Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV Danir stela okkar mönnum - Bertel, Gunnar, Einar Már, Ólafur, Mikael, Tryggvi og Böðvar í hættu Þaö hefur lengi veriö viðurkennd söguskoðun á íslandi að Danir hafi verið vond herraþjóð. Þeir haíi stolið nærri öllum handritum Is- lendinga og ýmist sökkt þeim í hafi eða fordjarfað þeim í stórkostlegum brunum sem hafa steðjað yflr Kaup- inhafn með reglulegu millibili. Alla kirkjugripi góða og fagra gerðu þeir upptæka og bræddu i silfur eða settu á sín eigin söfn. íslenskir gáfu- menn undu svo illa í höfuðborg Danaveldis að hvur eftir annan steyptu þeir sér í næsta kanal og drekktu sér frek- ar en að lifa við þann ókost sem líf meðal danskra var talið. Þetta allt gerðu Danir meðan þeir með hinni hend- inni arðrændu ís- lendinga inn í bein, seldu okkur maðkað mjöl i einokun á upp- sprengdu verði og útdeildu réttlæti og ranglæti á báðar hendur. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem sú skoðun hefur farið að ryðja sér til rúms að Danir hafi í það heila tekið verið hin vænsta herra- þjóð sem hafi umgengist mörlanda sina við heimskautsbaug af meiri sanngimi og umburðarlyndi en Gunnar Gunnarsson Það aö skrifa á dönsku gerir engan danskan. Einar Már Guö- mundsson Einn fjöimargra sem Danir hafa reynt aö stela. annars tíðkaðist meðal herraþjóða og nýlenda. Þessi skoðun segir að íslendingar hafi verið sjálfum sér verstir og hefðu án efa saumað skó úr þeim handritum sem þeir átu ekki ef Danir hefðu ekki flutt þau úr landi og borgið þeim þannig. Þeir verða „okkar“ Allt er þetta auðvitað umdeilan- legt en eitt stendur þó eftir og það er að hverjum þykir sinn fugl fagur og allar þjóðir lita á listamenn sína með líkum hætti og stoltir foreldrar horfa á bam sitt. Við viljum gjam- an trúa því að þeir íslendingar sem ná langt á sínu sviði á alþjóðlegum vettvangi séu með einhverjum hætti afsprengi elds og ísa og það sé að einhverju leyti þjóðemi þeirra sem hefur gefið þeim þá hæfileika í vöggugjöf sem raun ber vitni. Þetta fólk eigum við hvert og eitt og þetta birtist hvergi á fallegri hátt að Björk Guðmundsdóttir, söngkona og tónlistarmaður, sem einu sinni hneykslaði þjóðina þegar hún dans- aði með óléttubumbuna bera frammi fyrir alþjóð, er aldrei kölluð annað en hún Björk okkar. Jafnvel virðulegustu fjölmiðlar eins og Morgunblað og Ríkisútvarp beygja sig í hnjánum eins og rosknar maddömur og kjá framan í lista- manninn eins og smábam. Þetta er hún Björk litla okkar. Reikna verður með því að okkur þætti freklega gengið á rétt okkar sem þjóðar ef einhver önnur þjóð ætlaði að eigna sér Björk. Það væri landhelgisbrot af ósvífnara tagi en við hefðum áður orðið vitni að og er reyndar nær óhugsandi. Hann Bertel okkar Þetta er eitt af því sem stendur alltaf eins og fleinn milli fomrar Bengtsson Hann er kannski ekki eins frægur og Björk en þaö hefur ekki hindraö Dani í aö eigna sér hann. herraþjóðar og áður undirgef- innar nýlendu. Danir hafa und- arlega tihneig- ingu til þess að horfa fram hjá uppruna lista- manna ef þeim hentar og eigna sér efnilegt fólk sem þeir vita vel að er af öðrum og ólíkum uppruna. Þannig hefur lengi verið deilt um uppmna eins frægasta lista- manns Dana, eða tmhusgogn.is Allt í röð og reglu Mán. - lös. 10.00 -18.1» • Laugard. 