Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 56
#<>o He/garblctcf 33 "V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson % Elín Torfadóttir fyrrv. leikskólastjóri og fyrrv. framhaldsskólakennari, verður 75 ára á morgun Elin Torfadóttir, fyrrv. leikskólakennari og fyrrv. framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Aflagranda 40, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsfeiill Elín fæddist í Reykjavík og hefur átt þar heima alla tíð. Hún lauk gagnfræðaprófi 1944, stundaði síðan skrifstofustörf hjá Efnagerð Reykjavíkur en hóf síðan nám við hinn nýja skóla, Uppeldisskóla Sumargjafar (síðar Fóstruskóla íslands), og lauk þaðan prófi úr fyrsta árgangi skólans 1948. Elín starfaði um áraraðir á leikskólum Reykjavíkurborgar, bæði sem deildarfóstra en einkum þó forstöðumaður - leikskólastjóri. Árið 1963 fór Elín í framhaldsnám til Danmerkur í Danmarks Lærehöjskole, fyrst í fjóra mánuði en lauk síðan prófum með fjarnámi. Hún fór námsferð til Svíþjóðar, sat þar í skóla og kynnti sér jafnframt dagmæðrakerfi þar i landi. Elín settist svo enn á skólabekk þegar öldungadeild MH tók til starfa og lauk þaðan stúdentsprófi 1978. Á þeim árum starfrækti hún jafnframt eigin leikskóla. Elín hefur síðan stundað nám við Hl og lokið þaðan prófum í ýmsum greinum. Þá lauk hún kennsluréttindanámi við KHÍ 1983 og námi í framhaldsdeild Fóstruskólans 1984. Elín kenndi við FB um árabil, kenndi í Námsflokkum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og hélt námskeið fyrir dagmæður. Hún lauk snemma námi sem leiðsögumaður og starfaði við það fyrr á árum. Elín sat í fyrstu stjórn Félags fóstra og hefur sýnt þeim málum mikinn áhuga. Þá hefur hún haft áhuga á almennum þjóðmálum og unnið að þeim við hlið eiginmanns síns. Loks má geta þess að Elín hefur stundað nám í íslendingasögum hjá Jóni Böðvarssyni um árabil. Fjölskylda Elín giftist 3.7. 1948 Guðmundi J. Guðmundssyni, f. 22.1. 1927, d. 12.6. 1997, formanni Dagsbrúnar og alþm.. Hann var sonur Guðmundar H. Guðmundssonar, sjómanns í Reykjavík, og k.h., Sólveigar Jóhannsdóttur húsmóður. Börn Elínar og Guðmundar eru Gunnar Örn, f. 17.11. 1948, héraðsdýralæknir Reykjavíkur, kona hans er Elísabet Haraldsdóttir leirlistakona og eru börn þeirra Bárður Örn, Halldór Örn og Sólveig Ragnheiður; Sólveig, f. 18.12. 1951, fulltrúi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, eru dætur hennar Sandra og Tinna; Guðmundur H., f. 1.5. 1953, deildarstjóri við launadeild fjármálaráðuneytisins, kona hans er Jónína Jónsdóttir fulltrúi og eru börn þeirra Eva Dögg, Anna Úrsúla, Sólrún Helga og Guðmundur Jóhann; Elín Helena, f. 20.1. 1962, kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík, eru börn hennar Glóey og Torfi Þór. Systkini Elínar eru Ásta, f. 19.3. 1925, húsmóðir og fyrrv. fulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, búsett í Reykjavík; Gunnar, f. 18.7. 