Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 23 X>V Helgarblað Á byrjuöum hring Kjörlendi skíöamanna í höfuöborginni er í Bláfjöllum. Hér er glaður skíöamaöur á skriöi í fjöllunum um síöustu helgi með Grindaskörö í baksýn. Stærsti hringurinn í Bláfjöllum er 10 kílómetrar og tekur ca 2,5 tíma. Ekki við bama hæfi Rétt er að lokum að geta þess að útivist af þessu tagi, að ganga dögum saman á skíðum á hálendi íslands um hávetur og gista í tjöldum og misvel upphituðum skálum, er mesta harð- ræði og ekki nema á færi þeirra sem eru í góðu formi og víla ekki svolítið slark fyrir sér. Það er kaldsamt að fara úr skóm og sokkum í 10 stiga frosti og vaða yfir ár með skíðin á bakinu og púlkuna í fanginu en það gera skíðamenn nú samt ef þeir þurfa og segjast svo ofan í kaupið hafa gam- an af því. Þeir sem fara í slíka leiðangra þurfa að vera vel heima í rötun og ýmsum neyðarviðbrögðum og kunna að bjarga sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og ferðafélögum sínum ef eitthvað ber út af. Þessir leiðangrar krefjast einnig vandaðs sérhæíðs búnaðar sem kost- ar mikið. Það þarf góðan fatnað, öfl- ugan prímus, tólf vindstiga tjald, svefnpoka sem þola 30 stiga frost, loft- dýnur, ísaxir, mannbrodda, GPS og áttavita svo fátt eitt sé nefnt, að ógleymdri kunnáttu í að beita öllum þessum búnaði og nota hann rétt. íslensk náttúra er ekkert lamb að leika sér við og í vetrarferðum getur líf eða dauði ferðamanns oltið á minnstu skapbrigðum hennar. Nátt- úran hefur alltaf síðasta orðið og eng- in tækni mannsins má sín neins ef hún kýs að byrsta sig. Vont en gott Sá sem þetta ritar gekk á skíðum í Landmannalaugar fyrir tveimur vik- um við fimmta mann. Skíðadraumur- inn var nokkuð langt undan þar sem leiðangurinn hafði harðan austan- streng, skafrenning og 10 stiga frost í fangið alla leiðina inn eftir. Gangan þangað tók átta tíma í frekar erfiðu færi. Þegar þangað var komið var hitaveitan biluð og ekki hægt að þurrka af sér svitablautan gallann. Daginn eftir gengu menn svo til baka og hluta leiðarinnar í svo mikilli lausamjöll að skíðamenn sukku í hné. Nokkrir kílómetrar af slíku ganga hratt á orkubirgðirnar. Vindur var þó í bakið á leið í Sigöldu aftur enda styttist göngutíminn um heila klukkustund. Menn fundu bíla sína aftur við Sig- öldu undir kvöld á sunnudag alger- lega örmagna, sársvangir, með blöðr- ur, hælsæri, afrifur og heiftarlega strengi. En allir voru leiðangurs- menn alsælir og stefna á fjöll aftur um páska í leit að draumnum. -PÁÁ ■ Sameinaði lífeyrissjóðurinn er einn af stœrstu lífeyrissjóðum landsins. í rekstri sjóðsins eru kostir stœrðarinnar nýttir til fulls, viðskiptavinum til hagsbóta. Þess vegna fögnum við samanburði á séreignarlífeyrissjóðum, hvenœr sem er. H Lœgsta unisýslugjald, * sem til lengri tíma sparar umtalsverðar fjárhœðir. §1 Hœsta ávöxtun á innlendum skuldabréfasjóði. * 81 Hœsta ávöxtun á erlendum hlutabréfaleiöum. * 81 Hœsta ávöxtun á aldursleiðum. * 115 Enginn sölukostnaður. SS Verði vatiskil á séreignarspamaði verða þau innheimt af starfsmönnum sjóösins. 11 Reiknað á Netinu! Firmdu ávöxtun mismunandi tímabila og ávöxtunarleiða á lifeyrir.is. Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ■ Mótframlag launagreiðanda í séreignasparnaö hækkaði 1. janúar 2002 í 2%. Njóttu kostanna án þess að borga meira, skrádu þig ( Sameinaöa Kfeyrissjóöinn. 'Samkvœmt úttekt og samanburði Morgunblaðsins á séreignarlífeyrissjóðum, 24. okt. 2001. Okkar menn Aksjön & Fj3llinuna grunnskólanna Söngkeppni Laugerdagur 23. mars kl.1B.1S 9. og 10. bekkur. Viðumignir vikunnar endursýndar 6 klukkutima fresti lil morguns. Uénudegur 25. mars. 8. bekkur úrslit. Þriðjudegur 26. mers. 9. bekkur úrslit. Uiðvikudegur 27. mers 10. bekkur úrsiit. Leugardagur 30.mars. 7-10. bekkur. Úrslita viðureignimar endursýnder é klukkutima fresti til morguns. Sunnudegur 24. mers kj.21.15 Utsendingar frá Hliðarfjall! kl. 10.15 og siöan á klukkustundarfresti á skírdag, föstudaginn langa, laugardag fyrír páska og páskadag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.