Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 46
Helqarblað H>"Vr LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Sakamál Líffræði- kennari og bamaníðingur Nikki Lunbeck er aðlaðandi ung stúlka og ber ekki með sér að hafa i/erið þrælkuð og misnotuð á hrgllilegan hátt og suikin af móður sinni. Hún er núna um tvítugt og er íútliti og framkomu eins og hver önnur bandarísk ung stúlka en ber samt hjartasár sem aldrei gróa. Það er vinur móður hennar sem misnotaði barnið árum saman og þótt undarlegt megi virðast tók móðirin ávallt málstað kvalara dóttur sinnar og fgrirgaf honum allt og telur jafnvel að barnið hafi tælt karlinn og eigi sök á grófri misnotkun hans á henni sem hún mun bera menjar eftir til æviloka. Nikki var aðeins sex ára þegar Glenn faðir hennar dó úr krabbameini, aðeins fertugur að aldri. Skömmu síðar tók móðir hennar, Darlene, saman við Kenneth Barrett. Hann var föðurlegur og viðmótsþýður og virt- ist góður kostur fyrir ekkjuna og dætur hennar tvær, Nikki og eldri systur hennar, Suzanne. Hann var virtur borgari í Bellville í Texas, líf- fræðikennari menntaskóla og í sóknarnefnd kirkjunnar i bænum. í fyrstu gekk allt vel í sambandi Kenneth og fjölskyldunnar. Darlene naut þeirrar ástúðar sem hún þarfnaðist eftir lát eiginmannsins og eins fjárhagsaðstoðar til aö halda fjölskyldunni saman. Ekkjan og dætur hennar nutu fyrst í stað þess stuðnings sem þeim var nauðsynlegur á erf- iðum tímum. Fyrst þegar Nikki varð þess vör að það var ekki allt i lagi með sambandið við kennarann var þegar hann kom eitt sinn heim síðdegis þeg- ar móðir hennar var úti að versla og hún í baði. Hann settist á baðkersbrúnina og hló og talaði samtímis og hann fór að sápa líkama barnsins. Þetta endurtók sig síðar og sjö ára gömul stúlkan fór að velta fyrir sér hvort allir feður hegðuðu sér svona. Kenneth færði sig upp á skaftið, gerðist æ ágengari við telpuna og lét hana taka á líkamspörtum sem hún kærði sig ekkert um að snerta. Ágengnin varð sífellt andstyggilegri og Nikki varð sífellt ringlaðri og vissi ekki hvað hún ætti til bragðs að taka. Hún sagði síðar að móðir sín hefði verið svo hrifin af Kenneth og ánægð með hann að hún hefði verið hrædd um að verða sjálf talin sökudólgurinn ef hún segði móður sinni frá því hvernig elskhugi hennar hegðaði sér. Henni sagðist svo frá að í hvert sinn sem tæki- færi bauðst hafi Kenneth káfað á henni og neytt hana til að gera hið sama við sig. Hræðilegt gelgjuskeið Bamaníðingurinn hótaði Nikki að segði hún frá framkomu hans við hana mundi enginn trúa henni og hún yrði send á betrunarheimili fyrir lygara. Nikki varð að þola ofbeldi á lieimili sínu og fræðslu í kennslustofunni. Hún þorði ekki einu sinni að segja eldri syst- ur sinni, Suzanne, frá framkomu karlsins en hún vissi samt að Kenneth var viðsjárgripur og gat verið ofbeldissinnaður og óútreiknanlegur. Hún sagði síðar að hún hefði orðið vör við mikla breytingu á móður sinni eftir aö hún fór að vera með Kenneth. Hann var skapbráður og var fljótur til að hafa í hótunum ef þeim sinnað- ist. Þegar Suzanne var 16 ára hafði hann í hótun- um við hana þegar hún vildi ekki þýðast hann og var það i síðasta sinn sem hann reyndi þvi hún hljóp að heiman og sneri ekki aftur. En skildi móður sina og sjö ára gamla systur eftir. Þegar Nikki var ellefu ára og var að komast á gelgjuskeið fór Kenn'eth að nauðga henni. Hún sagðist lengi hafa búist við að svo færi en var varnarlaus gagnvart honum sem fyrr. Seinna þegar Kenneth var yfirheyrður sagði hann að Nikki hefði verið viljug að láta að vilja hans. Hann var þá orðinn 58 ára gamall. Sér- fræðingar í ofbeldi gegn börnum segja það al- gengt að barnaníðingar liti á sjálfa sig sem fórn- arlömb krakka sem vilji fleka þá. Kenneth hélt því fram að Nikki hefði síst haft á móti atlotum hans og viljað að hann káfaði á henni. Móðirin, sem Nikki sagði að hefði jafnvel ekki viljað viðurkenna barsmíðar sambýlismanns síns, viðurkenndi aldrei að hafa vitað neitt um misnotkun á barninu, jafnvel ekki þegar hún fór fram í hennar eigin rúmi. Við yfirheyrslu sagði móðirin frá tilviki sem hún þóttist muna