Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002
Helgarblað______________________________________________________________________________________DV
Fyrrverandi sölumaður fíkniefna og skipuleggjandi innbrota og þjófnaða ræðir við DV:
S
Eg var meira og minna
vakandi í vímu í 6-7 ár
- seljendur gera fólk að fíklum og kaupa ofbeldisþjónustu af rukkurum
Skipulagning afbrotanna var full vinna.
Viðmælandi DV segist hafa framið fjöida innbrota og skipulagt enn fleiri fyrir þá sem skulduöu honum fyrir fíkniefni.
Það og sala og kaup á fíkniefnum hafi verið meira en full vinna. Og það undir áhrifum. Myndin hér aö ofan tengist
ekki viðtalinu sem birtist á síðunni.
„Ég seldi fikniefni í 6-7 ár og var
á kafi i neyslu sjálfur. Ég seldi fólki
og fékk efni frá öðrum sem voru
ofar í tröppuganginum. í dag er ég í
skuld en náði til allrar hamingju að
semja áður en gengið var meira í
skrokk á mér en raun bar vitni. í
tvö ár hef ég verið að greiða skuld
mína reglulega til manns sem „átti
mig“ og lýk við skuldina á næsta
ári. Hann á mig því enn þá. Ég gæti
þess í upphafi hvers mánaðar að
borga - annars fer mjög illa fyrir
mér. Þessi maður kaupir, eins og
margir aðrir flkniefnasalar, þjón-
ustu handrukkara - stórra og
stæltra stráka sem gera út á að inn-
heimta gegn því að fá greiðslu -
fljóttekinn pening."
Þetta segir maður sem DV ræddi
við um ástandið í flkniefnamálum á
Islandi - raunveruleikann í kring-
um okkur. Hann segist hafa „horf-
ið“ í þau 6-7 ár sem hann var í
fikniefnaneyslu en hefur nú verið
laus við slíkt í um þrjú ár, er í skóla
og vinnu og gengur prýðilega, eftir
að hafa farið i burtu um hríð i með-
ferð sem byggist á kristilegum anda.
En skugginn er aldrei langt und-
an ... beinin þurfa að vera býsna
sterk til að halda út.
Stúlkur í verri í stöðu
„Ég var mikið í innbrotum,
skipulagði innbrot fyrir aðra og var
í raun með stráka i vinnu hjá mér,
stráka sem skulduðu mér. Síðan
keypti ég og seldi þýfi. Lögreglan
var alltaf á hælunum á mér en mér
tókst að forðast ákærur og dóma því
þeir sem skulduðu mér tóku sökina
á sig ef því var að skipta. Það sem
ég gat hins vegar ekki hugsað mér
Óttar Sveinsson
blaöamaður
Innlent frettaljos
var að gera menn út á ofbeldi til aö
rukka fyrir mig. Ég gaf því skuldir
eftir, sennilega um 1,5 - 2 milljónir,
þegar ég hætti í neyslunni. Það eru
óskaplega miklir peningar í gangi í
þessum heimi. Fíkniefnasalarnir
vita það sjálfir að þeir fá oft ekki
nema hluta af því sem þeir selja til
baka, þeir dreifa efnum, lána mjög
gjaman, til að fá fólk i neyslu - til
að geta „átt fólkið" - og jafnvel það
fólk er nýkomið úr meðferð og er
misstöðugt á svellinu. Það er ótrú-
lega mikið lánað í þessum bransa -
svo eru skuldirnar oft og tiðum
seldar til annarra. En fíkniefnasal-
arnir hafa nóg. 1 þvi sambandi
flnnst mér stúlkur fara mun verr út
úr hlutunum en strákar. Þeir eru
látnir brjótast inn og hafa fyrir hlut-
unum en stúlkumar era bara látnar
vera neytendur áfram, þær setjast
upp á menn og greiða jafnvel fyrir
með líkama sínum eða fara í
vændi,“ segir maðurinn.
Foreldrarnir og milljónirnar
Forstöðumenn endurhæfingar-
stöðvarinnar Byrgisins segja að
miklar breytingar hafi átt sér stað
hvað varði neyslu ungmenna á
sterkum fíkniefnum undanfama
mánuði - dæmi séu um að neyslu-
hraðinn hafi aukist og efnin jafnvel
orðið sterkari og hættulegri. „Ég vil
orða það þannig að þessir krakkar
eru skotnir niður á mjög skömmum
tíma,“ sagði Jón Arnar Einarsson,
einn forsvarsmanna Byrgisins, við
DV í vikunni.
