Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 29
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 H e Iqo rhlað H>‘Vr 2^ Fámennt og illa launað lögreglulið á fullt í fangi með að fást við glæpa- inenn sem vaða uppi og uppreisn- argjarnan múg sem iðulega efnir til mótmæla og uppþota. Þjóðfélag í upplausn: Kreppan harðnar og glæpatíðni eykst Efnahagsöngþveitið í Argentínu er farið að hafa nei- kvæð áhrif á alla þjóðfélagsgerðina. Glæpatíðni eykst óhugnanlega og öryggisleysi grípur um sig og enginn treystir öðrum lengur. Stjórnvöld njóta ekki lengur trausts og æ oftar kemur til uppþota i borgum landsins og illa launuð lögregla ræður illa við ástandið. Fyrir um þrem árum fór að halla undan fæti í efnahagsmálum og hefur ástandið farið hríðversnandi síðan. Erlendar skuldir eru miklar og fjárflótti úr landi bætir síst úr skák. Eftir gengisfellingu pesosins í janúar sl. rauk vöruverð upp en kaupið lækkaði og er ekki björgulegt fyrir launafólk að fara fram á kjarabætur þar sem at- vinnuleysi er 22% en tekjur 53% landsmanna eru undir fátæktarmörkum. Allt þýður þetta heim upplausn og lögleysu og er fólk sem býr í landi sem eitt sinn var kallað brauðkarfa heimsins farið að svelta. Meðal þeirra glæpa sem erfitt er að henda reiður á er mannrán. Það er ljóst að þau eru stunduð skipulega af glæpaflokkum sem starfa í flestum eða öllum borgum landsins. Það er ekki aðeins efnafólk sem rænt er og launsnargjald heimtað af heldur gera ræningjarnir sér að góðu að fá aðeins sem svarar nokkur þúsund dollara í lausnargjald og bera þeir niður á ólíklegustu stöðum. Það eru ekki nema þeir örsnauðustu sem geta verið ör- uggir fyrir mannræningjum sem heimta gjald fyrir feng sinn, ella verður honum ekki skilað aftur heilum á húfi. Illmögulegt er að ákvarða hve tið mannrán eru og hve mikið glæpamennirnir fá greitt í lausnargjöld þar sem ránin eru oft ekki kærð og lausnargjaldið greitt þegandi og hljóðalaust. En mannránin eru með algengustu glæp- um sem nú eru framdir í Argentínu. Dæmi um ósvifni glæpamannanna er ránið á ungri konu í borginni La Plata. Yanina Varotini var með barni og komin á steypirinn þegar maður hennar fékk tilkynningu um, að einhverjir ætluðu að aka um með konu hans á meðan hann skrapaði saman smáupphæð í lausnarfé. Þeim voru greiddir 2000 dollarar og örfáum klukkustundum eftir að þeir létu konuna lausa var barn hennar tekið með keisaraskurði. Sögur af atburði sem þessum ganga í flestum byggð- um og er engin fjölskylda örugg fyrir því að mannræn- ingjar hrifsi ekki einhvern fjölskyldumeðlim eða vin og heimti lausnargjald. I bænum San Pedro, sem er skammt frá Buenos Aires, var 12 ára gömlum dóttursyni efnaðs bónda rænt og haft samband við móður hans og krafist 40 þúsund dollara lausnargjalds. Samiö var um að greiða 28 þúsund doll- ara og var pilturinn þá látinn laus. Áður voru mannrán þar sem krafist var lausnargjalds sjaldgæf í Argentínu en eru nú orðin daglegt brauð, eins og raunar aðrir ofbeldisglæpir. Fyrir kreppuna miklu voru aðeins dæmi um að efnafólki væri rænt í hagnað- arskyni. En í dag gera mannræningjar sér tiltölulegar lágar upphæðir að góðu þegar krafist er lausnargjalds. í könnun sem gerð var á vegum dómsmálaráðuneytisins kom í Ijós að 88% af íbúum Buenos Aires telja sig vera í hættu vegna glæpastarfsemi. Löggæsla í molum Á fjögurra ára tímabili hefur glæpatíðni aukist um 142% í Argentínu. Þótt lögreglan vilji ekki gefa upp töl- ur um mannrán er upplýst að ein glæpaklíka hefur framið nær 200 slík rán það sem af er þessu ári. í ein- hverjum tilvikum leika mannræningjarnir það, að inn- heimta lausnargjald aftur og aftur fyrir sama fórnar- lambið, eða svo lengi sem nokkur von er til að þeir sem greiða eigi eitthvað eftir af verðmætum sem hægt er að sjúga út úr þeim með hótunum um að drepa ástvin sem þeir hafa í haldi. Engum blöðum er um það að fletta að glæpaaldan sem gengur yfir argentískt þjóðfélag á rætur að rekja til efnahagsvanda sem sjálfsagt stafar af mistökum í fjár- málastjórn sem erfitt reynist að leiðrétta þrátt fyrir að landið er auðugt að náttúrugæðum og má