Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað U‘Vr Forboðin æskuást Jessica Lang - ung og ástfangin Jessica Lang galt ást sína á plötusnúðnum Mick Bloom dýru verði en hún var myrt á hryllilegan hátt aðeins átta dögum eftir að samband þeirra hófst, sama dag og hún ætlaði að hitta hann á fyrsta alvöru stefnumótinu. hvað það olli henni miklu hugar- angri að missa Mick en gerði mér ekki grein fyrir því hvað hatrið var orðið sjúklegt. Ég hafði ekki hitt hana i nokkra daga þegar ég kom heim til hennar og þegar ég kom inn í herbergið hennar sá ég kapell- una sem hún hafði útbúið fyrir sig og Mick. Það var eins og hún væri að syrgja ástvin sem hefði dáið. Eitt- hvað meira en venjuleg ástarsorg," sagði Remy. Blóðugur veiðihnífur Remy kom aftur í heimsókn til Kellyar þar sem hún var ein heima á morðdaginn og þar sem þær sátu í eldhúsinu og drukku kaffi sagðist Kelly allt í einu þurfa að skreppa út I búð til þess að versla. Kelly var i yfirhöfn og Remy horfði á hana setja upp svarta ullarhanska. Þegar Kelly sneri sér við sá Remy að hún hélt á blóðugum veiðihníf fóður sins. „Þegar ég spurði hana hvað hún heföi gert sagðist hún hafa drepið Jessicu," sagði Remy þegar lögreglan yfirheyrði hana. „Hún var allt í einu skjálfandi og hamslaus þar sem hún stóð fyrir framan mig með hnífinn í höndunum. Hún var óöamála og það var erfitt að skilja hana. Ég gat engan veginn róað hana og hún talaði eins og hún hefði verið að ljúka einhverju mik- ilvægu ætlunarverki sem hún varð að ljúka. Hún sagði líka að hún ætti eftir að gjalda fyrir það sem hún hefði gert,“ sagði Remy. Blóðugar spjarirnar Þegar hér var komið sögu klæddi Kelly sig úr yfirhöfninni og þá komu blóðug fotin og skrámur á hálsi og handleggjum hennar í ljós. „Hún fór að tína af sér blóðugar spjarirnar og tróð þeim inn í þvotta- vélina. Hún lýsti síðan fyrir mér hvernig hún hefði ekið heim til Jessicu og barið að dyrum með hníf- inn falinn innan klæða. Hún sagðist hafa sagt Jessicu að þær þyrftu að tala saman. Að hennar sögn hleypti Jessica henni strax inn og þá sá hún blómvönd sem Mick hafði nýlega sent Jessicu. Kelly sagði að Jessica hefði lyft upp bolnum til að sýna sér sogbletti eftir Mick á maganum og brjóstum og þá hefði hún algjörlega misst stjórn á skapi sínu og gripið til hnífsins. Hún sagðist hafa stung- ið Jessicu margsinnis í hálsinn en það hafi verið eins og hún ætlaði aldrei að deyja,“ sagði Remy. Baðst vægðar Að sögn Remyar sagði Kelly henni að Jessica hefði beðið sér vægðar og oftar en einu sinni hróp- að að hún mætti fá Mick aftur áður en hún missti máttinn og féll í gólf- ið. „En það var ekki Mick sem ég vildi á þessari stundu, heldur vildi ég ná mér niðri á Jessicu," hafði Kelly sagt. Eftir að hafa létt á sér við vin- konu sina róðaðist Kelly til muna eins og þungu fargi væri af henni létt og gerði eins og hún hafði áður talað um - fór út í búð að versla. En þrátt fyrir að vera besta vinkona Kellyar fór Remy Bridger á meðan beint til lögreglunnar og sagði alla söguna og í kjölfarið var Kelly handtekin. Við réttarhöldin sem fram fóru í apríl 1999 viðurkenndi Kelly á sig morðið og staðfesti söguna sem Remy vinkona hennar hafði sagt lögreglunni. Hún var síðan dæmd i