Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 60
f &4 H&lgctrblað 33’V’ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Engar timapantamr. Komdu núna! REYKJAVIK AKUREYRI Starfsfólk óskast Nýkomin stór sending af funtós-stólum. Full búð af nýjum vörum á góðu verði. imm NYR Jeep Cherokee Limited 3,1 disil skráöur 8/2002, ekinn 0 km, allt rafdr., minni á sætum, samlitur, 10 diska CD-magasín, gler-topplúga, álfelgur, aksturstölva. Einn með öllu. Höfum einnig Cherokee Laredo til sölu. Bilreiðaverkstœði Graíarvogs Visa/Euro raðgreíoslur. Til sölu og sýnis hja Bílahöllinni, Bíldshöfða 5, sími 567-4949/694-3308. Opið a laugardögum frá kl. 12-16 SMURNING RESTBURHNT/BBR Vesturgötu 3b sími 5512344 www.tapas.is Starfsfólk óskast í sal. Upplýsingar gefur Kári á staðnum eða í síma 5512344 milli kl. 16.00 og 18.00 VIGTARMENN Haustnámskeið 2002 til löggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir Ef næg þátttaka fæst! Á Reyðarfirði 15., 16. og 17. okt. Endurmenntun 18. okt. Skráningu þátttakenda lýkur 11. okt. í Reykjavík dagana 21., 22. og 23. okt. Endurmenntun 29. okt. Skráningu þátttakenda lýkur 21. okt. Námskeiðin hefjast öll kl. 10.00 og þeim lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upþlýsingar á Löggildingarstofu í síma 510-1100 Námskeiðsgjald kr 24.000. Endurmenntunarnámskeið kr 10.000. Löggildingarstofa www.ls.is Skákþátturinn___________ Umsjón Sævar Bjamason Evrópukeppni taflfélaga: Flestir sterkustu skák- menn Evrópu mæta Á morgun hefst Evrópukeppni taflfélaga í Halkdiki í Grikklandi. Mótið er einn stærsti skákviðburður hvers árs en meðal keppenda eru flestir sterkustu skákmenn Evrópu. Sterkustu liðin eru sterkari en á sjálfum ólympiu- mótunum sem skýrist af því að á ólympiumótunum geta „aðeins" sex Rússar teflt en þarna eru þeir í tugavís! Fulltrúi íslands að þessu sinni er Taflfélagið Hellir en það varð í 2. sæti á íslandsmóti skákfélaga. Taflfélagið Hrókurinn afþakkaði að vera með enda flestir sem tefldu með því uppteknir með öðr- um félögum þarna á Evrópumót- inu. Það er skrýtið en íslandsmeistarar Hróksins eru meistarar margra landa og flakka á milli þar sem best er boðið, tefla svo venjulega með sigurlandi heimalands síns. En í liði íslandsmeistara Hróksins voru 7-9 erlendir stórmeistarar sem geta bara teflt með einu liði í einu! Hellismenn eru ekki líklegir til stórafreka að þessu sinni. Sveit Hellis virðist vera u.þ.b. 30. sterkasta sveitin af 44 sveitum. I fyrra gekk Hellisbúum afar vel og hafnaði sveit félagsins í 10. sæti og varð Hellir efst tafifélaga úr Vest- ur-Evrópu! Sveit Hellis var þá betur skipuð, með henni tefldu þrír stórmeistarar en nú eru þeir aðeins tveir. Þar fyrir utan virðast hin liðin enn sterkari en í fyrra! Hreyfilseinvígið Stefán Kristjánsson hélt sannkallaða flugeldasýningu í síð- ustu skák Hreyfilseinvígisins og lagði Tomas Oral með stæl. Hann tefldi af mikilli hörku og fórnaði á báðar hendur fyrir óverjandi mát- sókn gegn tékkneska meistaran- um. Báðir lentu í gríðarlegu tímahraki og Tomas Oral féll á tíma í 29. leik en þá voru kóngi hans allar bjargir bannaðar. Lokaúrslit í Hreyfilseinvíginu urðu því 4-2 fyrir Oral en Stefán má sannarlega vel við una. Hann gafst ekki upp þótt Oral ynni þrjár fyrstu skákirnar heldur barðist af mikilli einurð og uppskar eftir því. Svo skrifar Hrafn Jökulsson, sá mikli skákjöfur og frumkvöðull einvíginsins, á netsíðu Hróksins. Þetta er vel meint og vissulega tefldi Stefán af mikilli einurð og uppskar eftir því. Hins vegar fell Oral á tíma í 30. leik og var með unnið tafl er hann lék hinum örlagarlka 29. leik -sínum. En ég samgleðst Stefáni og þeim Hróksmönnum með frábært einvígi og að hann skyldi hafa sigur i lokaskákinni. Menn vinna ekki skák nema andstæðingurinn