Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 61 DV Helgarblað Bridge EM í para- og parasveitakeppni 2002: Slakt gengi íslensku kepp- endanna Þegar þetta er skrifað hefir gengi íslensku keppendanna á EM í Ostende verið mjög lélegt. Aðeins eitt par náði að komast í úrslita- keppnina, Bryndís Þorsteinsdóttir og Ómar Olgeirsson, en þau náðu 76. sæti í undankeppni para. Þrettán pör svöruðu kalli Bridgesambands íslands um að skrá sig til þáttöku á Evrópumótið og virðist ljóst að einu aðgönguskilyrð- in voru að hafa aðgang að síma eða tölvu. Bryndís og Ómar höfnuðu síðan í 116. sæti af 130, enda við ramman reip að draga, því aðrar Evrópu- þjóðir virðast nota annan mæli- kvarða við val á sínum þátttakend- um en Bridgesambandið. I Sárabótatvímenningi, sem hald- inn var fyrir þá sem ekki náðu í úr- slitin, tók ekki betra við hjá okkar keppend- um. Þrjú pör báru þó af, Ragnheið- ur Nielsen og ísak Sigurðsson náðu 22. sæti, Anna ívarsdóttir og Þorlák- ur Jónsson náðu 39. sæti og Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal náðu 40. sæti, enda allt spilarar úr fremstu röð. Hin pörin fengu mörg hver hörmulega útreið og lítið meir um það að segja. Evrópumeistarar urðu Hollend- ingarnir Hedwig Van Glabbeek og Jan Willen Maas. Parasveitakeppnin hófst síðan 20. mars, en mótið stendur til 22. mars. Vonandi gengur okkar fólki betur í henni, en sex íslenskar sveitir taka þátt. Nánar um það í næsta þætti. ísak og Ragnheiður náðu athygli mótsblaðsins í eftirfarandi spili frá upphafi parasveitakeppni mótsins. Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge wmmr inn að sjá kónginn birtast. En aug- ljóslega þurfti meira tii. Hann drap á ásinn, spilaði litlu laufi, nían og tían. Norður gaf, en ísak var með stöðuna á hreinu. Hann spilaði lauf- kóng og þegar drottningin kom frá suðri voru níu slagir í höfn. Á hinu borðinu spiluðu a-v 4 hjörtu og urðu einn niður. Það voru 10 impar til íslands. En pistlahöfundur mótsblaðsins sér meira í spilinu og hugleiðir hvað gerist ef ísak spilar hjarta- drottningu í öðrum slag. Hjartaás- inn drepur slaginn og laufiferðin er sú sama. En er spilið virkilega tap- að? Sagnhafi tekur laufslagina, ás og kóng í spaða og hjartagosa. Síðan spilar hann tíguldrottningu. Þá er staðan þessi: A/A-V 4 - •» - 4 Á654 * - 4 - «4 53 4 D7 4- 4 - «* 108 4 G9 4 - A/A-V 4 96 •> K 4 Á65432 4 Á543 4 G8743 •» Á942 4 8 4 872 4 D1052 V 10876 4 G109 4 D9 4 AK •f DG53 4 KD7 4 KG106 Ekki eru andstæðingar þeirra nafngreindir, en Ragnheiður og ísak sátu í a-v. Sagnir gengu á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass 14 14 pass pass Norður spilaði út fjórða besta tígli og ísak átti fyrsta slaginn á kónginn. Hans næsti leikur var rökréttur, hann spilaði litlu hjarta og var feg- Norður verður að drepa, því ann- ars er vestur búinn að fá níunda slaginn. Hann spilar tígli aftur og suður verður að gefa níunda slaginn á hjartaníu. Svokölluð „stiklusteinsþvingun", ef ég man það rétt. Og ísak hefði áreiðanlega fundið hana. Smáauglýsingar Allt til alls ►I 550 5000 Sumarið er tíminn Að loknum hrímköldum vetri er vorið loks á leiðinni. Sumar- ið er tíminn, sagði Bubbi en vorið er ekki síðra. A.m.k. er það kærkomið í kjölfar fimbul- frosts eins og varði nánast allan febrúar. Rok og rigning er hvimleitt veður en fullt af hreyfingu og örvun. Frostið drepur hins vegar allt f dróma. Þá bíður þjóöin á gulu ljósi og gerir sem minnst. Biðin er á enda en íslenska veðrið verður þó aldrei betra en svo að ferðaskrifstofurnar sjá fram á gríðarlegan útflutning íslendinga næstu mánuði. Sum- ar þeirra eru reyndar marg- dæmdar fyrir svindl og pretti en áfram senda þær út fólk og fleira fólk og hafa nóg fyrir stafni. Sumarið er svo stutt í þessu landi að margir freistast til að bóka ferð 1 garanteraða blíðu. Lyktin af sólollu er nefni- lega himnesk í nösum íslend- ings. Nöldur vegna kuldatíðarinnar undanfarið minnir hins vegar á þá hættu að maðurinn telji sig svo máttugan að hann þykist geta átt sökótt við veðurguðina. Mannskepnan hefur beislað tæknina og stóran hluta jarð- neskrar