Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helcja rblaaf HJ'V* 49 Grátandi Skandínavar syngja Enda fór svo að íslenskir náttúruunnendur fengu sig ekki hamið á útleið heldur hófu upp raust sína og sungu dýrðaróð til náttúrunnar af þvílíkri til- finningu að jarðbundnir Skandínavar táruðust. Smæð mannsins gagnvart náttúrunni opinberast óvíða eins vel og á siglingu um borð í litlum fiski- bátum á milli þessara ferlíkja, allt að 200 metra hárra, en það er aðeins sá litli hluti jakans sem er okkur sýnilegur; þumalputtareglan segir jú að ein- ungis einn tíundi hluti borgarísjaka sé ofanborðs. Eftir rúmlega klukkustundarsiglingu er komið inn í litla vík og þar bíður veisluborð; grillað kjöt og meðlæti. Sá er munurinn á þessu veisluborði og því sem við Norður-Evrópubúar eigum helst að venjast að hér er boðið upp á grillað hvalkjöt og sauðnautalundir. Hnossgæti sem bráðnar á tung- unni og áfram er sungið í grænlenskri kyrrð fjall- anna, hvar sólin lýsir upp hið stórkostlega leiksvið náttúrunnar, 300 kílómetrum noröan við heim- skautsbaug. Á heimleiðinni fáum við tækifæri til að skoða borgarísjakana úr lofti, stór Sikorsky þyrla (sem flugstjórinn kallar drottningu háloft- anna) sækir ferðalangana. Flugstjórinn sýnir hvers þyrlan er megnug og stýrir henni af miklu listfengi en ekki síður af dirfsku niður á milli jakanna og jafnsnöggt upp aftur. Rússíbanaferð í Tívolí verður ekki söm eftir slikt flug. Hættulegir jaltar En þótt borgarísjakarnir séu fallegir þá eru þeir stórlega varasamir. Því fengu 3 sænskir ferðalang- ar að kynnast nokkrum dögum áður en okkur bar að garði. Þeir höfðu siglt á kajökum norður fyrir Ilulissat og slegið upp búðum rétt um 20 metra frá sjávarmáli. Þegar kvöldaði brotnaði „flís“ úr borg- arísjaka í nágrenni við þá. Flísin kom af stað því- líkri flóðbylgju að nokkrum mínútum síðar hafði hún kastað piltunum þremur og öllum þeirra bún- aði 200 metra upp á land. Piltarnir voru illa lemstraðir en tókst að gera vart við sig og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Af búnaði þeirra sagði fátt. Þessi saga og viðvörun frá lögreglustjóra bæjarins hékk uppi víða í Ilulissat, vísast til að sýna fáfróð- um ferðamönnum við hvers kyns öfl þeir ættu í höggi. Skammlífir og grimmir hundar Bátsferðir og þyrluferðir eru ekki einu möguleik- ar ferðamanna til að ferðast um nágrenni Ilulissat. Gönguferðir um nágrennið eru vinsælar, að ekki sé minnst á hundasleðaferðir. Því nóg er af hundun- um í Ilulissat. Eins og áður sagði búa rúmlega 4.000 manns í bænum. Þar búa hins vegar 6.000 hundar! Því þótt nútíma atvinnuvegir hafi rutt sér til rúms í Ilulissat á síðustu árum eru hundurinn og sleðinn ennþá lífsnauðsynleg verkfæri til að afla sér fæðu yfir veturinn. Grænlenski sleðahundurinn er fal- legur. Hann er þó langt því frá að vera besti vinur mannsins og því er fólk varað við að nálgast ókunna hunda. Af slikum tilraunum eru til marg- ar sorgarsögur í Ilulissat. Hundarnir eru nánast allir tjóðraðir niður úti á víðavangi í og við bæinn og setja óneitanlega svip sinn á bæjarlífið, að ekki sé talað um tónlistarlífið eftir að kvölda tekur! Grænlenskur sleðahundur þarf að erfiða mikið í lífinu og lifir að meðaltali mun skemur en aðrir hundar, ekki nema rétt um tvö ár, þó dæmi séu um hunda sem ná 12-13 ára aldri. Á aldur við píramídana , Vitað er að byggð hefur verið í Ilulissat í 4.000 ár. Menjar um slíkt liggja skammt frá bænum, og er hægt að fá leiðsögn um svæðið og skoða gamlar húsatóttir og aðrar menjar um samfélag manna frá þvi 2000 árum fyrir Krist. Til samanburðar má geta þess að skömmu áður voru Píramídarnir reistir austur í Egyptalandi og um svipað leyti var menn- ing maya að taka á sig mynd í Mið-Ameríku. Þetta var á tímum bronsaldar í Evrópu. Árið 1741 er