lifstíðarfangelsi og sagðist dómar- inn Brian Wells ekki sjá tilefni til mildari dóms, þrátt fyrir ungan ald- ur sakbomings, áður óaðfinnanlega hegðun og brostin hjörtu, þar sem um svo grimmilegan verknað væri að ræða. „Þessi unga kona skipu- lagði og framkvæmdi þetta hræði- lega morð. Hún fór vopnuð heim til fórnariambsins í þeim eina tilgangi að myrða það. Blómvöndur frá fyrr- um kærasta á morðstaðnum er eng- in afsökun. Þetta er því ekkert ann- að en kaldrifiað og grimmilegt morð. Myndimar sem við höfum séð af líkinu sanna það, svo ekki verður um villst," sagði dómarinn. Heiðarleg ung stúlka Móðir Jessicu sagði eftir dóminn að það hefði verið skelfilegt að hlusta á verjendur Kellyar gera til- raun til að sverta orðstír dóttur sinnar. „Það var allt tínt til, alls konar þvættingur og meðal annars sogblettirnir á líkama hennar. Þeim tókst ekki ætlunarverkið, enda vita allir sem þekktu Jessicu hvemig manneskja hún var. Hún var yndis- leg stúlka, ósköp venjulegur ung- lingur sem lagði mikið á sig til að láta draumana rætast. Hún var heiðarleg og vildi engum illt. Nú er lífi hennar lokið áður en hún hafði tækifæri til að láta draumana ræt- ast. Það var rétt að byrja,“ sagði móðirin. Hjólaskauta- höllin í Bicton Ástin blómstraði í hjólaskauta- höllinni en þar byrjuðu örlagarík ástarævintýri Jessicu Lang og Kelly Fuller með plötusnúð staðarins. Liggjandi í blóði sínu John Lang, 45 ára, kom snemma heim úr vinnunni þann 24. septem- ber, í grenjandi rigningu og roki. Þegar hann var kominn inn úr dyr- unum á vistlegu heimili fiölskyld- unnar í Bicton, sem er eitt af út- hverfum Perth í vesturhluta Ástral- íu, kallaði hann á dóttur sína en fékk ekkert svar. Hann ályktaði því að hún væri einhvers staðar úti með vinkonum sínum og með venjulegu brosi á vör klæddi hann sig úr blautri yfirhöfn- inni og gekk inn i eldhúsið þar sem hann ætlaði að undirbúa kvöldverð handa sér og dóttur sinni sem hann taldi að kæmi fljótlega heim. En brosið átti eftir að frjósa á andliti hans því þegar hann opnaði eldhúsdyrnar sá hann dóttur sína liggja hreyfingarlausa í blóðpolli á miðju eldhúsgólfinu. Hrottafengið morð Þaulreyndir rannsóknarlögreglu- Sjúklegt hatur náðl tökum á Kelly Fuller Kelly Fuller var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða Jessicu Lang með köldu blóði vegna sjúklegrar afbrýðisemi. Hin fimmtán ára gamla Jessica Lang hafði hitt fyrstu alvöru ástina sína en aðeins átta dögum eftir fyrsta stefnumótið með sínum heittelskaða, sem var hinn svali plötusnúður Mick Bloom, var hún myrt á hrottafenginn hátt. Hún hafði nýlega hætt í skóla og var að búa sig undir nám í hár- greiðslu, sem átti að heflast eftir að- eins fióra daga, en í miUitíðinni hafði hún unnið hjá foður sínum, John Lang, í verksmiðju sem hann stjórnaði. En á fimmtudagsmorgni, þann 24. september árið 1998, ákvað faðirinn að leyfa dóttur sinni að sofa út án þess þó að draga það frá laununum hennar, þar sem Jessica lagði alla áherslu á að vinna sér sjálf inn fyrir náminu. Síðasta samtalið Móðir hennar, Karen Lang, 43ja ára, hafði brugðið sér í draumaferð með vinkonum sínum til indónes- ísku eyjarinnar Bali og höfðu mæðgumar verið í símasambandi daginn fyrir morðið þar sem