Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARÐAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV ísland - Noregur og ESB: Norðmenn á nálum Torbjörn Jagland Torbjöm Jagtand, fyrrum forsætis- og utanríkisráöherra Noregs og núverandi for- maöur Verkamannafiokksins, var fyrstur stjórnmálamanna í Noregi til aö tjá skoöanir sinar eftir ESB-byltinguna á íslandi. Fullt af ESB-fréttum frá íslandi í norskum blöðum Norsk blöö hafa á undanförnum dögum fjaiiaö heilmikið um aukinn áhuga aimennings á íslandi fyrir inngöngu í ESB og sagöi Jan Petersen, utanríkis- ráöherra Noregs, í viötali viö Aftenposten aö Norömenn veröi aö fylgjast vel meö þróun umræöunnar á íslandi á næstunni. „Ef það er eitthvað sem við verðum að fylgjast vel með á næstunni er það þróun ESB-umræðunnar á íslandi.” Þetta eru orð Jan Petersen, utanríkis- ráðherra Norömanna, í Aftenposten föstudaginn 15. mars síðastliðinn. Um- mæli ráðherrans staðfesta rækilega orðtakið oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Orðrómurinn um áhuga ís- lendinga á viðræðum við ESB, um væntanlega inngöngu i samtökin, hef- ur sannarlega raskað ró norskra stjórnmálamanna sem ekki eru til- búnir til draga sverðin úr slíðrum og hefja ESB-baráttuna á ný. Jagland reið á vaðið Fyrrum forsætis- og utanríkisráð- herra Noregs, Torbjörn Jagland, for- maður Verkamannaflokksins, var fyrstur stjórnmálamanna til að tjá skoðanir sínar eftir ESB-byltinguna á íslandi. Á ársþingi Verkamanna- flokksins í Buskerud sagði Jagland, á laugardaginn, að ef íslendingar fengju kröfum sínum um fiskveiðar framfylgt og sæktu síðan um aðild aö Evrópusambandinu yrði staða Norð- mann öll önnur en hún er i dag. Síð- an hefur Jagland sagt að Noregur og ísland veröi að vera samstiga i við- leitni sinni til að nálgast ESB því sam- eiginlegir hagsmunir ríkjanna séu það miklir að ef annað landið stæði utan ESB þyrfti það að endurskoða stöðu sína í samfélagi Evrópuþjóð- anna. Torbjörn Jagland á sér marga skoð- anabræður í Verkamannaflokknum en þar finnast líka þungarvigtarmenn sem eru algerlega andvígir hugsanleg- um viðræðum Norðmanna um aðild að ESB. Trond Giske, menntamálaráðherra í Stoltenbergstjórninni sálugu, er einn harðasti ESB-andstæðingurinn í Verkamannaflokknum. Hann sagði á mánudaginn að það væru ekki nein ný tíðindi sem nú bærust frá Islandi því þessi söngur hefið heyrst með jöfnu millibili siðastliðin tíu ár. Hann bað félaga sína í flokknum um að láta ekki ESB-umræðuna á íslandi raska ró sinni núna frekar en áður þegar þessi boðskapur hefur borist austur yfir Atlantsála. Fyrrum þingmaður Verkamanna- flokksins og núverandi meðlimur í miðstjórn hans, Grethe Fossum, gagn- rýnir líka Jagland fyrir ummæli sín um Island og ESB. Hún segir að ef flokkurinn vflji fækka félögum sínum enn frekar en orðið er sé besta leiðin að hefja ESB-umræðuna strax. Skiptar skoðanir í þriggja flokka ríkisstjórn kon- ungsrikisins er það aðeins sá stærsti, Hægriflokkurinn, sem er hlynntur inngöngu Noregs í ESB. Hinir tveir, Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokkur Kjell Magne Bondeviks forsætisráð- herra og dvergflokkurinn, Vinstri, sem eiginlega er miðjuflokkur, eru báðir á móti inngöngu landsins í bandalagið og telja ekki tímabært að hefja umræður um málið að sinni. Þrátt