Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Abalrítstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24, 105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugorð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gikkharka eða
Heimild til húsleitar, hvort
heldur er hjá einstaklingi eða fyr-
irtæki, verður að vera afar brýn
enda er með þeirri aðgerð verið að
skerða rétt manna og fyrirtækja til
að njóta friðhelgi einkalífs og rétt
til að ráða eigin húsakynnum. Um
er að ræða stjórnarskrárbundinn
rétt enda húsleit ekki heimil nema að undangengnum
dómsúrskurði eða með sérstakri lagaheimild.
Húsleit í fyrirtækjum hérlendis hefur verið tíðari í seinni
tíð en áður var og nýleg dæmi um gagnaleit í bókhaldi
stórfyrirtækja hafa verið ofarlega á baugi. Stjórnendur fyr-
irtækjanna hafa brugðist hart við, jafnvel með ásökunum á
hendur viðkomandi yfirvalda um að farið væri offari. Spurt
er hvað liggja þurfi til grundvallar ákvörðunar dómstóla í
þessum efnum.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs
íslands, velti því fyrir sér í DV, fyrr í þessum mánuði, hvort
innrásir opinberra aðila í íslensk fyrirtæki, eins og hann
kallaði það, væru farnar að ganga allt of langt. Hvort
opinberir aðilar gætu fengið nauðsynlegar upplýsingar frá
fyrirtækjunum án þess að vera með slík vinnubrögð. „Það
getur ekki verið eðlilegt að það sé daglegt brauð að verið sé
að ráðast inn í fyrirtæki. Heimildirnar eru víða í löggjöf en
gikkharkan er orðin ansi mikil,“ sagði framkvæmdastjórinn
og alþingismaðurinn.
Verslunarráðið efndi af þessu tilefni til fundar um húsleit
hjá fyrirtækjum, fyrr i þessari viku. Þar flutti Eiríkur
Tómasson lagaprófessor erindi þar sem með rökstuddum
hætti var bent á það sem betur mætti fara, hvar skerpa
mætti á ákvæðum laga sem heimila hinu opinbera húsleit
hjá einstaklingum og fyrirtækjum, auk ábendinga um úrelt
lagaákvæði. Að þessu gefna tilefni hlýtur löggjafinn að huga
að endurskoðun þeirra ákvæða sem segja fyrir um húsleit
auk þess sem því verði fylgt, sem lagaprófessorinn benti á,
að lagaákvæði, sem heimila húsleit, verði túlkuð þröngt.
í erindi Eiríks kom fram að í íslenskum lögum er ekki að
finna skilyrði um hve alvarlegt meint brot þarf að vera til
þess að grípa megi til húsleitar. Ekki er þar heldur kveðið á
um það beinum orðum að rökstuddur grunur þurfi að vera
fyrir hendi um að brot hafi verið framið. Prófessorinn benti
á að slík ákvæði væri að finna í dönskum rétti. Hann sagði
dómara reyndar oft nota orðalagið - rökstuddur grunur -
við uppkvaðningu húsleitarúrskurða og sú dómafram-
kvæmd væri eðlileg. Hins vegar þyrfti að taka af skarið við
endurskoðun laganna og reyndar að setja frekari skilyrði
fyrir húsleit, til dæmis um alvarleika brots. Þá ber og að
hafa það í huga að stjórnvöld hafa oft önnur úrræði en
húsleit til að ná fram markmiðum sínum.
Það hefur skort á að sumir þeir úrskurðir héraðsdómara
um húsleit, sem birtir hafa verið, beri það með sér að
dómarar hafi tekið sjálfstæða afstöðu til beiðni um húsleit
vegna þess að að þar er einvörðungu látið nægja að vísa til
rökstuðnings lögreglu eða stjórnvalda fyrir beiðninni, að
mati Eiríks. Lagaprófessorinn gagnrýnir þetta og segir að
þar með líti svo út, í augum þeirra sem húsleitarúrskurður
beinist að, að dómari hafi fallist á sjónarmið og röksemdir
beiðandans án þess að hann hafi tekið sjálfstæða afstöðu til
beiðni hans.