hins vegar talið stofnár bæjarfélagsins, en það ár veitti Kristján 6. Danakonungur, Jakobi Severin einka- leyfi til verslunar í bænum, og heitir staðurinn síð- an Jakobshavn á dönsku. Nú í upphafi 21. aldar hafa íbúarnir í Ilulissat það gott. Óviða á Græn- landi hefur verið jafnmikill uppgangur á síðustu árum og eru fiskveiðar og ferðamennska helstu at- vinnuvegir svæðisins. Grálúða og rækja hafa lengstum verið uppistöðuafli báta frá Ilulissat og á síðustu árum hafa krabbaveiðar færst í aukana. Heildarársafli hefur sveiflast á milli 10.000 og 20.000 tonn. Aflinn er unninn í bænum og er stefnt að því á næstu árum að flytja hann mestallan með flugi til Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna. Mikil áhersla er lögð á að byggja upp atvinnu í kringum ferðamennsku í bænum. Þar eru menn- ingar-, sögu- og listasöfn og a.m.k. 3 fyrirtæki bjóða upp á lengri og skemmri ferðir í nágrenni Ilulissat. Nægt framboð er á gistirými og eru 4 hótel auk far- fuglaheimilis starfrækt í hænum. Fjölbreytileikinn er mikill, allt frá fjögurra stjömu glæsileika á Arctic Hotel og niður í ódýra og einfalda gistingu á Þetta er miðbærinn í Ilulissat þar sem búa rúmlega 4000 nianns. Húsin eru byggð á klöppum og fátt um skrúðgarða. Fótboltavöllurinn er í hjarta bæjarins og þar fór Grænlandsmótið í fótbolta frant á fjórum dögum. farfuglaheimilinu inni í miðjum bæ. Sjálfsmorð í velsældinni Velsældin í Ilulissat er áþreifanleg. Mikið er af nýlegum bílum, jafnt fólksbílum sem jeppum. Margar verslanir eru í hænum og vöruúrvalið gott. Vöruverð er hins vegar hátt, og talsvert hærra en hér á landi. Þrátt fyrir velsæld hvílir skuggi sorg- ar yfir Ilulissat. Ung stúlka sem leiddi hópinn í gönguferð á slóðir frumbyggjanna upplýsti okkur um að gríðarlega hátt hlutfall ungs fólks í Ilulissat tæki eigið líf á hverju ári. Þetta væri mönnum ráð- gáta, því velsæld og uppsveifla hefðu verið ríkjandi á síðustu árum og atvinna handa hverjum þeim sem vinna vildi. Hún sagði þetta vera aðkallandi rannsóknarefni en að sálfræðirannsóknir væru enn sem komið er mjög skammt á veg komnar í landinu. Annað stórt vandamál í landinu (sagði hún og kveikti sér í sígarettu) er að 80% þjóðarinn- ar reykja og reykja mikið. Það er því ljóst að þrátt fyrir efnahagslegar framfarir og velsæld þarf að huga betur að heilsu og sálartetri þessa fólks sem hefur í þúsundir ára tekist að lifa í sátt og sam- lyndi við miskunnarlausa en ægifagra náttúru á jaðri jarðarkúlunnar. Þar sem sólin hverfur að fullu i byrjun desember og birtist aftur þann 13. janúar. Þá fara allir íbúar Ilulissat upp á Holms Bakka og fagna sólinni, sem birtist þeim þegar klukkuna vantar 13 mínútur i eitt. Daginn lengir síðan fram til vors og frá miðjum maí og til loka júlí er hún stanslaust á himni Ilulissat. Nái nýjar tillögur samgönguráðherra fram að ganga um að hefja að nýju flug frá Islandi til Narssarssuaq á suðurströnd Grænlands gefst enn fleiri íslending- um tækifæri á komandi árum til að fara norður til Ilulissat - Perlu Grænlands - og upplifa náttúrufeg- urð sem á fáa sína líka. Nánari upplýsingar um þennan sérstæða stað er að finna á netslóðinni: www.illulissat.gl Jóhann Hlíðar Harðarson Grænlenskur kirkjugarður. Grafir geta aðeins verið um metri á dýpt vegna sífrera og þær eru teknar á sumrin fyrir áætluðum fjölda látinna á komandi vetri. Deyi fleiri þarf loftbor til að taka gröfina. Sleðahundar eru á hverju heimili eins og örbvlgjuofn. Þeir verða að vera tjóðraðir og ferðamenn eru varað- ir við að koma nálægt þeim. Þeir bíta. Þvrlur eru algengasti ferðamáti niilli staða í Grænlandi enda vegakerfið í Ilulissat aðeins 25 kin. Þar eru al- mennt ekki vegir milli þéttbýliskjarna og ekki er vitað um jarðgöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.