Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 53 DV Helgarblað aldrei verið eins harður og núna í vissu minni um að við eigum að koma þessu máli í höfn. Við eigum að taka á öllu mótlæti af ákveðni og klára málið.“ Spilað með Austfirðinga? - Andstæðingar þessa verk- efnis hafa oft sagt að það sé ver- ið að spila með Austfirðinga þ.e. að það sé verið að fá þá til að styðja virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka á þeirri for- sendu að nýta eigi orkuna til at- vinnuuppbyggingar í íjórðungn- um en í raun ætli stjórnvöld að virkja við Kárahnjúka og leiða orkuna annað til notkunar. Ertu ekkert hræddur við þetta? „Ég held að allir skynsamir menn sjái að þetta er glórulaus málflutningur. Það er afskaplega ólíklegt að íslensk stjórnvöld hafi fengið Norsk Hydro til þess að leggja fram milljarða króna í und- irbúning verkefnis eins og álvers á Reyðarfirði í þeim tilgangi einum að blekkja Austfirðinga. Það er auðvitað þvílíkur einfeldnings- háttur að halda þessu fram að það er engu lagi líkt. Með svona mál- flutningi er verið að reyna að skapa ugg og leiðindi varðandi þetta mál og sennilega er tilgang- urinn að reyna að sundra þeim Austfirðingum sem styðja um- ræddar framkvæmdir." - Hefur harkan í umræðunni um stóriðju- og virkjunarmál á Austurlandi komið þér á óvart? „Já, mjög. Ef þú ferð í gegnum umræðuna varðandi álverið á Reyðarfirði þá er málflutningur- inn þannig, einkum hjá sumum syðra, að það virðist vera að það ætti ekki nokkurt kvikt að geta lif- að í Reyðarfirði eftir að álverið yrði reist. Þetta fólk er með álver við bæjardyrnar hjá sér í Straums- vík! Þegar harkan var sem mest í deilunni um Eyjabakkalón var ný- búið að stækka það álver og mér er til efs að þjóðin hafi almennt vitað af því. Það er nýverið búiö að byggja álver í Hvalflrði og ný- búið að stækka það. Sú stækkun varð reyndar ekki að veruleika fyrr en þessi umræða var um garð gengin en það heyrðist vart múkk í þeim sem létu hæst í deilunum um Eyjabakkalón og álverið 1 Reyðarfirði. Sú umræða varð svo móðursýkisleg að það var engu lagi líkt ekki síst í ljósi þess að umhverfiskröfurnar til álversins á Reyðarfirði eru meiri heldur en til annarra sambærilegra verksmiðja hér á landi. Þannig að ég tel að umræðan bæði þá og nú sé fyrir neðan allar hellur og ekki virð- ingu þjóðarinnar samboðin." Vinstriflokkarnir hafa ver- ið á villigötum Umræðan um stóriðju- og virkj- unarframkvæmdir á Austurlandi hefur breytt afstöðu Smára til stjórnmála ekki síst vegna þess að fyrrum samherjar hans hafa löng- um í hans huga barist gegn helstu baráttu- og framfaramálum fjórö- ungsins. Þegar hinir „nýju“ vinstriflokkar eru ræddir verður manni fljótt ljóst að hrifning Smára er takmörkuð. I fyrsta sinn á ævinni segist hann ekki geta horft til næstu alþingiskosninga með fullri vitneskju um hvað hann eigi að kjósa á kjördag. „Það er auðvitað ekkert laun- ungarmál að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá vinstriílokka sem starfa i landinu í dag. Ég tel að þeir hafi verið á gríðarlegum villigötum. Sérstak- lega tel ég að vinstri-grænir standi vart undir nafni sem vinstriflokk- ur. Það virðist vera að þar ráði sjónarmið sem snerta ekki hag al- þýðufólks. Það er auðvitað nauð- synlegt að menn haldi á lofti um- hverfisumræðu en ég tel að þessi flokkur hafi farið algeru offari á því sviði. Þegar flokkur leggur alla áherslu á umhverfishlið mála eins og þegar orku- og stóriðjumál hér eystra eru til umræðu en