Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 50
58
J
Tilvera
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV
lí f iö
E F T I R V I N N U
Helgi Þorgils
opnar sýningu á
portrettum
Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistamaöur opnar einka-
sýningu í Galleríi Sævars Karls í
Bankastræti í dag kl. 14. Óhætt
er að segja að ekki sé um „dæmi-
gerða“ sýningu að ræða hjá
Helga, því meginefnið eru þrett-
án portrett af ýmsum aðilum,
bæði landsþekktum og minna
þekktum. Það er áratugur síðan
að Helgi sýndi síðast portrett og
hann segir það listform ekki al-
mennt hafa verið f hávegum haft
um skeið.
Klassík
É ViNÁRtÓNLÍÍKAR Þriðiu
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar
íslands veröa í dag kl. 17 í
Laugardalshöll. Stjórnandi er Peter
Guth og einsöngvari Arndís Halla
Asgelrsdóttlr. Kórstjóri er Garðar
Cortes.
Kabarett
ÞRETTANDAGLEÐI A ASVOLL-
UM Jólin verða kvödd meö dansi og
söng á glæsilegri Þrettándahátíö á
Asvollum í Hafnarfiröi í kvöld klukk-
an 18 (á planinu framan viö íþrótta-
húsiö). Þar veröur sungiö, dansað
kveikt í álfabrennu og haldin flug-
eldasýnlng. Margar óvæntar uppá-
komur. Kaffi, kakó, blys og kyndlar
veröa til sölu á vægu veröi. Ókeypis
aögangur er á svæöiö. Þrettánda-
gleðin er í umsjón Knattspyrnufé-
lagsins Hauka í samstarfi viö Æsku-
lýösráö Hafnarfjaröar og Hesta-
mannafélagiö Sörla.
■ JÓLIN KVODD í MOSFELLSBÆ
Kveikt veröur í árlegri þrettánda-
brennu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20.
Lagt veröur af stað í blysför frá miö-
bæ Mosfellsbæjar og gengiö aö
brennunni. Skólahljómsvelt Mos-
. fellsbæjar undir stjórn Birgis Sveins-
sonar veröur í broddi fylkingar og
Mosfellskórinn stjórnar fjöldasöng í
göngunni. Álfakóngur og Álfadrottn-
Ing veröa aö á staönum og jafnvel
mætir Grýla sjálf meö eiginmannin-
um Leppalúöa ásamt öllu þeirra
hyski. Björgunarsveitln Kyndill mun
standa fyrir glæsilegri flugeldasýn-
ingu í lok brennunnar.
Opnanir______________^
■ TUPILAK I dag opnar sýningin
TUPILAK á Café Karólínu á Akureyri.
Sýningin fjallar um grænlenska
óvættinn TUPILAK sem austur-
grænlenskir listamenn skera úr
beini af miklu listfengi. Á sýningunni
eru slíkir gripir auk stækkaöra Ijós-
mynda sem undirstrika ógn og
ófreski Túpilaksins.
Síöustu forvöd
■ JOLASYNING BORGARSKJALA-
SAFNS I dag lýkur jólasýningu í
Borgarskjalasafnl Reykjavíkur sem
nefnist Frá aöventu fram á þrett-
ánda. Hún veröur opin frá kl. 10-16
og er aðgangur ókeypis.
Fundir
■ ÞINGMENN ÞÁMBA KÁFFI ÁÐ
LAUGUM I REYKJADAL Þingmenn
Vinstrihreyfingarinnar - græns fram-
boös í Noröurlandskjördæmi eystra,
Arnl Steinar Jóhannsson og Stein-
grímur J. Slgfússon, veröa á ferð
“* um kjördæmiö aftur í dag. Þeir
bjóöa til spjalls um málefni kjör-
dæmisins og þjóömálin yfir kaffi-
bolla og nú má hitta á þá í eftirmið-
dagskaffi í Laugaseli, Laugum í
Reykjadal, milli klukkan 16 og 18.
