Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað 59 DV Reyk j avíkurskákmótið: Helgi Áss og Stefán menn mótsins Sigurvegarar mótsins sem haldið var í Ráðhúsinu urðu eistneski stór- meistarinn Jaan Ehlvest og rússneski stórmeistarinn Oleg Korneev með 7 v. af 9. Sigur þeirra þarf ekki að koma óvart. Ehlvest var um tíma einn sterkasti stórmeistari heims og er enn sterkur skákmaður þrátt fyrir að hafa lækkað aðeins í stigum að undan- fömu. En hann getur komist á skrið aftur eins og dæmin sanna.. Komeev er mun sterkari skákmaður en skák- stigin gefa til kynna. Hann er búsett- ur á Spáni og teflir mikið á opnum mótum þar. Lífsbaráttan hjá þokkalegum stór- meistara er oft og tíðum hörð, margir eru um hituna. Það vantar aðila til að styðja betur við menn í íremstu röð og það er gott til þess að vita að hug- myndir sem bandaríski stórmeistar- inn Yasser Seirawan er að viðra um þessar mundir við fjármálamenn vestra og við sjálfan Kasparov hafa fengið góðan hljómgrunn og vonandi verður þar einhver umtalsverður ár- angur sem er alls ekki svo fjarlægur draumur. Menn mótsins Menn mótsins voru ótvírætt Helgi Áss Grétarsson sem náði afar góðum árangri þrátt fyrir minnkandi tafl- mennsku undanfarin misseri vegna laganáms og Stefán Kristjánsson sem náði lokaáfanganum að alþjóðlegum meistaratitli og var skammt frá því að ná áfanga að stórmeistaratitli. Helgi Áss Grétarsson varð í 3.-6. sæti með 6,5 v.ásamt þremur öðrum stórmeisturum, þeim Valery Neverov frá Úkraníu, Jonathan Rowson frá Skotlandi og Mikhail Ivanov frá Rúss- landi sem átti afar gott mót en Ivanov hefur verið nokkuð brottgengur stór- meistari í gegnum árin en sýndi á sér sínar bestu hliðar í lokaumferðunum. íslensku stórmeistaramir stóðu sig allir betur en skákstig þeirra segja til um nema Hannes Hlífar. Sé stigaár- angur þeirra skoðaður er Helgi Áss hæstur með árangur upp á 2624 stig sem er langt yfir stórmeistaraáfanga en hann miðast við árangur upp á 2600 stig, Stefán annar með árangur upp á 2585, Hannes Hlífar Stefánsson þriðji með árangur upp á 2533, Helgi Ólafsson fjórði með árangur upp á 2512 og Þröstur Þórhallsson fimmti með árangur upp á 2483. Nýr alþjóðameistari Árangur Stefáns Kristjánssonar var afar góður og hann var afar nálægt stórmeistaraáfanga, þurfti jafntefli gegn Korneev i lokaumferðinni en tap- aði. Stefán hefur náð þremur áföngum að alþjóðlegum meistaratitli og fer yfir 2400 skákstig á næsta stigalista sem kemur út í byrjun næsta mánaðar. Hann verður formlega útnefndur al- þjóðlegur skákmeistari á næstu FIDE- samkomu. Bragi Þorfinnsson var að- eins jafntefli frá sínum lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitli og hann nær honum fljótlega. Styrkleikann hefur hann svo sannarlega. Það er gaman að skoða hverjir tefla mest yfir skákstigastyrkleika. Stefán er hæstur með 2,4 vinninga, Guð- mundur Kjartansson er næstur með 1,84, Tómas Bjömsson þriðji með 1,36, Helgi Áss fjórði með 1,19 og Bragi Þor- finnsson fimmti með 0,95. Allir þessir skákmenn hækka töluvert í alþjóðleg- um stigum. Þátttaka margra kvenna setti skemmtilegan svip á mótið. Baráttan var hörð á milli þeirra um hver yrði efst, en Antoneata Stefanova hin búlgarska kom, sá og sigraði. í 2. sæti varð hin finnska Johanna Paasikan- gas og í 3.