Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 38
-£46______
Tilvera
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV
Stórborgin París:
Heillandi og
rómantísk
Rómantíkin svífur yfir vötnum í
París og þar er hægt að eyða mörg-
um dögum í að skoða stórfenglegar
byggingar, borða mat á heimsmæli-
kvarða og upplifa ekta kaffihúsa-
menningu. Þvi er ekki auðvelt verk
að ákveða hvaða staði á heimsækja
þegar stoppað er nokkra daga í
borginni. Hvert hverfi borgarinnar
er ævintýri út af fyrir sig og auðvelt
er að ferðast á milli þeirra með því
að nota Metro neðanjarðarlestirnar
því þær eru bæði öruggur og fljót-
legur ferðamáti. Hentugast er að
kaupa 10 miða hefti sem kallast
„carnet“ og kostar um 60 franka.
Ljósadýrð Eiffelturnsins
Sú bygging sem dregur flesta
ferðamenn að sér í Paris er tákn
borgarinnar, sjálfur Eiffelturninn
La Défense
La Défense, þar sem fjármálahverfi
borgarinnar er, verður sífellt vin-
sælla meðal ferðamanna enda er
þar að finna nútímalegan og
sérstakan arkitektúr.
sem gnæflr yfir henni. Hægt er að
fara upp í þrjár hæðir á tuminum,
sem er 317 metra hár, og njóta út-
sýnisins en menn verða að vera þol-
inmóðir því oftast eru langar
biðraðir. Á kvöldin er turninn lýst-
ur upp og blikkandi Ijós birtast ann-
aö slagið og einna helst er eins og
turninn sé þakinn demöntum. Um
> áramótin voru sett upp ný blá ljós
sem eiga að lýsa næsta hálfa árið.
Annað aöaleinkenni Parísar er
Sigurboginn, hið tignarlega minnis-
merki um þá hermenn sem féflu í
Place de la Concorde
Eitt fallegasta torgið í París er
Concorde-torgið sem stendur við
enda breiögötunnar Champs
Elysées.
Napóleónsstríðinu sem stendur við
eina stærstu breiðgötu heimsins,
Champs Elysées. Á þeirri götu er
auðvelt að eyða heilum degi i búðar-
ráp því þar er að finna fjölbreytileg-
ar verslanir. Við enda hennar er
Concorde-torgið sem er eitt falleg-
asta torgið í París. Þar var á síðasta
ári sett upp „Árþúsunda" parísar-
hjól og ef farið er í hjólið má sjá
borgina frá skemmtilegu sjónar-
homi, sérstaklega á kvöldin þegar
hún er upplýst. Við sólarlag er út-
sýnið ógleymanlegt, fyrir þá sem
eru svo heppnir að upplifa það. Hin-
um megin við Concorde-torgið eru
Louvre-garðamir og safnið sem er í
gömlum kastala. Þar gefur meðal
annars augum að lita hið fræga mál-
verk af Mónu Lísu.
Einstakar kirkjur
Kirkjumar í Parísarborg eru ein-
stakar og þekktust þeirra er Notre
Dame sem var byggð á ámnum 1163
til 1330 og er hún vitnisburður um
marga af merkustu viðburðum i
sögu landsins. Á
Montmartre-
hæðinni í
Bastillu-hverfinu
er Sacré Coeur,
eða Hvita kirkj-
an, einkar glæsi-
leg þar sem hún
stendur. Þegar
komið er upp á
hæðina sést borg-
in vel og fyrir aft-
an kirkjuna era
litlar götur sem
eru fuflar af veit-
ingastöðum og
listamönnum sem
vflja ólmir mála
þá sem þar fara
um.
Á bökkum
Signu er hægt að
labba um í róleg-
heitum og kíkja á
varninginn hjá
götusölunum sem
eru víða við ána
með básana sína.
Hjá þeim má
kaupa ýmsa
gamla hluti, tfl að
mynda bækur,
kort, myndir og
minjabækur. Fyr-
ir þá sem eru
meira fyrir fram-
tíðina er hægt að
mæla með Pompi-
dou-nýlistasafninu og þeir ættu líka
að heimsækja La Défense-fjármála-
hverfið þar sem er finna margar ný-
tískubyggingar sem sumar hverjar
eru allsérstakar eins og Grand
Arche.
Kvöldsigling á Signu
Á kvöldin iðar allt af lífi í París
og meðal þess sem er í boði eru ótal
barir, næturklúbbar, leikhús, óper-
ur, diskótek og frægir dansstaðir.
