Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV 55 Shut up and split your legs - íslensk kona fer hallloka á Keflavíkurflugvelli CC Því er stundum haldið fram að vændi sé elsta atvinnugrein mann- kynsins og má eflaust satt vera þótt líklegt sé að þörfin til þess að afla sér matar standi framar í röðinni en löngunin til þess að lifa kynlífi og viðhalda þannig kynstofninum. Af þessu mætti síðan draga þá ályktun að líklegt sé að fyrsta vændiskona mannkynsins hafi fengið greitt í mat. Vændi hefur án efa verið til á Is- landi í einhverri mynd allt frá land- námi en frægasta tímabil sögunnar í því tilliti er áreiðanlega að finna í samskiptum íslendinga við setulið Breta og síðar Bandaríkjamanna á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá varð til það sem í daglegu tali og siðari tíma umfjöllun var jafnan kallað „ástandið" og fólst í nánum samskiptum íslenskra kvenna við erlenda setuliðsmenn, án efa gegn borgun i sumum tilvikum. Þótt íslensk stjómvöld hafl gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að halda samskiptum íslendinga við erlent setulið á Keflavíkurflugvelli eftir stríðið í algeru lágmarki hefur alltaf verið til einhver hópur fólks af báðum kynjum sem sækir í náin samskipti við hermennina. I þeim hópi er að finna stúlkur og konur sem í munni íslenskrar alþýðu hafa verið kallaðar „kanamellur". Þetta er ekki hlýleg nafngift eða alúðleg og hún þykir ekki par fin. Sú frásögn sem hér fer á eftir ber það með sér að samskipti karla og kvenna af ólíkum uppruna eru ekki afltaf slétt og felld og hin elsta at- vinnugrein felur í sér ákveönar hættur á átökum og ofbeldi. Það gerðist eina nótt seint í októ- ber 1952 að afar glatt var á hjalla í herskálum nokkrum á Keflavíkur- flugvelli. Sérstaklega stóð gleðin hátt í herskála þar sem bjuggu slökkviliðsmenn af bæði íslensku og erlendu bergi brotnir. Þar var einnig stödd íslensk stúlka sem við skulum kalla Möggu sem er þó ekki hennar rétta nafn. Magga var í heimsókn í skálan- um undir því yfirskini að hún væri að heimsækja mann sem hún þekkti í íslenska slökkviliðinu. Þau skötu- hjúin sátu saman við drykkju og spil alllangt fram eftir nóttu og klukkan var orðin rúmlega eitt þeg- ar hún fór ásamt þessum meinta vini sínum yflr í setustofu í hinum endanum á skálanum og hann kynnti hana fyrir nokkrum Amerík- önum sem þar sátu að drykkju. Þannig hagaði til aö inn af setu- stofunni var gangur með nokkrum herbergjum og við enda hans var salemi. Þangað vildi Magga komast eftir að hafa setið að drykkju með Ameríkönunum langa hríð. Hún stóð upp og slagaði inn eftir gangin- um því hún var orðin talsvert drukkin. Skyndilega var þrifið í hana og hún dregin inn í eitt af herbergjun- um. Þama var kominn íbúi her- bergisins, amerískur setuliðsmaður sem sótti það nú allfast að fá að hafa samfarir við Möggu og reyndi með- Svo kom Kaninn... Þegar ísland var hernumiö í seinni heimsstyrjöldinni var landinu kippt inn í nútímann. Samskipti þjóöanna uröu uppspretta mikilla deilna og voru síöur en svo slétt og felld eins og meöfylgjandi frásögn ber meö sér. al annars að rífa utan af henni fot- in. Hún veitti allmikla mótspymu og varðist árásarmanninum eftir megni en hann tók þá til við að slá hana í andlitið og æpa að henni. Samskiptum þeirra lyktaði svo með þvi að maðurinn hætti árásum sinum en Magga komst við iflan leik út úr herberginu og fram í setu- stofuna á ný. Hún fékk að sofa þarna í skálanum en um morguninn fóru menn með henni á slökkvistöð flugvallarins og þaðan til læknis í Keflavík sem rannsakaði meiðsli hennar og þaðan til lögreglunnar. Magga hélt því fram að hún myndi bera kennsl á árásarmann- inn og hún fór upp