horfir fram hjá félagslegu hliðinni, þá er illa komið - ekki síst fyrir vinstri- flokki. Mér finnst að þeir hafi algerlega gleymt því að þeir séu til vinstri en þeir muna bara að þeir eru grænir. Ég held að þeir hafi verið að stíla inn á það að græn viðhorf ættu upp á pallborðið og þar væru ákveðin sóknarfæri. Ef menn ætla að aðhyllast þau sjónarmið að hvergi megi velta við steini í land- inu þá sjá menn það fljótt að það eru óraunsæ sjónarmið. Lífsaf- koma þjóðarinnar byggist einfald- lega að miklu leyti á nýtingu nátt- úruauðlinda en vissulega þarf sú nýting að vera skynsamleg og ekki má hún vera takmarkalaus. Hvað varðar Samfylkinguna þá hefur þann flokk yfirleitt skort stefnufestu og stundum hefur bor- ið á því að ýmsir þingmenn hans hafi reynt að fylgja vinstri-græn- um út í umhverfisofstækisfenið. Hvað varðar stóru málin hér eystra þá virðist þó meirihluti þingflokksins eitthvað vera að átta sig og þess vegna má kannski segja að batnandi mönnum er best að lifa.“ í Ijósi þessa lék blaðamanni for- vitni á að vita hvaða flokk þessi gamli „kommi“ muni kjósa í næstu alþingiskosningum. Þegar Smári Geirsson blæs í saxófón á sínum yngri árum „Ég fer aldrei til Reykjavíkur bara til þess aö vera þar. Ég var þar í námi í mörg ár og ég beiö í raun alltaf eftir því aö komast í burtu. Þaö var ekkert þarna sem ég sóttist sérstaklega eftir. Ég hef aldrei gengiö meö þær grillur í höföinu aö hamingjan eigi lögheimili í Grafarvoginum. “ spumingin var borin upp svaraði hann og brosti breitt að tilraunum blaðamanns: „Ég gef engar yfirlýs- ingar en þú mátt hafa eftir mér að bæði framsóknar- og sjálfstæðis- menn hafa verið að bjóða mig vel- kominn í þeirra raðir." Grúskari af guðs náð Vinir Smára og kunningjar telja að hann vilji ekkert fremur en helga sig alfarið sagnfræðigrúski en eftir hann liggja fimm bækur sagnfræðilegs eðlis og fjöldamarg- ar greinar. Þótt litill tími hafi gef- ist til skrifta á undanförnum árum er hann samt með tvær bækur í smíðum núna sem hann vonast til að klára einhvern timann í náinni framtíð. „Þetta er alveg rétt hjá vinum mínum,“ segir Smári, og bætir við, dreyminn á svip, að fátt sé betra en að sitja fyrir utan skarkala heimsins og grúska. „Ég hef haft sagnfræðilegan áhuga frá því að ég var ungur drengur. í menntaskóla var ég alveg ákveð- inn í því að nema sagnfræði í há- skóla. Ég byrjaði þar og ætlaði að taka félagsfræði með sem auka- grein en það var svo gaman í fé- lagsfræðinni og mikið fjör á þess- um árum að ég festist þar. En sagnfræðin er engu að síður mikið áhugamál og mér finnst hún af- skaplega spennandi og áhugaverð. Ég er eiginlega hrjáður vanlíðan að geta ekki sinnt þessu betur en staðreyndin er sú að á meðan ég sinni kennslu í fullu starfi og er í sveitarstjórnarmálum, bæði sem forseti bæjarstjórnar og formaður SSA, þá er ekki mikill timi aflögu. Svo reyni ég líka að sinna ein- hverju í lífinu fyrir utan störfin sem veitir mér sérstaka gleði og tryggir umgengni við skemmtilegt fólk.