Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað x>v DV-MYNDIR KATRÍN ODDSDÓTTIR Smári Geirsson „Það er auðvitaö ekkert launungarmál að ég hef orðið fyrir mikium vonbrigðum meö þá vinstriflokka sem starfa í landinu í dag. Ég tel að þeir hafi verið á gríðarlegum villigötum. Sérstaklega tel ég að vinstri-grænir standi vart undir nafni sem vinstriflokkur. Það virðist vera að þar ráöi sjónarmið sem snerta ekki hag alþýðufólks. Það er auðvitað nauðsynlegt að menn haldi á lofti umhverfisumræðu en ég tel að þessi flokkur hafi farið algeru offari á því sviði. “ Foringinn í Fjarðabyggð - Smári Geirsson í Neskaupstað talar um biðina eftir álver- inu, harða náttúruvernd og feril sinn í poppbransanum Smári Geirsson er án efa einn áhrifamesti stjórnmálamaður Austurlands en sem formað- ur Sambands sveitarfélaga á Aust- urlandi (SSA) hefur hann verið í fremstu víglinu í baráttumálum Austfirðinga undanfarin ár. Auk þess er hann forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hann hefur sinnt sveitarstjórnarmálum síðan 1982, fyrst í bæjarstjórn Neskaup- staðar og síðan 1998 í Fjarðabyggð, sameinuðu sveitarfélagi Eskifjarð- ar, Reyðarfjarðar og Neskaupstað- ar. Smári er jafnframt kennari, poppari, sagnfræðigrúskari og síð- ast en ekki síst Austfirðingur, og hefur hann búið á Norðfirði alla tíð ásamt eiginkonu sinni, Maríu Hafsteinsdóttur bankastarfs- manni, og tveimur börnum. DV hitti hann á dögunum og var ákveðiö að hittast í lítilli kennslu- stofu í Verkmenntaskóla Austur- lands í Neskaupstað þar sem Smári hefur kennt sögu og félags- fræði í fullu starfi í rúma tvo ára- tugi. Meö kaffi og súkkulaði sem orkugjafa ræddum við um heima og geima en þó aðallega um póli- tík, popparalíf og landsbyggðina, sem hefur Smára jafnan verið mjög kær. Þótt mest hafi borið á stjórn- málamanninum Smára var það síður en svo ætlun hans að verða einhvers konar pólitískur leiðtogi Austfirðinga. Sem unglingur hafði hann mestan áhuga á popptónlist og hans gömlu félögum finnst enn þá að hann vanræki trommurnar. Smári hlær að þessum aðfinnslum félaga sinna þegar blaðamaður ber þær upp en segir svo, „ég hef aldrei átt mér skýra drauma um pólitískan frama en ég fékk samt fljótt áhuga á því að taka þátt í fé- lagsstörfum og varð snemma virk- ur á því sviði. Svo fer ég í mennta- skóla og tek virkan þátt í félags- málum og held því síðan áfram í Háskóla íslands." í „kommaklíkimni“ í Litlu Moskvu Að loknu námi í háskólanum hélt Smári til Noregs þar sem hann nam stjórnsýslufræði við Há- skólann í Björgvin en að því loknu settist hann aftur í Háskóla ís- lands og sneri síðan heim til Nes- kaupstaðar og hóf þar pólitíska þátttöku í Alþýðubandalaginu sem hafði þá haft meirihluta í bæjar- stjórn í tæp fjörutíu ár. Þegar einn flokkur hefur setið við völd í lang- an tíma, hvort sem það er í sveit- arstjórnarmálum eða í landspóli- tíkinni, ber það oft á góma að slíkt sé ekki hollt fyrir lýðræðið. Vinstrimenn hafa setið við völd í Neskaupstað, og síðar Fjarða- byggð, í rúmlega hálfa öld og and- stæðingum Smára og félaga er tíð- rætt um „kommaklíkuna", sem ræður öllu sem hún vill ráða leynt og ljóst og sumir segja jafnvel að það sé betra að vera í „klíkunni" heldur en utan við hana ef menn ætla sér að komast langt í sveitar- félaginu. Smári kannast vel við þessa gagnrýni á valdakerfið í Neskaup- stað en vísar henni alfarið á bug. „Lýðræðið felur í sér að í hvert sinn sem fara fram kosningar þá velur fólkið á milli þeirra sem sitja við völd og þeirra sem ekki hafa haft völd. Ef menn velja kosn- ingar eftir kosningar þann kostinn að þeir sitji áfram sem hafa völdin þá er ekkert ólýðræðislegt við þá niðurstöðu. Varðandi það hvort þaö borgi sig aö vera i „réttum" flokki þá er það náttúrlega ljóst að ef þú ætlar þér að komast til ein- hverra metorða þá verður þú að ávinna þér traust þeirra sem stýra og stjórna. Ég tel að ýmsir menn sem voru í forsvari í Neskaupstað á sínum tíma hafi ekkert þurft að