á Keflavíkurflug- völl um morguninn í fylgd tveggja lögreglumanna og þar fór fram nokkurs konar sakbending þar sem litlum hópi amerískra hermanna var raöað upp og bar Magga kennsl á manninn þegar í stað. Hermaðurinn sem valdur var aö árásinni var nú yfirheyrður og með- gekk hann í fyrstu að hafa fengið kon- una inn á herbergi til sín í þeim til- gangi að hafa við hana samfarir. Hann kvað stúlkuna hafa legið í rúmi þar sem hann kom inn og hún hefði verið talsvert drukkin. Hann sagði hana ekki hafa viljað þýðast sig og því hefði ekkert orðið úr neinu. í fyrstu neitaði hermaðurinn al- gerlega að hafa barið stúlkuna í andlitið eða misþyrmt henni á nokkurn hátt. Við endurteknar yflr- heyrslur breytti hann hins vegar þessum framburði og játaði að hafa slegið stúlkuna með flötum lófa hægri handar og hafi höggið lent á vinstri kjálka hennar. Hann sagði stúlkuna hafa klórað sig og hann reiðst nokkuð við það. Ekki taldi hann þetta eina högg sem hann veitti stúlkunni hafa valdið henni neinum teljandi áverkum. í vottorði héraðslæknis, sem skoðaði Möggu morguninn eftir árásina, er áverkum hennar lýst svo: „Glóðarauga á hægra auga. Mar- blettir eftir högg á enni hægra meg- in. Hægra kinnbein og allur andlits- helmingur rauður og mjög bólginn og helaumur viðkomu. Báðar varir stokkbólgnar. Vinstra neðra kjálka- bein bólgið og mjög aumt viðkomu. Hægri öxl marin og aum og mar- blettir á hægra brjósti og brjóst- beini. Hreyfingar í axlarlið sárar.“ Þetta sýnast vera öllu meiri áverkar en hafi getað stafað af einu höggi með flötum lófa. Fyrir réttinn komu þessu næst nokkur vitni sem stödd voru í herskálanum þessa nótt. Tveir amerískir slökkviliðsmenn sem bjuggu í skálanum báru að þeir hefðu heyrt óp og köll frá herbergj- um Islendinganna. Framburði ann- ars vitnisins er svo lýst í dómsskjöl- um. „Heyrði vitnið þá hávaða og karl- mannsrödd segja: „Shut up or I will hit you again“ og síðar „Shut up and split your legs.“ Þetta útleggst: „Þegiðu eða ég lem þig aftur.“ og í síðara skiptið: „Þeg- iðu og glenntu þig.“ Heyrði vitnið þá kvenmannsrödd æpa: „No, no, no, no en karlsmanns- rödd segja: „Be quiet.“ Tveir aðrir slökkviliðsmenn, báð- ir amerískir, báru vitni og sagðist annar þeirra hafa heyrt konugrát og karlmannsrödd segja: „Shut up and open your legs.“ Fjórði slökkviliðsmaðurinn bar að hann hefði heyrt kvenmanns- rödd segja: „Don’t do that to me.“ um likt leyti og hin vitnin töldu sig heyra neyðarópin og skipanirnar sem áður er getið. Af því sem rakið varð í þessu málið taldi rétturinn sannað að her- maðurinn, sem ákærður var, hefði veitt stúlkunni alla þá áverka sem læknirinn lýsti í vottorði sinu og ástæðan hefði verið sú að hún neit- aði honum um líkamlegt samneyti. Rétturinn taldi hæfilegt að her- maðurinn skyldi sæta fangelsisvist í þrjá mánuði vegna þessa og kom fangelsisvist hans á Keflavíkurflug- velli í tæplega tvo mánuði í kjölfar þessara atburða til frádráttar. Stúlkan Magga fór fram á miska- bætur alls að upphæð 10.470 krónur. Vó þar þyngst miski, þjáningar og óþægindi fyrir 10 þúsund en að auki læknisskoðun, röntgenmyndir og smíði á gervigóm. Rétturinn lækkaði miskabæturn- ar verulega og taldi rétt að ákærði greiddi 3.970 krónur samtals innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins. Hermaðurinn var einnig dæmdur tfl að greiða allan kostnað sakarinn- ar sem var þóknun skipaðs sækj- anda, skipaðs verjanda og umboðs- manns fjármálaráðherra en þetta reyndust samtals 2.050 krónur sem lögðust við sektina. Þó vissulega sé engin ástæða til þess að taka upp hanskann fyrir of- beldi af neinu tagi er freistandi að álykta sem svo að í þessu tilviki hafi stúlkan Magga ef