Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Fréttir JOV Halldór Ásgrímsson kveðst sannfærður um að þrátt fyrir allt sé vinningur í stöðunni: Álver mun rísa - rætt hafði verið við fleiri álfyrirtæki sem hugðust vera með Hydro í verkefninu Málið ekki dautt Halldór Ásgrímsson segir heitustu ósk andstæöinga álvers á Reyöarirði aö fjárfestarnir bregöist. En hann fullyröir aö þeim mun ekki verða aö ósk sinni. Álverið muni rísa. Sameiginleg yfirlýsing íslenskra stjómvalda og Norsk Hydro i gær varðandi tímaáætlanir við Noralverk- efnið, eða byggingu álvers við Reyðar- fjörð og tilheyrandi virkjanir, voru talsverð vonbrigði fyrir rikisstjómina og e.t.v. sérstaklega Halldór Ásgríms- son, fyrsta þingmann Austurlandskjör- dæmis. Halldór hefur ásamt viðskipta- ráðherra átt í viðræðum við forastu- menn Norsk Hydro síðustu daga og DV innti hann eftir því hvort það hefði ekki verið nokkuð óvænt að áhugi Norðmannanna dvínaði svo á verkefii- inu. „Þessi niðurstaða hefur verið að koma fram í viðræðum okkar við for- svarsmenn Norsk Hydro á undanfóm- um dögum. Við höfUm lagt á það mikla áherslu að á meðan á þessari miklu óvissu stæði þá gætum við leitað eftir samstarfi við aðra aðila. Það er hins vegar greinilegt að Norsk Hydro hefur mikinn áhuga á þessu verkefni og ég met það svo að sá áhugi hafi ekki minnkað. Hins vegar hafa þeir keypt þetta þýska fyrirtæki og segja að þar hafi ýmislegt reynst með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir og því þurfi þeir að átta sig betur á því ferli öllu áður en endanlegar ákvarðanir era teknar varðandi álverið á Reyðarfirði. Þeir era hins vegar sannfærðir um að það álver verði að veruleika.“ - Hvort sem þeir verða með eða ekki? „Já, þeir era sannfærðir um að þetta sé einhver hagkvæmasti fiárfestingar- kosturinn, sem í boði er á þessu sviði, sem þeir vita um.“ Ýmsir kostir - Hvert er þá framhaldið núna? „Nú getur ýmislegt gerst. Það getur t.d. gerst að það taki Norsk Hydro ekki mjög langan tima að gera sér grein fyr- ir sinni stöðu. Meðal þess sem Hydro þarf nú að skoða er að eftir fiárfesting- una í VAW er það orðið 12.5% eigandi í álveri í Ástraliu og 20% eigandi að ál- veri í Kanada sem hugmyndir era um að stækka. Hydro ræður hins vegar ekki ferðinni þar því það er ekki meirihlutaaðili en þarf hins vegar að taka afstöðu til þess hvort fyrirtækið vill vera með i slíkum fyrirætlunum. Allt hefur þetta áhrif á framtíðarfiár- festingarstefnu þess. Það getur líka gerst nú í framhald- inu að Norsk Hydro minnki sinn hlut í Reyðaráli og aðrir aðilar komi inn. Það er mjög algegnt í áliðnaðinum að mismunandi fyrirtæki starfi saman þegar um stórar fiárfestingar er að ræða og það er ætlunin í þessu Reyð- arálsverkefni lika. Það höfðu þegar far- ið fram viðræður við fyrirtæki í áliðn- aði um að vera með í verkefninu ásamt Norsk Hydro og þau sýna þessu enn mikLin áhuga og leggja áherslu á að ákvarðanir verði teknar sem fyrst. Stöðuna þarf því að skoða í þessu ljósi og við munum leggja alit undir til að reyna að flýta því sem mest. Hins veg- ar geri ég mér grein fyrir þvi að þetta verður væntanlega tO þess að málinu seinkar eitthvað en hve mikið er ekki hægt að segja á þessu stigi. Nú er það hins vegar viðfangsefhið að skýra það sem best á sem stystum tíma.“ Fréttaviðtalið Birgir Guðmundsson fréttastjóri Samkeppni um málið - Þessi álfyrirtæki sem þarna hyggjast koma með, kemur til álita að þau komi inn með stærri hluta í þetta verkefni og hugsanlega leysi Hydro meira og minna af hólmi? „Það kemur mjög vel tU álita, já, að þau komi inn í stærri stU en áður hafði verið talað um en um það er ekki hægt að fuUyrða á þessu stigi. Áhugi þeirra tengist þó samstarfinu við Hydro. En það er ekkert ólíklegt að ný fyrirtæki vUji koma þama inn eða þá að þau sem var búið að ræða við vUji hugsanlega eignast stærri hlut.