eftir en þá hafi hún blundað í sófa framan við sjónvarpið. Þá hafi Nikki tekið í hönd Kenneths og stungið henni niður í eigin buxnastreng. Þegar móðirin var spurð hvers vegna dóttirin hefði gert það var svarið aðeins: hormónar. Allt glatað Þegar Nikki var orðin 16 ára hljópst hún að heiman, örvingluð og í sjálfsmorðshugleiðing- um. Hún leitaði til Suzanne systur sinnar sem grunaði strax hvers kyns var og spurði hvort sambýlismaður móður hennar hefði sýnt henni kynferðislega áreitni. Svarið var aðeins grátur og örvinglan. Eldri systirinn fékk Nikki til að leita til yfir- valdanna og kæra Kenneth. Þar var henni ráð- lagt að leggja fram sönnunargögn sem dygðu til að sakfella hann. Hún hringdi í karlinn og var samtalið tekið upp á segulband og ræddu þau um samband sitt á opinskáan hátt. Kennarinn var handtekinn þegar hann var að fara í kennslustund í menntaskólanum í Bell- ville. Eftir að málið komst seint og um síðir í hend- ur réttvísinnar hélt Nikki að hún myndi fá þann stuðning sem henni var svo nauðsynlegur. En það var öðru nær. Þótt Kenneth Barrett viðurkenndi sök sína hélt hann því fram að vilji þeirra til kynmaka hafi verið gagnkvæmur. Margir kennaranna við menntakólann viður- kenndu að hann hefði brotið af sér gegn nem- Kcnneth Barrett misnotaði dóttur vinkonu sinnar í tíu ár. anda en stóðu samt sem áður með honum og töldu hann ekki einan vera sekan. Jafnvel eftir að hann var dæmdur gaf kennslukonan Sharon Speiss honum góðan vitn- isburð og sagði að hún efaðist ekki um að hann hefði misgjört stúlkunni en hann væri aðeins sekur um lélega dómgeind. Jafnvel þótt Kenneth væri rekinn frá mennta- skólanum og sviptur kennsluréttindum bíður hans starf þegar hann losnar úr fangelsi. Kona sem á sæti í stjórn í kristilegum skóla í bænum sagðist mundu mæla með að hann yrði ráðinn til að kenna líffræði þar þegar hann losnaði út. En undarlegust urðu viðbrögð Darlene, móður Nikki og Suzanne. Hún gekk í heilagt hjónaband með Kenneth Barrett eftir að hann var ákærður fyrir svivirðilegan glæp gegn dóttur sinni en áður en réttarhöldin yfir honum hófust. Hún sagði fréttamönnum að hún mundi ávallt standa við hlið hans hvað sem á gengi. Hún heldur því fram að það hafi verið karlinn sem var misnot- aður kynferðislega. Um dóttur sína sagði hún aðeins að hún væri ekki sköðuð til langframa og mundi komast yfir þetta allt. Kenneth Barrett var dæmdur fyrir kynferðis- lega misbeitingu á barni og hlaut tíu ára fang- elsisdóm. Þó er ekki víst að hann þurfi að sitja lengi inni þvi hann má sækja um náðun árið 2004. Við réttarhöldin bar Nikki að hún hefði lifað í stöðugum ótta við hvað þessi maður kynni að gera við hana og hún sagðist óttast að hún mundi aldrei losna við óttann og hvað framtíð- in bæri í skauti sér. Hún kvaðst enn fá martrað- ir og að ekkert geti komið í staðinn fyrir það sem búið er að taka frá henni. Einna erfiðast sagði hún að hefði verið að sitja í liffræðitímum hjá kvalara sínum þegar hann var að útskýra tímgun spendýra og nem- endur voru uppi með alls kyns glósur og spé um efnið, eins og gengur. Eftir þá tíma sagðist hún hafa farið heim og grátið klukkustundum sam- an. Að þurfa aö sækja tíma hjá manninum sem gerði henni lífið óbærilegt var hreinasta kval- ræði. Oft hugsaði hún um að fremja sjálfsmorð og einu sinn gleypti hún svefnpillur úr glasi en þegar hún kom aftur til meðvitundar láðist móð- ur hennar að leita læknis og láta rannsaka hvort dóttirin hefði beðið varanlegan skaða af. Nikki segist enn hugsa um að Kenneth var elskhugi móður hennar í tíu ár og kvalari henn- ar álíka lengi. Og þegar hún stálpaðist og fór í framhaldsskóla var hann kennari hennar líka. Hún segist oft velta fyrir sér hvort fleiri stúlkur þurfi að líða slík örlög án þess að neitt sé gert í málum þeirra. En Nikki Lunbeck ber sínar byrðar ein. Móð- ir hennar bíður eftir að Kenneth losni úr fang- elsi og segir að ekki komi til mála að hún skilji við svo vænan mann. En sjálf segist Nikki hafa misst sakleysi sitt, bernsku sína og æsku og framtíðardrauma. Síðan hefur hún líka misst móður sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.