Jessica sagði móður sinni mjög spennt frá því hve mikið hún hefði sparað af laununum sínum og hvaða föt hún ætlaði að kaupa sér áður en hún byrjaði hárgreiðslunámið. En mest spennandi fréttirnar geymdi hún þar til síðast. „Mamma, ég er að fara á stefnumót með Mick annað kvöld. Hann er yndislegur og er ofsalega hrifinn af mér. Ég gat varla sofið i nótt fyrir spenningi og bað pabba því um frí í vinnunni á morgun," sagði Jessica við móður sína sem hlustaði brosandi á þetta spennandi tal dóttur sinnar um fyrsta alvöru stefnumótið hennar. En það sem Karen vissi ekki var að þetta var hennar síðasta samtal við ástkæra dóttur sína og það sorg- lega fyrir föður hennar var að hann samþykkti að gefa henni fri eins og áður hefur komið fram. menn með langa starfsreynslu höfðu sjaldan eða aldrei séð annað eins. Hin myndarlega Jessica hafði verið stungin 47 sinnum í hálsinn. Engin merki voru um innbrot í húsið eða að athæfismaðurinn hefði þröngvað sér inn á heimilið, þannig að lögreglan dró þá ályktun að það hlyti að vera einhver sem hún þekkti vel. En hvern þekkti hún sem hataði hana i raun svona mik- ið? Hver gat það verið? Sögusagnir fóru strax á kreik þeg- ar fréttin um morðið barst um bæ- inn og talað var um ástríðuglæp. Sögunum fylgdu svo getgátur og hugrenningar fólks um það hvem- ing saklaus æskuástin getur snúist upp í gegndarlaust hatur sem fram- kallaði slíkan verknað. Hinn nítján ára gamli plötusnúður, Mick Bloom, lenti auðvitað í miðri hringiðunni sem hinn grunaði, þar sem vitað var um nýlegt samband þeirra og fyrirhugað stefnumót að kvöldi morðdagsins. Ekki beint draumaprins Mick, lágvaxinn og óframfærinn, passaði ekki beint inn í hlutverk draumaprinsins en þar sem hann sneri skífunum í hjólaskautahöll bæjarins vakti hann athygli stúlkn- anna. Fyrrum kærasta hans, hin átján ára gamla Kelly Fuller, var ein þeirra sem féll fyrir töfrum hans við plötuspilarann og þegar hann sagði henni upp eftir sjö mánaða sam- band var hún óhuggandi. Eftir „hryggbrotið" hélt hún að mestu til einsömul I herberginu sinu þar sem hún hafði útbúið kapellu með mynd af Mick. Þar eyddi hún lunganum úr deginum þyljandi ljóð til Micks við kertaljós og reyndi síðan einn daginn að fá hann aftur til lags við sig. Sjúklegt hatur Háttalag hennar var því þegar farið að taka á sig mynd ólæknandi þráhyggju þegar hún heyrði af því að Mick væri orðinn meira en lítið hrifinn af Jessicu. Það varð til þess að hatrið og afbrýðisemin blossaði upp hjá Kelly og um leið breyttist þráhyggjan í sjúklegt hatur til Jessicu. Þær þekktust lítillega en voru engar vinkonur þar sem þrjú ár voru á milli þeirra. Þær hittust þó oft í hjólaskautahöllinni þar sem þær umgengust sama unglingahóp- inn sem sótti höllina ílestallar helg- ar en Jessica vann einmitt þar i hlutastarfi til að safna fyrir hár- greiðslunáminu. Ekki var langt á milli heimila þeirra og þrátt fyrir þriggja ára aldursmun höfðu þær samtímis stundað nám í Iona- kvennaskólanum. Ein vinkona Kellyar, hin átján ára gamla Remy Bridger, sem oft kom í heimsókn til hennar, hafði eftirfarandi sögu að segja eftir morðið: „Hún sagði mér hve mikið hún hataði Jessicu. Ég vissi því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.