Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 17
17
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001_____________________
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Páfi Vísindakirkjunnar var vísindaskáldsagnahöfundur:
Stundum verður geðveik-
um ekki haldið lifandi
Vísindakirkjan, eða
The Church of Sci-
entology, er liklega
eitt umdeildasta fyr-
irhærið í„trúar-
hrögðum“ nútímans.
Upphafsmaður kirkj-
unnar er L. Ron
Hubbard, fullu nafni
Lafayette Ronald
Hubbard, sem fœdd-
ist í Nebraska 13.
mars 1911. Hann
lést 24. janúar 1986
í Kaliforníu.
Hubbard var vel þekktur skáld-
sagnahöfundur en þekktastur var
hann fyrir vlsindaskáldsögur sín-
ar. Árið 1950 gaf hann út bókina
Dianetics: The Modem Science of
Mental Health. Upp frá því varð
hann heltekinn af Dianetics og Sci-
entology og kom á fót kirkjum,
stofnunum og skólum víða um
Bandaríkin.
Fyrsta kirkjan sem hann stofn-
aði var í Washington. Sumir vilja
meina að hann hafi einungis hugs-
að kirkjuna sem skálkaskjól til að
losna undan sköttum og á Hubb-
ard að hafa gantast með það á sín-
um tíma.
Margir muna eflaust eftir frétt-
um af stórstjörnum í söfnuöi henn-
ar: John Travolta, Tom Cruise og
fleiri. Einnig höfðu Þjóðverjar, að
mati Vísindakirkjunnar, sýnt fá-
dæma fasisma með því að neita að
skrá kirkjuna sem trúfélag. Líkt
og í Bandaríkjunum forðum töldu
þýsk yfírvöld að ætlun samtak-
anna væri einungis að komast hjá
því að borga skatta með því að
skilgreina samtökin sem kirkju.
Starfsmannastjórnun
Vísindakirkjunnar
Scientology er notuð við starfs-
mannastjórnun í Bandaríkjunum
en fræðin ganga út á það að fólk
slípi persónu sína til þess að ná
betri árangri í lífi og starfi.
Kannski mætti ímynda sér að L.
Ron Hubbard væri af lærisveinum
sínum álitinn nútimalegur Kristur
með MBA-nám og námskeiðaröð
Dales Carnegie að baki.
Þrátt fyrir nokkuð slétt og fellt
yfirborð Vísindakirkjunnar hafa
komið upp hneykslismál varðandi
hana. Margir vilja reyndar segja
að kirkjan sé einungis starfrækt
til að hafa fé af grunlausu fólki
með hefðbundnum loforðum um
betra líf.
Mál Lisu McPherson
„Ég er L. Ron Hubbard," til-
kynnti konan í hótelherberginu
með vélrænni röddu. „Ég skapaði
tímann fyrir þremur milljörðum
ára.“ Hún hélt áfram þvaörinu og
þeir sem fylgdust með henni
skráðu það samviskusamlega nið-
ur.
„Ég get ekki mætt kraftinum...
Ég þarfnast leiðbeinandans... Ég
vil skrúbba gólfið með tannbursta
þar til ég öðlast skilning.“
Orðanotkunin er auðskiljanleg
þeim er kynnst hafa Vísindakirkj-
unni og boðskap hennar. Þeir sem
komu í herbergið í Fort Harrison-
hótelinu, sem var hluti þjálfunar-
ar skipulögðu mótmælagöngur „til
að mæta ofsóknum og fordómum".
Það var rifjaö upp að á sjöunda
áratugnum beitti Hubbard öllum
ráðum til að kaupa upp byggingar
í miðbæ Clearwater. Samkvæmt
minnisblöðum Hubbards var ætl-
unin að búa til borg sem algjörlega
yrði stjórnað af Vísindakirkjunni
og var liður í alheimsvæðingu
samtakanna. Kona Hubbards og
tíu háttsettir menn i Vísindakirkj-
unni voru dæmdir fyrir samsæri
sem fólst í njósnum, hlerunum og
innbrotum hjá opinberum aðOum.
Hubbard sjálfur var ekki ákærður.
Þrátt fyrir áföll sem þessi er Vís-
indakirkjan enn í útrás og
kannski er þaö bara tímaspursmál
hvenær hún kemur til íslands. Þá
er bara að sjá hvernig islensk
stjórnvöld taka á trúfélagaskil-
greiningunni og skattamálum
kirkjunnar.