fyrir að Jan Petersen, utan- rikisráðherra og formaður Hægri- flokksins, sé sammála bæði Torbjörn Jagland og Jens Stoltenberg, um að Noregur geti ekki látið það kyrrt liggja ef ísland æskir aðildar að Evr- ópusambandinu, eru hendur hans bundnar af ríkisstjórnarsáttmálanum. Þegar Kjell Magne Bondevik sleit stjórnarmyndunarviðræðunum, sem Petersen hafði forgöngu um, til þess eins að hefja sjálfur nýjar viðræður með sömu flokkum, gekk hann frá því að engar umræöur um aðfld að ESB kæmu á borð ríkisstjómarinnar á kjörtímabflinu. Jan Petersen lítur því á að með því að flokkur hans hefji ESB-umræðuna af alvöru núna, í kjöl- far skoðanakönnunarinnar á íslandi, sé hann að brjóta grunninn undan ríkisstjóminni. Til þess að sefa for- sætisráðherrann og félaga sina í stjórninni, hefur hann sagt að Norð- mönnum liggi ekki lífið á, því ljóst sé að ísland sé ekkert aö hoppa í eina sæng með Evrópusambandinu á næst- unni. Hálmstrá Petersens er að ís- lenski forsætisráðherrann, Davíð Oddsson, sé harðasti andstæðingur ESB á Islandi og hann sé sterkari en svo að níutíu og eitt prósent þjóðar- innar gangi yfir hann og inn um hin- ar breiðu dyr í Brussel. Hræðsla við höfnun Þrátt fyrir að bæði Verkamanna- flokkurinn og Hægri séu því fylgjandi að Norðmenn sæki um aðfld að Evr- ópusambandinu, í náinni framtíð, nálgast báðir flokkamir umræðuna af varfærni í þetta skiptið. Stjórnarsátt- málinn heftir Hægriflokkinn meðan Verkamannaflokkurinn stendur í innbyrðis styrjöld um hver eigi að leiða flokkinn í framtíðinni. Hvorug- ur flnkkurinn er því í stakk búinn, sem stendur, til að takast á við Evr- ópuumræðuna. En það er ekki aðeins niðumjörv- aður málefnasamningur og hausa- veiðar í Verkamannaflokknum sem vefst fyrir stuðningsmönnum ESB-að- ildar. Þeim er einnig minnisstætt að í þjóðaratkvæðagreiðslum árin 1972 og aftur 1994 hafnaði norska þjóðin aðild að Evrópusambandinu. Fylgjendur að- ildar eru sammála um að höfnun, í þriðja sinn, hefði öllu alvarlegri af- leiðingar en fólk flest getur séð fyrir. Torbjörn Jagland og Jens Stolten- berg eru þó báðir á því að óvarlegt væri að láta umræðuna á Islandi sem vind um eyru þjóta: Þeir hvetja norsku þjóðina til að fylgjast vel með íslendingum tfl að vera tflbúna í slag- inn þegar sú stund rennur upp að hún vflja knýja dyra hjá stórbændunum í ESB. Bull og vitleysa Odd Roger Enoksen, formaður Mið- flokksins og ráðherra í fyrri Bonde- viksstjórninni, er, ásamt flokki sín- um, harður andstæðingur aðildar Noregs að Evrópubandalaginu. Hann gerir lítið úr áhyggjum þeirra stjórn- málamanna sem vflja fylgja íslending- um á leiðinni til Evrópu. Enoksen seg- ir að málflutningur Stoltenbergs og Jaglands sé bull og vitleysa og kemur ekki auga á að afstaða íslendinga til ESB hafi nokkuð með norsk stjórnmál að gera. Hann gerir þá kröfu til félaga sinna á Stórþinginu að þeir taki af- stöðu í Evrópumálunum óháð þvi hvað gerist í öðrum ríkjum álfunnar. Hann telur að staða Norðmanna sé sterk og þeir þurfi ekki að láta aðra draga vagninn fyrir sig. Afstaða Karls I. Hagen og Fram- faraflokksins er einkar athyglisverð í afstöðunni tfl ESB. Flokkurinn hefur afla tíð verið í fylkingarbrjósti Evr- ópusinna, þar tfl í síðustu kosninga- baráttu. Þá snérist flokkurinn á sveif með þeim sem sögðu að