^4. fjórða sæti varð banda- ríski kvennameistarinn Jennifer Shahade og Lenka Ptacnikova, sam- býliskona Helga Áss. Breytínga er þörf Framkvæmd mótsins var að mörgu leyti ágæt, þó fannst mér og fleirum eins og það væri verið að halda mótið af gömlum vana, en árið 2004 eru fjörutíu ár síðan Reykjavikurskákmót- in byrjuðu. Þau hafa verið haldin reglulega á tveggja ára fresti, voru lok- uð alþjóðleg skákmót fram til 1982 en þá var fyrsta opna Reykjavikurskák- mótið haldið. Síðan hafa mótin verið opin með einni undantekningu, 1992. Það er alkunna að margar breytingar hafa orðið i skákinni sem og í mörgu öðru og e.t.v. tími til kominn að brjóta mótin eitthvað upp, leyfa frjórri fram- kvæmdagleði að njóta sin og ekki vera með svipaða útgáfu af mótunum of lengi. Það eru margir efniiegir skák- menn sem eru við þröskuld alþjóða- og stórmeistaraáfanga og það þarf að skoða hvernig er best að halda áfram, þeim og íslensku skáklifi til framdrátt- ar. T.d. hefði verið óhætt að sleppa stigalausum keppendum og þeim sem hafa undir 2200 stigum með kvenlegri undantekningu. Það sýnir sig að ef menn þurfa að hafa fyrir hlutunum og uppfylla lágmarkskröfur um þátttöku þá tefla þeir meira á innlendum mót- um eða alls ekki. Bragi Þorfinnsson hefði léttilega orðið alþjóðlegur meistari líka og Stef- án Kristjánsson, sem tefldi við stór- meistara í hverri umferð að þeirri fyrstu og fjórðu undanskilinni, hefði sennilega náð sínum fyrsta stórmeist- araáfanga. Alþjóðlegu Reykjavíkur- skákmótin eiga að vera fyrir „skákel- ituna" í landinu en ekki fyrir alla sem áhuga hafa á að vera með. Við erum því miður of fáir íslenskir skákmenn og skjótum okkur aðeins i fótinn með því að gera ekki sanngjarnar kröfur til keppenda á alþjóðlegum mótum. Mót- in eins og þau eru framkvæmd núna eru í hrópandi ósamræmi við þá stefnu skáksambandsins að fjölga titil- höfum. Fyrir utan það að spamaður við að reyna að ná fleiri titilhöfum er augljós þegar tii lengdar lætur. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, það verður að velja og hafna. Mér finnst því miður hugmyndaskortur einkenna skákhreyfinguna um þessar mundir með örfáum undantekningum. Hrafn Jökulsson hefur t.d. sýnt að ef áhugi, elja, skapandi hugsun og vinnusemi er fyrir hendi þá er hægt að lyfta grettistaki. Það er óþarfi að líta allar nýjungar gagnrýnisaugum og ætla sér að setja hoð og bönn. Betra er að koma þá með aðrar ferskar hugmyndir. Hrannar Bjöm Amarsson, forseti skáksambandsins, er ágætt dæmi líka um mann sem er með, að mörgu leyti, svipaða afstöðu og Hrafn. Og þeir eru reyndar fleiri til. En því miður eru að- ilar í mótsnefndum og stjóm sam- bandsins, menn sem fyrir löngu eru uppumir af hugmyndum og ættu að þekkja sinn vitjunartíma. En það er erfitt að sjá bjálkann fyrir flísinni. Sigur á dönskum Það er alltaf gaman (er það ekki?) þegar íslendingar gera Dönum skrá- veifu! Henrik er dæmigerður Dani af skemmtilegri „sortinni". Hann er stór- meistari að atvinnu en hér vinnur Stef- án það sem Bent Larsen kallar „arbejdssejer". Það þarf að hafa fyrir hlutunum og skákin er ekki augnayndi á sama hátt og snarpar sóknarskákir. En skemmtileg baráttuskák engu að síður. Fyrsti leikurinn er kostulegur hjá hvítum, svona tefla menn eins og Kasparov við tölvur. En Stefán er ís- lenskur piltur af holdi og blóði! Hvítt: Henrik Danielsen (2520) Svart: Stefán Kristjánsson (2389) Danielsen-byrjun! Reykjavíkurskákmótiö (5), 11.03. 