Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 42
46 Helgarblaö I>V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Hvar er kynlífið ? Kvikmyndir eru lífið og lífið er kvikmynd- ir. Þótt kynlíf sé oft þunqamiðja kvik- mynda eins og lífsins sjálfs þá er ekki nóg að hátta fólk til að gera góða kvikmynd. DVskoðaði kynlíf ííslenskum bíómyndum. Það er oft sagt að kynhvötin sé sterkasta aflið og í rauninni drif- kraftur mannsins í gegnum lífið. Kynlíf í sínum margvíslegu birting- Með umtalaðri nauðgunarsenu í kvikmynd sinni, Óðali feðranna, festi Hrafn Gunnlaugsson sig í sessi sein sá ís- lenskra kvikmyndaleikstjóra sem er óhræddastur við að fjalla opinskátt um kynlíf. Það man enginn lengur hvað stúlkan heitir en allir muna eftir Sveini Eiðssyni sem lék vinnumanninn sem er rétt utan myndrainmans. armyndum kemur við sögu í okkar daglega lífi og er notað til margvislegra hluta annarra en fjölga mannkyninu. Menn nota kynlíf sem samskipta- tæki, skiptimynt, drottnunarafl og afþreyingu. Kynlíf í sínum ýmsu myndum selur nánast hvað sem er, hvort sem það eru bílar, undirföt, upp- þvottalögur eða blöð og tímarit. Þetta vita menn þótt þeir viti líka að mörgum finnst kynlíf skipa allt of stóran sess í lífi nútíma- mannsins og finnst það beinlínis gegnsýra allt samfélagið. Þótt flestir séu hlynntir kynlifi innan veggja svefnherbergisins er oft deilt um birtingu þess og umfjöllun á opinberum vettvangi. Einn slíkur vettvangur eru kvikmyndir og það hvernig kynlíf birtist í kvikmyndum og finnst mörgum því ann- að hvort ofaukið á hvíta tjaldinu eða menn hneykslast á tepruskap kvikmyndaleikstjóra sem ekki þora að sýna lífið eins og það er í raun og veru. íslenskt bíókynlíf í upphafi Um þessar mundir er talsverð gróska í íslenskri kvikmyndagerð og íslenskar kvikmyndir, leik- stjórar og leikarar njóta hylli og velgengni innan lands og utan. Það eru nú liðin 22 ár frá því sem oftast er kallað íslenska kvikmyndavorið sem hófst 1980 með frumsýningu Lands og sona og þess vegna skulum við líta aðeins á kynlíf i íslenskum kvikmyndum. 79 af stöðinni eftir sögu Indriða G. var í raun is- lensk kvikmynd þótt hún væri gerð af útlending- um. Þar kom kynlíf við sögu og íslenskir sveita- menn supu hveljur þegar Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld fóru saman í rúmið eins og ekk- ert væri. Sagt er að kona í Keflavík hafi undrast á því yfir allt bíóið hve lengi atlotin stóðu. Siðan liðu mörg ár og þá gerði Reynir Oddsson kvikmyndina Morðsögu og þar var fátt dregið undan og flestir leikarar fóru úr öllum fötunum og lifðu bæði venjulega og óvenjulegu kynlífi. Hrafn er kóngurinn Þegar fjallað er um kynlíf í islenskum kvik- myndum verður manni fljótlega ljóst að þar hefur Hrafn Gunnlaugsson nokkra sérstöðu. Segja má að kynlíf í sinum fjölbreyttu myndum sé nær undan- tekningarlaus hreyfiafl sögunnar í kvikmyndum hans. Með fyrstu mynd sinni, Óðali feðranna, má segja að hann hafi gengið fram af þjóðinni með frægri nauðgunarsenu þegar fremur ógeðfelldur vinnumaður misnotar þroskahefta heimasætu. Þar fékk Sveinn Eiðsson, áhugaleikari úr Borgar- nesi, á sig ímynd sem fylgdi honum allan ferilinn í myndum Hrafns. f síðari myndum Hrafns hefur aldrei skort neitt á