ekkert lægi á að hefja umræður um aðild að ESB og alls ekki tímabært að kveðja dyra í höfuðstöðvunum. Framfaraflokkur- inn tók þvi afstöðu með naumum meirihluta þjóðarinnar og aflaði sér með því fjölda atkvæða frá andstæð- ingum ESB-aðildar. Nú, þegar ESB- umræðan gýs upp aftur, hefur lítið sem ekkert heyrst frá flokknum og alls ekkert sem hönd á festir. Sósialíski Vinstri flokkurinn, undir forsæti Kristinar Halvorsen, hefur vaxið frá því að vera smáflokkur á vinstri væng norskra stjórnmála, upp í að vera sterkasta afl vinstri hreyf- ingarinnnar. SV er svarinn ESB- andstæðingur en hefur þrátt fyrir það ekki fjallað mikið um umræðu líðandi stundar. Engum blandast þó hugur um að flokkurinn hefur ekki skipt um skoðun og telur ekki tímabært að ræða Evrópumálin, með hliðsjón af inngöngu, fyrr en ljóst verður hvort íslendingar gera alvöru úr áhuga sín- um um inngöngu i ESB. Fiskur undir steini í bæði skiptin sem Norðmenn fefldu aðild að ESB í þjóðaratkvæða- greiðslunum var óttinn við að missa yfirráðin yfir fiskveiðunum mikils ráðandi í afstöðu þjóðarinnar. Árið 1972 var Noregur ekki orðið að auð- ugu olíuríki og 1994 voru Norðmenn enn hræddir við að olíuævintýrið gæti endað þá og þegar. Þeir hættu því ekki á að hinn fjölþjóða togarafloti Evrópubandalagsins umgengist auð- lindir strandríkisins með lítilsvirð- ingu og ryksuguðu fiskimiðin með alltof mörgum fiskiskipum. Nú er öldin önnur. Tiðindin frá ís- landi hafa kallað fram stökkbreytingu í viðhorfi fiskimannanna í Norður- Noregi sem nú vilja fylgja íslending- um náið í Evrópumálunum. Og Tor- bjöm Jagland tekur undir áhyggjur Norðlendinganna. Hann bendir á tvö atriði sem skipta verulegu máli fyrir Norðmenn, standi þeir utan ESB, eftir að ísland er komið inn úr Ishafskuld- anum. í fyrsta lagi er hætt við að Norð- menn, sem ein af mestu fiskveiðiþjóð- um heimsins, fái mun óhagstæðari að- gang að fiskmarkaði Evrópulandanna en ísland. í öðru lagi og það sem erfiðara er fyrir Norðmenn að kyngja: íslending- ar sætu þá hinum megin samninga- borðsins þegar Norðmenn bæri að garði, til að semja um aðgengi að fisk- mörkuðunum, i stað þess að sitja við hlið frænda sinna eins og hingað til. Þá gætu íslendingar, sem aðili að ESB, haft ráð norsks sjávarútvegs í höndum sér. Gallinn er bara sá að Torbjöm Jag- land fær ekki aðra stjórnmálaleiðtoga til að hefja ESB-umræðuna af alvöru nú. Kjell Magne Bondevik forsætis- ráðherra hringdi í starfsbróður sinn á íslandi og fékk þau skilaboð að ekkert lægi á. ísland væri ekkert á leiðinni i ESB. Troms í ESB Það er víðar en í Verkamanna- flokknum sem menn tákast innbyrð- is á um aðildina að ESB. Miðflokkur- inn á fylkisstjórann í Tromsfylki, Ronald Rindestu. Sá er ekki á sama máli og Enoksen flokksformaður um að málflutningur Torbjöms Jagland í Evrópu-umræðunni sé bull og vit- leysa. Hann vill að Tromsfylki sæki um aðild að samvinnu strandríkja Evrópu sem er einn angi af ESB. Rindestu var áður harður andstæð- ingur þess að Noregur sækti um aðild að ESB. Hann hefur skipt um skoðun og nú vill hann annað og meira en molana sem hrynja af borðunum i Brussel. „Yfir áttatíu og fimm prósent af sjávarafurðum okkar fer á Evrópu- markaðinn. Því verðum við að vera á staönum þar sem ákvarðanirnar eru teknar,“ segir Ronald Rindestu. ' : LlJ' Ottast