Húsleit, hvort heldur er hjá einstaklingum eða fyrirtækum,
getur vissulega verið nauðsynleg en undangengnar aðgerðir
hafa eðlilega kallað á umræðu um réttmæti aðgerðanna. Þær
umræður og ábendingar hljóta að leiða til endurskoðunar
úreltra lagaákvæða og áréttingar á að gætilega sé farið með
vald, að ekki sé gripið til húsleitar nema brýna nauðsyn beri
til og önnur úrræði séu ekki tiltæk.
Jónas Haraldsson
nauðsyn?
____________________________________LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
DV
Kyntröll í krísu
Y aðeins
með herkjum
og þegar heim
kom veit rauð-
ur renningur
þvert yfir bút-
taðan mag- i
ann. Æ
Reynir
. Traustason
Sl ritstjómarfulltrúi
Laugardagspistiil
„Þú ert óþolandi og berð öll ein-
kenni þeirra sem grái fiðringurinn
herjar á,“ sagði eiginkonan og
brosti skakkt tii manns síns sem
nokkrum vel völdum orðum hafði
komið að árangursríkri megrun
sinni og í framhaldi þess aðdáun
yngri kvenna. Hann hafði undan-
fama mánuði staðið í stór-
átaki sem hafði þann til-
gang að minnka umfang
um þrjátíu prósent að
minnsta kosti. Fyrir-
myndir mannsins
voru hamstrar í
eigu sonar hans og
með árangursrík-
um hætti færði
hann sig á næstum þvi
sama fæðuplan og þeir. í
fyrstu uppskar hann hól og
undrunaróp jafnt vina sem við-
hlæjenda en eftir því sem árangur-
inn jókst og lokamarkmiðið nálgað-
ist nenntu færri að tala um megrun
viö hann. Sjálfur reyndi hann ann-
að veifið að fitja upp á því hve fag-
ur hann væri orðinn ásýndum en
nánustu ættingjar og vinir forðuð-
ust að ræða við hann slík mál.
„Ástandi minu má líkja við púpu
sem springur og út flögrar undur-
fagurt fiðrildi,“ sagði hann við
kvöldmatarborðið og stakk upp í sig
gulrót. Hann ákvað að segja ekki
meira þegar hann áttaði sig á því að
fjölskyldunni virtist verða flökurt.
Innra með sér brann hann af stolti
yfir því að vera næstum horfinn en
öðrum var sama. Viðþolsleysi fjöl-
skyldunnar undir megrimarfrásögn
hans bar keim af sömu gömlu sög-
unni um að öfund elur af sér óvild.
Hann var reyndar dálítið undrandi
þegar hann hugleiddi kenninguna
um öfundina því fjölskyldan átti
það sameiginlegt að vera fremur
mjóslegnar mannverur.
Feitur krakki
í æsku hafði hann verið frekar
feitur krakki enda var feitt kjöt og
smjör hans uppáhaldsfæða að frá-
töldum rabarbaragraut með rjóma.
Þetta varð til þess að hann þyngdist
og fallþunginn varð meiri en góðu
hófi gegndi. Ástandið versnaði eftir
því sem leið á og þegar hann nálg-
aðist unglingsaldur fékk hann vott-
orð í leikfimi. Það var í framhaldi
þess að hann gat ekki stokkið yfir
leikfimihest í lægstu stöðu en hafði
tekið upp á því að hlaupa ákveðið í
áttina að hindruninni en taka síðan
krappa beygju fram hjá hættunni.
Öðrum þræði snerist vottorðið um
það að hann var viðkvæmur fyrir
því að láta sína leyndustu líkams-
hluta sjást en á hinn bóginn var það
vegna þess að fitan hafði hlaðist á
hann sem aftur leiddi til þess að
ákveðnir líkamshlutar sýndust vera
minni en raunveruleg efni stóðu til.