Guðmundur Jónsson forstöðu-
maður segir að dæmi séu um að
skjólstæðingar sambýlisins, sem og
aðrir, hafl aflað sér skulda, ekki síst
vegna kókaínneyslu, á mjög skömm-
um tíma. Þegar þeir komi síðan í
meðferð fái foreldramir það hlut-
verk að standa fyrir greiðslum enda
hafi innheimtumenn gjarnan í hót-
unum og fólk þori ekki annað en að
borga fyrir böm sín.
„Ég veit um dæmi þar sem for-
eldrum er nú gert að greiða þrjár
mifljónir króna,“ sagði Guðmundur.
Hann segir að algeng skuld þeirra
sem komi í meðferð sé á bilinu
600-800 þúsund krónur. Og hún
hækki fljótt.
„Við höfum séð dæmi um að fólk
fari fljótt niður. Áður en það veit af
verður fikt að bullandi
neyslu sem er mjög dýr og
endar ekki nema á einn veg
- fólk rekst harkalega á
vegg,“ sagði Ásgeir Karls-
son, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar 1
Reykjavík, við DV í vik-
unni. Hann segir að með
hliðsjón af þeim tölum sem
Byrgismenn nefna megi
taka sem dæmi að neytend-
ur skuldi gjaman 250-300
þúsund krónur. Síðan legg-
ist ógnarvextir ofan á sem
sölumenn fikniefna leggi á
og áður en vari hafi skuld-
imar margfaldast.
Eg vakti vikum saman
Framangreindur maður
sem DV ræddi við um
ástandið i fíkniefnaheimin-
um segist árum saman hafa
neytt amfetamíns og kóka-
íns. Ög það í stórum stíl:
„Ég tók líka inn morfín
og heróín. Maður var gjör-
samlega forfallinn. Þegar ég
var á fullri ferð í örvandi
efnum var maður í stöðugri
neyslu og þar af leiðandi
vímu - dag eftir dag eftir
dag. Og ég hafði nóg að gera,
skipuleggja innbrot, selja
þetta, kaupa annað, inn-
heimta og svo framvegis.
Stundum leið heil vika án
þess að maður svæfi nokkuð
að ráði. Síðan svaf ég í einn dag og
hélt svo áfram. í rauninni vakti ég
vikum saman. Stundum hef ég sagt
að ég hafi vakað í mörg ár. Og þetta
gera margir. Útkoman úr þessu er
auðvitað sú að maður er orðinn svo
ifla ruglaður að maður veit í raun
ekki lengur í hvaða heimi maður
er.“
Því yngri því grimmari
Viðmælanda okkar finnst kyn-
slóð yngra fólks í fikniefnaheimin-
um mun grimmari og forhertari en
þeirra sem eldri eru:
„Ég held að það sé einfaldlega
vegna þess að sumir þessara krakka
alast upp í þessum heimi. Þeim
finnst margt sjálfsagt sem öðrum
þykir með ólíkindum. Þeim finnst
hlutimir sjálfsagðir af því að þeir
eru vanir þeim.
En fíkniefnaheimurinn snýst allur
um að sölumenn „eigi fólk“. Það er
síðan gert að hálfgerðum eða algjör-
um aumingjum með því að dæla i
það efnum svo vikum skiptir - og
fórnarlömbin klárast. Fólk verður al-
veg búið á ári eða miklu skemmri
tíma. Og svo er rukkað, háir vextir
lagðir á, bílar teknir og allt sem fólk
á. Fíkniefnasölunum finnst þeir
liggja best við höggi sem eiga hvað
mest. Fyrst er að dæla efnum í fólk-
ið, fá það til að fafla, láta það
vilja meira og meira en síð-
an er gengið á það. Svo
koma hin risavöxnu vöðva-
tröll, sem þjálfa sig jafnvel í
líkamsmeiðingum, og rukka.
í hlutverki fórnarlamba hér
er til dæmis um að ræða fólk
sem er i fúflri vinnu og get-
ur aflað peninga á skömm-
um tíma, til dæmis sjómenn
eða fólk í viðskiptalífinu og
margir aðrir - þeir sem voru
tilbúnir að prófa í upphafi.
Það er lánað og lánað og
lánað. Svo kemur að skulda-
dögum. Þegar skuldin er
kannski komin upp í
600-700 þúsund krónur þá
er sagt stopp. Skuldarinn er
orðinn forfallinn og byrjað
er að ganga á hann. Þessar
skulir nást yfirleitt til
baka,“ segir viðmælandi
okkar sem segist hafa horft
upp á fólk handleggsbrotið
eða fótbrotið.
