Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002
T
ÐV
__________41
Helgarblað
morð var einn þeirra eða að enda í
spennitreyju á viðeigandi stofnun.
Hinn kosturinn var að hætta allri
neyslu.
Ég man enn þá hvemig bragðið af
haglabyssuhlaupi er. Ég sat í einhverri
kjallaraholu með stolna haglabyssu og
var búinn að stinga hlaupinu á henni
upp í mig. Það sem stoppaði mig á
þessu augnabliki var hvað aðkoman
yrði hroðaleg fyrir þann sem kæmi
að.“
- Mummi fór eftir þetta í enn eina
meðferðina en hún var ekkert frá-
bmgðin þeim sem hann hafði reynt
ótal sinnum áður. Munurinn var sá að
hann hafði sjálfur náð botninum.
„Meðferð bjargar engum. Það verð-
ur enginn edrú nema hann langi í
betra lif. Það er sá neisti sem bjargar
fólki og það er sá neisti sem meðferðin
á að kveikja. Mér þótti og þykir vænt
um þennan fjölskyldumeðlim en þegar
mér fannst orðið gott að misþyrma
fólki, og honum þar á meðal, áttaði ég
mig á því að ég yrði að breyta ein-
hverju. Ég er laus við að vera hreyk-
inn af mörgu úr fortíð minni en ég
þurfti að fyrirgefa sjálfum mér sem og
öðrum og læra að lifa með þessari
reynslu.
Reiði er tilfmning. Hún er stærsta
vöm okkar og með henni setjum við
okkur og heiminum mörk.“
Búfræði og kvikmyndagerð
Mummi fékkst við ýmsar tilraunir
til menntunar á undarlegri leið sinni
frá unglingsaldri til fullorðinsára.
Hann var eitt ár á búnaðarskóla, eitt
og hálft ár í iðnskóla á vel heppnuðu
edrúskeiði þar sem hann lærði offset-
ljósmyndun og síðast en ekki síst var
hann í kvikmyndaskóla í Suður-Afríku
í tvö ár. Þangað fór hann til að dvelja
hjá fóður sínum sem þar var búsettur
og kynntist honum í fyrsta sinn tæp-
lega þrítugur.
„Fyrra árið var ég haugmglaður en
vann samt verðlaun fyrir auglýsingar
og eitt og annað. Ég hakkaði i mig
megranartöflur, sem ég gat keypt úti í
búð þama úti, til þess að komast i
vímu. Ég kom eitt sinn heim í jólafrí
og eyddi þvi í enn eina meðferðina. Ég
náði svo að fara aftur út, klára seinna
árið og koma heim nokkum veginn
edrú.“
Mummi segir að eftir heimkomuna
hafi neysla hans breyst verulega og
hann varð „finni“ fíkill en hann hafði
verið áður.
„Ég var i skárri fötunum í vinnunni
en notaði mjög mikið amfetamín og
drakk með því. Það var orðið vonlaust
fyrir mig að drekka nema taka am-
fetamín með því. Annars þoldi ég ekk-
Guðmundur Týr Þórarinsson,
Mummi í Götusmiðjunni
„Auövitaö er þetta einhvers konar
köllun. Þetta er láglaunastarf sem
þarf endalausa krafta í en á ein-
hverjum staö sé ég Mumma litla 18
ára gamlan. Eg hitti sjálfan mig
hérna í Götusmiöjunni á hverjum
degi og ég vildi aö hún hefði veriö til
þegar ég var 18 ára. í rauninni er ég
alltafað þjarga sjálfum mér.“
Mummi er ekki hefðbundinn
„Ég kom inn á sjónarsviðið mjög
reiöur, síöhærður, tattóveraöur
labbandi inn til ráöherra talandi
hrátt götumál og sagöist ekkert
kauþa þetta kjaftæöi. Ég er ekkert
hissa á því þótt ég hafí haft slæmt
orö á mér. Ég eflaust birtist samfé-
laginu sem frumstæöur villimaöur
og fólk vissi ekki hvar þaö átti aö
staösetja mig. “
ert. Ég hvarf úr vinnunni dögum sam-
an og lá í einhveijum grenjum úti í bæ
og sukkaði." Þannig er veganesti
Mumma í það starf sem hann sinnir í
dag, hans reynsla og ekkert annað.
„Allt mitt lif hefur farið í þennan mála-
flokk, engin smá reynsla."
Sé Mumma litla á hverjum degi
-Er þetta köllun?
„Auðvitað er þetta einhvers konar
köllun. Þetta er láglaunastarf sem þarf
endalausa krafta í en á einhverjum
stað sé ég Mumma litla 18 ára gamlan.
