Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV Valgerður Bjarnadóttir er flutt heim eftir fimmtán ára búsetu í Brussel. „Ég hélt að það yrði meiri breyting að koma heim. Ég kom í lok október og hélt að það yrði erfitt að koma beint inn í myrkrið en kannski var best að byrja á erfiðasta tímabilinu. Þetta hefur verið fint.“ Saknar hún Brussel? „Það var gott að búa í Brussel," svarar hún. „Það er skemmtilegt andrúmsloft í alþjóð- legu samfélagi eins og því sem þar er. Maður saknar ákveðinni hluta en það kemur bara annað í stað- inn.“ Það sem Valgerður saknar mest frá Brussel er eiginmaður hennar, Kristófer Már Kristinsson, sem vinnur þar enn sem forstöðumað- ur Evrópuskrifstofu atvinnulífs- ins. Hjónin eru því þessa stundina í svonefndri fjarbúð. „Þess á milli fljúgumst við á,“ segir Valgerður og hlær. „Auðvitað er hundleiðin- legt að hafa Kristófer svona í burtu en þegar þannig stendur á getur hann unnið hérna heima í viku eða tíu daga. Svo á ég dóttur sem býr hér á landi og tvö barna- börn þannig að það er nú ekki eins og ég sé alltaf ein.“ Valgerður starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúsapóteks- ins ehf. „Allt öðruvisi vinna en ég hef unnið áður, mjög garnan," seg- ir Valgerður. í Brussel var hún síðustu árin skrifstofustjóri á einni af fjórum skrifstofum EFTA en hlutverk skrifstofunnar er að aðstoða EFTA-ríkin við að fram- fylgja EES-samningnum. Valgerð- ur segir EES-samninginn hafa dugað vel hér á landi sem annars staðar: „Hann hefur gjörbreytt öllu lagaumhverfi á íslandi og kemur bæði fyrirtækjum og al- menningi til góða. Að því leyti er þetta flnn samningur. Þaö skal enginn vanmeta það sem EES- samningurinn hefur fært þjóöinni. En meðan við styðjumst eingöngu við hann erum við í togi. Það er ekkert vont við þetta tog en á með- an erum við ekki að ákveða eigin örlög.“ „Björn er stóri bróðir minn og mér finnst auð- vitað allt mjög flott sem hann gerir. Ég vona að þessi ákvörðun verði hon- um til góðs. Ég óska hon- um alls hins besta. Þetta er töff ákvörðun en Björn bróðir minn er töff maður. “ Fín Evrópuhugsun Valgerður er einlægur Evr- ópusinni og liggur ekki á þeirri skoðun sinni að ísland eigi að ger- ast aðili að Evrópusambandinu. En sér hún enga galla á því að ganga í Evrópusambandið? „Sérð þú einhverja galla á því að gifta þig? Það eru gallar við allt sem þú gerir. Fyrir mér er Evr- ópuhugsunin fín. Grunnhugsunin er sú að tryggja frið í Evrópu með náinni efnahagssamvinnu þjóð- anna. Sú efnahagssamvinna hefur tekist mjög vel. íslendingar eiga að vera þjóð með þjóðum. Við eigum að vera aðilar með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Menn eru ánægðir með réttindin en finnst kannski verra að taka á sig skyldur. Auðvitað er ýmislegt innan Evr- ópusambandsins sem mér finnst vera tóm della. Hlægilegasta dæm- ið er tilskipun um staðlaða gerð af agúrkum. En það er hægt að fara með alla hluti út í öfgar. Maður getur verið sammála eða ósam- mála því hvernig ákveðnir hlutir þróast. Ég er til dæmis ekki endi- lega sammála hverju einasta atriði í félagsmálalöggjöf eða fyrirtækja- löggjöf Evrópusambandsins. Ekki fremur en ég er sammála öllu sem samþykkt er á Alþingi. En þótt maður sé ekki sammála öllu sem Valgerður Bjarnadóttir „Samfylkingin lagöi áherslu á vandaða málefnavinnu um Evrópumálin en þegar til kom þoröu menn ekki aö taka af- stööu. Þingmenn Samfylkingar skrifa greinar í blöö þar sém þeir segja aö ýmislegt þurfi aö athuga í þessum málum. Svo enda viökomandi greinar á yfirlýsingu um aö greinarhöfundur hafi ekki enn gert upp hug sinn. Hvenær ætla þess- ir stjórnmálamenn eiginlega aö gera upp hug sinn? Þeir eru greinilega ekki aö taka á málum. “ Eigum að vera þjóð með þjóðum I viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Valgerður Bjarnadóttir um Evrópumál og kostina við að ganga í Evrópusambandið samþykkt er á Alþingi ákveður maður ekki að flytja úr landi þess vegna. Þó að ég sé ekki sátt við allt samræmist flest af því sem gert er innan Evrópusambandsins hug- myndum mínum. Um leið finnst mér ekkert annað koma til greina en að íslendingar verði þar með. Það hefur enga þýðingu að standa utan Evrópusambandsins. Menn segja að við eigum að nýta okkur kostina við að standa fyrir utan. Hverjir eru kostirnir? Menn nefna orð eins og fjármálamarkað og skattaparadis. Ég hef ekki séð þessar hugmyndir verða að veru- leika. Og ef þær verða að veru- leika eigum við þá ekki að bera saman kostina við þær og það að vera í Evrópusambandinu?" Maður getur verið sam- mála eða ósammála því hvemig ákveðnir hlutir þróast. Ég er til dæmis ekki endilega sammála hverju einasta atriði í félagsmálalöggjöf eða fyrirtœkjalöggjöf Evr- ópusambandsins. Ekki fremur en ég er sam- mála öllu sem samþykkt er á Alþingi. En þótt maður sé ekki sammála öllu sem samþykkt er á Alþingi ákveður maður ekki að flytja úr landi þess vegna. Skondin viðhorf - Finnst þér forsætisráðherra vera of einstrengingslegur í af- stöðu sinni gegn Evrópusamband- inu? „Forsætisráðherra hefur sínar skoðanir. Ég virði skoðanir hvers og eins. Það er ljóst að Davíð Odds- son er á móti því að íslendingar gangi í Evrópusambandið. Það er hans skoðun. Ég er ósammála hon- um.“ - En er það ekki til marks um ákveðna stöðnun þegar forsætis- ráðherra þjóðarinnar vill ekki setja á dagskrá mál sem yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar virð- ist vera fylgjandi? „í umræðuþætti sem ég hlustaði á nýlega sagði ungur maður: „Stjórnmálamenn eiga að berjast fyrir hugsjónum sínum en ekki hlaupa á eftir skoðanakönnun- um.“ Ég er alveg sammála því. Hins vegar get ég ekki ímyndað mér að það gagnist stjórnmála- manni að vera í sífelldum slag við almenningsálitið. Ég veit að þetta á ekki við um Davíð Oddsson, nema kannski akkúrat þessa dag- ana. Annars þykja mér viðhorf margra stjórnmálamanna til Evr- ópuumræðunnar nokkuð skondin. Stjórnmálamenn hafa hingað til sagt að það sé ekki hægt að taka upp Evrópuumræðuna vegna þess að þjóðin vilji það ekki, hún myndi klofna i afstöðu sinni og átökin yrðu of mikil. Þetta finnst mér hlægileg afstaða og hún er ekkert meira einkennandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Samfylkingin lagði áherslu á vandaða málefnavinnu um Evr- ópumálin en þegar til kom þorðu menn ekki að taka afstöðu. Þing- menn Samfylkingar skrifa greinar í blöð þar sem þeir segja að ýmis- legt þurfi að athuga í þessum mál- um. Svo enda viðkomandi greinar á yfirlýsingu um að greinarhöf- undur hafi ekki enn gert upp hug sinn. Hvenær ætla þessir stjórn- málamenn eiginlega að gera upp hug sinn? Þeir eru greinilega ekki að taka á málum." Gagnrýni Valgerðar á íslenska stjórnmálamenn virðist einkum beinast að eldri kynslóðinni því hún ber lof á ungt fólk í pólitík. „Ég hef mikið verið að hlusta á ungt fólk í pólitískri umræðu. Þetta fólk er frábært, hvar í flokki sem það stendur, og gerir jafnöldr- um mínum skömm til því það er miklu málefnalegra. Það er ekki að reyna að snúa út úr hvað fyrir öðru og reyna að hanka hvað ann- að. Þetta er flott æska.“ Það er ekki hægt að kveðja Val- gerði án þess að spyrja hana um ákvörðun Bjöms bróður hennar að láta af embætti menntamála- ráðherra og demba sér í slaginn um borgina. Hún segir: „Björn er stóri bróðir minn og mér finnst auðvitað allt mjög flott sem hann gerir. Ég vona að þessi ákvörðun verði honum til góðs. Ég óska hon- um alls hins besta. Þetta er töff ákvörðun en Björn bróðir minn er töff maður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.