Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 9
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 9 I>V Fréttir Sjáðu... 15,5 cm undir lægsta punkt Vönduð hljómtæki Lipur í snúningum \ Meðaleyðsla 6,1 I á hundraðið!!! Pláss fyrir sjálfvirka þvottavél (!!) 12 ára ryðvarnarábyrgð Þú sest inn í hann, ekki ofaní l l I I ABS-hemlar i | / Aflmikil 16 ventla vél Þjófheldasti bíllinn á markaðinum!! Snúningshraðamælir 3ja ára ábyrgð úb; Hátt til lofts \ \ Litað gler í rúðum Lágur þungaskattur i Rafdrifnir útispeglar l Pláss fyrir 24 ölkassa 76 hestöfl / Fæst sjálfskiptur Hreyfiltengd þjófavörn Lofínet á þaki 3ja punkta öryggisbelti/kippibelti / / Samlæsingar Þakbogar / 14" felgur / / Stillanlegir höfuðpúðar 2 loftpúðar Geymsluhólf undir framsætum \ \ \ \ \ Miðjustokkur með glasahöldurum i f / Tvískipt aftursæti Hlíf yfir farangursrými / Stafræn klukka / Rafdrifnar rúður \ \ Vinsælasti fjölnotabíllinn í Danmörku Rúsínan í pylsuendanum. Við tökum gamla bílinn uppí á minnsta kosti 200.000 í takmarkaðan tíma. Mest seldi bíllinn í Japan í mörg ár / \ \ ii i / ' ' / / / Vasar í hurðum / / // Pláss fyrir 38" breiðtjaldssjónvarpstæki Wagon R+ GL verð kr. 1.355.000, GA aðeins minna búinn kr. 1.255.000. Segið svo að ekki sé hægt að gera góð kaup í nýjum bíl í dag. Húsavík. Arni Finnsson. Tölum ekki um hvalveiðar Ársfundur norðurheim- skautsdeildar World Wildlife Fund stendur nú yfir á Húsavík og verður þingað fram á sunnudag. Fundað er í Hvalasafninu á Húsavík en Árni Finnsson, formaöur Náttúruvemd- arsamtaka Islands, sagði í samtali við DV í morgun að ekki væri á dag- skrá að ræða hvalveiðar. Hvala- skoðun yrði hins vegar að líkindum til umfjöllunar en stærstu mál þingsins yrðu loftslagsbreytingar á norðurhveli jarðar og barátta gegn mengun sjávar. Spurður um skýringar þess að fundurinn er haldinn á Húsavík sagði Ámi að forstöðumaður Hvala- safnsins, Ásbjörn Björgvinsson, hefði gert þessari undirdeild World Wildlife Fund hagstætt tilboð varð- andi aðstöðu og gisting byðist einnig á góðu verði á Húsavík fyrir hópinn. Alls sitja fundinn fulltrúar frá íslandi, Skotlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Holllandi, Dan- mörku, Noregi og fleiri löndum. -BÞ Ráðstefna um hvalveiðar Dagana 25. til 29. september nk. verða Færeyjar gestgjafar alþjóð- legrar ráðstefnu um hvalveiðar framtíðarinnar, „Whaling for the Future“. Það eru frjálsu félagasam- tökin „World Council of Whalers", sem í era hvalveiðimenn frá flest- um heimshomum, og samtök þeirra sem standa fyrir ráðstefnunni. Þar verður boðið til vinnustofu um hvalaskurð, hvernig afurðin er meðhöndluð og hvemig taka á rann- sóknarsýni af grindhvölum. Auk þess verður boðið til óvenjulegs hátíðarkvöldverðar þar sem mat- reiðslumenn frá ýmsum löndum matreiða hvalkjöt. -GG Pappírslaus viðskipti í fyrsta sinn: Rafrænt vottorð fýrir ráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk í fyrradag afhent fyrsta fullgilda rafræna vottorðið sem gefið hefur verið út á íslandi. Athöfnin var haldin í kjölfar yfirlýsingar Löggildingarstofunnar um að Skýrr hf. geti geflð út fullgild vottorð samkvæmt lögum nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir. Yfirlýsingin þykir valda straumhvörfum í sögu rafrænna viðskipta hér á landi, þar sem fyrst nú er hægt að eiga lagalega bindandi pappírslaus viðskipti. Lög um rafrænar undirskriftir kveða á um að rafræn undirskrift skuli vera jafngild hefðbundinni undirskrift á pappír. Lögin eru byggð á tilskipun frá ESB en með henni var settur lagarammi um rafrænar undirskriftir og tiltekna vottunarþjónustu í því skyni að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins. Samkvæmt lögum ber Löggildingarstofu að hafa eftirlit með þeim aðilum sem bjóða fullgildar rafrænar undirskriftir á Islandi. Rafrænar undirskriftir fela í sér verulegt hagræði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fullkominn rekjanleiki er þá til staðar og hægt er að hafa alla umsýslu skjala á rafrænu formi. Slíkt minnkar áhættuna á að skjöl týnist eða gleymist einhvers staðar í ferlinu. Skýrr hf. er samstarfsaðili bandaríska fyrirtækisins VeriSign sem sérhæfir sig í útgáfu rafrænna vottorða um allan heim. I dag nota um eitt þúsund fyr- irtæki og stofnanir á íslandi VeriSign-lausnir í gegnum Skýrr hf. -aþ DV-MYND ÞÓK Vottoröið afhent Valgerður Sverrisdóttir, viöskipta- og iönaðarráðherra, fær rafrænt vottorö afhent í fyrsta sinn hér á landi. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is $ SUZUKI *mmmmmmmm^^££mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.