Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV Eg sá fyrir mér aö ég yrði tímamótafegurðardrottning. Ég hefði farið í Miss World og keppt við 73 manneskjur i sund- bol sem eru sætar og flottar og kunna að brosa. Ég hefði gert eitt- hvað róttækt, stofnað samtök, ver- ið með skemmtiatriði eða matar- kynningu. Og þó að ég hefði ekki lent í úrslitum hefði ég samt vakið athygli.“ Þetta segir Hrönn Sveins- dóttir sem ásamt Árna, bróður sín- um, stendur í ströngu þessa dag- ana við að fá leyfi fyrir sýningu á heimildarmyndinni í skóm drek- ans sem fjallar um þátttöku Hrannar í fegurðarsamkeppninni Ungfrú ísland.is. Aðstandendur keppninnar fóru fram á lögbann á sýningu myndarinnar en því hafn- aði Sýslumaðurinn í Reykjavik fyrr í vikunni. En málið heldur áfram og hefur þegar verið áfrýj- að. Ámi og Hrönn eru ekki há- öldruð en hafa verið viðriðin kvik- myndir og sjónvarp nokkuð lengi. Árni vann mikið við gerð tónlist- armyndbanda og Hrönn var skrifta í Sjónvarpinu. Eitt af fyrstu verkefnum Hrannar í kvik- myndagerð var gerð snjóbretta- myndar með Steingrími Dúa Más- syni. Flestir muna eftir systkinun- um úr Kolkrabbanum sem var magasínþáttur þar sem hópur ungs fólks sá um alla vinnslu frá upphafi til enda. „Kolkrabbinn var eins og stórar æflngabúðir,“ segir Hrönn sem sjálf átti hugmyndina að þættinum. „Við gerðum allt sjálf og réðum engan kynni þótt við værum kannski ekkert sérlega sjónvarpsvæn." Sumarið eftir Kol- krabbann gerðu Árni og Hrönn nokkrar heimildamyndir og unnu meðal annars að gerð myndar um starfsemi Eskimo Models í Síberíu með Ástu Kristjánsdóttur sem nú hyggst mæta þeim fyrir dómstól- um. Og þau búast ekki við því að sú mynd verði kláruð. „Kannski þegar Hrönn fer í módelbrans- ann,“ segir Árni en Hrönn neitar því, segir flugfreyjubransann ofar á listanum „með sínum vodkabar og ripped fuel“. Var Hrönn orðin klikkuð? Foreldrar Árna og Hrannar eru Sveinn Aðalsteinsson og Sigrún Hermannsdóttir. Það ríkir ekkert skoðanaleysi við eldhúsborðið á því heimili. Fjölskyldan hefur öll látið til sín taka þegar kemur að náttúruvernd og var áberandi í baráttunni gegn uppistöðulóni á Eyjabökkum. „Við erum rosalega náin fjölskylda og höngum mikið saman,“ segir Hrönn. „Mamma og pabbi hafa alltaf sýnt því sem við fáumst við mikinn áhuga. Þegar við vorum DJ-ar mættu þau alltaf á unglingakaffihúsin að fylgjast meö; urðu elstu fastakúnnarnir. Þannig hefur það alltaf verið.“ Og þannig var það í kringum Ungfrú ísland.is. Móðir Hrannar, Sigrún, sökkti sér ofan í keppnina með dótturinni og sá að mestu um myndatökur. „Við höfum alltaf verið mjög nánar og góðir vinir. Hún var besta manneskjan til að hafa með sér og ég held að allir aðrir hefðu gefist upp á miðri leið,“ segir Hrönn. „Þegar ég sagði mömmu fyrst frá hugmyndinni um að taka þátt í keppninni var hún hneyksluð á því að ég vildi taka þátt í slíkri hrútasýningu. Við höfðum báðar efasemdir en soguðumst fljótlega inn í fyrirbær- iö og urðum einlægar í áhuga okk- ar á því; sökktum okkur ofan í hvaða taktík við þyrftum að beita til að vinna keppnina og á hvað þyrfti að leggja sérstaka áherslu. Þetta var ekki ólíkt því að vera i framboði til forseta. Mig langaði virkilega til að verða fegurðar- drottning Islands og notaði til þess Ungfrú ísland ... - systkinin Hrönn og Árni tala um ímyndarbransann, stórhættulega heimilda- mynd og saumaklúbbinn meö Ingu Jónu og Ingibjörgu Sólrúnu önnur meðul en aðrar því ég kom úr allt annarri átt en hinar stelp- urnar; ég notaði mín meðul og það var ekki alltaf vel þegið." Árni segir að allir í kring hefðu sogast inn í verkefnið með Hrönn. „Fólk hélt að Hrönn væri orðin eitthvað klikkuð," segir Árni sem horfði á systur sína fyllast keppn- isanda. „Þá sá ég að verkefnið var á réttri leið. En ég segi það ekki, ég var skelkaður á tímabili þótt ég hefði verið hræddastur þegar hún nefndi hugmyndina fyrst. Það er mikið lagt undir þegar fólk ákveð- ur að vinna með sjálft sig. Hrönn er ekki þessi týpa og hættan var að hún myndi setja sig á háan hest og horfa niður á keppnina. Ég hélt að Hrönn hefði ekki beinin í verk- efnið en annað kom á daginn." Ekki saklaus mynd Eftir keppnina lágu fyrir um fimmtíu klukkustundir af efni sem Hrönn getur vart hugsað sér að koma nálægt. „Ég var við það að gefast upp á lokasprettinum og þegar keppninni var lokið hugsaði ég með mér að ég myndi aldrei vilja sjá þetta aftur,“ segir Hrönn. „Ég hugsaði mikið um að það yrði ekkert falið af mér. Ég er oft í hræðilega morknu ástandi, að skipta um föt, fara á klósettið og þannig. En ef myndin átti að vera sönn mátti ég ekki hafa skoðun á þvi hvenær mætti taka upp; ég mátti ekki vera meðvituð um sjálfa mig. Það er fullt af atriðum þar sem ég er mjög illa upplögð.