Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV lega verið stimplaður trotskýisti og var á dauðalista. Hann komst til Bretlands og gaf út bók um reynslu sína, Homage to Catalonia. Bókin er í dag að margra mati besta bók sem skrifuð hefur verið um borgara- stríðið en fékk æði misjafnar viðtökur við útkomu. Vinstri mönnum fannst sem Orwell hefði svikið mál- staðinn. Útgefandi Orwells í Bretlandi sagði um Orwell að hann skrifaði án væntinga til frægðar og án hræðslu um að verða fyrirlitinn. Orwell sagði sjálfur í frægri grein sem hann skrifaði árið 1946: „Allt sem ég hef ritað af alvöru síðan 1936 hefur verið skrifað, beinlín- is eða óbeinlínis, gegn einræðisstefnu og í þágu lýð- ræðislegum sósíalisma... Það sem ég hef haft mestan hug á síðustu tíu árin er að gera pólitísk skrif að list.“ Kaflaskil urðu á ævi Orwells árið 1945. Eiginkona hans lést 39 ára gömul. Hún var með ólæknandi krabbamein sem hún leyndi fyrir Orwell. Hún fór í aðgerð en lést i svæfingu af völdum hjartabilunar. Ári áður höfðu hjónin ættleidd dreng, Richard Blair. Orwell sagði um hjónaband sitt að hann hefði stund- um verið Eileen ótrúr og stundum komið mjög illa fram við hana og hún hefði stundum komið illa fram við hann en þetta hefði verið raunverulegt hjóna- band að því leyti að þau höfðu gengið í gegnum mikla baráttu saman og hún hefði haft skiining á starfl hans. Skrifað á dánarbeði Orwell var fársjúkur af berklum, ekkill með eins árs gamlan son. Hann óttaðist að sjáifúr ætti hann ekki langt eftir ólifað. Hann hafði á þessum tíma skrifað Animal Farm sem rétt eins og Down and Out, Burmese Days og Homage to Catalonia, gekk gegn ríkjandi pólitískum straumum. Fimm útgáfufyrir- tæki höfnuðu Animal Farm sem fjallaði á íronískan hátt um rússnesku byltinguna og sköpun „fyrir- myndarríkis". T.S. Eliot, sem hafhaði bókinni fyrir hönd Faber & Faber, skrifaði Orwell frægt bréf þar sem hann bar lof á bókina en sagði: „En því miður, þetta er ekki þörf bók eins og sakir standa.“ Orwell tókst loks að koma bókinni út og hún gerði hann rík- an og frægan. Velgengnin kom of seint. Berklamir voru að leggja Orwell i gröfina. Hann var á lyfjum sem hefðu getað bjargað honum en læknar gáfú hon- um of stóra skammta og aukaverkanir voru óbæri- legar svo hann hætti að taka lyfin og gaf þau öðrum sjúklingum sem fyrir vikið náðu heilsu. Hann var fársjúkur en sat við og vélritaði lokaútgáfuna af skáldsögu sinni 1984. Ævisagnaritari Orwells fuilyrð- ir að sköpun 1984 hafi drepið Orwell. Bókin kom út árið 1949 og vakti miklar deilur enda var henni tek- ið sem harðri árás á Sovétríkin. Gagnrýnendur á vinstri væng spöruðu ekki orðin: „Lýsir andúð hans á fólki“, „andúð á framförum“, „er fordæming á mannkyninu". Kommúnistar kölluðu Orwell meðal annars maðk, kolkrabba, hýenu og svín. Orwell yppti öxlum og sagði: „Þeir virðast hafa mikinn áhuga á dýrum.“ Orwell lést í janúarmánuði 1950. Skömmu áður hafði hann gifst ungri konu, Sonju. „Orwell var ekki í ástandi til að giftast neinum. Hann var varla lif- andi,“ sagði vinur hans seinna. Sonja var að margra mati versti kosturinn. Hún elskaði Orwell ekki en hugmyndin um að verða ekkja frægs rithöfundar heillaði hana. Þegar Orwell lést var hún stödd á bar. Sonja hafði engan áhuga á syni Orwells sem ólst upp hjá frænku sinni og gerðist bóndi á fúllorðinsárum. Sonja sólundaði arfinum og varð alkóhólisti. Verk Orwells, Animal Farm og 1984, hafa verið þýdd á rúmlega 60 tungumál og selst í rúmlega 40 milljón eintökum. Verk sem hafa enn mikO pólitísk og menningarleg áhrif og eru sígild. og varð til þess að hann hélt sig alla tíð í ákveðinni fjar- lægð frá fólki og var fýrir vikið talinn kuldalegur. - Allt frá því Eric var smábarn þjáðist hann af lungnaveiki sem átti eftir að draga hann til dauða 46 ára gamlan. Nítján ára