Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Fréttir JÖ'V’ Össur talar æ skýrar fyrir aðild að Evrópusambandinu: Framsókn þverklofin - að mati Vinstri grænna - Guðni gegn en Halldór og Valgerður áfram Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði mjög fyr- ir aðild að ESB í utandagskrárum- ræðum á þingi í gær og sagðist sam- mála utanríkisráðherra og iðnaðar- ráðherra um að Evrópumálin væru eitt mikilvægasta mál samtímans. Hann sagði komið að þeim tíma- punkti að íslendingar stæðu frammi fyrir ákvörðun um hvort við ætluð- um að dragast aftur úr hinum Evr- ópuþjóðunum eöa skoða aðild að ESB. EES-samningurinn hefði veðr- ast mjög og EFTA, undir stjórn Norðmanna, hefði engar tillögur um framhaldið. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra (B) ítrekaði að aðildarviöræð- ur að ESB væru ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjómar og þar af leiðandi væru menn ekki að undir- búa umsókn. Þaö lægi fyrir að ESB Halldór Össur Ásgrímsson. Skarphéólnsson. væri ekki tilbúið að fara I lausnir gegn EFTA-þjóðunum fyrr en að lokinni stækkun og einnig væri ljóst að Norðmenn hefðu ekki talið rétt að angra framkvæmdastjórn ESB of mikið með því. Mikilvægt væri að verja stöðu okkar og halda áfram viðleitni til að fá aðgang að mikilvægum nefndum til að geta haft áhrif á löggjöf. Þá væri mikil- vægt að fá áfram tollfrjálsan að- gangi að verð- andi ESB-lönd- um. Ögmundur Jónasson (VG) gerði harða hríð að Halldóri og sagði að Fram- sóknarflokkur- inn væri augljós- lega þverklofinn í afstöðu til ESB. Halldór og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra væru áfram um málið og jafnvel upptöku evru en varaformaður fiokksins og landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústsson, gæfi lítið fyrir slikt tal. Málið væri það að formaður Framsóknarflokks- ins væri jafnframt utanríkisráð- herra íslendinga og þess vegna væri vandi hans jafnframt vandi íslensku þjóðarinnar. Halldór yrði að ganga hreint til verka. íslendingar yrðu að sýna samstöðu með þeim þjóðum sem nú væru bundnar af EES-samn- ingnum. Sverrir Hermannsson (F) sagðist telja að til þess að íslendingar gætu fengið réttar upplýsingar um kosti og galla ESB virtist sem þjóðin yrði fyrst að ganga í sambandið. Algjör óvissa væri um sjávarútvegsmál og á meðan ekkert væri fast í hendi kæmi ekki til greina að sækja um aðild. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði að þjóðin hefði kveðið upp sinn dóm. Umræðunni væri ekki lokið þótt Davíð Oddsson væri gegn mál- inu og vísaði Þórunn þar til skoð- anakönnunar Samtaka iðnaðarins. -BÞ Ögmundur Jónasson. Guðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Stoke City, í einkaviðtali við DV: Þurfum ekki á skítkasti að halda „Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn- rólegur og þegar ég átti þetta samtal við þá. Þetta er úr lausu lofti gripið og vægast sagt mjög ýkt,“ sagði Guðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri enska 2. deildar liðsins Stoke City, í samtali við DV í gær. Tilefhið er samtal Guöjóns við Alex Martin, íþróttaritstjóra stað- arblaðsins í Stoke, The Sentinel. í DV á fimmtudag er haft eftir ritstjóranum að Guðjón hafi ausið svívirðingum yf- ir hann og Martin Spinks blaðamann. Guðjón er afar ósáttur við skrif Sentinel og hefur sett sjálfan sig, leik- menn og starfsmenn félagsins í fréttabann við blaðið. Hvernig voru samskiptin á áð- umefndum fundi? „Ég boðaði Martin Spinks og Alex Martin til mín og ætlaði að ræða við þá um samskipti við blaðið sem ég tel að hafi verið löngu tímabært að gera. Ég rakti fyrir þá atriði sem eru búin að ganga allt tímabilið, alveg frá því í byrjun tímabils þegar ég íhugaði mjög alvarlega að leyfa Martin Spinks ekki að koma með i æfmgaferð til Austur- ríkis en hann fylgir venjulega Stoke. En