“ „Og þess vegna,“ bætir Árni við glottandi, „kemur hún ekki að klippingu myndarinnar." Upptök- urnar lágu í salti í ár áður en Árni fór yfir efnið. Það var svo síöasta sumar sem þau ákváðu að gera heimildarmynd í fullri lengd. í haust segjast Árni og Hrönn svo hafa átt í viðræðum við forsvars- „Þetta @IPbell mál er viðbjóðslega íslenskt,“ segir Árni, „það er eins og Tóti í íslenska draumnum sé mættur. Landssiminn á litla Islandi ætlaði að gjörbreyta samskiptum heimsbyggðarinnar en svo var fyrirtækið sem stjórnendurnir veðjuðu á bara rugludallar á kókaíni." „Fólk á aldrinum 20-40 ára hefur verið á veruleikafirrtu egóflippi sem stjórnvöld hafa tekið fullan þátt í,“ segir Hrönn. „Aðrir eru látnir éta skít svo þeir geti sukkað." -sm DV-MYND E.ÓL. Forseti eða feguröardrottning „Þetta var ekki ólíkt því aö vera í framboöi til forseta. Mig langaöi virkilega til aö veröa feguröardrottning ís- lands og notaöi til þess önnur meööl en aörar því ég kom úr allt annarri átt en hinar stelpurnar; ég notaöi mín meðöl og þaö var ekki alltaf vel þegiö," segir Hrönn Sveinsdóttir sem ásamt þróöur sínum, Árna, stendur 1 ströngu viö gerö heimildarmyndar um Ungfrú ísland.is. menn keppninnar sem endaði með því að fyrsta lögbannskrafan kom fram. „Þær vanmátu okkur,“ segir Árni, „héldu að við værum ein- hverjir vitleysingar og sætum tvö heima að gera mynd sem væri skítkast.“ Þau neita því að myndin hafi verið tekin upp á fölskum for- sendum og benda á að myndavélin hafi aldrei verið falin. „Það skipt- ir i raun ekki máli hvaða keppni þetta var,“ segir Árni. „Myndin sjálf gerist ekki svo mikið á vett- vangi hennar. Myndin fjallar um ímyndarbransann og er miklu víð- tækari en forsvarsmenn keppninn- ar vilja halda fram. Ég held að ef eitthvað er þá eigi þessi mynd eft- ir að gera nafn keppninnar ódauð- legt. Ungfrú ísland.is er ekki beint „household brand" og kannski er þetta stærsta tækifæri þeirra til að skilja eitthvað eftir sig.“ „Ég vil leiðrétta eitt,“ segir Hrönn. „Þessi mynd er ekkert sak- laus. Hún er auðvitað stórhættu- leg. Það er fullt af efni í myndinni sem þær i Ungfrú ísland.is vilja ekki að verði sýnt í bíói fyrir framan fullt af fólki. En það er á allt öðrum nótum en þær hafa haldið fram. Þær vita alveg hvað gerðist við gerð myndarinnar og vilja ekki endilega að fjallað sé um það. En ef einhver annar hefði gert myndina og allt gengið sam- kvæmt forskrift keppnishaldara þá væri þetta allt í lagi.“ „Og allt önnur mynd,“ bætir Árni við. Uppar á kókaíni Það er oft verið að kvarta yfir því að ungt fólk nútildags hafl eng- ar skoðanir á þjóðmálum og nenni ekki að taka þátt í pólitík. Þetta er náttúrlega mestanpart bull eins og sannast á listum fyrir borgar- stjórnarkosningar. Hrönn Sveins- dóttir er í áttunda sæti á lista F- listans. „Ég kalla það baráttusæt- ið. Við Inga Jóna og Ingibjörg Sól- rún ættum að stofna saumaklúbb," segir Hrönn. „Mig hefur alltaf langað til að vera stjómmálamað- ur en hvorki fundið tíma til þess né verið nógu hrifln af einhverjum flokki. Ég hef barist fyrir umhverf- ismálum undanfarin ár og ég hef mikinn áhuga á velferðarmálum. Það svíður hversu hrikalega illa er búið að öldruðu fólki og öryrkjum. Það er röng forgangsröðun. Bullið og sukkið hjá stjórnvöldum er hrein ósvífni þegar ekki er hægt að bjóða fólki upp á mannsæm- andi aðstæður. Það virðist bara ekki vera í tísku að tala um þessi mál í góðærinu. Uppsveiflan hefur aðallega farið í eitthvert brask hjá uppum á kókaíni og í heróínkaffi- hús niðri í bæ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.