Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað I>V Fljótlega eftir aö maöur tekur Þór- unni Guðmundsdóttur tali verð- ur manni ljóst að þetta er engin meðalmanneskja. Hún er menntuð söngkona, tónlistarkennari, flautuleik- ari, doktor í tónlist, leikskáld og söng- leikjahöfundur. Þórunn skrifaði söng- leikinn Kolrössu sem hið undarlega leikfélag Hugieikur sýnir um þessar mundir. Þar segir frá þríhöfða þursinum Mel og leit hans að ástinni en Melur garm- urinn er mannkynhneigður og laðast því lítt að tröllum. Melur er þríhöfða þurs og er þvi stundum kallaður Mel- ur A, B og C. Þórunn skrifaði allan texta og samdi og útsetti alla tónlist í þessum sérstæða söngleik auk þess að syngja hlutverk vondu álfkonunnar. Þetta gerir Þórunn og félagar henn- ar í Hugleik af þvílíkri snifld undir stjóm Jóns Stefáns Kristjánssonar leikstjóra að gagnrýnendur hafa vart átt orð til að lýsa hrifningu sinni á verkinu. DV settist niður á kafflhúsi með Þórunni sem var nýkomin með strípur í hárið og spurði hana fyrst um hvað leikritið fjallaði eiginlega? „Það fjallar eiginlega um að fínna sér stað í líflnu og þar á meðal leitina að ástinni," segir Þórunn og hijómfog- ur og þjálfúð rödd hennar fær gesti kafiihússins til þess að líta upp. Kol- rassa er frumraun Þórunnar á sviði leikritunar í fullri lengd en áður hefur Hugleikur sýnt eftir hana þrjá stutta þætti, þann fyrsta fyrir tveimur árum en þeir hafa allir verið hluti af stærri dagskrá. „Þeir vora í rauninni það fyrsta sem ég skrifaði en mér fannst það svo rosalega gaman að ég varð að halda áfram. Svo fyrir ári síðan ákvað ég að reyna hvort ég gæti skrifað leikrit í fullri lengd.“ Þórunn segir að samstarf hennar við leikstjórann hafi verið afar gott. „Við fáum ailtaf fagmann til að setja upp leiksýningar okkar og hann er sá eini sem ekki er í sjálfboðavinnu. Það þarf einhver að hafa taumhald á okk- ur. Okkar samstarf var gott. Hann kom með fjöldann allan af uppástung- um um breytingar og sumum þeirra fór ég eftir en öðrum ekki. Svoleiðis er samstarf. Það er höfundasmiðja starf- andi innan Hugleiks og þangað kemur maður með textann sinn og hann er lesinn eins og leikrit. Það reyndist mér mjög vel að starfa í þeirri smiðju.“ Nú er Hugleikur áhugamannafélag. Var auðvelt að flnna menntaða hljóð- færaleikara innan raða félagsins? „Við erum með átta manna hljóm- sveit og hún er mönnuð úr ýmsum átt- um. Þama er fólk úr sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna, nemendur úr Tón- listarskólanum í Hafnarflrði og svo er þama fólk sem hefur lítið sem ekkert lært á sin hljóðfæri en fmnst óskaplega gaman að spila. Samsetningin réðst að- allega af framboði á hljóðfæraleikur- um og ég setti tónlistina út með það í huga hver gæti spilað hvað og sneið þannig tónlistarmönnunum stakk eftir vexti. Þetta er hörkuband með strengj- um, gítar, blásurum, slagverki og pí- anói.“ Konsertmeistari Hugleiks Þórunn er reyndar vön að starfa sem tónlistarmaður innan Hugleiks og hefur starfstitilinn fyrsti fiðluleikari Hugleiks þótt hún leiki ekki á fiðlu nema af áhuga. „Það má eiginlega segja konsertmeistari." Hugleikur hefúr mikla sérstöðu meðal áhugaleikfélaga því það hefúr alltaf sýnt frumsamin verk eftir með- limi í félaginu utan fyrsta sýningin var leikritið Bónorösfórin eftir Magnús Grímsson sem var elsta leikritið sem gestir fyrsta fundar félagsins fúndu í hókasafninu þar sem umræddur fund- ur var haldinn. Það er afar erfltt að lýsa því með orðum sem hefúr verið kallaður Hugleiksstíll en kannski kristallast hann i ákveðinni óskamm- feilni eða purkunarleysi. í Hugleik fara menn sínar eigin leiðir og hafa mjög sjaldan tekið sjálfa sig og það sem þeir eru að gera mjög hátíðlega. Um leið hefúr félagið sýnt mikinn metnað en forðast að vera mjög alvöru- geflð yfir því. „Við reynum að skemmta okkur og skemmta öðrum um leið. Við viljum gera eins vel og við getum á okkar eig- in forsendum. Það er ekki markmið að stuða neinn. Blindir segja manna hest brandara um blint fólk og stundum hefúr félagiö