Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 9 I>V Fréttir Sjáðu... 15,5 cm undir lægsta punkt Vönduð hljómtæki Lipur í snúningum \ Meðaleyðsla 6,1 I á hundraðið!!! Pláss fyrir sjálfvirka þvottavél (!!) 12 ára ryðvarnarábyrgð Þú sest inn í hann, ekki ofaní l l I I ABS-hemlar i | / Aflmikil 16 ventla vél Þjófheldasti bíllinn á markaðinum!! Snúningshraðamælir 3ja ára ábyrgð úb; Hátt til lofts \ \ Litað gler í rúðum Lágur þungaskattur i Rafdrifnir útispeglar l Pláss fyrir 24 ölkassa 76 hestöfl / Fæst sjálfskiptur Hreyfiltengd þjófavörn Lofínet á þaki 3ja punkta öryggisbelti/kippibelti / / Samlæsingar Þakbogar / 14" felgur / / Stillanlegir höfuðpúðar 2 loftpúðar Geymsluhólf undir framsætum \ \ \ \ \ Miðjustokkur með glasahöldurum i f / Tvískipt aftursæti Hlíf yfir farangursrými / Stafræn klukka / Rafdrifnar rúður \ \ Vinsælasti fjölnotabíllinn í Danmörku Rúsínan í pylsuendanum. Við tökum gamla bílinn uppí á minnsta kosti 200.000 í takmarkaðan tíma. Mest seldi bíllinn í Japan í mörg ár / \ \ ii i / ' ' / / / Vasar í hurðum / / // Pláss fyrir 38" breiðtjaldssjónvarpstæki Wagon R+ GL verð kr. 1.355.000, GA aðeins minna búinn kr. 1.255.000. Segið svo að ekki sé hægt að gera góð kaup í nýjum bíl í dag. Húsavík. Arni Finnsson. Tölum ekki um hvalveiðar Ársfundur norðurheim- skautsdeildar World Wildlife Fund stendur nú yfir á Húsavík og verður þingað fram á sunnudag. Fundað er í Hvalasafninu á Húsavík en Árni Finnsson, formaöur Náttúruvemd- arsamtaka Islands, sagði í samtali við DV í morgun að ekki væri á dag- skrá að ræða hvalveiðar. Hvala- skoðun yrði hins vegar að líkindum til umfjöllunar en stærstu mál þingsins yrðu loftslagsbreytingar á norðurhveli jarðar og barátta gegn mengun sjávar. Spurður um skýringar þess að fundurinn er haldinn á Húsavík sagði Ámi að forstöðumaður Hvala- safnsins, Ásbjörn Björgvinsson, hefði gert þessari undirdeild World Wildlife Fund hagstætt tilboð varð- andi aðstöðu og gisting byðist einnig á góðu verði á Húsavík fyrir hópinn. Alls sitja fundinn fulltrúar frá íslandi, Skotlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Holllandi, Dan- mörku, Noregi og fleiri löndum. -BÞ Ráðstefna um hvalveiðar Dagana 25. til 29. september nk. verða Færeyjar gestgjafar alþjóð- legrar ráðstefnu um hvalveiðar framtíðarinnar, „Whaling for the Future“. Það eru frjálsu félagasam- tökin „World Council of Whalers", sem í era hvalveiðimenn frá flest- um heimshomum, og samtök þeirra sem standa fyrir ráðstefnunni. Þar verður boðið til vinnustofu um hvalaskurð, hvernig afurðin er meðhöndluð og hvemig taka á rann- sóknarsýni af grindhvölum. Auk þess verður boðið til óvenjulegs hátíðarkvöldverðar þar sem mat- reiðslumenn frá ýmsum löndum matreiða hvalkjöt. -GG Pappírslaus viðskipti í fyrsta sinn: Rafrænt vottorð fýrir ráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk í fyrradag afhent fyrsta fullgilda rafræna vottorðið sem gefið hefur verið út á íslandi. Athöfnin var haldin í kjölfar yfirlýsingar Löggildingarstofunnar um að Skýrr hf. geti geflð út fullgild vottorð samkvæmt lögum nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir. Yfirlýsingin þykir valda straumhvörfum í sögu rafrænna viðskipta hér á landi, þar sem fyrst nú er hægt að eiga lagalega bindandi pappírslaus viðskipti. Lög um rafrænar undirskriftir kveða á um að rafræn undirskrift skuli vera jafngild hefðbundinni undirskrift á pappír. Lögin eru byggð á tilskipun frá ESB en með henni var settur lagarammi um rafrænar undirskriftir og tiltekna vottunarþjónustu í því skyni að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins. Samkvæmt lögum ber Löggildingarstofu að hafa eftirlit með þeim aðilum sem bjóða fullgildar rafrænar undirskriftir á Islandi. Rafrænar undirskriftir fela í sér verulegt hagræði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fullkominn rekjanleiki er þá til staðar og hægt er að hafa alla umsýslu skjala á rafrænu formi. Slíkt minnkar áhættuna á að skjöl týnist eða gleymist einhvers staðar í ferlinu. Skýrr hf. er samstarfsaðili bandaríska fyrirtækisins VeriSign sem sérhæfir sig í útgáfu rafrænna vottorða um allan heim. I dag nota um eitt þúsund fyr- irtæki og stofnanir á íslandi VeriSign-lausnir í gegnum Skýrr hf. -aþ DV-MYND ÞÓK Vottoröið afhent Valgerður Sverrisdóttir, viöskipta- og iönaðarráðherra, fær rafrænt vottorö afhent í fyrsta sinn hér á landi. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is $ SUZUKI *mmmmmmmm^^££mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.