Byggt á Associated Press, Was-
hington Post og fleiri miölum.
-sm
John Travolta er einn af þeim
stórstjörnum sem er í söfnuöi
Vísindakirkjunnar. Hræöilegt mál
kom upp á Flórída þegar ungri
geöveikri konu var neitaö um aöstoð
sérfræöinga í 17 daga eöa þar til
hún lést.
umhverfis Vísindakirkjunnar í
Flórída, gátu séð að unga konan
Lisa McPherson hafði tapað vit-
inu.
Einangrun
í desember 1998 birtist frétt í
Washington Post þar sem greint
var frá dauðsfalli á hóteli í Cle-
arwater i Flórída. Lisa McPher-
son, 36 ára kona, hafði látist fyrir
aldur fram.
18. nóvember 1995 hófst einangr-
un Lisu undir stjóm sérstaks hóps
Vísindakirkjunnar sem sér um
geðsjúka meðlimi og var i einu og
öllu farið eftir skrifum Hubbards
um meðferð þeirra. Enginn talaði
við hana, hún var neydd til að
borða, í hana sturtað vítamínum
og jurtabætiefnum. Eftir 17 daga
lést hún án þess að hafa nokkurn
tíma fengið hjálp frá sérfræðing-
um. Við krufningu kom í ljós að
hún hafði látist vegna blóðtappa
sem hafði orðið tO af völdum of-
þomunar og langvarandi legu. Á
þessum 17 dögmn hafði Lisa lést
um rúm 20 kOó.
Dauði Lisu er kannski sérstak-
lega umdeOdur vegna þess viö-
horfs sem kemur fram í orðum
stofnandans, L. Rons Hubbards:
„Við höfum ekkert að gera við þá
geöveiku. Hinir geðveiku eru,
jæja, þeir eru geðveikir!" sagði
hann í sjónvarpsviðtali. Það var
því lítið hægt að gera fyrir þá.
„Það þarf að sjá þeim fyrir nokkuð
öruggu umhverfi, næði og hvOd og
engri meðferð af geðrænum toga.
Það verða aOtaf einhver mistök,“
skrifaði hann í stefnumarkandi
bréfi árið 1965. „Stundum verður
þeim ekki haldið lifandi."
Ofsóknir og fordómar?
í kjölfar dauða Lisu var höfðað
mál á hendur Vísindakirkjunni
fyrir að hafa ekki séð til þess að
Lisa fengi fagmannlega umönnun.
Málaferlin vöktu upp gamla
drauga í Clearwater. Andstæðing-
ar Vísindakirkjunnar söfnuðust
saman fyrir utan hótelið og mót-
mæltu með orðunum „Scientology
k01s“. Meðlimir Vísindakirkjunn-
Ertu að grafa þér gröf
með hnif og gaffli ?
Vikuna 8. til 12. janúar hefjast í World Class
ný aðhaldsnómskeið.
Það hefur aldrei verið meira f jör eða betri
órangur hjó okkur en ó síðasta úri.
Tímatafla:
Morguntímar 6:30 og 10:00
Eftirmiðdagstímar 16:30
Kvöldtimar 20:00
Morguntímor 9:30 ó lougordögum (kroftotímor)
Innifalið er eftirf arandi:
Yogospuni 6 dago vikunor - fitumæling - ítorleg kennslugögn
motordogbækur - æfingobolur - votnsbrúsi • viðtol við næringor
róðgjafo - kennsla í tækjosol - ótokmarkoður oðgongur í World Clnss.
Unglingafjör
4 mónaða aðhaldsnómskeið fyrir unglinga ó aldrinum
13 til 16 óra hefjast í World Class 9. jonúar.
Að nómskeiðunum koma fjöldi þekktra gestakennara.
Tímatafla:
Spinningtímor þriðjudogo og fimmtudago kl. 16:45
og í sol ó laugordögum kl: 13:30
Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur.
Upplýsingar og skráning
ísíma 561 8585 4
'» •'•'j v,! 7
SzúrQixaýúrcn
WopltEiass f ÍHI
/W£um>. U :JB W,
HEILSUGARÐUR
GAUJA LITLA
í söfnuði Vísindakirkjunnar