náttúru til að létta sér lífið en mikið vill meira. Hverj- ir eru við aumir nútímamenn að röfla undan einum sultardropa nú þegar hálf íslenska þjóðin horféll á frostavetrum fyrri alda og gat ekkert við því gert? Það þarf ekki nema einn með- alstóran jarðskjálfta eða einn stormsveip til að minna íslend- inga á að ekkert er gefið í þess- um heimi og hver dagur er í raun lítið kraftaverk. Réttast er að njóta hans í botn. Og til þess eru helgar hvað snjallastar. Sandkorn Umsjón: Höröur Kristjánsson » Netfang: sandkorn@dv.is Margir efuöust um að HaU- dóri Jónssyni, fyrrum bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á ísafirði, /æri alvara í því að stýra sérfram- boði í kosningun- um í vor. Nú virð- ist Halldóri vera full alvara og mun stofna bæjarmála- félag um framboð- ið þar sem sótt verður í stuðn- ingsmenn bæði frá hægri og vinstri. Halldór hefur verið óvæginn í skrif- um að undaníornu, ekki sist gegn HaUdóri HaUdórssyni, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna. Þó mótherjar Halldórs Jónssonar geri góðlátlegt grín að framboðsbrölti hans, þá er ekki laust við ótta hjá leiðtogum „gömlu“ flokkanna. Menn vita nefnilega af biturri reynslu að sprengiframboð hafa oft komið mjög á óvart í bænum. Næg- ir þar að minnast Funklistans sem kom inn tveim mönnum í bæjar- stjórn i þarsíðustu kosningum ... f ljÓSÍ frétta af flokkaruglingi manna úr Sjálfstæðisflokki yfir á lista framsóknarmanna í Árborg er ekki laust við að menn sé famir að efast um að flokksgirð- ingar haldi víðar um land. I Vestmannaeyjum eru menn ekki vissir um að gömlu framboðin haldi. í Eyjafréttum er getum leitt að því að kurr sé innan raða stuðningsmanna Vestmanna- eyjalistans, sem er sambræðingur á vinstri vængnum. Það séu helst framsóknarmenn innan listans sem séu óhressir. Er vísað til þess að Stefán Jónasson sé hugsanlega að skoða sérframboð Framsóknar- flokksins. Vegna fréttar þess efnis sendi Stefán frá sér yfirlýsingu: „Ég er framsóknarmaður en ég styð Vestmannaeyjalistann." - Þar hafa menn það ...! NÚ geta Reykvíkingar væntan- lega andað léttar eftir yflrlýsingu borgarstjórnar Reykjavikur í vik- unni. Þar var samþykkti einróma að banna alla geymslu og umferð kjarnorku-, efna- og sýklavopna i borgarlandinu. Friðarsinnar telja þetta mikil tíðindi á meðan öðrum þykir fátt um finnast og tíman- um borgarstjórn- ar væri betur var- ið til annarra hluta. Með samþykkt- inni er Reykjavík komin í hóp 46 sveitarfélaga hérlendis sem banna kjarnorkuvopn. Meðal þeirra eru Akranes, Akureyri, Húsavík, ísa- fjörður, Árborg, Fjarðabyggð og Snæfellsbær. Velta gárungar reynd- ar fyrir sér hvort samþykktin í Reykjavík hafi ekki verið afglöp. Með henni raskist ógnarjafnvægið á meðan ekki sé ljóst hvort öll ná- grannasveitarfélögin lýsi einnig yfir kjamorkuvopnabanni... hljóði Ráðherrastóllinn hjá Sturlu Böðvarssynl er af sumum talinn vera farinn að hitna hressi- ; lega í kjölfar fjölda skandalmála sem heyra undir ráðu- neyti hans. Eru það þó talin hreystimerki ráð- herrans að sitja enn þó rjúki úr I sessunni. Margir munu þó bölva í ekki álpast til að sækjast eftir virðingarstöðum sem falla undir verkstjórn samgönguráð- herrans og vísa þar til nýjustu frétta. Ekki er langt síðan ráðherr- ann kom þjóðinni á óvart með vel- vilja sínum í garð nýrra stjórnar- manna í Landssímanum með því að tvöfalda laun þeirra. Þótti hann þar toppa allt sem toppað verður. Hefur það þó greinilega ekki þótt tiltöku- mál í ljósi frétta af formanni rann- sóknanefndar sjóslysa. Hann hækk- aði að því er virðist óumbeðið í launum um 300 prósent. Bíða menn nú spenntir eftir því hvort þetta verði toppað ..! Myndasögur i Þá er líka rétt að vera þakklát- ur fyrir að geta gert fullt af mistökum á nýju ári. Gamlárskvöld er rétti tíminn til að hugsa um allt það sem miður hefur farið á liðnu ári. -X. Eq keypti kanarífugl. Farðu með hann inn í eldhúe oq ef eitthvað eem þú eldar sleppir frá sér eitruöu gasi líður yfir fualinn oq ég get forðað mérí ÍHvað er í [matinn? 'uglakjöt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.