vegna fagurra fyrirheita um gott samstarf á væntanlegri leiktíð lét ég til leiðast og tók hann með. En það hafði Valtýr Björn Valtýsson blaöamaöur ekkert að segja. Við höfum fengið mjög neikvæða umfjöllun í Sentinel í allan vetur. Heimamenn kalla blaðið orðið Sentivale í höfúðið á hinu liðinu í borginni, Port Vale. Ég benti honum á atriði eins og þegar við vorum að fram- lengja samninginn við okkar helsta markaskorara. Þá náðum við bara smábroti af baksíðunni en aðalumfjöll- unin var um hvort Brian Horton (framkvæmdastjóri Port Vale) ætti að spila ungum leikmanni í næsta leik. Ánnað dæmi er þegar leikurinn Stoke-Brighton var sýndur beint heima á íslandi. Þetta var mjög mikil- vægur leikur í toppbaráttunni. Þá sá blaðið sér ekki fært að nefna það neitt sérstaklega. Þennan föstudag var ekki nefndur þessi stórleikur á Britannia og sama var upp á teningnum þegar við spiluðum við Everton. Svona hefur þetta gengið." Neikvæð lesendabréf Var það þetta sem fyllti mælinn eða eitthvað annað? „Það kemur að því að nóg er nóg. Það hafa verið greinar í blaðinu, les- endabréf, sem eru mjög neikvæð í garð okkar Islendinganna. Við höfum feng- ið að heyra það óþvegið. Ég hafði heyrt þvi fleygt að hörðustu stuðningsmenn Port Vale hefðu sent neikvæð bréf inn til Sentinel um okkur íslendingana. Þeir hafa verið ósparir á að birta þessi bréf. Hafa þessi skrif í Sentinel haft truflandi áhrif á störf þín? „Þau hafa ekki haft truflandi áhrif á störf mín. Ég læt þetta sem vind um eyrun þjóta. Þetta er hins vegar mjög hvimleitt og virkar neikvætt út á við. Fólk les blöðin og þegar alltaf er verið að fjalla um hlutina á neikvæðan hátt þá skapast með tímanum neikvætt andrúmsloft út á við.“ Ertu með alla leikmenn og að- standendur Stoke í fréttabanni við Sentinei? „Bannið á við alla starfsmenn og það standa allir með mér í þvi. Ekki síst vegna þess að margir hafa slæma reynslu af samskiptum sinum við blað- ið. Martin Spinks blaðamaður hefúr sagt við mig margoft að hann skrifi ákveðnar greinar og ætli að birta þær eins og þær standi en yfirmaður hans breytir þá greinunum. Þannig að heildarmyndin af mörgum viðtölum sem tekin hafa verið við leikmenn er úr samhengi. Margir hafa verið mjög óánægðir með framsetninguna á þeim og hún hefur oft snúist upp í and- hverfu sína. í verstu tilfellunum hafa leikmenn þurft að koma til mín og biðjast afsökunar á viðtalinu. Þetta hafi ekki verið sama viðtalið og tekið var við þá.“ Þakkarbréf frá Ijósvakamiðlum Ertu í fjölmiðlastríði? „Nei, hér er ekkert stríð. Ég hef hins vegar þann rétt að hafa samskipti við þá fjölmiðla og það fólk sem ég kæri mig um og hef traust á. Það er í þessu eins og öllu öðru að þú þarft að geta unnið upp traust og öryggi til að vinna með fjölmiðlum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að geta unnið með fjölmiðlum. Ég á mjög gott samstarf viö útvarpsstöðvamar hér og einnig sjónvarpsstöðvamar, ITV, BBC og SKY. Ég á tft dæmis ennþá bréf sem ég fékk í lok síðustu leiktíðar þar sem ITV, BBC og SKY þakka mér fyrir ánægjulegt samstarf á síðustu leiktíð og óska mér velfamaðar á þeirri næstu.“ Heimild til aö sekta Það kemur fram í DV á fimmtu- dag að þú hafir hótað leikmönnum Stoke sektum ef þeir töluðu við Sentinel. Er eitthvað til í þessu? „Ég hef ekki hótað einum eða nein- um sektum. Ég hef óskað eftir því við leikmenn að þeir tali ekki við blaðið. Hins vegar er það þannig að vettvang- ur minn sem slíkur er mjög sterkur. Ef ég tel að leikmenn fylgi ekki þeim reglum sem ég set hef ég heimild til að sekta. Ég get sektað vegna agabrota, ummæla og fleiri atriða. Það er mjög fátítt að ég sekti, það heyrir nánast til undantekninga. í þeim tilfellum hef ég alltaf leitað til PFA (Professional Foot- ball Association) áður. Á Englandi er réttur framkvæmdastjóra mjög sterk- ur