„Gosi er frá Akureyri en við átt-
um heima þar þegar ég eignaðist
hann.“
Er þetta til mín?
Gosi er sannkallaður nú-
tímapáfagaukur því hann er fræg-
ur innan fjölskyldunnar og vina-
hóps Birnu fyrir að herma eftir
hljóðmerkinu sem allir GSM-sím-
ar gefa frá sér þegar SMS-skilaboð
hafa borist í simann.
„Vinkonur mínar eiga allar
GSM-síma og það kemur oft fyr-
ir að við sitjum allar saman og
þá heyrist píp og allar
stökkva upp og halda að
þær séu að fá skilaboð.
Ég veit yfirleitt að það
er páfagaukurinn svo ég
er frekar róleg yfir
þessu ef hann er ein-
hvers staðar nærri.“
Gosi á heima í búri
inni í herbergi Birnu
Helenu og hún ber
Birna Helena Clausen á páfagaukinn Gosa
Gosi er reyndar ekki karlkyns en þegar þaö uppgötvaöist var oröiö of seint aö þreyta nafninu.
ábyrgð á að sinna honum með því
gefa honum vatn og mat reglulega.
Ekki sitja á hausnum á
mér
„Það er ekki mikið sem hann
étur en hann sóðar svolítið út í
kringum sig. Það verður að tala
mikið við hann og leika við hann
til þess að hann verði skemmtileg-
ur. Ég er búinn að kenna honum
að þekkja nafnið sitt og hann kem-
ur fljúgandi tO mín og sest á fing-
urinn á mér eða öxlina þegar ég
kalla á hann. Ég vil samt ekki að
hann sitji á hausnum á mér því ég
vil ekki fá skít í hárið.“
Birna segir að Gosi fái eiginlega
aldrei að fljúga laus nema inni í
hennar herbergi því honum er
ekki leyft að ferðast um allt húsið.
Þaö er vegna þess að páfagaukar,
sérstaklega
kerlingar,
eiga vanda
tU þess að
narta og
rífa í
hluti og skemma.
„Hann hefur nartað í bækur
sem ég á og rifið af þeim horn en
annars er þetta aUt í lagi. Hann er
ofsalega athyglisjúkur og
talar mikið við
mann.
Hann hef-
ur af-
skap-
lega
gaman af félagsskap og er mið-
punktur athyglinnar ef hann fær
að ráða.“
Gott aö eiga gæludýr
Bima segir að Gosi sé fyrsti páfa-
gaukurinn sem hún á en hún
man svolítið eftir páfagauk
sem var á heimilinu þegar
hún var miklu yngri.
„Flestar vinkonur
mínar eiga ketti eða
hunda, flestar ketti.
Mér flnnst mjög
gaman að eiga
gæludýr og taka
ábyrgð á því. Það
er gefandi ef mað-
ur sinnir þeim
dálitið vel.“
Hún segir að
þeir unglingar
sem ekki eiga
gæludýr ættu að
athuga hvort
þeir ættu
kannski að fá sér
dýr sér til
skemmtun-
ar. PÁÁ
Hræddir íslendingar
Hallgrímur
Helgason
skrifar
Um það er talað hve bókadómarn-
ir voru jákvæðir þessi jólin. Allar
bækurnar fengu frábæra dóma í öll-
um blöðum, á öllum stöðvum. Nú
hefur þetta sjálfsagt verið gott bóka-
ár en þó blundar í manni efi um að
árið 2000 hafi komið út 40 skáldsög-
ur sem aUar voru bókmenntasögu-
legir viðburðir, hver á sinn hátt.
Nú hefur kennaraverkfaUið stað-
ið í 2 mánuði. Unglingarnir hafa
ekki þurft að mæta í skólann í 60
daga. Samt heyrist ekki neitt í nein-
um. Aöeins eitt til tvö foreldri hafa
skrifaö heitar greinar í Moggann.
(Framhaldsskólanemar: 13.000.)
Annars hafa hvorki sést lesenda-
bréf, mótmælastöður né göngur. Er
fólki bara alveg sama? Hvar er
gamla nöldurþjóðin núna?
Annaðhvort er hún of tímabund-
in: „Verð að þjóta. Er að fara í slök-
unarnudd." Eða hún er oröin of feit:
„DjöfuU er þetta gott rauövín, hvað
er í sjónvarpinu á eftir?" Eða hún er
bara hrædd.
Kannski er hún þetta allt.
Á undaníomum árum hefur vax-
ið mjög hræðsla fólks við að segja
skoðanir sínar á hinum og þessum
hlutum. Eftir því sem Davíð hefur
oröið meiri kóngur og Lngibjörg Sól-
rún meiri drottning hafa þegnamir
smám saman skriðið inn i sitt skoð-
analeysi. Óttinn við valdið hefur
kennt þeim að halda sig hver á
sinni litlu mottu og þegja. Já, það er
þó betra en vera borinn út úr heita
fina kerfinu og útá kaldan klaka. Þá
er ekki mikið skjól i einni smásögu
á opnu í Lesbókinni, jafnvel þó mað-
ur hafi skrifað hana sjálfur.