gert grín að leikurum og DVWNDIR HILMAR ÞÓR Þórunn „þúsundþjalasmiöur" Guömundsdóttir Þórunn er söngkona, flautuleikari, kennari, tónskáld, leikari, söngleikjahöfundur og doktor í tónlist. Hún skrifaöi og samdi söngleikinn Kolrössu sem leikfélagiö Hugleikur sýnir um þessar mundir. Auk þess syngur Þórunn sjálf hiutverk vondu átfkonunnar. Að finna sér stað í lífinu ria@ismennt.is Ástin þín er ekki dygö, ekki skylda heldur Nú fyrir nokkrum dögum var frétt í sjónvarpi þar sem fram kom að hjóna- bönd endast heldur iila hérlendis og virðist lítið hjálpa þó að mikið sé lagt í flnheitin og prjálið við giftinguna. Mér varð þá hugsað til skálds og hag- yrðings sem bjó á Fljótsdalshéraði á 19. öld. Hann hét Páli Ólafsson, fæddur 1827 og bjó lengst af að Hallfreðarstöð- um í Hróarstungu. Meðal þess sem þekktast er eftir hann eru vísur sem hann kvað til konu sinnar: Ástin þín er ekki dygö, ekki skylda heldur, hún er ekki heldur tryggó, hún er bara eldur. Páll var skapheitur maður og fljótur að tjá það sem honum fannst hveiju sinni enda ekki allt fallegt sem hann orti þó að það verði ekki tíundað hér. En konan hans átti sérstakan sess í huga hans og ljóðum: Þegar ég hef þreytta lund og þoli stundum ekki vió, kemur þú meö mjúka mund, mýkir sár og gefur friö. Páll átti stormasama ævi og var ekki alltaf sáttur við líflð og samferða- mennina. En konan hans bætti allt upp: Minnisstœð er myndin þín mér á nótt og degi. Hún var eina unun mín á ævilöngum vegi. Konan sem fékk allar þessar vísur var reyndar seinni kona Páls. Hún hét Ragnhildur Bjömsdóttir og var nokkru yngri en hann. í janúar 1896 orti hann til hennar þessa vísu: Ó, aö þú gœtir sofiö svona sveipuð fast aö hjarta mér, og allra þinna óska og vona uppfylling ég vœri þér. - Þórunn Guðmundsdóttir semur, leikur og syngur fyrir Hugleik. Hún talar um ástir trölla, virðingu og ímynd og ímynd listamanna Legg ég á og mæll um. Hér er Þórunn í hlutverki álfkonunn- ar illu aö leggja álög á einhvern ves- aling. Nánar tiltekiö er hún aö breyta honum í hund því hann vildi ekki þýöast hana. leikstíl á þann hátt að menn hafa varla þorað að hlæja. Ramminn fyrir það sem má gera innan félagsins er mjög víður.“ Hvar er merkimiðinn Það hefúr lengi tíðkast meöal gagn- rýnenda að skrifa þannig um sýningar áhugaleikfélaga að annaðhvort virkaði gagnrýnin eins og mjög undarlegt oflof eða góðlátlegt klapp á kollinn. Um- rædd sýning hefúr fengið afar jákvæða dóma án nokkurra sérstakra for- merkja. „Það virðist samt enn þá trufla ákveðna gagnrýnendur hvað erfitt er að flokka okkur. Þeir vita ekki hvort þeir mega kalla þetta áhugamannasýn- ingu af því þeim fmnst vanta allan „amatörbrag" á sýninguna. Þeim virð- ist stimdum finnast að sýningar okkar séu of fagmannlegar og virðast haldnir mikilli þörf til að setja merkimiöa á ailt. Við vorum auðvitað mjög ánægð með umsagnir en ég verð samt að segja að vegna þess að þetta var söngleikur þá hefði verið gaman að sjá umsagnir tónlistargagnrýnenda en ekki aðeins leikhúsfólks. Við gerum alltaf eins vel og við getum og ef við fáum góða dóma þá kemur það þægilega á óvart.“ - Var það mikil spenna að lesa gagn- rýnrna? „Já, auðvitað, en mesta spennan var að sitja baksviðs á frumsýningu og hlusta á viðbrögð áhorfenda. Það var mesta spennan og mesta gleðin að heyra að áhorfendur tóku vel við sér og hlógu og skemmtu sér.“ Þórunn segist hafa ætlað að skrifa fyndið verk en segist ekki hafa gert neina tilraun til að skilgreina þessa fyndni. „Að kryfja húmor er eins og að kryfja frosk. Hann deyr. Ég hef gaman af orðaleikjum og ég held að þetta sé sjaldan meinfýsið en oft bamalegt eða bamslegt gaman og það virðist fólki þykja mjög fyndið.