“ - Þegar verið er að tala um í yfir- lýsingunni að íslendingar geti tekið upp viðræður við aðra aðila er þá ekkert frekar verið að visa til þess- ara samstarfsaðUa heldur en ein- hverra annarra alveg nýrra? „Það er ekkert útUokað í þessum efnum en það er ljóst að með þessu er koinin af stað samkeppni um málið. Við vUjum flýta málinu sem mest en hins vegar viU Hydro seinka því eitt- hvað. Hvemig menn leysa þessi mis- munandi sjónarmið er ekki ljóst enn, þótt sú leið sé hugsanleg að Hydro verði minni aðili i málinu og aðrir stærri. - En kemur tíl greina að byija framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj- un áður en þessi mál eru komin á hreint? „Þetta er svo stór virkjun að það er gjörsamlega útUokað fyrir Landsvirkjun að hefia virkjunarframkvæmdir nema hafa byggingu álversins í hendi. Vinna áfram í málinu - í ljósi síðustu atburða hlýtur sú spurning að vakna hvort Norsk Hydro hafi staðið af heilindum að máliniu. „Þeir ákváðu að fara í kaupin á þýska fyrirtækinu og sögðu okkur að það kæmi ekki tU með að hafa áhrif á Reyðarálsverkefnið. Síðan kemur ann- að í ljós. Ég vU nú leyfa mér að túlka það með þeim hætti að það hafi gerst vegna þess að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir stöðu þessa þýska verkefn- is og vU taka það trúaniegt." - Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig sem fyrsta þingmanns Austur- iands að fara með þessi tíðindi heim í hérað. „Þetta er gífurlega stórt viðfangsefiii og það hefur aldrei náð því að komast á lokapimkt. Það er ekkert annað að gera en halda áfram að vinna í málinu af fúUum krafti. Ég hef sannfæringu fyrir því að af þessu verði. Ég taldi aUtaf í upphafi að best væri að fara í minni virkjun sem tengdist Eyjabökk- um. Við urðum fyrir gífurlegri and- stöðu í því máli og töpuðum þeim slag. Ég er hins vegar viss um að ef við hefö- um unnið þann slag væra fram- kvæmdir hafnar. Við verðum að taka mið af aðstæðum." Óskhyggja að málið sé dautt - Ýmsir telja nú að þetta mál sé búið. Er það ekki rétt? „Við sjáum jú að andstæðingar málsins telja að það sé dautt, enda er þeirra heitasta ósk að fiárfestamir bregðist. Það er þeirra síðasta hálm- strá vegna þess að öUu öðra er lokið - umhverfismati, heimUd tU virkjunar er komin í þingið o.s. frv. Nú er það eitt eftir að ekki fáist fiárfestar og því er það gripið á lofti. En ég segi að þeim mun ekki verða að ósk sinni." - Þannig að þið hafið ekki tapað þessum slag. „Nei, ég tel að við höfum vinning í þessu máli og er sannfærður að þetta álver mun risa. Þaö er líka alveg ljóst að við munum ekki hætta fyrr en það kemst upp. Það liggur fyrir að hér er um mjög arðbært verkefni að ræða og það er einfaldlega þannig í lífmu að fiárfestar vUja setja sína peninga í það sem skUar góðum hagnaði. Fjárfestar vUja ekki setja fé sitt í taprekstur eða óskhyggju andstæðinga þessa máls sem benda aUtaf á eitthvað annað sem enginn veit hvað er. Ég heyrði t.d. að Steingrímur J. vUdi byggja nýtt Nokia á Austurlandi. Nú ber nýrra við, því ég varð ekki var við þessa hrifningu hans á þekkingariðnaði þegar málefni Is- lenskrar erfðagreiningar vora tU um- fiöUunar á Alþingi." Engin samantekin ráö LÍÚ að þvinga upp kvótaverð: Kvótalausar útgerðir bera sig ekki - það eru engin ný sannindi, segir framkvæmdastjóri LÍÚ Friðrik J. Ara- grímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerð- armanna, segir ekkert nýtt í því að kvótalausar útgerðir geti ekki borið sig. Hann segist því furða sig á vangavelt- um Hilmars Baldursson, talsmanns Félags strandveiðimanna, í gær, um aö ástæðan fyrir háu verði á leigu- kvóta sé hugsanlega sú að félags- menn LÍO haldi að sér höndum við aö leigja frá sér kvóta. „Ég hef ekki heyrt af slíku og ég skU ekki hvað maöurinn er að fara. Hins vegar eru flestir að veiða sína kvóta og hafa verið að því mjög lengi. Fæstir eru með of mikinn kvóta og menn eru langt komnir með að veiða sína kvóta og þar af leiðandi er lít- ið framboð. Það var líka sam- dráttur í þorski i síðustu úthlutun og það er því ekk- ert óeðlUegt að framboðið rninnki." Friðrik segir að útgerðarmenn séu ekkert skyldugir tU að selja frá sér kvóta eða leigja. „Þá er sem bet- ur fer farið að taka harðar á brotum varðandi brottkast. Hilmar hefur lýst því sjálfur, m.a. í Dagblaðinu, hvemig hann hefur hagað sér við sínar veiðar og m.a. hent hluta af fiskinum. Þessir menn hafa í stór- Gengur ekki