leiki af sér. Það gerðist hins vegar mun seinna en þarna var lýst. Eins og það skipti einhverju máli?! Það kom ekki í ljós fyrr en við nánari skoðun! Lítum á þessa sögulegu og skemmtiiegu skák! Sá sem leikur næstsíðasta afleiknum í skák vinnur, sagði skákmeistar- inn Tartakower í byrjun 20. aldar- innar, minnir mig. Hvltt: Stefán Kristjánsson (2428). Svart: Tomas Oral (2549). Hreyfilseinvigið, Þjóðarbókhlöðunni (6), 19.09.2002 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Dd3 b5 11. Bg5 Bb7 Þetta afbrigði tefldu þeir félagar í öllum Stefán Kristjánsson Sigraði loks í síðustu skákinni í einvíginu við Toinas Oral. skákunum sem Stefán hafði hvítt í. Stefán reynir hér nýja leið en hafði áður leikið 12. f4 og þurft að taka tilit til Bb4 sem kom í báðum skákunum. 12. a3 h5 13. Bxf6 gxf6. Þetta afbrigði byggist á biskupa- parinu og árásum þess á miðborðið og sókn eftir g-línunni. Á móti kemur að hættulegt er að hróka langt og hvitur getur djöflast á stöðu svarta kóngsins. 14. f4 h4 15. h3 Hc8 16. Hadl Ke7 17. Bg4 Hhd8 18. Hd2 Ba7. Staða hvíts er sterk og hann hefur ágæt sóknarfæri. En ekki má vameta mótspil svarts. 19. e5 f5. Varkárir skákmenn myndu leika hér 20. Bf3 og hvíta staðan er aðeins betri. En gæfan fylgir þeim djörfu! 20.Bxf5! exf5 21.Dxf5 Hg8 22.Hfdl Hcd8. 23. Hd5?! Þessi leikur er djarfur mjög og keppendur eyddu miklum tíma. En þessi glæsilegi leikur er ekki góður (?!) Hér kemur til greina að leika 23.Df6+ Ke8 24.Í5 með öflugri mátsókn eins og Jón Viktor Gunnarsson hefur stungið upp á. 23. -Hg6 24. Dh5 Hdg8 25. Dxh4+ Ke8 26. Hld2 Bxd5?! Hér virðist 26. -Dc4! vinna skákina fyrir svartan, annar leikur er 26. Db6! En það er ekki nóg að vera með unnið. 27. Rxd5 Dc5. Stefán leikur nú mjög skemmtilegan leik og svartur má ekki taka hrókinn vegna mátsins á e7. En tíminn var mjög naumur hjá stórmeistaranum og hann sá ekki leikinn 28. Hh6! sem virðist vinna skákina fyrir svartan. 28. Hd4 f6? 29. Dh7 Hxg2?? Leikur sig beint í mát í tímahrakinu. Betra var 29. Kd8 eða 29. fxe5 með betra tafli fyrir svart. En nú kemur snoturt mát hjá hvítum. 30. Rxf6+ Eftir 30. Kf8 kemur 31. Rxd7+ Ke8 32. Rf6+ Kf8 33. Hd8 og mát! 1-0. Ungir stómieistarar! Humpy Koneru frá Indlandi varð fyrsta konan þar 1 landi til að verða stórmeistari í karlaflokki! Það er, ekki alveg ljóst hvort hún sló méf Juditar Polgar sem var yngst kvenna til að vinna stór- meistaratitilinn. Judit var 15 ára og sló met Bobby Fischers en hann var yngstur til að ná titlinum á sín- um tíma. Sú indverska er nokkrum mánuðum yngri en Judit að því er talið er en fæðingarheimildirnar eru ekki taldar alveg öruggar. Eins hefur verið á reiki lengi hversu gömul Judit Polgar er í raun og veru en hún var alla vega 12-13 ára á Egilsstöðum 1988. Indverjar eru alla vega skiljanlega í skýjunum yfir sinni stúlku. En metið að verða yngsti stórmeistari heims hefur verið margslegið. Sergei Karjakin, 12 ára!, frá Úkraínu er yngsti stórmeistari heims, hann náði titlinum fyrir skömmu. Við eigum örugglega eftir að heyra meira um piltinn, hann hefur aðallega teflt í Úkraínu, sem á nú- verandi heimsmeistara FIDE í skák, hinn 19 ára gamal Rustam Ponomariov! Unglingastarfsemin í skák er greinilega í góðu lagi þar í landi. Haustmót TR Vetrarvertíðin hjá skákmönn- um byrjar venjulega með Haust- móti TR. Sigurður Daði Sigfússon leiðir á Haustmóti Taflfélags Reykjavikur með 5 vinninga að loknum 6 umferðum. í 2. sæti með 4,5 vinninga er Davíð Kjartansson. 3. Kristján Eðvarðsson með 4 vinninga. 4. Magnús Örn Úlfars- son með 3,5 vinninga. 1 B-flokki er staða efstu manna: 1. Stefán Bergsson, 5,5 vinninga, í 2.-3. sæti eru Guðni Stefán Pétursson og Stefán Freyr Guðmundsson með 5 vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.