til vill slopp- ið með skrekkinn. Það hlýtur að teljast ferðalag á hættusvæði að vera ein, varnarlaus og drukkin kona um miöja nótt í herskála með hóp af ölóðum slökkviliðsmönnum og hermönnum sem sumir hafa ekki séð kvenmann svo.mánuðum skipt- Lastabællð á Velllnum. Keflavíkurflugvöllur hefur allt veriö eins og eyland í íslensku samfélagi og sennilega haft á sér ímynd lastabælis í hugum margra. Aö minnsta kosti var ekki horft jákvætt til þeirra kvenna sem sóttust eftir nánum samskiptum viö setuliöiö. Þær voru kallaöar kanamellur. Fréttir fortíðar • 19 ^4 *«*•.*•*>. ni-ROJ! 5? fllaaa ■ Hvar er suðurskautið? I maí 1911 er sagt frá því á forsíðu í Vísi að kapphlaupið um suðurskautið standi sem hæst. Á þessum tíma hafði enginn maður stigið fæti sínum þangað svo sannað væri og kepptu menn hart um að verða fyrstir tfl þess. Fréttin seg- ir frá japönskum leiðangri undir stjóm Sirase hershöfðingja sem lagði af stað með lúðraþyt og söng á skútunni Kain- an Maru sem blaðið segir að þýði opn- ari suðursins. Þessi leiðangur fór algerlega út um þúfur og má skilja málflutning Vísis á þann veg að það hafi ekki beinlínis komið neinum á óvart þar sem útbúnað- ur allur hafi verið frumstæður og ónðg- I þessari frétt er ekkert minnst á frændur okkar og vini, Norðmenn, en það kom í hlut eins þeirra að stíga fyrst- ur manna fæti á suðurskautið en haust- ið 1911 sigldi Roald Amundsen skútunni Fram til Antarktíku og þeysti þaðan á hundasleðum á pólinn í kapp við kollega sinn R.F. Scott. Amundsen varð heflum mánuði á undan honum á stað- Minnsta loftfar heimsins I febrúar 1911 er á for- síðu Vísis for- vitnileg frétt um minnsta loftfar í heimi. Það hefur sænskur verkfræðingur að nafni Vilhelm Forssmann látið smíða í Þýskalandi og er belgur þess sagður aðeins 35 stikur á lengd og rúmar 800 tenings- stikur af gasi. Hreyfivjelin, eins og aflvél loftfarsins er köfluð í blaðinu, er sögð vega aðeins 76 pund. Sagt er að neðan í þessu örsmáa loftfari hangi setubekkur sem tveir menn rúmist í en ekki bátur eins og gerist á hefðbundnum loftförum. Það fylgir sögunni að loftfarið hafi veriö reynt í Augsburg með afbragðsgóðum ár- angri. Jafnframt kemur fram að rúss- neski herinn hafi þegar pantað fjöru- tíu slík loftför til nota í hemaði. Dónalegar myndir til sölu Sumarið 1911, nánar til- tekið í júní, sést í gegnum auglýsingar í Vísi glitta i ein- kennilegt mál sem ætla má að hafi verið talsvert hita- mál i bænum þótt ekki hafi farið hátt. Þá birtist í blað- inu svohljóðandi auglýsing á áber- andi stað: „Bann. Það er í almæli að borgar- stjóri vor hafi lagt blátt barm við því að karlmenn fengju að vera við sund- próf kvenna sem haldið var í laugun- um í gær. Hvað máttu þeir ekki sjá? Kabínettsljósmynd af kvennasund- inu fæst á afgreiðslu Vísis. Kostar að- eins 50 aura. Komið í tíma.“ Þetta minnir óneitanlega á fréttir dagsins í dag þegar tekist er á um það fyrir dómstólum hvort sýna megi opinberlega myndir sem teknar vom bak við tjöldin í fegurðarsamkeppni. Það er augljóst að þá eins og nú hafa konur ekki alltaf kært sig um að myndir af þeim við öll möguleg og ómöguleg tækifæri væra birtar opin- berlega. íslandsbanki brennur I Vísi í ágúst 1911 er sagt frá því undir fyrirsögninni: Utan af landi að aflstórt hús sem íslandsbanki átti í Brekkugötu 13 á Akureyri hafi brunnið til kaldra kola. Húsið sjálft var vátryggt en eignir íbúanna, sem vom flölmargir, vom það ekki og stóðu þeir eftir slyppir og snauðir. Veður var hið besta meðan á slökkvi- starfi stóð og varð það til þess að eld- urinn komst ekki í nærliggjandi hús en um tima var allt útlit fyrir að svo yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.