hafa eitthvert flokksskírteini upp á vasann. Og þar fyrir utan er það ekkert tortryggilegt að fleiri Al- þýðubandalagsmenn í Neskaup- stað hafi á sínum tima gegnt ýms- um trúnaðarstörfum. Það er bara eðlileg afleiðing þess að meirihluti íbúanna var til vinstri í stjórnmál- um,“ segir Smári, greinilega van- ur að verjast ásökunum af þessu tagi. Aldrei verið harðari Starfsorka Smára hefur undan- farin fimm ár að mestu leyti farið í málefni er varða atvinnulífið og hann hefur sem kunnugt er verið ötull talsmaður stóriðju á Reyðar- firði og virkjunarframkvæmda norðan Vatnajökuls. Sennilega mun stjórnmálamanninum Smára Geirssyni verða minnst fyrir þetta mál þegar fram líða stundir, hvort sem álverið rís eður ei. Álversmál- ið svokallaða er mál málanna fyr- ir austan og stóriðjusinnar eystra treysta á Smára í þessum efnum. Þetta er að mati Smára grundvall- armál fyrir afkomu fjórðungsins. „Ég er alveg sammála því sem gömlu kommarnir í Neskaupstað sögðu áður fyrr þ.e. ef atvinnulífið er i lagi þá geta aðrir þættir verið það líka. Störfum hefur verið að fækka mjög í frumvinnslugreinum og það hafa ekki komið aðrir starfsmöguleikar í staðinn. Og þá komum við að uppbyggingu fram- leiðsluiðnaðar sem ekki er tengd- ur sjávarútvegi. Það er af þessum ástæðum sem svo mikilvægt er að við reisum álver og að við finnum nýjar greinar þótt þær tengist sjónum eins og fiskeldi. Við verð- um að finna raunhæfa nýja kosti vegna þess að þróunin mun halda áfram í þeim greinum sem hafa verið undirstaða atvinnulífsins hérna. Ef ekkert kemur nýtt þá mun fólki halda áfram að fækka. Svo einfalt er það.“ - Ýmsir hafa efasemdir um að álver muni nokkurn tímann rísa í Reyðarfirði og teikn eru á lofti sem benda til þess að Norsk Hydro sé hikandi og sé jafnvel að hætta við þátttöku í þessu verkefhi. Hvað gerist ef svo fer sem horfir? „Ég hef þá trú að Norsk Hydro hafi engan áhuga á að hætta við. Ég hef miklu frekar þá trú að þeir séu að gæla við þá hugmynd að fresta tímasetningum varðandi ákvörðun verkefnisins eða minnka hlut sinn. Aðalatriðið er að Noral-verkefnið er afar girni- legt og arðsamt og ég tel að fyrir- tækið muni leggja mikið á sig að sleppa ekki alfarið hendinni af því. Ef það gerist þá hef ég þá trú að það séu önnur fyrirtæki tilbúin til að koma að þessu og við vitum um aðila sem hafa áhuga. Sú stað- reynd að hægt sé að reisa álver í Evrópu sem knúið er með jafn um- hverfisvænum hætti og hér er um að ræða freistar allra framleið- enda. Við þekkjum hins vegar Norsk Hydro mjög vel og höfum átt mjög gott samstarf við þá. Ef Norðmennirnir hætta við og önn- ur fyrirtæki koma inn í spilið þá vitum við auðvitað minna um þau og það kæmi upp ný staða og ým- islegt yrði að skoða upp á nýtt.“ - Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem endanlegri ákvörðun varðandi þessar framkvæmdir er frestað. Ertu ekki orðinn þreyttur á þessu? „Auðvitað er það þreytandi þeg- ar mál ganga ekki eftir eins og áformað er. Það að breyta tíma- setningum er auðvitað erfitt fyrir okkur. Það skiptir höfuðmáli hvað Norðmennirnir munu fara fram á og það kemur ekki í ljós fyrr en um eða eftir helgi og við tökum ekki afstöðu til þessa máls fyrr en sú yfirlýsing liggur fyrir. í þessari umræðu má hins vegar ekki gleymast að þetta er langstærsta verkefni á sviði atvinnulífs sem hefur verið unnið að fyrr og síðar á Austurlandi og reyndar eitt það stærsta í íslandssögunni og þegar maður fær upplýsingar um svipuð verkefni erlendis þá er ekkert óal- gengt að eitthvað breyti áformum sem menn hafa haft. Við höfum unnið að þessu verkefni með Norsk Hydro í fimm til sex ár og Austfirðingar eru óþolinmóðir, ekki síst vegna reynslunnar af fyrri verkefnum sem öll voru kistulögð. Ef þú horfir hins vegar á undirbúning svipaðra verkefna eriendis þá þykir þetta ekki langur tími. Við höfum lent í andbyr og menn eru auðvitað orðnir þreyttir en þetta herðir menn líka. Ég hef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.