án kvóta LÍU segir kvóta forsendur útgeröar. um stU ekki gert upp með réttum hætti við sjómennina. Það er verið að herða að þvi að þeir komist upp með það að þeir bæði hendi fiski og geri upp við sjómennina með röng- um hætti. Við höfum markvisst barist gegn því aö þessir menn brjóti lögin. Þetta er því ekkert flókið. Hvort sem kvótaverðið er hátt núna eða ekki þá eru engar forsendur fyrir þessari útgerð þar sem menn eru al- gjörlega kvótalausir. Það eru auð- vitað tU einhverjar undantekningar, en það er ekki hægt að byggja út- gerð á slíku. Það er t.d. ekkert sjálf- gefið að kvóti fáist leigður og ekki heldur á hvaða verði hann er. Menn hafa líka veriö að gera út á það að brjóta lög eins og formaður þessa félags hefur lýst. Hann hefur gert út á það síðan hann keypti sinn bát 1999 að brjóta lög. Sem betur fer gengur mönnum nú betur en áður að koma í veg fyrir slíka útgerð því hún á engan rétt á sér. Ég skU því ekki orð hans um samantekin ráð félagsmanna LÍÚ,“ segir Friðrik J. Amgrimsson. -HKr. Friðrlk J. Arngrimsson. Hllmar Baldursson. Norðurljós kæra Norðurljós hafa falið lögmönnum sínum að kæra tU lögreglu hvernig bókhaldsgögn, sem sýna fiárstuðning fyrirtækja Jóns Ólafssonar við stjóm- málaflokka, komust í hendur DV sem sagt hefur frá málinu siðustu daga. Það eru Lögmenn í Mörkinni í Reykjavík sem hafa með þetta mál að gera. „Ég kannast við þetta mál, þetta er hér á borðum hjá okkur,“ sagði Guðni HaU sem hefur með þetta mál að gera hjá lögmannsstofunni. Hann vUdi hins vegar ekkert tjá sig um hver framvinda málsins yrði eða meðhöndlun þess. -SBS Vefur um Óskar Afhending óskarsverðlaunanna fer fram á sunnudagskvöld. Af því tUefni hefur verið opnaður sérstak- ur óskarsvefur á kvikmyndavefnum Kvikmyndir.com. Þar geta gestir undirbúið sig fyrir óskarinn, skoð- að lista yfir Edlar tilnefningar, lesið dóma og pistla um tUefndar myndir. Greinar um óskarsverðlaunin er að finna á vefnum og hægt er að kynna sér spá um það hverjir hljóta hinn eftirsóknarverða óskar í ár. -aþ Breytingartillaga: Bannað að vera málaður í kröfugöngu „Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opin- beram stað er lögreglu heimUt að banna að maður hylji andlit sitt eða hluta þess með grímu, hettu, máln- ingu eða öðra þess háttar sem er tU þess faUið að koma i veg fyrir að kennsl verði borin á hann.“ Svo hljómar ein breytingin sem er í frumvarpi um lögreglulög sem ligg- ur fyrir Álþingi. Ofangreint ákvæði er m.a. afleiðing af hryðjuverkunum 11. september sl. en ýmsar aðrar breytingar verða gerðar samkvæmt frumvarpinu. Hvað starfslok varðar skulu lögreglumenn leystir frá emb- ætti þegar þeir era orðnir fullra 65 ára eða fyrr, eftir því sem dómsmála- ráðherra ákveður með reglugerð. Þá ráðgerir frumvarpið breytingar varð- andi val nema i Lögregluskóla ríkis- ins. Er annars vegar lagt tU að inn- tökuskUyrði verði gerð sveigjanlegri en nú er og hins vegar að ákvarðanir valnefndar um val nemenda inn í skólann verði endanlegar. -BÞ Smáralind: Fimm verslanir lækka verð Fimm sérvöruverslanir í Smára- lind, með gleraugu, úr og skartgripi, hafa tekið ákvörðun um að lækka verð á öUum vörum um 3%. Lækkun- in gengur í gUdi í dag, laugardag. Með lækkuninni segjast talsmenn verslananna leggja sitt lóð á vogar- skálamar í baiúttunni fyrir því að „rauða strikið" í maí haldi. Jafnframt þessu hafa verslanimar skuldbundið sig tU að hækka ekki vömverð fram tU 1. maí næstkomandi. Verslanimar sem standa fyrir lækkuninni era Opt- ical Studio RX, Optical Studio Sol, Carat-Haukur guUsmiður, BrUliant og GuUsmiðja Óla. -hlh Brutu siðareglur Siðanefnd Sambands íslenskra aug- lýsingastofa, SÍA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsing sjón- varpsstöðvarinnar Sýnar, undir fýrir- sögninni „Tveir veikindadagar i mán- uði! Veldu vel“, hafi brotið í bága viö 1. grein siðareglna SÍA um velsæmi og 2. grein siðareglnanna um heiðar- leika. En þar sem auglýsingastofan tók strax þá ákvörðun að hætta birt- ingu umræddrar auglýsingar þykja ekki standa efni tU frekari aðgerða af hálfu siðanefndar SÍA. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.