gamail gekk hann til liðs við lög- regluna í Burma. Hann bjóst við ævintýraríkri dvöl í Burma en þau fimm ár sem hann dvaldist þar voru ár vonbrigða. Uppreisnir voru tíðar í Burma og hann sá fólk handtekið, vissi af af- tökum og skrifaði áhrifa- mikla grein um aftöku sem hann varð vitni að. Hann fylltist sektarkennd og and- styggð á starfi sínu. Um árin í Burma skrifaði hann seiima bókina Burmese Days þar sem hann gagn- rýndi heimsvaldastefnu Breta. Eric Blair, sem seinna tók sér nafnið George Orwell, fæddist á Indlandi árið 1903. Faðir hans, Ric- hard, vann í ópíumdeild stjómarráðsins sem sá um flutning ópíums til Kína. Móðir Erics flutti með hann og systur hans til Englands þegar Eric var ársgamall. Átta árum seinna sneri faðir Erics frá Indlandi. Son- ur hans þekkti hann ekki og samband þeirra varð aldrei náið. Eric náði sömuleiðis litlu sambandi við móður sína. Sterk höfnunarkennd þjáði hann í æsku Að gera pólitísk skrif að list Orwell tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni. Hann barðist með POUM, hópi andstalínista og trot- skýista. Orwell hafði litla hugmynd um fyrir hvað samtökin stæðu og vissi ekki að Stalín hafði skipað kommúnistaleiðtogum í Katalóníu að uppræta sam- tökin. Kommúnistar hundeltu félaga POUM sem á skömmum tíma voru dauðir, í fangelsi eða á flótta. Það síðastnefnda átti við um Orwell sem hafði rang- George Orwell. Hann gerðl pólitísk skrif að llst og gagnrýndi í verkum sínum heimsvaldastefnu, kapítalisma og kommúnisma. Um hann var sagt að hann skrifaði án væntinga til frægðar og án hræðslu um að verða fyrirlitinn. Drungaleg samviska V.S. Pritchett kallaði George Orwell drungalega sam- visku heillar kynslóöar. Markmiö Orwells var aö gera pólitísk skrif og þjóðfélagsádeilu aö list. Þaö tókst hon- um meö sérlega eftirminnilegum hætti í meistaraverkun- um Animal Farm og 1984. Orwell verður til Næstu árin bjó hann við kröpp kjör. Um tíma lifði hann sem flækingur í Englandi og París í því skyni að afla sér lífsreynslu. Um þann tíma skrifaði hann fádæma góða bók, Down and Out in Paris and London. Nokkur útgáfufor- lög höfnuðu henni, þar á meðal T.S. Eliot sem vann hjá Faber og Faber. Eric lét vinkonu sína hafa handritið og sagði henni að kasta þvi á bál en hún fór með það til Leonards Moore sem kom handritinu á framfæri og gerðist síðan umboðsmaður Orwells. Eric, sem vildi ekki verða fjölskyldu sinni til skammar, gaf bókina út undir dulnefninu George Orwell. Bókin fékk góða dóma. Orwell giftist árið 1936. Eiginkona hans, Eileen, var rólynd, skemmtileg og hlý kona. Hjónabandið reyndist henni erfitt því Orwell var einrænn maður og tilflnn- ingalega lokaður. Hann hélt fram hjá konu sinni nokkrum sinnum en ástkonur hans kvörtuðu nær undantekningarlaust undan því að ná ekki tilfínn- ingalegu sambandi við hann. Bækur úr ýmsum áttum Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsstjarna og frambjóðandi, á sér margar uppáhaldsbækur Ljóð vikunnar Lífskjör skáldsins - eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu Athvarflð mitt er: óhreyft ból, úrræði: gráturinn, myrkur hússins: mín sálarsól, sætleiki: skorturinn, aðalmeðulin: örvænting, andagiftin: freistingar, leirpollavatnið: lífhressing, læknirinn: þjáningar, huggunartölur: hræsni og spé, hjúkrunin: þögn og fúllynde, trúnaðarstyttan: tálgirðing, tilfluktið: dómurinn, framfærsluvonin: foreyðing, fyrirheit: rotnunin. Vinimir sitja sjúkan kring: Satan og veröldin. Hjálmar Jónsson fæddist árið 1796 og lést árið 1875. Hann er kenndur við Bólu í Blönduhlíð þar sem hann bjó á árunum 1833-43. Hann var skáld, bóndi og listamaður sem var fádæma hagur á járn og tré. Hjálmar bjó alla tíð við kröpp kjör og skáldskapur hans endurspeglar þá erfiðleika. „Ég á mér nokkrar uppáhaldsbækur, sem koma úr ýmsum áttum. Tvær bækur