Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Side 52
60 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 zzzz HVERFISGATA laugavegur Tradarkot er góður kostur Framkvæmdir við endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs og hluta Bankastrætis standa yfir. Verslanir og þjónustu- stofnanir eru öllum opnar og er vinnusvæðið greiðfært gangandi vegfarendum en lokað fyrir bílaumferð. Bílahús og miðastæði eru í næsta nágrenni og mælum við með Traðarkoti við Hverfisgötu sem góðum kosti. 3 Atvinna Zl Smáauglýsingadeild Útgáfufélagið DV leitar að starfsmanni til framtíðarstarfa á smáauglýsingadeild. Unnið er á vöktum. Leitað er eftir áreiðanlegum og stundvísum starfsmanni sem er lipur í mannlegum samskiptum. Góð íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg auk þess sem reynsla af sölustörfum er talin kostur. Ráðið verður í stöðuna strax. Alla tíð hefur DV verið lifandi hluti af lífi þjóðarinnar með ábyrgri og kjarkmikilli fréttamennsku, vönduðum skrifum og þjónustu við lesendur sína. Hjá DV starfar öflugur og samstilltur hópur starfsmanna sem htur til framtíðar með sóknarhug. Vilt þú starfa með okkur? Sendu þá skriflega umsókn með almennum upplýsingum og haldgóðri lýsingu á fyrri störfum til: Útgáfufélagsins DV Þverholti 11 105 Reykjavík merkt „DVatvinna“ eða á netfangið selma@dv.is Helgarblað_________X>V Kryddskörin fær- ist upp í bekkinn Beckinghamhöll. Nei, þetta er ekki misritun á Buckinghamhöll Bretadrottningar, heldur nafnið á nýuppgerðri glæsihöll hjónanna Davids Beckhams sparkmanns og söngkonurmar Victoriu Adams. Staður við við hæfi mikillar veislu sem David ætlar að halda fé- lögum sinum i enska landsliðinu áð- ur en lagt er upp í Japansferðina í sumar til að taka þátt í HM í knatt- spyrnu. Að sjálfsögðu verður sushi og annars konar japanskur og aust- rænn matur á boðstólum. Æfingabúningar og aðrir krumpugallar verða bannaðir. Beckhamarnir hafa sett það skilyrði fyrir inngöngu að gestir verði með hvítt bindi, eins og það er víst kall- að upp á ensku, eða skreyttir demöntum. Rétt eins og í veislum hjá alvörukóngum og drottningum. Auk fótboltastráka verða í veisl- unni nokkrir popparar, til dæmis Kryddpíumar og Elton John. Elns og kóngafólk Beckhamarnir David og Victoria eru farin að líta stórt á sig. REUTER-MYND De Niro og Russo á frumsýningu Robert De Niro og Renee Russo komu saman á frumsýningu kvikmyndarinn- ar Showtime vestur í Los Angeles í vikubyrjun. Eddie Murphy, háöfuglinn sá, kom líka á frumsýninguna og talaöi viö fréttamenn. Pamela Anderson smituð af lifrarbólgu C: Deildi húð- flúrsnál með Tommy Sílikonbomban Pamela Anderson hefur upplýst að hún hafi smitast af lifrarbólgu C, sjúkdómi sem getur verið lífshættulegur. Pamela staðhæfm að hún hafi smitast við það að deila húðflúrsnál með Tommy Lee, , fyrrum eigin- manni sínum og bamsfoður. „Tommy sagði aldrei frá því á meðan við vorum gift að hann væri smitaður,“ segir Pamela. Það var í desember á siðasta ári að leikkonan vinsæla fékk ótíðindin frá lækni sínum. Hún er nú í með- ferð við sjúkdóminum á háskóla- sjúkrahúsinu í Los Angeles. Lifrarbólga C smitast með blóði. Oftast nær gerist það þegar fólk deilir sprautum. Sjúkdómurinn get- ur þó einnig smitast við samfarir. Sænska Aftonbladet segir að Pamela hafi fengið algjört sjokk þeg- ar hún komst að hinu sanna. Strandvarðagellan fyrrverandi mun óttast það mest að fá ekki að fylgjast með sonum sínum, þeim Brandon, 4 ára, og Dylan, 5 ára, vaxa úr grasi. „Hún var alveg niðurbrotin og hringdi margoft í móður sína og grét stjómlaust," segir tveir góðvin- ir Pamelu, þau Clyde Hamm og Jul- ia Bennett. í herbúðum Tommys er því hald- ið fram að þessi tíðindi séu sett fram til þess eins að skaða málstað hans í harðvítugri baráttu þeirra Pamelu um forræði yfir drengjun- um þeirra tveimur. Pamela Anderson Kvikmyndastjarnan er smituö af lífshættulegri lifrarbólgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.