Ég hitti sjálfan mig héma í Götusmiðj-
unni á hveijum degi og ég vildi að hún
hefði verið til þegar ég var 18 ára. í
rauninni er ég alltaf að bjarga sjálfúm
mér.“
- Það er sanngjamt að segja að
margt sem þú hefur gert i þessum með-
ferðarbransa hefur vakið deilur. Það
væri synd að segja að þú hefðir gott
orð á þér. Hver er ástæða þess?
„Ég veit ekki við hveija þú hefur tal-
að en ég og Götusmiðjan erum í mjög
góðu samstarfi við flesta sem starfa í
þessum málaflokki. Við höfum með-
ferðað milli 300 og 400 ungmenni frá
byijun og veitt foreldrum og aðstand-
endum eins mikla hjálp og við höfúm
getað. Ef þetta gefúr mér illt orð þá er
ég eitthvað að misskilja fólk. Margir
stuðast af því og taka það persónulega
hvemig ég tala og vil kalla hlutina
réttum nöfnum.
Ég held að flestir fagni tflvist okkar
þó ég persónulega sé kannski umdeild-
ur. Við einfaldlega höfum það eitt að
markmiði að bjóða upp á eins árang-
ursríka meðferð og kostur er.
Þvi betri árangur því fleira ungt
fólk nær að fóta sig í lífinu. Ég kom
inn á sjónarsviðið mjög reiður, sið-
hærður, tattóveraður labbandi inn til
ráðherra talandi hrátt götumál og
sagðist ekkert kaupa þetta kjaftæði. Ég
er ekkert hissa á því þótt ég hafi haft
slæmt orð á mér. Ég eflaust birtist
samfélaginu sem frumstæður villimað-
ur og fólk vissi ekki hvar það átti að
staðsetja mig.“
- Til að útskýra aðeins hvers vegna
Mummi er umdeildur innan hins hefð-
bundna meðferðargeira þá hafnar
hann þeirri hugmynd að fíkn eins og
alkóhólismi eða áþekkar fiknir séu
sjúkdómur. Hann heldur því fram og
vinnur eftir því að neysla fíkniefna sé
afleiðing en ekki orsök, deyfing á sárs-
auka og alltaf val þess sem neytir efn-
anna. Það hafi ekkert með erfðir og
sjúkdóma að gera í hvaða efni viðkom-
andi teygir sig. Þetta gengur þvert á
hugmyndir SÁÁ sem byggja á því sem
kallað er Minnesotamódelið.
Stríð við SÁÁ?
- Ertu í stríði við SÁÁ?
„Nettum skærum um ólíka hug-
myndafræði en alls ekki ekki stríði.
Þeir hafa unnið ötult og óeigingjamt
starf í 25 ár og eiga hrós skilið. Þetta
snýst ekki um að jarða SÁÁ, okkur
greinir bara á um þá hugmyndafræði
sem er árangursríkast að nota í með-
ferð. Það á líka við um fagmenn úti um
allan heim, þeir deila um þetta. SÁÁ
unnu sérstaklega gott starf á grasrótar-
timabili sínu og þá var mikill kraftur í
starfinu."
- Hvar em þessar skærur háðar?
„Hingað til bak við ijöldin. Við hljót-
um að horfa á það í okkar starfi að
rannsóknir hafa sýnt að það er hægt
að ná betri árangri í meðferðarstarfi
með annarri hugmyndafræði en
Minesotamódelið byggir á. Önnur
meðferðarform era að skila allt að 75%
árangri eftir fimm ár. Tölfræði okkar
sýnir að hér í Götusmiðjunni sé allt að
70% árangur 2 mánuðum eftir form-
lega útskrift. Við getum ekki státað af
fimm ára reynslu en ef við hefðum þó
ekki væri nema 40% árangur eftir 5 ár
værum við margfaldir íslandsmeistar-
ar.“
Verðlaunin nún
- Um hvað snýst þessi barátta?
Snýst hún um markaðinn þar sem fikl-
amir em hráefnið? Er þetta barátta
um stærri sneið af kökunni sem er
einn milljarður?
„Þetta snýst um betri árangur. Þetta
snýst ekki um að mig vanti vinnu því
ég hef aldrei unnið út af launaumslagi.
Sumir eiga erfitt með að trúa að ég
geri þetta af hugsjón. Ég sá tíu krakka
saman á kaffihúsi um daginn. Þau
vora öll edrú og þau vora öll frá mér.
Þetta vora mín verðlaun og ég var eins
og stoltur pabbi þegar ég sá þau. Það er
ekkert flóknara að baki þessari bar-
áttu.“
Móðurmissirinn
- Faðir Mumma, Þórarinn Guð-
mundsson, lést árið 1995 en móðir
hans Svanhildur Bjamadóttir lést við
sviplegar aðstæður úti á Kanaríeyjum
5. janúar sl. þegar hún féll fram af svöl-
um á hóteli. Sambýlismaður hennar er ,
enn í farbanni ytra vegna atburðarins.
