Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002
57
i>v
Helgarblað
/
Ymist of
eða van
- brjóst vekja athygli hvort heldur er í
Biblíunni, Hollywood eða Borgarnesi
Brjóst. Brjóst eru líklega sá lík-
amshluti sem mesta athygli hlýtur i
samtímanum og kannski í gegnum
tíðina. Ekki er mikið fjallað um
brjóst í Biblíunni en í Ljóðaljóðun-
um er þó að fmna fagra lýsingu á
brjóstum konu:
Brjóst þín eru eins og tveir rádýr-
skálfar, skóggeitar-tvíburar,
sem eru á beit meóal liljanna.
Þrátt fyrir fegurðina í lýsingunni
er erfitt að sjá fyrir sér þessi brjóst
sem eru eins og meðalstór spendýr
með klaufir á beit i blómabeði. Þó
má gera sér i hugarlund að þau hafi
verið ræktarleg, frekar í stærra lagi
eins og kemur fram i myndum af
frjósemisgyðjum fyrri alda: -bfjóst
eru nátengd frjóseminni og niöður-
eðlinu.
Unntisti minh er. sem myrrúbelg-
ur,
sem hvílist milli brjósta mér.
í lýsingu konunnar á unnusta
sinum er ekki að finna neina komp-
lexa varðandi brjóstin enda á þeim
tíma sem Ljóðaljóðin voru ort lítið
hægt að gera í sambandi við brjósta-
stærðina. Konur gátu hvorki látið
stækka þau né minnka með aðgerð-
um. Og eins og við vitum þá leyfir
maður sér ekki að vera óánægður
nema úrbætur séu mögulegar. ís-
lendingar láta sig ekki dreyma um
lestarsamgöngur til útlanda heldur
láta sér nægja að bora holur í varn-
arlaus fjöll svo hægt sé að komast
snöggt milli fjarða.
„Brjóstaæðið“
Saga brjóstanna á tuttugustu öld
er nokkuð merkileg. Á þriöja ára-
tugnum voru brjóst á hröðu undan-
haldi; því líkari landafræði Dan-
merkur sem barmurinn var því
betra.Twiggy var gríðarlega vinsæl
á sínum tíma, ekki fór mikið fyrir
barmi hennar og reyndu hörðustu
aðdáendur hennar að reyra sig til
að líkjast gyðjunni þvengmjóu.
Þannig var ástandið þar til um 1960
þegar timabil sem kunnugir nefna
„brjóstaæðið" hófst. Þá voru brjóst í
hávegum höfð og því stærri sem
þau voru þeim mun betra. Þegar
dró nær 1970 fóru (brjósta)málin að
gerast öllu flóknari. Síðan hefur
„brjóstatískan" verið sú að heldur
hefur dregið úr áherslunni á stór
brjóst.
Segja má að á þessum tíma hafi
leiðir skilið í brjóstamálunum því
annars vegar hefur dregið úr
brjóstastærð og má þá sérstaklega
benda á tilhneiginguna í tísku-
bransanum þar sem háar, grannar
konur hafa verið í tisku lengi. Hins
vegar hafa tímarit eins og Playboy
ekki fylgt þeirri þróun heldur hafa
þau haldið sig við hina brjóstastóiu
konu og meðal annars útskýrt það
með vísan til dýraríkisins og hinn-
ar frumstæðu frjósemisgyðju.
Áhrif tískupáfa
Aukin áhersla tískuiðnaðarins á
afskaplega grannar konur hefur
verið umdeild og hafa sumir viljað
kenna því um að tískupáfar vilji að
konur líkist strákum í vextinum: og
strákar eru ekki með brjóst. Rétt er
að átta sig á því að brjóst eru að
stórum hluta fita og því fer stærð
þeirra að einhverju leyti eftir lík-
amsfitunni. Eftir því sem gengið er
á líkamsfituna eru líkur á að brjóst-
in minnki.
í rannsókn sem gerð var í Banda-
ríkjuniun kom í ljós að mikið er sótt
í aðgerðir á brjóstum. Það sem þótti
merkilegt í rannsókninni var til
dæmis að konur vildu ýmist vera
með minni brjóst eða stærri. Sam-
kvæmt tölum frá félagi lýtalækna í
Bandaríkjunum voru gerðar 39 þús-
und brjóstastækkanir og 36 þúsund
brjóstaminnkanir. í rannsókninni
kemur fram að konur ofmátu óskir
karlmanna um stærð brjósta.
Brjóst hafa í flestum tilfellum þá
sérstöðu að þau eru eini líkamshluti
kvenna sem þær vilja að sé stærri.
Allir aðrir líkamshlutar eiga helst
að minnka.
Stærðin er
hugarástand
Brjóst vekja at-
hygli. Það hefur
Pamela Anderson
alla tíð vitað. Hún
gerði brjóstin að
vörumerki sínu og
sigldi þar í kjölfar
Dolly Parton, hef-
ur eflaust dáðst að
henni og fram-
göngu hennar frá
bamæsku. I byrj-
un þáttanna um
Strandverðina á
Malibúströndinni
í Kalifomíu var
líka lögð mikil
áhersla á útlitið og
hvað konur varð-
aði var fókusinn á
brjóstunum.
Þegar líkams-
hlutar ganga á ein-
hvem hátt úr úr
meðaltalinu er um tvennt að velja:
gríðarlegt stolt annars vegar og hins
vegar skömm og feimni. Sumir em
hins vegar ekkert að æsa sig yfir
hlutunum eins og má sjá á sögunni
af konunni sem var með óvenju
mikinn barm. Hún var mjög meðvit-
uð um stærðina og varð sífellt fyrir
því að augu karlmanna sigu fljót-
lega úr augnsambandi og niður á
barminn. Brást hún þá stundum við
á þann hátt að hún greip undir
brjóstin á sér, ýtti þeim að horfand-
anum og sagði: „Þau eru góð, hef-
urðu nokkum tíma séð aðra eins
hillusamstæðu?"
Rétt er að hafa í huga að brjóst
eru ekki bara brjóst. Til eru margar
gerðir brjósta og þótt stærðin sé
fullkomin getur annað komið inn i
myndina eins og lögun, staða og
gerð geirvartna. Og kannski era all-
ar hugleiðingar um brjóst einskis
virði. Kannski skiptir stærðin máli
en þegar allt kemur til alls þá er
stærðin hugarástand.
-sm
... efta van?
Twiggy var gríöarlega vinsæl á sínum tíma og reyröu
höröustu aödáendur hennar sig til aö losna viö út-
stæöan barm.
Of?
Dolly Parton vakti athygli vegna söngs síns en ekki síöur fyrir aö vera fram úr hófi bosmamikil.