Eru foreldrar menntaskólanema
hræddir við Björn Bjarnason?
Halda þeir að menntamálaráðherra
muni koma í veg fyrir að börnin
þeirra fái inngöngu í Háskólann eða
muni sjá til þess að Hannes Hólm-
steinn leggi þau þar í einelti? For-
eldrar menntaskólanema eru alla-
vega mjög hræddir við framhalds-
skólakennara. Ekki má kenna þeim
um neitt því það mun bara bitna á
börnum þeirra að verkfalli loknu.
Hvert sem litið er ríkir óttabland-
in þögn í upphafi nýrrar aldar.
Ferðist maður um landsbyggðina
fær maður að heyra reiðina á fjórða
glasi, allt að því byltingarhug gegn
kvótakóngunum, en enginn þorir að
segja neitt edrú af ótta við að missa
vinnuna. Fyrir þremur árum kom
ég á Siglufjörð. í sjoppunni lá undir-
skriftarlisti gegn mengun frá SR-
mjöls-verksmiðjunni (í eigu Kol-
krabbans). Á listanum voru þrjú
nöfn. Allt utanbæjarmenn. Samt
sást ekki yfir götuna fyrir illa þefj-
andi mjölbræðslureyknum.
Stjómarþingmenn tala allir eins
og litlir farsímar Davíös. Rithöf-
undarnir okkar segja aldrei neitt.
Þeir hafa vit á þvi að þegja vegna
þess að þeir vita sem er að þá fá
þeir betri dóma. Jólavertíðin sýndi
vel hve þeim hefur tekist þetta.
(Mikki Torfa var sá eini sem fékk
neikvæðan dóm í Mogganum.)
Gagnrýnendur eru löngu hættir að
þora að hafa sjálfstæða skoðun.
Ljóðskáldin hafa ekki haft neinar
skoðanir síðan Steinn var jarðað-
ur. í nýliðnu skaupi pössuðu þess
listrænu stjórnendur vandlega
uppá það að hvergi yrði gert grín
að Menningarborginni, Listahátíð,
Reykjavíkurborg eða Borgarstjóra.
Þeir þurfa því ekki að óttast verk-
efna- eða styrkjaleysið á komandi
ári. Á kvikmyndagerðarmenn slær
jafnan þögn um leið og minnst er á
Friðrik Þór. Ekki má styggja kóng-
inn. Jafnvel Guðbergur er farinn
að veigra sér við því að segja of
mikið og „vill ekki nefna nein
nöfn“.
Allt þetta veldur því að maður
verður bara feginn að sjá mann eins
og Ómar Konráðsson koma til dyr-
anna eins og hann er klæddur (í við-
tali á Stöð Tvö á baðslopp með glóð-
arauga) og þorir að segja hvað sem
honum sýnist.
Við búum í mjög mjög góðæru
einveldissamfélagi þar sem hver lít-
ill bransi á sinn eigin kóng og leyf-
ir ekki fleiri skoðanir, raddir eða
sterka persónuleika. Einn ræður og
hinir þegja. Bíða bara þangað til
kóngurinn fer frá. Og hverjum
kóngi fylgir málgagn sem heitir yf-
irleitt Morgunblaðið. Morgunblaðið
þykist vera eina blaðið á íslandi og
stundum hefur maöur það jafnvel á
tilfinningunni að það sé eina blaðið
í heiminum. Hin stóra miðopnufrétt
Moggans í byrjun árs var: Nýtt
skipurit Morgunblaðsins. Það var
eins og við værum fá að sjá hið nýja
þjóðskipulag nýrrar aldar. (Hvenær
myndu New York Times eða DV
gera frétt úr slíku innanhússmáli?)
Við sem vorum rétt svo búin að
jafna okkur á þeirri miklu uppslátt-
arfrétt á forsíðu að Matti Jó væri
hættur og Gísli Sig líka. Ég missti
nú reyndar af sjálfri kveðjuathöfn-
inni (fánahylling í Hljómskálagarð-
inum og blysfór niður í Aðalstræti
6) en það var engu líkara en Guð
hefði látið af störfum á himnum og
Lykla-Pétur sagt upp í kjölfarið.
Einn foringi. Eitt dagblað. Eitt
þjóðfélag. Minnir þetta ekki dálítið
á annað þjóðskipulag frá liðinni
öld?
Og vei þeim manni sem ætlar sér
að gerast andófsmaður í upphafi
nýrrar aldar. Nei, þá er bara betra
að þegja og huga að bréfunum sín-
um og bóna bílinn sinn. Auðvitað
stendur Pravda mönnum opin dag
og nótt, til að viðra sínar skoðanir í
„aðsendum greinum" og „bréfum til
blaðsins". Mönnum gefst jafnvel
kostur á því að birta smásögur í
Lesbókinni. En menn verða bara að
muna að hafa þær skoðanir ekki of
sterkar. Annars gæti myndin af
manni óvart lent í fæl, merktum
„minningargreinar“.