Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py
Meö orðin
aö vopni
Garðar Sverrisson er skeleggur barátturmaður fyr
Fjölmiölar veröa aö átta sig á aö hér hafa mjög alvarlegir atburöir átt sér staö og nau
á þessu fölki sem fariö er aö haga sér eins og hreinir valdaræningjar, mt
- Garðar Sverrisson,
formaður Öryrkja-
bandalagsins, berst
við stjórnvöld. Garðar
lýsir æskudraumum,
rithöfundarferli og
stjórnmálaskoðunum
sínum.
Garðar Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, hefur staðið í
eldlínunni fyrir hönd sinna manna
undanfarin ár. Samskipti hans og
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
minna um margt á söguna af Davíð
og Golíat nema hvað nú er Davíð
Golíat. I stað sverða og slöngvivaða
eru orðin ein notuð sem vopn.
Þegar Helgarblað DV gengur á
fund þessa baráttumanns orðsins
liggur beinast við að spyrja hann
um síðustu skeytasendingar þessa
máls sem birtust í formi yfirlýsinga
frá forsætisráðuneyti og heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti um þátt for-
seta íslands í málinu en Garðar lét
þau orð falla í sjónvarpsþætti í vik-
unni að forsetinn hefði augljóslega
veitt ráðherrum tiltal vegna máls-
ins. Hvað fannst þér um þessa til-
kynningu?
Dómgreindarleysi
„Fyrir utan dómgreindarleysið
finnst mér þessi kjánalega frétta-
tilkynning ekki annað en lítt dul-
búin tilraun til að koma höggi á
forseta íslands; reyna að refsa hon-
um fyrir að bjóða okkur til fundar-
ins á Bessastöðum. Kjánaskapur-
inn felst náttúrlega í þvi að þarna
eru tveir aðstoðarmenn ekki aö-
eins að vitna um einkasamræður
yfirmanna sinna heldur einnig
einkasamræður yfirmanna hvor
annars. Síðan klykkja þeir út með
því að staðhæfa að enginn hinna
tólf ráðherra ríkisstjórnarinnar
hafi vikið að þessu máli í samræð-
um við forseta íslands. Svona væri
náttúrlega ekki hægt að fullyrða
nema að undangengnum umfangs-
miklum símahlerunum og beinum
njósnum, auk þess sem það hefur
mér vitanlega ekki viðgengist
áður að menn geri tilraun til að
lýsa tveim aðskildum einkasam-
ræðum í opinberri fréttatilkynn-
ingu. Fólk sem slíkt gerir er nú
ekki beinlínis trúveröugt," segir
Garðar.
Mannréttindi fótumtroðin
- Það virðist vera álit margra að
með þessum dómi Hæstaréttar
verði vatnaskil í baráttu öryrkja
fyrir rétti sínum. Hvers vegna má
telja þennan dóm fullnaðarsigur?
„Þessi dómur markar þáttaskil
að því leyti að þetta er í fyrsta sinn
sem Öryrkjabandalagið fer dóm-
stólaleiðina til að ná fram rétti sín-
um. Slík leið er ekki farin fyrr en
aðrar leiðir eru fullreyndar.
Stjórnvöld tóku athugasemdum
okkar ekki af þeirri alvöru sem
okkur fannst tilhlýðileg heldur
kusu þau að halda því fram að
staðhæfingar okkar um mannrétt-
indabrot væru upphrópanir og gíf-
uryrði sem ættu ekki við nein rök
að styðjast. Meö þessum viðbrögð-
um neyddu þau okkur til að vísa
deilunni til dómstóla.
Þegar þeim var orðið ljóst að
okkur var full alvara gripu þau til
þess örþrifaráðs að lögfesta þá
skerðingu sem við höfðum haldið
fram að ekki hefði átt sér neina
lagastoð. Héraðsdómur féllst á þau
rök okkar en klofnaði í afstöðu
sinni til þess hvort hin nýju lög
stæðust stjómarskrá. Þessum
dómi kusu stjómvöld að áfrýja til
Hæstaréttar sem dæmdi okkur i
vil um bæði ágreiningsefnin -
felldi ítarlega rökstuddan dóm á þá
leið að hin glóðvolgu lög stjórn-
valda stæðust hvorki stjórnarskrá
né skuldbindandi mannréttinda-
sáttmála. Ég held að eftir þennan
dóm eigi þorri stjórnmálamanna
eftir að leggja betur við hlustir
þegar við vekjum athygli á því
hvernig mannréttindi öryrkja eru
fótumtroðin - raunar svo mjög að
færa má fyrir því gild rök að um
hreina og beina aðskilnaðarstefnu
sé að ræða.“
Vísvitandi oftúlkun
Þótt enn hafi ekki verið greiddar
út bætur samkvæmt dómnum er
það skilningur manna að hjá því
verði ekki komist. Er líklegt að
þetta leiði til lagasetningar sem
festi tekjutengingar i sessi til fram-
búðar eða er hún hér með úr sög-
unni?