2002 1. d3 g6 2. f4 Bg7 3. g3 d6 4. Bg2 c6 5. Rf3 Rd7 6. Rc3 b5 7. 0-0 b4 8. Re4 Bb7 9. Del Db6+ 10. Khl c5 11. Red2 e6 12. e4 Re7 13. Rc4 Dc7 Eftir nokkurt japl, jaml og fuður er komin upp ósköp venjuleg staða. En í staö þess að planta riddara á d6 hefði verið skynsamlegra að leika 14. a3 eða 14. Bd2. En skynsemi er best í hófi, sköpunarkrafturinn verður að Sævar Bjarnason skrifar um skák Skákþátturinn fá að njóta sín líka. Stefán fær ágætt peð að hamast á. 14. e5 dxe5 15. fxe5 0-0 16. De2 Rf5 17. Bf4 Rb6 Hvert ætlar þú, riddari góður? 18. Rd6 Rxd6 19. exd6 Dc6 20. Hf2 Rd5 21. Re5 Dxd6 22. Rxf7 Já, svona vill hann hafa það. En strákurinn úr vesturbænum er óhræddur við flækjurnar. Ég þóttist sjá það 1 Skákskóla íslands fyrir um 8-9 árum að þarna væri mikið efni á ferðinni. Sem betur fer hefur maður stundum rétt fyrir sér! 22. - Rxf4 23. Hxf4 Bxg2+ 24. Dxg2 Dd5 25. Hafl Dxg2+ 26. Kxg2 Bxb2 Jahá, þarna lágu Danir í því. Peð fyrir borð! En það er margra tíma vinna fram und- an. 27. g4 Bg7 28. h4 Hac8 29. H4f3 Hc7 30. Rg5 Hxf3 31. Hxf3 Hc6 32. He3 e5 33. He2 Ha6 34. c3 Bíddu hægur, dauði! Svartur tryggir sér langvarandi frumkvæði með þrýstingi á d-peðið og með tvö peð á móti einu á a- og b-línunni. 34. - Hd6! 35. cxb4 cxb4 36. Hc2 h6 37. Hc8+ Bf3 38. Re4 Ha6 39. Hc2 Be7 40. h5 gxh5 41. gxh5 Ha3 42. Rf2 Bg5 43. Kg3 Kf7 44. Re4 Þar fellur peð nr. 2. En þrjóskir eru sumir Dan- ir lika. 44. - Hxd3+ 45. Kg4 Bf4 46. Kf5 Ke7 47. Hc7+ Hd7 48. Hc6 Hb7 49. Hg6 Kd8 Þeir eru stórvarasamir, riddararnir. Henrik hefur náð „sprikli“ en Stefán er með athyglina í lagi! 50. Rc5 Hb5 51. Hc6 Be3 52. Re4 Kd7 53. Hc2 a5 54. Rf6+ Kd6 55. Ke4 Bg5 56. Re8+ Kd7 57. Rc7 Hb7 58. Ra6 Hb6 59. Rc5+ Kd6 Þetta heitir vandvirkni. 60. Hc4 Hb5 61. Rd3 Hd5 62. Rb2 Hd2 63. Ra4 Hér fellur næstsíðasta peðið og skákinni er í raun lokið. En menn vinna ekki skák á því að gefa hana! 63. - Hxa2 64. Rb6 He2+ 65. Kd3 He3+ 66. Kc2 Ke6 67. Hc5 b3+ 68. Kb2 e4 69. Hc6+ Kf5 70. Rc4 Hg3 71. Ka3 Be7+ 72. Ka4 e3 73. Hg6 e2 74. Hxg3 elD 75. Hxb3 Bb4 76. Hd3 De2 77. Hd5+ Ke6 78. Hd4 Bc3 79. Hd6+ Ke7 80. Hc6 Da2+ 81. Kb5 Db3+ 82. Ka6 a4 83. Rb6 Bd4 84. Hxh6 Dxb6+ 85. Hxb6 Bxb6 86. h6 Bd4 0-1 Loks- ins, en þeir eru ólseigir, þessir Danir! IS22 Ejin vinsælusta fermingarstæða síðustu þrjú ár 59.900 14” sjónvarp með veggfestingu 22.900 20” sjónvarp og myndbandstæki 46.900 OLYMPUS OLYMPUS Stafræn myndavél Beint í tölvuna 49.900 Ein snotrasta filmuvélin sem í boði er 15.900 UUeHe möbei ROVO CASH skrifborð 160x80 Listaverð: 20.500,- Armar á mynd ekki innifaldir Skrifstofustóll með háu baki. Listaverð:21.900,- 12.900 15.900 SHARR MiniDisk spilari Draumatæki tónlistarmannsins Smekklegar kraftmiklar toppgræjur frá SHARP 23.900 29.900 Þetta er aðeins brot af því úrvali sem í boði er Sjón er sögu ríkari O/" 1922 ( j( / 2002 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sfmi 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.