“ Nám og jarðarfarir Þórunn útskrifaðist úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1985 í söng og flautuleik. Hún hélt síðan til Banda- rikjanna í framhaldsnám og lagði áherslu á sönginn en lagði flautuna á hilluna. Jafnframt þessu skrifaði hún doktorsritgerð um sönglög Jóns Leifs og Páls ísólfssonar og segist hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekkert sameiginlegt nema þjóðeraið. Þórunn kom heim um 1990 og það stendur tónlistarmaður í símaskráimi við nafii hennar. Hún hefur sungið við margvísleg tækifæri eins og títt er með íslenska söngvara og haldið að jafiiaði tvenna einleikstónleika á ári frá því að hún kom heim frá námi auk þess að syngja með ýmsum hópum og tónlist- armönnum. Auk þess kennir hún við Tónlistarskólann i Hafnarfirði. Sumir söngvarar hafa sagt að jarðarfarar- söngur haldi í þeim lífinu. Er Þórunn meðal þeirra? „Ég hef gert minn skammt af þvi og geri ef ég er beðin. Mér finnst afar mikilvægt að tónlistarflutningur við jarðarfarir sé vandaður en það höfðar ekki til mín að hafa jarðarfararsöng að aðalstarfi eins og reyndin er með marga söngvara." Engar áhyggjur af ímyndinni Þórunn tilheyrir hópi listamanna sem tekur sjálfan sig afar hátíðlega á stundum og það er margt sem er ekki talið samboðið virðingu klassískra tón- listarmanna. Hvaða áhrif hefúr það á ímynd Þórunnar sem virðulegrar sópransöngkonu að tromma upp með sinn eigin söngleik í samstarfí við ein- hverja áhugamenn sem eru þekktir fyrir fíflalæti? „Ég held að margir kollegar mínir geri of mikið af þvi að sitja og horfa á símann og bíða eftir að einhver biðji þá að syngja. Mig langaði i meiri sviðs- reynslu og hef óskaplega gaman af því að skrifa og ákvað einfaldlega að skapa mér tækifæri á þessu sviði. Hvem varðar um ímynd þegar maður fær að skapa eitthvað og vinna með fólki sem manni fmnst skemmtilegt. Það er þörf sem maður er haldinn til að skapa og deila því með öðram. Það getur vel verið að einhverjum finnist að ég sé að vasast í hlutum sem ég hafi ekki kunn- áttu til en mér er alveg sama. Ég hef engar áhyggjur af minni ímynd. Það getur verið að ég móðgi einhvem með því að segja þetta en mér finnst að margir mættu bera sig eftir verkefnum meira en þeir gera. Það gerist ekkert nema maður komi því sjálfúr af stað. Það eru ekki svo mörg tækifæri hér að maður verður að skapa sér þau sjálf- ur.“ Þórunn segir spurð um næsta verkefni á þessu sviði að sig langi meira til að skrifa sviðsverk þar sem tónlistin er ekki í þvi aðalhlutverki sem hún er í Kolrössu. „Þetta var óskaplega mikil vinna að æfa þetta allt saman og ég held að næst myndi ég vilja skrifa leikrit þar sem enginn syngur neitt." Næsta sýning á Kolrössu er í Tjam- arbíó á sunnudagskvöld. -PÁÁ Margar vísur Páls voru æði galgopa- legar. [Hann orti um allt sem fyrir varð, ein sagan segir að hann hafi komið á bæ í nágrenninu og ort þrjár vísur á leið inn bæjargöngin, þ.e. frá útidyrum inn í baðstofu.j Vinnufólkið var honum yrkisefni eins og hvað ann- að. Þetta orti hann um vinnukonu sem lengi vann hjá þeim hjónum: Ingibjörg er aftanbrött, en íbjúg framan. Skyldi ekki mega skera harm sundur og skeyt ‘ana saman. Ekki þekki ég tilefiii næstu vísu, en hún er það myndræn að lesandinn get- ur sem best sjálfúr ráðið í það hvað hefur gerst: Aflió Jóni aldrei brást, er þaó rnark um krafta að ennþá rauöar rákir sjást á rassinum á Skafta. Árin 1892 til 1900 hjó Páll á Nesi í Loðmundarfirði. Eitthvað hefúr hon- um líkað misvel við nágranna sína ef marka má sumar af vísum hans: Vináttan í vorum firöi vœri, að ég held, ekki meir en álnarviröi, ef hún vœri seld. Páli þótti gott að fá sér í staupinu og margar vísur urðu til af því tilefiii: Finnst þér líflöfúlt og kalt, fullt er þaö meö lygi og róg, en brennivínið bœtir allt, bara aö það sé drukkið nóg. En svo kom að skuldadögum í þvi eins og öðru: Drukkiö hefég ár og œvi og eignazt margan hatt úr blýi. Þaö vildi ég aó guö mér gœfi, ég gæti hœtt þessu svínaríi Páll lifði til ársins 1905. Aldinn að árum og þreyttur á lífinu orti hann þetta: Heilsan þrýtur, þar af flýtur aftur, aö sitthvaö bítur særöa lund, sjaldan lít ég glaða stund. Og gamall og farinn orti hann enn til Ragnhildar: Fjör og heilsufinn ég dofna, feigö og ellin sœkir mig. En fyrr skal blessuö sólin sofna en sál mín hœtti aö elska þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.