verð ég að nefna eftir Halldór Laxness: íslandsklukkuna og Sjálf- stætt fólk. Báðar bækurnar flnnst mér óhemju fyndnar, og Sjálfstætt fólk hafði mikil áhrif á mig. Ferðabækur finnst mér nauðsynlegt að lesa reglu- lega, sérstaklega þegar maður hefur ekki tækifæri til að ferðast mikið sjálfur. Þar nefni ég þrjár: Veisla í farangrinum eftir Hemingway, í snilldar- þýðingu Laxness, og það er ekki útilokað að is- lenska þýðingin sé betri en frumtextinn. Og Kríu- bækumar tvær eftir Unni Jökulsdóttur og Þor- bjöm Magnússon. Þær las ég upp til agna og held enn mikið upp á. Hallgrimur Helgason finnst mér hreinn snill- ingur og ég hef lesið Þetta er allt að koma oft. Hann tók miklum framförum í 101 Reykjavík, og Höfundur íslands, sem kom út nú um jólin, er auðvitað tímamótaverk í íslenskum bókmennt- um. Alveg frábær bók, fyndin og áleitin í senn. Þórarinn Eldjárn er líka í sérstöku uppáhaldi og ég nefni Ofsögum sagt, en einhverja hluta hennar get ég þulið utanbókar. íslandsforin eftir Guð- mund Andra Thorsson er yndisleg bók sem ég las erlendis og fékk mikla heim- þrá. Þá nefni ég eina bók úr námi minu sem hafði á mig mikil áhrif, en það er bókin Anarchy, State and Utopia eftir heimspekinginn Robert Nozick sem er nýlátinn. Hún kom út árið 1972 og þótti þá ferskasti vindur í stjórn- málaheimspeki síðan John Stuart Mill gaf út Frelsið. Nozick telur að ríkið hafi hvergi öðlast rétt til að hrifsa af okkur (með skattheimtu) pening sem við höfum unnið okkur inn á heiðarlegan hátt, jafn- vel þótt stjómmálamenn hyggist eyða honum í þörf mál. Og að síðustu nefni ég Jón Þorláksson forsætisráðherra eftir Hannes H. Gissurarson, en hún er einhver besta ævisaga stjórnmálaleiðtoga sem ég hef lesið og bregður upp mynd af manni sem lét verkin tala, meðal annars á meðan hann var borgarstjóri. Það voru svo sannarlega engir biðlistar á meðan Jón stjórnaði borginni." Baráttusaga Moll Flanders Sagan um ævintýralegt líf Moll Fland- ers eftir Daniel Deofe kom út í Englandi árið 1722. Defoe er frægastm' fyrir söguna um Robinson Krúsó sem eins og kunn- ugt er lenti i nokkrum raunum. Moll Flanders þarf líka að hafa mikið fyrir lifinu. Tólf ára gömul er hún orðin hóra, fimm sinnum giftist hún (þar á meðal bróður sinum), hún gerist þjófur og tugthúslimur, en endar ævina sem sigurvegari, orðin fin frú. Einstaklega eftirminnileg saga, hröð og fyndin á sinn sér- staka hátt - og ansi djörf. Meginþáttur allra gáfna er viss tegund viðkvœmni. Siguröur Nordal ALLAR BÆKUR 1. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 2. ÍSLENSK ORÐABÓK. Árni Böðvarsson ritstýrði 3. AMAZING ICELAND. Siqurqeir Siqurjónsson 4. AFMÆLISDAGAR MEÐ STJÖRNU- SPÁM. Amy Enqilberts 5. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI. Guðrún Helqadóttir 6. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriðason 7. AF BESTU LYST II. Ýmsir höfundar 8. BÓKIN MEÐ SVÖRIN. Carol Bolt 9. KONAN í KÖFLÓTTA STÓLNUM. Þórunn Stefánsdóttir 10. ENSK-ISL / (SL.-ENSK VASA- ORÐABÓK. Orðabókaútqáfan SKÁLDVERK 1. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 2. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriða- son 3. HRINGADRÓTTINSSAGA - 2. bindi. J.R.R. Tolkien 4. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 5. UÓÐASAFN TÓMASAR GUÐ- MUNDSSONAR. Tómas Guðmundsson 6. HOBBITINN. J.R.R. Tolkien 7. HRINGADRÓTTINSSAGA - 1. bindi- J.R.R. Tolkien 8. PERLUR í SKÁLDSKAP LAXNESS. Halldór Laxness 9. ÓVINAPAGNAÐUR. Einar Kárason 10. ANNA, HANNA OG JÓHANNA. Marianne Fredriksson Metsölulisti Eymundsson Í3.-20. marz ERLENDAR KIUUR 1. REUINION IN DEATH. J. D. Robb 2. FINAL TARGET. Iris Johansen 3.1STTO DIE. James Patterson 4. A PAINTED HOUSE. John Grisham 5. SCARLET FEATHER. Maeve Binchy USTINN ER FRÁ NEW VORK TIMES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.