Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 29 IDV Helgarblað . „Maður á það til að taka sjálfan sig hátíðlega; vill að maður sé sérfræð- ingur í öllu. Það reyndist mér auð- velt að átta mig á þvi aö ég væri ekki sérfræðingur í myndlist og því afskrifaði ég þá nálgun og sætti mig við að ég væri amatör. Þá hættir maður að taka sig hátíðlega. Það er heldur ekki eins og ég hafi þurft að verja val mitt fyrir kviðdómi." Það eru margir hræddir við myndlist og vilja lítt tjá sig um hana. Eva María segir að kannski sé það eðlilegt. „Myndlistin fer út fyrir öll samskiptakerfi," segir hún. „Það er ekki auðvelt að tala og skrifa um myndlist því hún byggist á allt öðru kerfi en tungumálið sem leitast stöðugt við að vera rökrétt kerfi sem útrýmir andstæðum. Myndlistin þrifst á þversögnum og því að tefla saman ósamræmanleg- um elementum. Tungumálið nær ekki yfir myndiistina því ekki er hægt að tjá sig á fúllnægjandi hátt um hana. Því er skynsamlegast að halda einkasambandi við myndlist- ina handan frmgumálsins. Þegar maður er laus við txmgumálið, skynsemi þess og rökhugsun fær maður stund fyrir sjálfan sig sem er ólík öðru. Margir hafa orðið fyrir trúarlegri upplifun andspænis verki sem talar til þeirra; þá finnur mað- ur svolítið fyrir eilífðinni.“ Við forum að tala um ljóðin sem eru enn eitt „deyjandi" formið og komumst að því að þetta heilaga samband þar sem maður stendur einn framan við verk sé ekki ósvip- að því sem rikir milli lesanda og ljóðs. Og hvort tveggja er ekki ólíkt fallegu kynlífi þar sem það er ekki fjöldi þátttakenda sem skiptir máli heldur andartakið og fegurð þess. „Við erum dálítið háð skilningi og því að koma öllu í orð. Kvik- myndir eru sífellt að verða meiri „Tungumáliö nær ekki yfir myndlistina því ekki er hægt aö tjá sig á full- nægjandi hátt um hana," segir Eva IVlaría Jónsdóttir sem valdi verk á sýninguna Þetta vil ég sjá sem lýkur um helgina í Geröubergi. „Því er skynsamlegast aö halda einkasambandi viö myndlistina handan tungu- málsins. Þegar maður er laus viö tungumáliö, skynsemi þess og rók- hugsun fær maöur stund fyrir sjalfan sig sem er ólík ööru. Margir hafa oröiö fyrir trúarlegri upplifun andspænis verki sem taiar til þeirra; þá finnur maöur svolítiö fyrir eiliföinni." s Ohætt að opna gáttir hjartans einhveijum þræði í gegnum sýning- una. „Ég er mér meðvitandi um að ég er dýrslega hænd að náttúrunni og ég leyfði mér það.“ Heldurðu að þessi sýning segi mikið til um þinn innri mann? spyr ég Evu Maríu. „Hún gerir það vafa- laust því ég notast við minnið. Mað- ur getur ekki munað allt en það sem hefur náð niður í undirmeðvitund- ina, það sem hefur snert mig í gegn- um tíðina, kemur aftur upp á yflr- borðið. Myndlistin er ekki á frmgu- máli sem maður skilur; það er ekki hægt að færa hana yfir í orð og því skiptir ekki máli hvað maður sýnir. Það er óhætt að opna gáttir hjartans og segja allt án þess að það verði klámfengið þvi myndlistin liggur handan þess sem sagt verður með orðurn." -sm - innri maður Evu Maríu Jónsdóttur er til sýnis í Gerðubergi Ég ætlaði að hitta Evu Maríu Jóns- dóttur á Súfistanum en það var eins og með nöfhu hennar fyrir 2002 árum (Maríu) að eigi var rúm fýrir okkur í húsinu. Við urðum því frá að hverfa en fúndum okkur húsa- skjól við Klapparstíginn í litlu og vinalegu kaffihúsi sem heitir Garð- urinn. Þar tylltum við okkur niður til að ræða sýninguna Þetta vil ég sjá sem Eva María valdi verk á. Sýningunni lýkur um helgina og því ekki seinna vænna að