Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað J3V Grænlenskur grímudans - kerlingin étur innyflin úr seiömanninum Grímur og dans eru samofin menningunni, aUar þjóðir, hvar sem þær búa á jarðarkringlunni, nota dans sem hluta af trúargern- ingi sínum og víða setja menn upp grímur eða mála andlit sitt sem hluta af helgiathöfnum. Notkun grímu er fom aðferð til að hylja ásjónu sína og breyta sér í dýr, anda og staðgengil guðanna eða gera stríðsmenn ógurlega frammi fyrir óvinum sínum. Vilmundur Hansen blaðamaður Þjóðsögur og hulin , DV-MYND BIRTHE JORGENSEN I fullum skrúöa Ég reyni yfirleitt að gera fótk óöruggt og jafnvel hræöa þaö en um leið aö fá þaö til aö hlæja meö því aö setj- ast í fangiö á því og stara framan í þaö meö afskræmt andlitiö. í Kína setja menn upp rauða ljónagrímu áður en þeir dansa ljóns- dansinn, þjóðflokkar í Afríku nota grímur við margs konar helgileiki, Forn-Grikkir huldu andlit sitt á Dí- onýssosarhátiðum og hér á landi vom notaðar grímur i finngálkns- leikjum. Grænlendingar eiga sérstakan grímudans, uaajeerneq, sem á sér ævafornan uppruna en nýtur mik- illa vinsælda þar í landi. Alltaf með spýtu í vasanum Amajaraq Hegelund Olsen, eða Ali eins og hún kallar sig, er fædd í Sisimiut sem er önnur stærsta borg á Grænlandi og er rétt norðan við heimskautsbaug, hún er nemandi á fyrsta ári við Listaháskóla íslands. Ali byrjaði að stunda grímudans þegar hún var fjórtán ára, með áhugaleikhúsi í Sisimiut. „Ég var ótrúlega fljót að finna mig bak við grímuna og finnst gott að geta dansað eins og furðudýr og losað um allar hömlur. Grímudansinn eins og ég dansa hann er þögult tjáningarform vegna þess að dansarinn má ekki tala, að- eins gefa frá sér lágt urr eða hvæs. Dansinn krefst einnig mikillar ná- lægðar við fólk því ég nudda mér utan í áhorfendur og set andlitið al- veg framan í fólk og það getur verið mjög erfitt nema maður sé með grímu.“ Að sögn Ali hefur hún sýnt grímudans í nokkur ár og notar hann í listsköpun sinni. „Ég er alltaf með spýtu í vasanum sem ég set upp í mig þegar ég dansa þannig að ég get í raun sýnt hvenær sem er.“ __- Makaði jarðvegi í andlitið „Grænlenski grímudansinn eins við þekkjum hann í dag er upprunninn á austurstönd Græn- lands, aðrir landshlut- ar voru kristnaðir fyrr og þar glataðist hann. Allar þjóð- sögur um upp- runa hans eru einnig frá austur- strönd- inni. Upp- haf- lega var grímudans- arinn karlmað- ur í kvenmanns- fötum en það hefur A ' breyst. Hann mak- aði jarðvegi í andlitið og gerði línur niður eftir því til að gera sig óþekkj- anleg- _ __ an Línurnar komu í staðinn fyrir húðflúr sem konur höfðu á hökunni og sagði til um stöðu þeirra, þær tákn- uðu einnig haus- kúpu til að gera dansarann óhugnan- legri. Persónulega tel ég dansinn fela í sér þrjá frumkrafta. I fyrsta lagi dauðann sem er á undan og eft- ir lífinu, hann lýsir kímnigáfu Grænlendinga vel, en þeir eru mjög kald- hæðnir I eigin garð, og að lokum kynlífi og frjósemi.“ Ali segist alltaf að túlka þessa krafta þegar hún dansar. „Ég reyni að gera fólk óöruggt og jafnvel Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Austurstræti Nýlendugata Pósthússtræti Vesturgata Lækjargata Arnarnes \ - d i;is ii DV-MYND HARI Andlitið bak við grímuna Arnajaraq Hegelund Olsen segir aö hún hafi veriö ótrúlega fljót aö finna sig bak viö grímuna og að sér þyki gott að geta dansaö eins og furöudýr og losaö um allar hömlur á bak viö hana. Upplýsingar í síma 550 5777 hræða það en um leið að fá það til að hlæja með því að setj- ast í fang- ið á því og stara framan í það með af- skræmdu andliti." Gaman