11.00 -10.00 • Sunnud. 13.00 -10.00 W TM - HUSOOON Sí&umúla 30 - Slmi 568 6822 - œvintyri Uhust 12.000kr svartur blár rauður CD standur 7.700kr Beyki, Eik, Mahoni og Tekk 29.000kr Beyki, Hlynur og Kirsuber Beyki og Kirsuber Dýnur í öllum stærðum og gerðum fyrir fólk sem er að stækka. ______________Jcr_; Beyki og Kirsuber Bertel Thorvaldsen Hann var Skagfiröingur. íslendinga, sem er myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen. Það er naglíost staðreynd í huga allra Dana að Thorvaldsen er eins danskur og grænn Tuborg og það stendur. ís- lendingar hafa alltaf vitað að Bertel litli er ættaður úr Skagafirði og síð- ast í haust var lærð grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem reynt var að færa sönnur á að hann hefði fæðst um borð i dönsku kaupskipi innan landhelgi. Að vísu danskrar landhelgi sem þá náði upp í fjöru í Skagafirði. Flest sem stóð þama var reyndar hrakið af öðrum fræði- manni, ekki heyrðist afsökunarbofs frá Dönum. Þeir kannski sjá ekki Lesbókina. Bertel er íslenskur. Við eigum götu sem heitir eftir honum, font í Dómkirkjunni og styttu af kallinum einhvers staðar á afviknum stað. Eitt sinn stóð hún á Austurvelli og var eina styttan sem þjóðin átti en svo varð hún að víkja fyrir þjóðhetj- unni Jóni Sigurðssyni. Við eigum þá víst Danir halda því enn þá fram að Gunnar Gunnarsson rithöfundur sem bjó og skrifaði í landi þeirra á þriðja og ijórða áratugnum hafi ver- ið danskur. Gunnar var austan af Héraði, ekta íslendingur. Danir halda því miskunnarlaust fram að Erling Blöndal Bengtsson, heimsfrægur sellóleikari, sé dansk- ur. Þetta er dellumakarí af fyrstu gráðu og byggir á þeirri ranghug- mynd Dana að ef einhver búi í Dan- mörku nógu lengi þá verði hann danskur. Þegar Einar Már Guðmundsson fékk bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs þá var sagt i dönsku blöð- unum að þetta væri sigur fyrir Dan- mörku. Einar væri meira og minna Ólafur Elíasson Hann er eins íslenskur og sauöskinnsskór, alveg sama hvaö Danir segja. danskur því hann hefði dvalist þar við nám óg störf árum saman. Fyrir fáeinum vikum var risa- stórt viðtal í menningarblaði Politi- ken viö myndlistarmanninn Ólaf El- íasson sem er sennilega frægastur íslenskra listamanna núlifandi á al- þjóðlegan mælikvarða. I þvi viðtali var lýst undrun á því að menn vildu skilgreina Ólaf sem þýskan listamann þegar allir vissu að hann væri danskur. Þess var þó látið getið að hann væri af íslensk- um ættum. Frá okkar sjónarhóli er Ólafur hins vegar alíslenskur og við erum stolt af honum þótt hann hafi dvalið lengi í Danmörku. Hér mætti bæta því við að í Dan- mörku búa um þessar mundir öflug- ir listamenn íslenskir og nægir að nefna Tryggva Ólafsson listmálara og rithöfundana Böðvar Guðmunds- son og Mikael Torfason því til stað- festingar. Rétt er að árétta að þeir veröa áfram íslenskir þótt Danir muni eigna sér þá. Þessu verður að linna. -PÁÁ Kóngsins Kaupmannahöfn Þetta var höfuöborg okkar í mörg hundruö ár. Sumir segja aö Danir hafi kúgaö okkur og arörænt en aörir telja aö þeir hafi veriö blíö herraþjóö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.