Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
HelQorblaö H>"V
33
hafa horfiö. Gömburnar lutu í
lægra haldi fyrir fiðlunum og
duttu úr tísku og fiðlustjörnurn-
ar fæddust.
Þetta þýddi líka að slyngir ein-
leikarar urðu eftirsóttir og hátt-
launaðir meðan hljóðfæraleikar-
ar sátu almennt eftir,“ segir
Dean sem segir að með þessu hafi
í rauninni allur sósíalismi horfið
úr hljóðfæraskipan hljómsveita
og það sé í rauninni sérkennilegt
að endurreisn hinnar fornu skip-
anar fiðlufjölskyldunnar skuli nú
koma frá Ameriku sem er höfuð-
vígi einstaklingsfrelsis.
Afrakstur vísindanna
Þessi hljóðfærafjölskylda er
uppskera rannsókna i Bandaríkj-
unum sem eðlisfræðingurinn
Frederick A. Saunders við
Harvardháskóla hefur leitt allt
frá árinu 1933. Afburðafiðlur,
eins og Guarnerius-fiðlan, sem
Jascha Heifetz átti og lék á, voru
prófaðar og tónn þeirra notaður
sem viðmið til að skapa eftir-
sóknarverð hljómeinkenni nýju
fiðlanna. Til þess að hægt væri
að ná fram þessum einkennum í
öllum nýju fiðlunum var notuð
sérstök deilitækni og einkennun-
um jafnað á allar fiðlustærðirn-
ar. Eftir tíu ára rannsóknir og
prófanir á fræðilegum og hagnýt-
um eiginleikum þessa nýja fiðlu-
hljóms varð nýja fiðlufjölskyldan
til. Að rannsóknunum stóð Cat-
gut Acoustical Society, rannsókn-
arstofnunin sem F.A. Saunders
stofnaði árið 1963 en meðal vís-
indamannanna voru eðlisfræð-
ingar, verkfræðingar, efnafræð-
ingar, tónlistarfræðingar, hljóð-
færaleikarar, tónskáld, fiðlu-
smiðir og áhugafólk. Árið 1965
var fyrsta settið af nýrri fiðlufjöl-
skyldu tilbúið. Frá þeim tíma
hefur Fágæta fiðlufjölskyldan
farið víða og verið kynnt á fyrir-
lestrum og tónleikum um öll
Bandaríkin, í Kanada og víða í
Evrópu. Nú gefst íslendingum
einstakt tækifæri til að kynnast
þessari óvenjulegu hljóðfærafjöl-
skyldu sem kemur hér fram í
fyrsta sinn á íslandi.
Á tónleikunum gefst tækifæri
til að bera saman hljóm hinnar
fágætu fiðlufjölskyldu við tón
annarra fjölskyldna. Stundum
munu hljóðfæraleikararnir flytja
verk sín tvisvar með ólíkri hljóð-
færaskipan eða þeir skipta um
hljóðfæri í miðju verki.
Öfundin leitar fegurðarinn-
ar
- Það er ekki ósanngjarnt að
segja að með smíði hinnar fá-
gætu fiðlufjölskyldu birtist okk-
ur tilraun vísindamanna til þess
að skilja hvað gerir fallega tón-
list fallega. En er þetta ekki und-
arleg tilraun til þess að fanga feg-
urðina sem lengi hefur heillað
menn í fögrum fiðlutóni og marg-
ir hafa álitið guðlegan og gera
hann að einhvers konar vegnu
fegurðairmeðaltali. Er þetta ekki
eins og taka eitthvert sigurverk í
sundur og reyna að komast að
þvi hvemig hinir einstöku partar
þess virka?
Þau Margrét og Dean eiga
kannski ekki neitt sérstakt svar
við þessu en Margrét segir að
þarna séu líklega nokkrir kraftar
að verki.
„Ég held að forvitni mannsins
sé þarna að verki en einnig öf-
undin. Ég held að nútímamann-
inum með alla sína tækni gremj-
ist það óskaplega að á miðöldum
skuli hafa verið smíðaðar hljóm-
fegurstu fiðlur sem við þekkjum
og við vitum ekki hvers vegna.“
Tónleikarnir verða í Gerðu-
bergi sunnudaginn 22. september
2002 kl. 14.00-18.00
Á efnisskrá eru verk eftir D.
Ferrell, J. S. Bach, A. Part, G.
Gabrielli, J. Lanner, G. Wag-
enseil, G. Rossini, G. Jacob, Jón
Leifs og H. I. F. von Biber. Að-
gangseyrir er kr. 1.000.
PÁÁ
Leiðrétting
Slæmar staðreyndavUlur
voru i gein um Oliver North,
sem birtist I síðasta laugar-
dagsblaði. Rétt er að leið-
rétta að Oliver North var
ekki að reyna að fá banda-
ríska sendiráðsstarfsmenn
lausa úr gíslingu í Teheran,
heldur gísla sem haldið var
föngnum í Líbanon. Hitt
gislamálið var þegar leyst er
North kom við sögu. En þeir
sem héldu gíslunum þar
voru hliðhoUir stjórninni í
íran. Þá er að sjálfsögðu mis-
hermt að Bush hafi náðað þá
sem dæmdir voru í svo-
nefndu iran-contramáli 1994
en þá var Clinton kominn tU
valda.
Missagnir þær sem hér er
minnst á stafa af fljótfærni
og er ekki einu sinni hægt
að kenna lélegri heimUd-
könnun um. Lesendur er
beðnir velvirðingar á mis-
sögnum en þeir munu Uestir
hafa rekið augun í hvar vit-
laust var með farið, svo aug-
ljóst sem það má vera.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS l ^
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum um styrki sem veittir eru
hreyfihömluðum til bifreiðakaupa og framfærendum bama sem fá umönnunargreiðslur.
Helstu skilyrði úthlutunar:
• Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræð.
• Umsækjandi má elstur verða 70 ára á umsóknarári.
• Umsækjandi hafí ökuréttindi. Þó er heimilt að víkja frá því skilyrði tilnefni
umsækjandi ökumann.
• Kaup á biffeið eigi sér stað á umsóknarári eða fyrir 1. júlí 2003.
• Árstekjur lífeyrisþega séu undir 2.397.772 kr. (hjá hjónum 4.795.544 kr.).
• Eignir í peningum og verðbréfum séu undir 4.000.000 kr. (hjá hjónum 8.000.000 kr.).
Fjögur ár þurfa að líða á milli styrkveitinga og undirritar styrkhafí kvöð um eignarhald
bifreiðar á þeim tíma.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2003 em afhent í þjónustumiðstöð TR
og hjá umboðsmönnum hennar um land allt.
Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu TR sem er www.tr.is.
Læknisvottorð á þar til gerðu eyðublaði skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2002.
Frekari upplýsingar em veittar í síma 560 4460
og á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is.
AFGREIÐSLUNEFND BIFREIÐAKAUPASTYRKJA
Utiijós Classica úr áli
Verð áður: kr.
Loftljós Miramar, hvítt.
Verð áður: J^fS'kr.
í pakka
Ljósaperur
40 og 60 w.
Vinnukastari á fæti, 500 w
Vinnukastarí, 500 w.
HÚSASMIÐJAN
Sfmí 526 3000»www.huss.is