ef hann telur að einhver geri þvert á það sem hann leggur fyrir." Alex Martin og Martin Spinks tala um að þú dragir fagmennsku þeirra sem blaðamanna í efa? „Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Martin Spinks hefúr sagt mér að grein- um sem hann hefur ætlað að birta hef- ur verið breytt af Alex Martin. Það eru staðreyndir. Mitt markmið með því að fá þessa menn á fund var að fá málin lagfærð. En þegar Alex Martin spurði með látum hvort ég ætlaði að fara að kenna honum að reka blað, hvort ég ætlaði að fara að stjóma því hvað hann prentaði og hvað ekki, þá sá ég að það var enginn grundvöllur til frekari viðræðna á faglegum forsend- um. Ég þakkaði honum fyrir þann tima sem hann gaf sér i þetta samtal við mig. Sagði honum að hann skyldi ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að eyða meiri tíma í umfjöllun eða leitast eftir einhverju samstarfi við Stoke. Ég sagðist mundu loka á allt samstarf við Sentinel." Finnst Guöjón kjarkaður Ætlar þú að halda þessu banni út leiktíðina? „Ég held þessu út eins lengi og þurfa þykir. Ég mun ekki breyta þessari af- stöðu minni fyrr en ég sé einhverjar faglegar forsendur til þess að breyta því. Fótboltaleikir vinnast ekki á blað- síðum Sentinel, heldur á völlum Eng- lands. Við þurfúm ekki á skítkasti frá staðarblaðinu að halda. Það er fullt af fólki sem hefur haft samband við okkur og lýst fyrir stuðningi sínum. Síðast í gær kom til mín gamall maður hér niðri í anddyri vallarins. Hann vildi einfaldlega þakka mér fyrir þann kjark og það hugrekki sem ég sýndi með því að bjóða Sentinel byrginn. Það hafi margir fyrirrennarar mínir viljað gera en ekki þorað. Við spilum við Chesterfield á morgun (í dag) og þar er reiknað með 15-20.000 manns. Það er mikill stuðningur," sagði Guðjón BS! r-r-í •—‘ ■ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.52 19.37 Sólarupprás á morgun 07.15 07.02 Siödegisflóö 13.32 18.05 Árdegisflóö á morgun 02.18 06.51 | Veöriö í kvöld Stormur fyrri partinn 18-23 m/s en lægir talsvert síðdegis. Austan 10-18 og rigning norðan tii. Hiti 1 til 10 stig en víða næturfrost norðanlands. Veðrið á ■MMpK SAiMigyj. Hægari fyrir noröan Austan 8-13 og rigning austan til en úrkomulítiö vestan til. SV 5-10 með skúrum sunnan- og vestanlands síðdegis en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti 2 til 7 stig. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Híti 0“ o Hiti 0° o Hiti 2» «14° til 3° til 5° Vindun 8-13 Vlndur: 10-18 "V* Vindur: 8-15 o'/s «- * Vestlæg átt, &-13 og víöa slyddu- eöa snjöél. Htti um ogyfir frostmarki. Gengur í hvassa austanátt meö rignlngu eöa slyddu en síöan hægari suövestlæg átt og víöa él. Hiti breytist lítiö. Suöaustan- og sunnanátt og rígnlng sunnan- og vestanlands, en skýjaö og úrkomufítiö noröaustan til. Fremur milt veöur. Vindhraöi m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 KHi> AKUREYRI léttskýjaö 2 BERGSSTAÐIR léttskýjað 2 BOLUNGARVÍK skýjaö 1 EGILSSTAÐIR léttskýjað 4 KIRKJUBÆJARKL. skúr 5 KEFLAVÍK rigning 5 RAUFARHÖFN heiðskirt 4 REYKJAVÍK skúr 5 STÓRHÖFÐI úrkoma 6 BERGEN léttskýjað 4 HELSINKI rigning 2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 5 ÓSLÓ léttskýjaö 7 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN léttskýjað 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 3 ALGARVE heiöskírt 27 AMSTERDAM skýjað 8 BARCELONA léttskýjaö 17 BERLÍN skýjaö 6 CHICAGO hálfskýjaö -10 DUBLIN skýjaö 13 HALIFAX alskýjað 1 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG skúr 5 JAN MAYEN alskýjað -2 LONDON skýjað 14 LÚXEMBORG skúr 9 MALLORCA léttskýjað 23 MONTREAL heiösktrt -15 NARSSARSSUAQ heiöskírt -9 NEW YORK hálfskýjaö -5 ORLANDO skýjaö 18 PARÍS alskýjaö 13 VÍN skúr 10 WASHINGTON alskýjaö -5 WINNIPEG heiöskírt -15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.