SJá nánar: Lífið eftlr vlnnu á Vísi.is
f
Þakkaö gott starf
Þórunn Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Reykjavíkur menn-
ingarborgar 2000, og Helgi Hjörv-
ar borgarfulltrúi.
sjóðinn á síðasta samráðsfundi
M2000 sem haldinn var i Höföa í
gær. í samkomulaginu er kveðið á
um að stofnframlag sjóðsins verði
það fjármagn sem Menningarborgin
á eftir þegar allar greiðslur úr er-
lendum sjóðum hafa borist. Mennta-
málaráðuneyti og Reykjavíkurborg
munu þar að auki bæta alls 10 millj-
ónum í sjóðinn á þessu ári og mun
það framlag skiptast til helminga.
Framtíðarframlög í sjóðinn verða
eftir nánara samkomulagi.
Aukin menningarstarfsemi
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra sagði að helsta gildi sam-
komulagsins fælist í áframhaldandi
samstarfi ríkis og borgar í menning-
armálum. „Við erum að færa út kví-
Samningurinn undirritaöur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Björn Bjarnason
undirrituðu samning um stofnun Menningarborgarsjóös í Höfða í gær.
Reykjavík menningarborg 2000:
Samkomulag um stofnun
Menningarborgars j óös
- skal stuðla að menningarstarfi af ýmsu tagi í framhaldi af menningarborgarárinu
Bíógagnrýni
tmm
Bíóborgin - Opnaöu augun ^ ^
Gunnar Smári
Veruleikinn handan spegilsins rS
Við lok menningarborgarárs er
ljóst að fjárhagsstaða Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu árið 2000
er mjög góð og tekjur verkefnisins
hafa orðið nokkru meiri en upphaf-
lega var áætlað. í ljósi þessa hefur
stjórn Menningarborgarinnar lagt
til við borgarstjórann í Reykjavík og
menntamálaráðherra að stofnaður
verði sérstakur sjóður sem beri
nafnið „Menningarborgarsjóður" og
sé hlutverk hans að veita menning-
arverkefnum á ýmsum sviðum
brautargengi. Borgarstjóri og
menntamálaráðherra hafa orðið
ásátt um að þessi sjóður verði stofn-
aður og færður í vörslu Listahátíðar
í Reykjavík, sem er helsti samstarfs-
vettvangur ríkis og borgar í menn-
ingarmálum. Listahátíð starfar nú
eftir nýjum samþykktum sem gera
hátíðinni kleift að taka við nýjum
verkefnum.
Samkomulag undirritaö
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri og Björn Bjamason mennta-
málaráðherra undirrituðu sérstakt
samkomulag um Menningarborgar-
Samnlngnum fagnaö
Signý Pálsdóttir og Riitta Heinamaa,
forstööumaður Norræna hússins.
amar með því að tengja þetta ný-
sköpun og auka menningarstarfsemi
úti á landsbyggðinni. Við höfum
einnig mikinn áhuga á að efla tengsl
höfuðborgarinnar og landsbyggðar-
innar í menningarmálum. Listahá-
tíð í Reykjavík verður einnig styrkt
í sessi með samkomulaginu og ýmis
ný verkefni verða skilgreind."
Fimm manna
úthlutunar-
nefnd
Menningarborgar-
sjóðurinn skal
stuðla að menning-
arstarfi af ýmsu tagi
í framhaldi af menn-
ingarborgarárinu.
Hann lýtur sérstakri
flmm manna úthlut-
unamefnd sem i
sitja tveir menn
skipaðir af mennta-
málaráðherra, tveir
af borgarstjóranum
í Reykjavík auk for-
manns sem skipað-
ur verður af
stjóm Listahátíð-
ar.
Auglýst verður árlega eftir um-
sóknum til verkefna á eftirgreind-
um sviðum:
a) Nýsköpunarverkefni á sviði
lista.
b) Menningarverkefni á vegum
sveitarfélaga á landsbyggðinni.
c) Menningarverkefni fyrir börn
og ungt fólk.
Höföingjar heilsast
Sveinn Einarsson, Páll Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, og Siguröur Árni myndlistarmaður.
Aflt stefnir í að úthlutunarfé
Menningarborgarsjóðsins geti orðið
um 30 milljónir króna. Úthlutunar-
reglur verða nánar útfærðar þegar
endanlega verður staðfest hvert
stofhfé sjóðsins verður er greiðslur
úr erlendum sjóðum hafa skilað sér
til fullnustu. -Kip
Abre los ojos er bæöi efnileg
mynd og gölluð. Höfundur hennar,
Alejandro Amenábar, er auðsjáan-
lega klár maður (og ofsaklár ungur
maður því hann var ekki nema 25
ára þegar hann geröi þessa mynd).