Þegar móðir hans leitaði ásjár hér-
aðslæknisins vegna holdafars
drengsins sagði læknirinn henni að
hafa ekki áhyggjur. Strákurinn
myndi grennast þegar hann yrði
kynþroska. Það kom reyndar á dag-
inn og hann varð mjúkt ungmenni
fremur en feitt. Árin liðu eitt af
öðru og stundum upplifði maðurinn
sig sem tré. Á hverju ári bættist við
einn árhringur sem jók á umfang
hans þannig að það varð á endanum
of yfirþyrmandi. Af þessu spratt
minnimáttarkennd og um tíma ótt-
aðist hann að fegrunarnefnd heima-
bæjarins bæði hann um að flytja í
annað sveitarfélag. Hann hafði
heyrt af slíku á Akureyri þar sem
maður nokkur var beðinn að flytja
úr bænum vegna þess hve áberandi
rauður hann var í framan.
Feitur í flugi
Feiti maðurinn grínaðist stund-
um með holdafar sitt. „Því meira af
mér, því betra,“ sagði hcinn oft í
miðri súkkulaðiköku. Hann bein-
línis hataði fólk sem spurði hann
um líkamsþunga. „Meira pakkið,"
hugsaði hann þegar einhver spurði
hann hve þungur hann væri og
sumir bættu við „eiginlega".
Þannig liðu árin og sykur og fita
voru uppistaðan í fæði hans. Þetta
hindraði hann á ýmsan hátt en
hann fann alltaf afsökun til að
halda áfram að borða fæði sem
gjaman verður sýnilegt utan á
fólki. Þegar eitthvað bagaði hann
kenndi hann
öðru um. í
flugvél-
um, þar
sem
borðið á
sætisbakinu fyrir
framan hann komst
ekki niður með
góðu móti
vegna magans,
„Ástandi mínu má líkja
við púpu sem springur og
út flögrar undurfagurt
fiðrildi, “ sagði hann við
kvöldmatarborðið og
stakk upp í sig gulrót.
en í öðrum var smáafgangur. Það
stefndi í aö hann þyrfti framleng-
ingu og hann kveið
viðmóti ann-
arra farþega
þegar hann
yrði reyrður
í framleng-
ingu. Það
var á flug-
leiðinni
New York-
Keflavík sem
hann fann að
hamur hans
var orðinn svo
útblásinn
að belt-
ið
varð
hann fjúk-
andi reiður
út í verk-
smiðjumar
sem fram-
leiddu
svona
þröngar vél-
ar. Svo fór
hann að fá
kvíðaköst
fyrir flug.
Með því að
panta tím-
anlega sæti
gat hann
tryggt sér
ákveðið
svigrum.
Með því að
sitja við
neyðarút-
ganginn
hafði hann
hátt í
tveggja
metra
rými fyrir
framan
mag-
ann og
eiga á
hættu
að merj-
ast illa.
Til þrauta-
vara pant-
aði hann sæti
um miðja vél
þar sem hann
vissi að var
lengra á milli sæta.
Hann var orðinn
sérfræðingur í inn-
réttingum flugvéla.
Maðurinn hafði séð
að flugfreyjumar
áttu
fram-
lengingu á öryggisbeltin fyrir þá
sem voru sérstaklega feitir. í sum-
um flugvélanna var hann kominn á
damp hvað varðaði lengd beltanna
Nokkrum
dögum síðar
stóð eftir dauft mar. Þetta
var meðal þess sem sett var
á vogarskálamar þegar
hann fór í sína síðustu og
jafnframt árangursríkustu
megmn.
XXL verður að M
Hamsturskúrinn varð að
veruleika og hann lærði að
lifa með vatni, ósykraðri súr-
mjólk og grænmeti. Við tók
megrun sem enn sá ekki fyrir
endann á. Ef hann fann á sér
bilbug nægði honum að
hugsa um framlenging-
una í Flugleiðavél-
unum. Næstu
mánuðina urðu
hans mestu
gleðistundir
á vigtinni
sem
hann
hafði
áður
hatað.
Sjálfstraust-
ið óx hrööum
skrefum og í stað
þess að læðast um
fataverslanir og halda
sig á endum fatarekk-
anna gat hann nú hik-
laust farið inn i miðj-
una. Hann var orðinn
meðalmenni og í stað
XXL varð M kjörstærð
hans. En í réttu hlut-
falli við minna um-
fang varð hann meira l-
óþolandi. Öll hans 87 kíló
urðu einstaklega meðvituð um það