Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 64
FR ÉTTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Sjálfvirka STK-tilkynningaskyldan enn í klúðri: Stór hluti vestfirska bátaflotans tækjalaus - sjötíu og einn bátur í fjóröungnum án lögboðins búnaöar Samkvæmt heimildum DV er eng- inn sjálfvirkur tilkynningaskyldubún- aður í svokölluðu STK-kerfi í að minnsta kosti 71 fiski- og vinnuskipi á Vestíjörðum undir 24 metrum að lengd. Er það þrátt fyrir að búnaður- inn sé lögboðinn og að ekki megi veita skipum haffæmisskirteini nema þau hafi þenna búnað um borð. Samkvæmt heimildum DV vantar > sjálfVirkan STK-tilkynningaskyldubún- að í 30 báta sem sigla undir einkennis- stöfunum BA á Vestfjörðum. Þá vantar búnað í 28 báta sem eru með einkennis- staflna ÍS og 13 báta með einkennisstaf- ina ST. Þá mun skoðunarmönnum Sigl- ingastofnunar vera kunnugt um tæki um borð í hokkrum bátum vestra til viðbótar sem verið hafa biluð um iengri eða skemmri tíma. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var frá ísaflrði til skoðunarsviðs Siglingastofhunar í gær og er undirritaður með nafni Heiðars Kristinssonar, umdæmisstjóra Siglinga- málastofnunar Islands á Isaflrði. Frá Isafjaröarhöfn Sjötíu og einn bátur á Vestfjörðum viröist vera án iögboöna sjálfvirka STK-tilkynningabúnaðarins. I samtali við DV i gær vfldi Heiðar ekki kannast við slíka orðsendingu, né að hann hefði staðið fyrir úttekt á mál- inu á Vestfjörðum. „Ég held að ástand- ið hér á Vestfjörðum sé eins og annar staðar og allir voða hamingjusamir, sagði Heiðar Kristinsson. Samkvæmt lögum og reglugerð frá árinu 1997 og breytingum frá 1999 um tilkynningaskyldu islenskra skipa var tekið upp svokallað STK-kerfi hérlend- is. Þetta kerfi var formlega tekiö í notkun á íslandi 15. maí 2000. Kerflð byggist á notkun einkaleyfisvarins búnaðar frá Raycall Decca en umboðs- aðili er VAKI-DNG. ísland er eina landið í heiminum þar sem slíkt til- kynningaskyldukerfi hefúr verið tekið upp. Mikil umræða var um málið eftir að Bjarmi VE fórst í lok febrúar. Kom fram að sjálfvirka tilkynningaskyldan hefði ítrekað brugðist og komið hefðu allt að 40 falskar meldingar á dag. Val- geir Elíasson, upplýsingaftilltrúi Landsbjargar, upplýsti um 6.300 falsk- ar meldingar á síðasta ári þar sem bát- ar detta út af skjánum hjá Tilkynn- ingaskyldunni. Ef tölumar samkvæmt tölvupóstin- um eru réttar má leiða likum að því að hundruð báta á landinu öllu séu án þessa lögboðna öryggisbúnaðar eða með biluð tæki um borð. Ekki náðist í talsmenn skoðunar- sviðs Siglingamálastofiiunar í Reykja- vík í gær þar sem þeir voru á fuindi hjá Landhelgisgæslunni. -HKr. Norsk Hydro ekki á áætlun vegna Reyðaráls: Rætt verður við aðra Bónus á ísafirði: Fjórir reknir Fjórum starfsmönnum Bónuss á Isafirði var í gær vikið frá störfum vegna gruns um þjófitað. Þetta var í hádeginu í gær og var starfsmönnun- um gert að hætta þegar störfum. Fréttavefur BB á ísafirði segir að meintur þjófhaður hafl staðið yflr í eitt og hálft ár hjá þeim starfsmönn- um sem unnið hafa lengst hjá fyrir- tækinu. Stjómendur Bónuss lita mál- ið alvarlegum augum en þeir komu vestur í gær vegna málsins. -sbs Skúli ók strætó Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi hefur dregið í efa hæfi Skúla Bjamasonar hrl. til að sinna tímabund- ið stöðu fram- kvæmdastjóra Strætó. Hann hafi enga sérhæfingu í almenningssamgöngum. Skúli sagði hins vegar við DV að hann hefði viðað að sér mikilli reynslu um breytingu á rekstrarformi þó hann hafi enga há- skólagráðu í fræðunum. „En ég starfaði sem strætisvagnabílstjóri á skólaárun- um. Það er ekki háskólapróf en ég þekki til greinarinnar og hef alltaf haft áhuga á þessu sviði.