1932, verkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Elínar voru Torfi Þórðarson, f. 6.11. 1901, stjórnarráðsfulltrúi, búsettur í Reykjavík, og k.h., Anna Úrsúla Björnsdóttir, f. 10.1. 1902, húsmóðir. Ætt Torfi var bróðir Þjóðbjargar kennara, móður Hauks Jörundssonar skólastjóra. Torfi var sonur Þórðar, trésmíðameistara í Reykjavík, bróður Sigríðar, ljósmóður og kennara. Þórður vai sonur Narfa, hreppstjóra í Stíflisdal, bróðui Birgittu, langömmu Kristjáns Kristjánssonai hljómsveitar-stjóra og Kára Jónassonai fréttastjóra. Narfi var sonur Þorsteins, b. Stiflisdal, Einarssonar, b. þar Jónssonar, b. Núpum í Ölfusi, Klemenssonar. Móðir Einars vai Ingveldur Jónsdóttir, systir Guðna, ættföðui Reykjaættarinnar, langafa Guðna, langaf; Vigdísar forseta. Móðir Þórðar var Þjóðbjörj Þórðardóttir, b. á Úlfljótsvatni, Gílslasonar, o; Sigríðar Gísladóttur, hreppstjóra í Villingaholti Sigurðssonar, bróður Jóns, afa Jóm Sigurðssonar forseta. Móðir Torfa var Guðrún Jóhannsdóttir, b. Hrólfskála, Bjarnasonar. Móðir Guðrúnar vai Sigríður Bjarnadóttir frá Sogni. Anna var dóttir Björns, verkamanns Reykjavík, Hannessonar, b. á Jörva á Kjalarnesi Jónssonar. Móðir Björns var Úrsúla Ólafsdóttir b. í Lækjarmótskoti í Víðidal, Magnússonar Móðir Úrsúlu var Helga Magnúsdóttir. Móðir Önnu var Sesselja Þórðardóttir verkamanns í Bjarghúsum við Klapparstíg Reykjavík, Stefánssonar, b. í Tjarnarkoti Ólafssonar, b. á Hrauni i Flóa, Þórðarsonar Móðir Þórðar var Ingveldur Jónsdóttir, b. Gerðum, Árnasonar, prests í Steinsholti, bróðui Böðvars, afa Þuríöar, langömmu Vigdísai forseta. Árni var sonur Presta-Högn Sigurðssonar. Móðir Ingveldar var Helg; Ólafsdóttir. Móðir Helgu var Sesselja Aradóttir b. í Götu, Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar Sturlaugs-sonar. Elín tekur á móti gestum í salnum ac Aflagranda 40 laugard. 21.9. milli kl. 17.00 of 20.00. Afmæli Laugard. 21. september 85 ÁRA___________________ Guðjón Elíasson, Bólstaöarhllð 45, Reykjavík. Hólmfriður Sölvadóttir, Langholtsvegi 154, Reykjavlk. 80 ÁRA___________________ Jónfríður Gunnarsdóttir, Ferjubakka 4, Reykjavík. 75 ÁRA Sigurður Jósefsson, Bjarmastlg 7, Akureyri. 70 ÁRA Bjarni Sæmundsson, Kirkjulundi 6, Garöabæ. Erna Petrea Þórarinsdóttir, Hábergi 30, Reykjavík. Hannes Jóhannsson, Bollagötu 9, Reykjavlk. Helga M. Guömundsdóttir, Laufásvegi 1, Stykkishólmi. Sigurbjörg Njálsdóttir, Móabaröi 34, Hafnarfiröi. 60 ÁRA Karl Egill Steingrimsson, Ásvegi 28, Akureyri. Kona hans er Soffia Jónasdóttir. Hann tekur á móti gestum aö Bjargi, Bugðusíöu 1, Akureyri. Anna Sæmundsdóttir, Merkurgötu 3, Hafnarfiröi. Guðjón Helgason, Hlíðarvegi 11, Njarövík. Hulda Sigríður Vidal, Laugalind 12, Kópavogi. Margrét Kristjánsdóttir, Lambhaga 12, Selfossi. 50j I ARA____________________ Ásgerður Hjálmsdóttir, Mánabraut 6b, Akranesi. Baldur Kristjánsson, Stórholti 5, Akureyri. Elín Kristín Helgadóttir, Unufelli 28, Reykjavlk. Gunnar D. Magnússon, Reykjabraut 21, Þorlákshöfn. Steinvör Einarsdóttir, Reynivöllum 4, Egilsstöðum. 