Hvemig mættu þessir atburðir
Mumma?
„Faðir minn drakk sig i hel og ég
skilgreini fráfall móður minnar sem
neyslutengdan atburð. Lífshlaup móð-
ur minnar var mjög erfitt. Hún var
alin upp við það að tilfinningar höfðu
ekki nöfn og hún var dálítil jámfrú en
undir niðri sló stórt og heitt hjarta.
Hvað gerðist nákvæmlega veit auðvit-
að enginn. Þau vom úti að borða fyrr
um kvöldið og þá gerðust einhveijir
þeir atburðir sem urðu til þess að hún
fékk höfuðhögg og sjúkrabíll kom og
vom saumuð nokkur spor við gagn-
auga. Mamma sullaði stundum í áfengi
en hún drakk sig aldrei þannig að hún
væri veltandi um. í sjúkrabílnum var
hún staðdeyfð og ég er viss um að það
hefur haft sín áhrif. Hún var frekar há-
vaxin og handriðið var lágt og mín til-
gáta er sú að þessi áhrif hafi unnið
saman. Ég elskaði mömmu mína mjög
mikið og hún var góður vinur minn en
ég heiðra ekkert minningu hennar
með því að vera að bulla um hana.
Svona var þetta og það er erfitt að vera
búinn að missa báða foreldra sína.
Dauði þeirra var ótímabær í báðum til-
feflum."
Að vera edrú
- Nú stendur þú í baráttu fyrir fram-
tíð Götusmiðjunnar og verður síðan
fyrir þessu áfalli sem móðurmissir
hlýtur alltaf að vera. Verður erfiðara
að vera aflsgáður eftir því sem álagið
eykst? „Ef ég væri í neyslu myndi ég
teygja mig í vímugjafann til að deyfa
sársaukann. En ég fer bara í gegnum
þann sársauka og leyfi mér að sýna
þær tilfinningar sem því fylgja. En
mér finnst það ekkert reyna á mína ed-
rúmennsku. Ég held mér heilbrigðum
með því að standa I heilbrigðum sam-
skiptum við umhverfi mitt og mína
nánustu. Ég leyfi mér að vera eins og
ég er, stundum reiður, stundum glað-
ur.
Ég á líf sem nærir mig í dag. Ég
þurfti að hafa mikið fyrir því að læra
þetta en ég veit að ef ég vanræki mig
sem tilfinningavem þá fer mér að líða
ifla og þá er það spuming um tíma
hvenær vímugjafinn fer að næra mig
aftur. Ég sæki fúndi mjög sjaldan. Ég
ræki mína þerapíu annars staðar. Ég
fer á grúppufundi og í einkaviðtöl og
þar vinn ég.“
Braveheart og Pollýanna
- Hvað hugsarðu um ímynd þína. Er
síða hárið, tattóið og töffaraskapurinn
sá stíll sem mun henta þér til frambúð- ■
ar. Munum við aldrei sjá þig í jakkafot-
um með ábyrgðarsvip?
„Ég vil bara fá að vera ég. Ég er
sambland af Braveheart, Gandhi og
Poflýönnu. Auðvitað er útlit mitt svo-
lítil uppreisn enn þá en ég hef prófað
að klippa mig og fara í jakkafót en það
var ekkert hlustað meira á mig. Það
varð eiginlega auðveldara að segja við
mig: Vertu úti.“
Drottningin fram?
Mummi á fimm böm með fjórum
konum og tvö bamaböm. Hann er gift-
ur Marsibil Sæmundsdóttur sem er í
framboði til borgarstjómar í Reykja-
vík í 10. sæti R-listans. Það er baráttu-
sæti samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum. Er komið að því stigi í taflinu
að þú leikir drottningunni inn í ráð-
hús til að þér gangi betur að afla fjár?
„Nei, þetta er algerlega hennar
framtak og frumkvæði og ég kom þar
ekkert við sögu. Ég stend 100% með
henni og við erum ekki alltaf sammála
og fórum stundum í hryggspennu yfir
hlutum. Marsibil kemur úr fjölskyldu
sem er laus við vandamál og ég vildi
lengi vel ekki trúa því. Ég var svo
skemmdur sjálfúr að ég hélt að allar
fjölskyldur væm skemmdar. Hún er 28
ára en ég er svo misþroska að við
erum eins og jafnaldrar. -
Ég hefði aldrei getað tengst konum
með góða sjálfsvirðingu hér áður. Ég
var svo tættur og illa farinn að ég leit-
aði alltaf að konum sem vom eins illa
eða verr famar heldur en ég og valdi
mér stundum mjög reiðar konur. Ég
skildi eftir mig slóö af bömum og sekt-
arkennd gagnvart þeim. Marsibil hef-
ur vakið í mér trú á konur sem ég hélt
áður að væri ekki hægt.“ -PÁÁ íl