yfirheyra ábyrgðarmann hennar um hvað þetta eigi allt saman að þýða. Svartsýnismenn vilja oft kenna sig við raunsæi og í augum þeirra eru allir góðir hlutir deyjandi. Fyrsta spumingin er í anda þessa geðþekka minnihlutahóps og hljóm- ar svo: Er myndlistin dáin og ef svo er hvar er hún grafin? „Myndlistin er kannski dáin,“ segir Eva María, „að því leyti að það er ekki lengur mikilvægast að geta teiknað eða máiað rosalega vel eða geta hermt eftir. Á tímrnn fjöldaframleiðslunn- ar hefur þetta breyst og myndlistin er komin inn í hausinn á fólki; hug- myndafræðin skiptir mestu máli, hvað liggur að baki og hveiju er ögrað. Og fýrir sumum, sem nenna ekki að líta inn í hausinn á sér og tengjast listinni, opna óskynsamleg- ar tengingar, er listin eflaust dáin. En hver einasti maður hlýtur að hafa starað á klessur á vegg eða haug á gólfi og sér til mikillar fúrðu uppgötvað að það snertir mann; ekki skilið af hveiju og ekki getað útskýrt það. Það eru einhver dular- fúll tengsl og maður nýtur þeirra betur ef maður opnar fýrir þau.“ Spennt fyrir saumi Tengsl Evu Maríu við myndlist eru ekki meiri en hvers annars. Svili hennar er málari og góð æsku- vinkona er myndlistarmaður. Og auk áhugans á því sem þau hafa fengist við streyma boðskort á myndlistarsýningar inn á borð Evu Maríu í tengslum við starfið. „Svo er Óskar, maðurinn minn, mynd- listarmenntaður en hann er í miklu meiri vöm gagnvart myndlistinni en ég, segist búinn með þann pakka. Hann á mikið af tilraunakenndri myndlist sem hann vill ekki hafa uppi við,“ segir Eva María sem fór í gegnum verkin og rakst meðal ann- ars á málverk af ryksugu sem hún hefði gjaman viljað hafa á vegg en „þessu skeiöi er algjörlega lokið fýr- ir Óskari," segir Eva María, „og hann tók ekki í mál að ryksugan færi upp á vegg. En þegar hann dregur í land espast myndlistará- huginn upp í mér.“ Forsvarsmenn Gerðubergs höfðu samband við Evu Maríu fýrir jól og báðu hana um að taka verkeftiið að sér. Hún segir að verkefnið hefði suilað í höfði hennar og vinnan hefði verið jöfti og þétt eftir áramót. „Ég heimsótti myndhstarmenn og skoðaði hjá þeim auk þess sem ég rifjaði upp kynnin við gömul verk sem ég mundi eftir að mér hefði lík- að við. Það era ákveðnar aðferðir í myndlist sem mér hugnast sérstak- lega: ég er spennt fýrir saumi. Ég spurðist fyrir um hveijir heföu saumað og meðal þeirra em Helgi Þorgils og Kristinn G. Harðarson. Svo er það líka þannig að ég skoðaði hvað þeir sem standa manni næst væra að gera nýtt og bað leyfis um að sýna það. Það er gaman að sýna eitthvað nýtt fýrir þessa fjóra mynd- listarsökkera sem eftir era.“ Ekki fyrir kviðdómi Ógnvænlegt verkeftii? spyr ég og Eva María kinkar varlega kolli: „Kvenlegt og þjóðlegt“ Tveimur orðum var hvíslað að mér sem áttu að lýsa vel því sem Eva María vill sjá: fegurð og húmor. „Ég hef heyrt tvö önnur orð,“ segir Eva María sem er reyndar enn ekki búin að sjá sýninguna þar sem flensan lagðist á hana fyrir opnun (hún ætlar í dag og þá er held ég boðið upp á einhveijar kræsingar). Orðin sem hún hafði heyrt vora „kvenlegt og þjóðlegt". Sjálf segist hún ekki gera sér neina grein fyrir list orðsins þar sem söguþráðurinn skiptir öllu máli. Á síðustu öld lék kvikmyndin sér meira með mynd- miðilinn en reiðir sig nú meira á hið taiaða orð. Kannski er þetta ástæðan fýrir þeirri kreppu sem sumir vilja halda fram að myndlist og danslist sé í. í upphafi var orðið og nú er það orðið allsráðandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.