„Ýmsir þeir sem ekki eru vanir
að taka okkar málstað hafa kosið
að leggja þann skilning í þennan
dóm að með honum sé verið að
vega að tekjutengingum sem slík-
um. Það er ekki aðeins oftúlkun
heldur hrein rangtúlkun. Með
þessum dómi er einfaldlega verið
að viðurkenna að menn hafi tiltek-
in lágmarks-mannréttindi sem
ekki verði af þeim tekin vegna
tekna annarra einstaklinga. Stjórn-
völd geti m.ö.o. ekki vikið sér und-
an ábyrgð og varpað stjórnarskrár-
bundinni tryggingaskyldu sinni
yfir á þann einstakling sem öryrk-
inn vill stofna til hjúskapar með.
Mér virðist einsýnt að þarna sé
vísvitandi verið að oftúlka dóminn
til að vega að þeim tekjutengingum
sem eiga fullan rétt á sér og þjóðin
hefur komið sér saman um.“
Skósveinar belgja sig
Stjórnvöld hafa skipað sérstaka
nefnd til að fjalla um málið. Hver
telur þú að verði niðurstaða henn-
ar og hvert er álit þitt á þeim við-
brögðum stjórnvalda sem þegar
hafa birst?
„Þegar byrjað er að brjóta gegn
sjálfum grundvallarreglum lýðræð-
isins er hvorki á mínu færi né ann-
arra að spá í framhaldið. Þrátt fyr-
ir hávær mótmæli á undanfórnum
árum hafa stjórnvöld leyft sér að
brjóta lög og rétt á öryrkjum. Þeg-
ar svo málinu er vísað til Hæsta-
réttar, sem I lýðfrjálsum ríkjum er
síðasta vörn og vígi borgaranna
gegn ofríki stjórnvalda, er brugðist
við með því að hunsa dóminn og
ófrægja þá dómara sem kváðu
hann upp.
Þetta er gert með skipulögðum
og afar ógeðfelldum árásum þar
sem hver skósveinninn af öðrum
belgir sig út til að þóknast einvald-
inum. Það eru engin smáskilaboð
til okkar þegar sjálfur forsætisráð-
herra landsins ræðst með þessum
hætti að Hæstarétti og kallar dóm
hans mistök sem ekki megi endur-
taka sig, slys sem hefði mátt forð-
ast með því að bæta tveim dómur-
um við.“
Davíð hefur ekkert umboð
„Sýnu alvarlegra er þó að hann
skuli tefja fyrir framkvæmd dóms-
ins með skipun nefndar sem lýtur
formennsku manns sem hefur lýst
dóminn tóma vitleysu og sagt að
hann sé pólitískur fremur en lög-
fræðilegur, manns sem hefur tekið
virkan þátt í ófrægingarherferð
gegn Öryrkjabandalaginu. En þessi
nefnd kemur málinu í sjálfu sér
ekkert við. Þeir mega skipa eins
margar nefndir og þeim sýnist.
Það heimilar þeim hins vegar ekki
að brjóta lög eins og þeir gerðu nú
um áramótin, þegar öllum er ljóst
að leikur einn hefði verið að beita
ekki hinni ólögmætu skerðingu.
Með þessu lögbroti, þvert á dóm
Hæstaréttar, var ekki aðeins verið
að ögra okkur heldur ógna réttar-
öryggi allra landsmanna. Hvað
skyldi þessum mönnum hugkvæm-
ast næst? Stöðva útgáfu DV í
nokkra daga og segja ykkur að
taka því með jafnaðargeði því vita-
skuld ætli þeir sér að virða prent-
frelsið um leið og nefnd á þeirra
vegum hefur skilað af sér? Fjöl-
miðlar verða að átta sig á að hér
hafa mjög alvarlegir atburðir átt
sér stað og nauðsynlegt að okkur
takist að hafa taumhald á þessu
fólki sem farið er að haga sér eins
og hreinir valdaræningjar, með sí-
felldar hótanir út og suður. Hér
nægir að nefna þá einfoldu stað-
reynd að þetta mál heyrir alls ekki
undir þann ráðherra sem mestan
munnsöfnuð hefur haft í frammi
heldur yfirstjóm Tryggingastofn-
unar. Forsætisráðherra hefur ekk-
ert umboð til að tefja fyrir fram-
gangi réttvísinnar í þessu máli.“
Strákur úr Kleppsholtinu
- Segðu okkur frá uppeldi þinu.
Hvar liggja þín bernskuspor?
„Ég ólst upp í miklu krakkageri
í Kleppsholtinu. Þar átti ég m.a.
þátt í því að stofna leynifélagið
Grettistak sem hafði í hávegum
þjóðþrifamál eins og kattavernd,
miöilsfundi, hjólreiðar og byltingu
verkalýðsins í nánu samráði við
forystu Grettistaks. Félagsmenn