Hann er góður við leikara, hefur
þægilegan frásagnarhátt og gott
myndrænt auga. En hann leggur of
mikið á myndina - vill snúa henni á
haus þegar langt er liðið á hana. Og
það gengur ekki upp. Annaðhvort
var undirbyggingin of veik eða
snúningurinn of kjánalegur - eða
hvort tveggja,
Sagan greinir frá César (Eduardo
Noriega), 25 ára munaðarleysingja
sem hefur erft umtalsvert ríkidæmi
eftir foreldra sína. Hann er fagur og
nýtur þess að njóta kvenhylli; eyöir
ekki orku sinni í að sænga tvisvar
hjá sömu konunni. César er sjálf-
upptekinn skítalabbi og fmnst það
auka skemmtunina við kvennaveið-
arnar ef honum tekst að stinga und-
an vini sínum í leiðinni. Eins og
önnur illmenni er César líka góður
strákur og vill öllum vel. Gallinn er
að honum finnst sem öðrum famist
best ef þeir fara að vilja hans. En
þetta er nú varla dauðasynd lengur.
Stúlkan sem César er á eftir, Sof-
ía (Penélope Cruz: The Hi-Lo
Country, Allt um móður mína,
Woman on Top) er andstæða hans;
góðmennskan sjálf. Önnur stúlka,
Nuria (Najwa Nimri), er hins vegar
likari César og vill eyða honum
frekar en missa hann. Og það tekst
henni. César tapar reyndar ekki líf-
inu heldur missir andlitið; hann er
ekki fagur lengur heldur ljótari en
fllamaðurinn - og getur engan veg-
inn lifað við það. Hann vill verða sá
sem hann var og vill að aðrir liti
hann sömu augum.
Samhliða því sem þessi saga er
rakin fylgjumst við með geðlækni
(Chete Lera) yfirheyra César og
komumst brátt að því að hann hefur
framið ódæðisverk. Smátt og smátt
púslast síðan saman frásögnin af
því hvernig César brást við andlits-
missinum og sagan leiðist út í vís-
indaskáldskap þar sem hugmynda-
grunnurinn minnir um margt á
bandarísku bíómyndimar The Mat-
rix, The Game og Dark City - sem
allar voru gerðar síöar en Abre los
ojos. Á mælikvarða frumleika telst
það líklega til nokkurra afreka hjá
Alejandro Amenábar.
En þessi sveigur sögunnar yflr í
vísindaskáldskap gengur illa upp.
Vísindaskáldskapur er svo mikil
della að hann blandast ifla saman
við raunsæja frásögn; raunsanna
upphafið gerir eftirmálann léttvæg-
an. Ef til vill hefði farið betur á því
að Amenábar hefði dvalið betur við
fraudíska dulvitund í fyrri hlutan-
um og látið síðan sýndarveruleik-
ann taka við henni í framhaldinu;
en það er einmitt það sem hefur ver-
ið að gerast í kvikmyndum á undan-
fomum árum. Þegar við töldum
okkur loks vera laus við sögur á
mörkum draums og veruleika í kjöl-
far gjaldþrots fraudískrar sjálfs-
myndar poppaði helvítis sýndar-
veruleikinn upp í póstmódernískum
dellukveðskap.
Annars ætti ég ekki að skrifa um
svona sögur; ég hef aldrei þolað
þetta einskismannsland milli
draums og vöku. Þaö er ekkert á
bak við spegilinn; ekki andar eða
vofur, ekki sammannlegar minning-
ar, ekki súrnuð sök eða niðurbælt
frumöskur og enn síður einhver sig-
ur andans yfir efninu - sem er
kjarni ný-gnostíkrar heimsmyndar
tölvu-dulhyggj unnar.
Leikstjórn: Alejandro Amenábar Handrit:
Alejandro Amenábar og Mateo Gil Tón-
list: Alejandro Amenábar og Mariano
Marín Leikarar: Eduardo Noriega, Pené-
lope Cruz, Chete Lera, Fele Martínez,
Najwa Nimri o.fl.