“ -BÞ „Aðalatriðið er að nú er opnað á möguleikann til viðræðna við fleiri aðila,“ sagði Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra í gær, eftir að hafa farið yfir á Al- þingi sameiginlega yfirlýs- ingu iönaðarráðuneytisins og Norsk Hydro, þar sem fram kom að Norsk Hydro treystir sér ekki til að standa við þá tímaáætlun sem sett hafði verið varð- andi Noralverkefnið. Átti endanleg ákvörðun að liggja fyrir 1. september nk. Valgerður benti á sjö atriði sem hún taldi miklu skipta varðandi þessa yfirlýsingu. I fyrsta lagi að samstarfið við Norsk Hydro héldi áfram og menn myndu reyna að komast að því sem fyrst hver fjár- festingarstaða Hydro væri vegna fjárfestingarinnar í VAW. I ööru lagi bendir hún á að aðilar séu sam- mála um að verkið sé hagkvæmt. I þriðja lagi segir hún staðfest að Hydro geti ekki tekið afstöðu til málsins fyrir 1. september. I fjóröa að Hydro og Hæfi, eigendur Reyðar- áls, muni klára sín mál um mat á stöðii álversins. I fimmta lagi að það sé sérstaklega mikilvægt að íslend- ingar geti nú leitað hófanna hjá öðr- um en Hydro um framhald þessa verkefnis. I sjötta lagi verði sett upp vinnuáætlun fyrir Noral svo fljótt sem hægt sé Loks liggi fyrir að aðilar, þar með Norsk Hydro, hittist í júni til að ákveða um framhaldið. Valgerður þvertekur fyr- ir að Noralverkefninu sé lokið og lagði ráðherra á þinginu í gær ríka áherslu á að frumvarpið um Kára- hnjúkavirkjun yrði afgreitt á þinginu, enda myndi slíkt auðvelda mjög eftirleikinn, ekki síst ef menn hygðust ná inn nýjum samstarfsaðilum. Steingrímur J. Sigfússon sagði ljóst aö Noralverkefnið hefði verið slegið af. I yfirlýsingunni væri ekki verið að tala um seinkun á tímaá- ætlun, það væri engin tímaáætlun. Hann hvatti til þess að menn hættu að ræöa um Kárahnjúkafrumvarp- ið, ræddu frekar aðrar aðgerðir til að koma til móts við Austfirðinga. Athygli vekur að Samfylkingin er klofin í málinu. Talaði Rannveig Guðmundsdóttir gegn frumvarpinu. -BG Sjá einnig fréttaviðtal við HaHdór Ásgrímsson, bls. 4 Valgerður Sverrisdóttir. ’IMAR MR Kattþrifinn kvenmaöur Stundum er taiaö um aö fóik sé kattþrifiö og á þaö áreiöanlega viö um þessu stúlku sem pússaöi bílinn sinn af mikilli kostgæfni. Kisinn á þakinu fylgdist vel meö og hefur áreiöanlega kunnaö aö meta vinnubrögöin. Menningarmálaráðherra Breta meðal gesta á opnun Listahátíðar í Reykjavík: Silkihúfur á Listahátíð Nú er afráðið að nýr menningar- málaráöherra Breta, Tessa Black- stone, verði gestur Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra á opnun Listahátíðar í Reykjavík helgina 11.-12. maí. Þá mun hún meöal annars vera á setningu há- tíðarinnar í Borgarleikhúsinu, sjá ballettinn Sölku Völku sem Is- lenski dansflokkurinn frumsýnir síðdegis þann 11. og frumsýningu á óperunni Hollendingnum fljúg- andi um kvöldið í Þjóðleikhúsinu. Þar fær menningarmálaráðherr- ann að sjá landa sinn í aðalhlut- verki því breski bassa- barítóninn Matthew Best syngur Hol- lendinginn. Tessa Blackstone er þekkt kona í ensku menn- ingarlífi. Hún sat í stjórn Tessa Blackstone Konunglegu Menningarmálaráö- óperunnar og herra Breta. Konunglega ballettsins í London í tíu ár og hef- ur komið við sögu ýmissa fleiri menningarstofnana. Hún er þó tal- in hlynntari því að fé fari til lista- mannanna sjálfra en í stjórnir og aðra yfirbyggingu. Brian McMaster, aðalstjómandi Edinborgarhátíðarinnar, er einnig væntanlegur á Listahátíð í Reykja- vík og margir fleiri fulltrúar koma hingað frá listahátíðum víðs vegar um heiminn. Miðasala á Listahátíð hefst strax eftir páska, eða 2. apríl. -SA IBrother PT-2450 merkivélin Mögnuðvél sem, með þlnni hjálp, hefur hlutina (röð og roglu. Snjöll og góð lausn á óreglunni. Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.