“ Hallærislegur hljómsveit- artöffari Eitt af því sem veitir Smára sér- staka gleði er tónlistin en hann hefur verið virkur í tónlistarlífi Norðfjarðar rúma þrjá áratugi þótt það sé nokkuð liðið síðan hann spilaði í hljómsveit. „Ég var ellefu ára gamall þegar ég eignaðist mitt fyrsta hljóðfæri en það var saxó- fónn. Byrjaði þá í lúðrasveit og spilaði síðan í hljómsveitum á böllum með hljómsveitum framundir 1990 og hafði af þessu mikla ánægju. Ég hef dregið úr þessu en þegar mér gefst kostur þá sleppi ég ekki tækifæri til að taka þátt í tónlistarstarfi. Tónlistarfólk er nefnilega mjög skemmtilegt, það er bara staðreynd. Núna er ég félagi í félagsskap sem nefnist Brján (Blús, rokk- og jassklúbbur- inn á Nesi) og fæ stundum að taka þátt í tónlistarsýningum sem sá klúbbur efnir til. Þessar sýningar hafa veitt manni margar ánægju- stundimar auk þess sem þær eru frábært menningarframtak." - Varstu hljómsveitartöffari? „Ég var ógurlega lélegur hljóm- sveitartöffari. Var mjög jarðbund- inn og hegðaði mér ekki með þeim hætti sem menn töldu að popparar ættu að hegða sér. Ég var frekar hallærislegur hvað þetta varðar." Gamlir hljómsveitarfélagar hans geta staðfest þetta en einn þeirra tjáði blaðamanni að þegar gömlu félagarnir hittust og rifjuðu upp gömlu dagana þá hefði Smári aldrei ástæðu til þess að roðna enda hefði hann aldrei gert neitt af sér og bætti við aö Smári hefði verið þá sem nú i hlutverki diplómatsins. En þegar félagar hans eru spurðir að því hvort Smári geti ekki verið svolítið „þurr“ vegna þessarar miklu jarð- bindingar þá þvemeita þeir því. „Heldur þú að það sé algengt i bæj- arfélögum að helstu grínistarnir séu bæjarstjórinn og forseti bæjar- stjórnar?“ spurði einn þeirra á móti og var að vísa í árlegt uppi- stand þeirra félaga á „allaballa- þorrablótinu", sem ávallt vekur mikla lukku. Nei, það er líklegast rétt, hugsar maður með sjálfum sér, sveitarstjórnarmenn eru yfir- leitt ekki aðal þorpsgrínistarnir, nema þá kannski óvart. Fátt betra en að vera heima við Það er ýmislegt annað sem veit- ir Smára „sérstaka gleði“, eins og hann orðar það. Hann segir blaða- manni að fátt jafnist á að vera heima í stofu í faðmi fjölskyldunn- ar. „Mér finnst óskaplega gott að vera heima hjá mér,“ segir hann líkt og í trúnaði og bætir við „ég er hins vegar ekkert sérlega dug- legur á heimili og ég hef verið skammarlega lítið með börnunum mínum. Ég hef samt sem áður mjög gott samband viö þau en ég sinni það mörgu fyrir utan mitt fasta starf að fjölskyldan hefur oft mætt afgangi." Þótt Smári sé mikill landsbyggð- arvargur og sæki lítið til Reykja' víkur þá sótti hann samt sem áður eiginkonu sína þangað en hann kynntist henni á balli á Reyðar- firði. Aðspurður hvort hún hafi fallið fyrir hljómsveitartöffaran- um svarar hann um hæl: „Ég efast um að hún hafi gert það. Þetta var að vísu hljómsveitarmaður en af- skaplega litið töff.“ Hamingjan á ekki lög- heimili i Grafarvoginum Sennilega gerast menn ekki meiri landsbyggðarmenn en Smári Geirsson. Vinur hans og sam- starfsmaður til margra ára, Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri í <* Fjarðabyggð, gat þess við blaöa- mann að þegar þeir félagar heim- sóttu Kringluna í fyrsta sinn skömmu eftir að hún var opnuð þá hefði Smári hlaupið út eftir stutt búðarráp og kastað upp. Hvort sagan er sönn skal ósagt látið en Smári viðurkennir alveg að hann stoppi ætíð mjög stutt þegar hann sækir höfuðborgina heim. „Mér finnst allt í lagi að koma til Reykjavíkur en ég stoppa þar eins stutt og ég get. Ég á þar ákveðin erindi og á þar vini en ég fer aldrei til Reykjavíkur bara til þess að vera þar. Ég var þar í námi í mörg ár og ég beið i raun alltaf eft- ir því að komast i burtu. Það var ekkert þama sem ég sóttist sér- staklega eftir. Ég hef aldrei gengið meö þær grillur í höfðinu að ham- ingjan eigi lögheimili í Grafarvog- inum.“ DV-Neskaupstaó. mmj Jón Knútur Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.