skálmöld ítalir óttast þessa dagana að ef til sé hafin ný skálmöld pólitískra ofbeldis- verka eftir að hátt- settur ráðgjafi at- vinnumálaráðherra landsins var myrtur í Bologna á þriðju- dagskvöld. Þar voru að verki samtök sem era eins konar kvísl úr hinum frægu Rauðu herdeildum sem stóðu fyrir fiölda morða og hryðjuverka á áttunda og niunda áratug síðustu ald- ar. Ráðgjafinn var tekinn af lífi, eins og herdeildarmenn sögöu sjálfir, fyrir þátt hans í umdeildum tillögum um breytta vinnumálalöggjöf á Ítalíu. Zinni gert erfitt fyrir Anthony Zinni, sendimanni Banda- ríkjasfiórnar sem reynir að koma á vopnahléi í átökum ísraela og Palest- ínumanna, var gert erfitt fyrir í vik- unni með sjálfsmorðsárásum palest- ínskra hryðjuverkamanna þar sem aö minnsta kosti tíu manns létu lífið. Zinni var hins vegar staðráðinn í að halda friöarumleitunum sínum áfram. ísraelar héldu áfram að kalla heim hersveitir sínar frá heimastjórnar- svæðum Palestínumanna í vikunni vegna þrýstings frá Bandaríkjastjóm og fleirum. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er talinn hafa lagt hart að Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, að kalla hermennina heim. Cheney var í ísrael í vikunni. Sprengjutilræði í Lima Grunur leikur á að vinstrisinnuðu skæruliðasamtökin Skínandi stígur hafi staðið fyrir sprengjutilræði skammt frá bandaríska sendiráðinu í Lima, höfuðborg Perú, á miðvikudag þar sem níu manns fórust. Öryggis- gæsla var þegar hert til mikilla muna í borginni, enda George W. Bush Bandaríkjaforseti væntanlegur þang- að í heimsókn um helgina, fyrstur sitjandi Bandaríkjaforseta. Bush sagði á fimmtudag að „smáskitlegir hryðju- verkamenn" myndu ekki fá hann til að breyta ferðaáætlun sinni. Sklnandi stígur stóð fyrir mörgum tilræðum á níunda og tiunda áratug 20. aldar. Ríkir hvattir til gjafmildi Rikar þjóðir heims voru i vik- unni hvattar til að láta meira fé af hendi rakna til að- stoðar við þau ríki sem ekki eru jafn vel stæð. Hver fundar- maðurinn á fætur öðrum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um þróunarað- stoð, sem haldin var i Mexíkó, mælt- ist til þess í ræðu sinni að framlög til þróunaraðstoðar yrðu aukin verulega. Á fundinum kom upp metingur milli Bandarikjanna og Evrópusambands- þjóða um hvorir legðu meira af mörk- Öll sek í Orderud-málinu Kviðdómur í Noregi komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að allir sakborningarnir fiórir í svokölluðu Orderud-máli væru sekir um að hafa skipulagt og framið morðin á hinum öldruðu Orderud-hjónum og dóttur þeirra vorið 1999. Hinir seku eru Per, sonur hjónanna, og eiginkona hans, hálfsystir eiginkonunnar og sambýlis- maður hennar. Fjórmenningarnir höfðu áður verið fundnir sekir í und- irrétti. Réttarhöldin vöktu mikla at- hygli og var íslenski réttarsálfræðing- urinn Gísli Guðjónsson í London með- al annars kallaður fyrir til að meta sannleiksgildi framburðar sakborn- inga. Boöað til kosninga Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, boðaði formlega í vikubyrjun til lögþingskosninga þann 30. aprU næst- komandi. Við það tækifæri hvatti hann stjórnmálamenn tU að heyja málefnalega kosningabaráttu. Sjálf- stæðismálin verða helsta kosninga- málið að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.