bæði hefðbundið kynlíf og óhefðbundið þótt hið hrottafengna og óhefta fái oft meira rými í mynd- um hans en mjúkar erótískar gælur. Stundum hef- ur Hrafn farið út á jaðar þess sem þjóðin þolir og nægir að riija upp Hin helgu vé þar sem harn lík- ir eftir samförum og fullnægingu og yfir í sjón- varpsmynd hans þar sem Unnur Steinsson fegurð- ardrottning fór höndum um hreðjar graðhests í nærmynd. Hrafn hefur aldrei farið troðnar slóðir í þessum efnum og skeytt lítt eða ekki um smekk almennings. Sérfræðingur á þessu sviði benti blaðamanni á að atriði þar sem gægst er á unga stúlku hátta sig væri næstum þvi eins og fanga- mark í kvikmyndum Hrafns. Baltasar er ófeiminn arftald Hrafn tilheyrir kynslóð þeirra leikstjóra sem stigu út í vorið fyrir um 20 árum en ný kynslóð leikstjóra er fyrir nokkru komin fram. Þar má hik- laust segja að arftaki Hrafns sem leikstjóri sem er engin tepra sé Baltasar Kormákur. í fyrstu mynd hans, 101 Reykjavík, var mikið af kynlífi og nekt Hin lielgu vé er meðal þeirra kvikmynda Hrafns Gunnlaugssonar þar sem hann fjallar um kynlíf á jaðri þess samþykkta en segja má að viðfangsefni myndarinnar sé börn og kynlíf. 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák naut mikilla vinsælda en þar er kvnlíf eiginlega þungamiðja sög- unnar en það verður seint sagt að það sé alveg hefð- bundið en í 101 eignast söguhetjan barn með sam- kynhneigðri unnustu móður sinnar. Spænska leik- konan Victoria Abril túlkaði unnustuna eftirminni- lega. og það var þar alls ekki til skrauts heldur þunga- miðja sögunnar. Hér var vissulega um óhefðbund- ið kynlíf að ræða og sumir segja reyndar að það sé ein af ástæðunum fyrir miklum vinsældum mynd- arinnar, t.d. í Frakklandi, að þar þyki hefðbundið gagnkynhneigt kynlíf í kvikmyndum óspennandi og þreytt umfjöllunarefni. Nýlega var frumsýnd ný kvikmynd Baltasars, Hafið, sem hefur fengið verðskuldaðar góðar við- tökur. Þar er kynlíf sjaldan langt undan enda sögupersónur Baltasars og Ólafs Hauks í fullu fjöri. Það sem þessar tvær myndir eiga þó sameig- inlegt er að í þeim báðum striplast kyntáknið Hilmir Snær Guðnason af hjartans lyst sem er frekar óvenjulegt en oftar eru leikstjórar víttir fyr- ir að hátta ungar stúlkur á tjaldinu gersamlega að tilefnislausu. Kynlíf er ekld nóg Hitt er ekki síður ljóst að þótt sumir leikstjórar séu ásakaðir fyrir að nota kynlíf og nektarsenur eins og lystaukandi umbúðir sem koma innihald- inu ekkert við eða eins og jarðarber á fallega tertu þá eru auðsjáanlega í íslenskri kvikmyndagerð skemmtileg dæmi um að kynlíf er alls ekki nauð- synlegt til að fá fólk í bíó og auðvitað alls ekki nóg út af fyrir sig. Mest sótta íslenska kvikmyndin frá upphafi er óumdeilt Með allt á hreinu sem Ágúst Guðmunds- son gerði með Stuðmönnum. Þar fer enginn mað- ur úr fotunum og engum dettur kynlíf í hug þótt myndin gerist í raun i heimi sem hefur gert „sex, drugs and rock ‘n’ roll“ að einkunnarorðum sin- um. Siðprúðir leikstjórar Ágúst Guðmundsson hóf íslenska kvikmynda- vorið og hefur gert margar kvikmyndir en við hlið Hrafns og Baltasars virkar hann eins og óttaleg tepra. Það er afar sjaldgæft að söguhetjur Ágústs :aarr ? ’CTW*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.