þjóðin muna sinn fífil fegri. Því er ekki að leyna að einhver spilling ríkir innan lögreglunnar og eru uppsagnir lögregluþjóna tiltölulega tíðar. En lögreglumenn eru mjög lágt launaðir og starf- ið síst eftirsóknarvert. Ekki eru efni til að fjölga í liðinu vegna fjárskorts en reynt er að hafa lögregluna sýnilega ef það mætti verða glæpamönnum til viðvörunar. Grunur leikur jafnvel á að í einstökum tilfellum hafi lögregluþjónar staðið að mannránum. Það kom illa við hrjáða Argentínumenn þegar vitnaðist að lögreglumenn í einkennisbúningum stóðu að villimannlegu mannráni. Hinn 5. júlí sl. var 17 ára gömlum námsmanni rænt þar sem hann var á leið í skóla í einu af betri hverfum Bu- enos Aires. En þrátt fyrir að greiddir voru 4.500 dollar- ar í lausnargjald fannst lík unga mannsins í skolpræsis- skurði fimm vikum síðar. Þegar maður sem handtekinn var í sambandi við það mál viöurkenndi að tveir lögreglumenn væru í glæpa- hópnum sem stóð að mannráninu og morði piltsins hóp- uðust íbúar hverfisins að lögreglustöðinni og köstuðu í hana grjóti og kveiktu í bílum. Fólk er orðið afar þreytt á allri lögleysunni sem viðgengst í landinu og lýsir mið- aldra maður ástandinu þannig að almenningur sé eins og í fangelsi og loki sig inni á meðan glæpalýðurinn gengur laus og fer sínu fram án þess að við verði ráðið. Duhalde forseti reynir að beita áhifum sínum tU að efla lögreglulið landsins en fjárveitingar til þess liggja ekki á lausu. Hins vegar segir forsetinn að eytt sé helm- ingi hærri upphæðum til að kosta einkareknar öryggis- þjónustur en veitt er tU lögreglumála. Það eru því til A fjögurra ára tímabili hefur qlæpa- tíðni aukist um 142% íArqentínu. Þótt löqreqlan vilji ekki qefa upp tölur um mannrán er upplqst að ein qlæpaklíka hefur framið nær 200 slík rán það sem afer þessu ári. I einhverjum tilvikum leika mannræn- inqjarnir það að innheimta lausnar- qjald aftur oq aftur fqrir sama fórn- arlambið eða svo lenqi sem nokkur von er til að þeirsem qreiða eiqi eitthvað eftir af verðmætum sem hæqt er að sjúqa út úr þeim með hót- unum um að drepa ástvin sem þeir hafa íhaldi. peningar í landinu og fyrirtæki hafa efni á að ráða einkalögreglu til að gæta sinna hagsmuna. En það er ekki aðeins að spUling riki innan lögreglunnar heldur er hættulegt að gæta öryggis borgaranna því það færist í aukana að ráðist sé á löggæslumenn og þeir myrtir þegar þeir gegna skyldustörfum sínum. Sultur í brauðkörfunni Svo er komið í hinni ríku Argentínu að hópar fólks, ekki síst barna, leita sér matar á sorphaugum. Farið er í sorptunnur hvarvetna sem einhverra matarleifa er von og reynt að tína til nauðsynlegustu næringu. Sókn í úrgang sem hægt er að selja til endurvinnslu er mikil og er hart sótt i að ná í tómar dósir, flöskur og pappirs- úrgang til að selja fyrir lítilræði. Þá örsnauðu munar um allt. Þeir sem kallaðir eru „nýju fátæklingarnir" eru eink- um fyrrum verkafólk sem starfaði í vefnaðarversksmiðj- um og byggingariðnaði en hrun er orðið í þeim atvinnu- greinum. Millistéttin í landinu er mjög fjölmenn, sú stæsta í álfunni miðað við höfðatölu. En það er einmitt það fólk sem verður harðast úti í þeim þrengingum sem yfir ganga. Á hverjum morgni ferðast fjöldi fólks úr úthverfum Buenos Aires inn í miðborgina til að leita matar eða einhvers sem hægt er að koma í peninga. Betlarar eru á hverju horni. Það eru ekki síst konur með ungbörn sem taka sig upp á morgnana og leita bjargræðis inni í borg- inni. Lestarþjónar vita manna best hvernig ástatt er fyr- ir þessu fólki og krefja það ekki um fargjald og komast upp með það. Atvinnulausir heimilisfeður fá bætur frá því opin- bera en upphæðin er af skornum skammti og dugir ekki til að fæða heila fjölskyldu, ekki síst vegna þess að mat- vælaverð hefur hækkað mikið. Argentína er dæmi um hve vond efnahagsstjórn getur leitt annars vel bjargálna þjóð. Það er eitthvað meira en lítið bogið við stjórnarfar sem tekst að svelta fólk í þeirri miklu matarkistu sem landið var og getur verið þegar allt er með felldu. (Byggt m.a. á La Monde)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.