Maðurinn ætlar að halda
áfram sínu lífi. Edrú. Láta
hverjum degi nægja sína
þjáningu. Þannig gengur líf-
ið fyrir sig hjá fiklum sem
hafa farið í meðferð en
standa sig. Fíkniefnakruml-
an sem náði taki á þeim
áður er afltaf til staðar, hún
fer ekki. Henni er þó hægt
að halda niöri.
Það er eina vonin.
Aska á víð og dreif
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um rýmri rétt fólks til að dreifa
ösku látinna ástvina sinna. Skiptar
skoðanir eru meðal þingmanna um
málið en sumir þeirra telja að það
gæti skapað óhug hjá ferðamönnum
á hálendinu ef þeir vissu til að jarð-
neskar leifar fólks gætu verið undir
fótum þeirra.
40% símtala gabb
Svo virðist sem íslendingar hafi
ekki enn lært að umgangast neyðar-
númer Neyðarlínunnar en algengt
er að hringt sé í hana án þess að um
neyð sé að ræða. Talið er að um 40%
allra símtala séu gabb eða bilanir,
auk þess sem ölvað fólk misnotar
línuna. 112-númerið er óvenju við-
kvæmt fyrir bilunum - t.d. fékk 112
alltaf símhringingar úr vinnuskúr í
Vestmannaeyjum þegar fór að
rigna. Skúrinn var lekur og rigndi
inn á símainntakið.
Fjórfaldur kostnaður
Sjóslysanefnd
er í fjárkröggum
en framkvæmda-
stjóri hennar seg-
ir að Sturla Böðv-
arsson sam-
gönguráðherra
hafi lofað aukn-
um fjárframlög-
um vegna aukins
kostnaðar. Nefndin fékk á fjárlögum
síðasta árs rúmar 18 milljónir
króna. í ár var framlag til hennar
aukið um 5 milljónir er sú viðbót
hrekkur ekki til. Kostnaður við
starfsmannahald nefndarinnar hef-
ur nær fjórfaldast á síðustu árum.
Afsökunarbréf
Flugleiðir líta það mjög alvarleg-
um augum að hættuástand skyldi
skapast í aðflugi við Gardermoen-
flugvöll við Ósló þann 22. janúar sl.
og munu biðja farþega velvirðingar
á atvikinu. Aðflugstæki vélarinnar
biluðu og var henni flogið snögglega
upp í 2.500 feta hæð en þar á eftir
var vélinni skyndilega beint niður
aftur og alveg niður í 321 fet. Á með-
an á þessu stóð fór allt lauslegt í far-
þegarýminu af stað og farþegar
urðu margir hverjir mjög skelkaðir.
Opið bókhald
Aðeins einn stjórnmálaflokkur
hefur gefið upp hverjir styrkja þá
með fjárframlögum en Frjálslyndi
flokkurinn segir frá þeim sem gefa
300 þúsund krónur eða meira. Nú
munu VG og Samfylkingin ætla að
galopna bókhald sitt og eyða þannig
tortryggni en engar slíkar upplýs-
ingar verða hins vegar veittar hjá
Sjálfstæðisflokknum og Framsókn-
arflokknum. Reykjavíkurlistinn
birtir ekki heldur þessar upplýsing-
ar.
Viðræður um aðild
Um 91% íslendinga vill að farið
verði í viðræður um aðild að ESB
segir í niðurstöðum könnunar sem
Gaflup gerði fyrir Samtök iðnaðar-
ins. Formaður samtakanna var
ánægður með niðurstöðuna en
stjórnarþingmenn sögðu að þessar
niðurstöður breyttu í engu þeirri
stefnu ríkisstjórnarinnar að Evr-
ópumálin væru ekki á dagskrá.
Prinsessa á landsmót
Anna Breta-
prinsessa hefur
lýst yfir áhuga á
að heimsækja
Landsmót hesta-
manna sem hald-
ið verður á Vind-
heimamelum í
sumar. Anna hef-
ur alltaf haft
mikinn áhuga á hestum og er sjálf
liðtækur hestamaður, enda hefur
hún unnið til verðlauna í keppnum.
Forsetaembættið mun hafa mifli-
göngu um heimsóknina ef af henni
verður. -ÓSB
Harður helmur
Ofbeldi er áberandi í íslenskum fíkniefnaheimi og
ósjaldan er seilst til vopna. Úr myndasafni DV.