og alvara „í gamla daga var dansinn að- allega stundað- ur í myrkrinu á vetuma til að skemmta fólki. Grimu- dansarinn klæddi sig upp eins og kona, barði á ____________ tromm- ur og lét eins og trúður með hlægilegum hreyfingum. Dansinn hafði einnig kynferðisleg- an tilgang, því áður fyrr safhaðist fullorðna fólkið sam- an í stóru herbergi og horfði á eggjandi grímudans, síðan voru ljósin slökkt og fólk valdi sér bólfélaga í myrkrinu. Hann var líka notaður til að hræða böm og kenna þeim að hafa stjóm á hræðslu. Hugmyndin á bak við það er sú að ef maður er úti á ísnum og mætir hvítabirni má mað- ur ekki missa stjórn á sér, maður verður að geta haldið rónni og hugs- að skýrt ef maður ætlar að lifa af.“ Dansað með rostungstyppi í gamalli þjóðsögu um uppruna grímudansins segir frá konu, naligateq, og samskiptum hennar við seiðmenn. Ef seiðmaður flýgur út í geiminn til að hitta karlinn í tunglinu og gera við hann samning eða bara skemmta sér með honum þarf hann að fljúga fram hjá naliga- teq og hún reynir að fá hann til að hlæja með dansinum. Samkvæmt nútímaútgáfu á sög- unni er hún með hunds- eða fisks- haus á milli fótana en í raun er það risastórt typpi sem hún sveiflar upp og niður af miklum krafti, hún er með spýtu í munninum til að af- skræma andlitið og grettir sig á all- an vegu til að fá seiðmanninn til að hlæja. Hann verður aftur á móti að gæta sín og má alls ekki skella upp úr eða sýna gleði, ef hann gerir það étur hún innyflin úr honum. „Rostungurinn er með stórt bein í typpinu og stundum nota grímu- dansarar það á sýningum. Þeir setja beinið á milli fótanna og reisa upp og setja niður til skiptis. Áhorfend- ur taka þátt í leiknum með þvi að brosa út að eyrum og hrópa hvatn- ingarorð þegar beinið rís en setja upp fýlusvip þegar það fellur og púa af krafti.“ Ali segir að Grænlendingar hafi yflrleitt góða kímnigáfu þegar kem- ur að kynlífl. „Við getum hlegið okkur máttlaus tímunum saman þegar við töl- um um það.“ Hver með sinn stíl „Allir sem leggja stund á grímu- dans í dag hafa sinn eigin stíl og hann er mjög ólíkur hefðbundn- um grímu- dansi frá Austur- Græn- landi. Ég er ekki alin upp við hann og kann hann ekki en hef fengi eitt og annað lánað sem ég nota stund- um. Megnið af því sem ég kann lærði ég hjá Tuukkaq- leikhópn- um í Kaup- manna- höfn. Grímudans- arar frá Aust- ur- ________ Grænlandi eru hefðbundnari í túlkun sinni og ég veit af nokkrum karlmönnum þar sem fara í kvennmannsföt og mála á sig grímu áður en þeir dansa og berja á trommu eins og gert var í gamla daga.“ Að sögn Ali er sú gerð af grímu- dansi sem hún sýnir sérgrænlensk. „Grímudans er þekktur út um allan heim en alls staðar með mismun- andi sniði. Hann er til dæmis allt öðruvísi hjá inúítum í Alaska og Kanada, hvað þá hjá Austurlandá- búum eða í Afríku.“ Hvít, svart og rautt „I gamfa daga voru dansararnir í selskinni en nú klæðast þeir yfir- leitt þröngum svörtum fötum til að beina athyglinni að andlitinu og lík- amsbeitingunni. Ég klæðist reyndar selskinnsvesti til að minna á Græn- land og vef um mig bandi til að draga fram shamanískan uppruna dansins. Seiðmenn voru bundnir niður áður en þeir fóru í trans og bandið höfðar til þess. Yflrleitt eru grímurnar í þremur litum, hvít tákn- ar beinagrindina eða dauðann, rauð kynlíf og frjósemi en svört af- máir persónu dansar- ans.“ Ali segir að grímu- dansinn sé enn vin- sæll á Grænlandi og að áhorfendur taki virkan þátt í leiknum, hann er einnig að verða vinsæll á sýningum víða um heim. „Ég dansaði til dæmis á græn- lenskum dögum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.