40 ÁRA Berta Lucille Faber, Sunnuflöt 43, Garðabæ. Björn Hermannsson, Dverghömrum 36a, Reykjavlk. Elín M. Gunnsteinsdóttir, Stekkjarholti 3, Húsavlk. Gunnlaugur P. Nielsen, Tjarnarbóli 6, Seitjarnarnesi. Hanna Björg Marteinsdóttir, Huldulandi 10, Reykjavík. Hilmar Valgarðsson, Klettabergi 48, Hafnarfirði. Hulda Birgisdóttir, Kveldúlfsgötu 19, Borgarnesi. Jón Jarl Þorgrímsson, Vættaborgum 146, Reykjavík. Lothar Pöpperl, Tómasarhaga 29, Reykjavík. María Sverrisdóttir, Furuhllð 25, Hafnarfirði. Sigríöur Erlingsdóttir, Mýrum 9, Patreksfirði. I I '3 í* * Gunnlaugur Blöndal LISTMUNAUPPBOÐ yerður haldið annað kvöld, kl. 19.00, á Hótel Sögu, Súlnasal Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, í dag, kl. 10.00-17.00, og á morgun, kl. 12.00-17.00. Seld verða rúmlega 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Sunnud. 22. september 85ÁRA Júlíana Jónsdóttir, Aðalgötu 20, ðlafsfirði. 80 ÁRA____________________ Gróa Eyjólfsdóttir, Víkurbraut 26, Höfn. Ida Kristjánsdóttir, Breiðási 7, Garðabæ. Sigrún Þorsteinsdóttir, Stóra-Hálsi, Selfossi. Þorbjörg Ólafsdóttir, Hólabergi 22, Reykjavík. 75 ÁRA____________________ Brunhild Pálsdóttir, Engjavegi 9, Selfossi. Egill Ó. Strange, Þrastahrauni 5, Hafnarfiröi. Óskar S. Gíslason, Smiðjuvegi 4c, Kópavogi. Páll Kristinsson, Njarðvíkurbraut 32, Njarðvík. 60ÁRA Erla Guðmundsdóttir, Rjúpufelli 32, Reykjavík. Kristrún Kjartans, Kleppsvegi 40, Reykjavik. María K. Jacobsen, Brekkukoti, Selfossi. Óskar Ágústsson, Unufelli 35, Reykjavík. SOÁRA Benedikt Þór Valsson, Dalseli 36, Reykjavík. Björgvin Skafti Vilhjálmsson, Álfaheiði 28, Kópavogi. Brynja Skarphéðinsdóttir, Tjarnarlundi 12h, Akureyri. Helga Magnea Steinsson, Sæbakka 1, Neskaupstað. Hlíf Sigríður Arndal, Lyngheiði 4, Hverageröi. Hulda Guðlaug Sigurðardóttir, Rfumóa 12, Njarðvlk. Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, Rekagranda 10, Reykjavík. Ingveldur Gísladóttir, Stífluseli 5, Reykjavík. Kristín Jóna Jónsdóttir, Möðrusíðu 3, Akureyri. Sigurveig Sigurðardóttir, Einigrund 25, Akranesi. Tómas Halldór Ragnarsson, Ástúni 14, Kópavogi. 40 ÁRA____________________ Gunnar Skarphéðinsson, Stekkjarholti 1, Húsavlk. Harpa Pétursdóttir, Hjaltabakka 2, Reykjavík. Ingibjörg Ragnarsdóttir, Hléskógum 2, Egilsstöðum. Kristinn Hauksson, Lækjasmára 54, Kópavogi. Kristín Kristinsdóttir, Þingási 29, Reykjavík. Leifur Kristinn Haröarson, Karlsrauöatorgi 26a, Dalvlk. María Berglind Oddsdóttir, Álakvísl 7c, Reykjavlk. Rannveig Halldórsdóttir, Hjallahlíð 19d, Mosfellsbæ. Svavar Hilmarsson, Reykjavlkurvegi 5, Hafnarfirði. Þór Þórsson, Norðurvangi 31, Hafnarfirði. Þórdís Dröfn Eiðsdóttir, Ketilsbraut 15, Húsavlk. ART GALLERY Rauöarárstig 14-16 Sími 551-0400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.