Veitingastaðirnir eru lika fjölbreytt-
ir og í Latínuhverfinu og við Place
Italie er að fmna góða staði þar sem
verðlagningin er hófleg. Allir ættu
svo auðvitað að smakka franskan
mat enda eru Frakkar heimsfrægir
í matargerð. Einn helsti staðurinn í
París þessa dagana er Buddha Bar
sem er við götuna Boissy d’Anglas,
sem er rétt við Concorde-torgiö, og
þangað flykkist fræga og rika fólkið.
Staðurinn er á nokkrum hæðum og
er matsalurinn næstum því 700 fer-
metrar. Staðurinn býður upp á jap-
anskan mat sem hefur yfir sér Kali-
fomíublæ og er borinn fram undir
eftirliti hins mikla Buddha. Á efri
hæðinni er bar þar sem hægt er að
hlusta á tónlist og gæða sér á góðum
vínum.
Þeim sem vilja hins vegar upplifa
París á sérstakan hátt er bent á að
fara í kvöldsiglingu um Signu. Á
meðan siglt eru um og farþegamir
njóta þess besta sem borgin býður
upp á, er framreidd glæsfleg þriggja
rétta máltíð. París er borg sem heifl-
ar ferðamenn upp úr skónum og
flestir sem fara einu sinni til París-
ar fara þangað aftur enda er alltaf
eitthvað nýtt að skoða. Það er því
ekki skrýtið að á síðasta ári heim-
sóttu 26 milljónir ferðamanna París
og hafa aldrei áður svo margir
heimsótt borgina á einu ári.
-MA
Parísarborg
Útsýnið úr Eiffelturninum er ekki amalegt en feröamenn verða þó að vera
þoiinmóðir ef þeir ætla upp því biðraðirnar eru oftast mjög langar.
Hjartavél á Heathrow
Yfirvöld á Heathrow í London
hafa sett upp hjartavélar á flugvell-
inum til að auka lífslíkur þeir sem
fá hjartaáfall á vellinum. Tuttugu
og átta vélum hefur verið komið fyr-
ir til reynslu viðs vegar um völlinn
í þeim tilgcmgi að veita fyrstu hjálp
áður en sjúkrabill kemst á svæðið.
Áttatíu flugvaflarstarfsmenn hafa
fengið sérstaka þjálfun í meöferð
hjartavélanna og réttindi til að nota
þau í neyðartilfellum. Uppsetning
vélanna er hluti af langtímaáætlun
breskra stjórnvalda til að fækka
dauðsföllum vegna hjartaáfalla og ef
hún tekst vel munu fleiri hjartavél-
ar verða settar upp víðar á
Englandi.
Mörg flugfélög hafa hjartavélar
um borð í flugvélum á löngum flug-
leiðum og þykir það hafa gefið góða
raun.
Letilff
íbúar eyjunnar Tobago í Karíba-
hafmu era frægir fyrir hversu af-
slappaðir þeir eru. Þeir eru vin-
gjamlegir og taka lífinu með ró, eitt
helsta tómstundargaman íbúanna
er að „chilla" í skugga pálmatrjáa
með kókóssafa í hönd. Flestir eru
smábændur sem eiga fáeinar hæn-
ur, tvær til þrjár geitur og nokkur
ávaxtatré. Sjórinn i kringum eyjuna
er gjöfull, stutt á miðin og menn
veiða gjarnan í fjörunni með því að
kasta neti í sjóinn, ef þeir nenna
því. Sér til skemmtunnar drekka
íbúamir ómælt magn af rommi og
veiða litlar eðlur sem lifa í skógin-
um. Fáir bílar eru á eyjunni og þyk-
ir lífið þar einstaklega afslappandi.
Islendingar gætu án efa lært ýmis-
legt af eyjaskeggjum þrátt fyrir ólíkt
veðurfar.
Kína í tísku
Svo virðist sem Kína sé að kom-
ast í tísku sem áfangastaður ís-
lenskra ferðamanna. Þeir sem ætla í
slíka ferð ættu að gæta þess timan-
lega að hafa samband við heilsu-
verndarstöö og láta bólusetja sig.
Kínverjar era í flestum tilfellum
þrifalegir en ýmislegt getur þó kom-
ið á óvart. Salemisaðstaða getur t.d.
verið mjög breytileg milli svæða, á
hótelum eru yfirleitt klósett en al-
menningssalemi eru yfirleitt bara
gat í gólfínu. Víða er bannað að
henda pappír í salemin en þess í
stað er sérstök fata við hliðina á kló-
settinu.
Ferðamenn ættu einnig að gæta
sín á því að drekka kranavatn og
halda sig við soðið vatn og vatn úr
flöskum.
-Kip