Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 32
32 Helcjarblciö JÖV LAUGARDACU R 21. SEPTEMBER 2002 Fágæta fiðlufjöl- skyldan Martin Frewer, Hildigunnur Halldórsdóttir, Christian Diethard, Hrafnkell Egilsson, Stefán Örn Árnason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Ric- liard Korn, Dean Ferrell og David Bobroff. Þau eru í fiðlufjölskyldunni. DV-mynd GVA Hrosshár ístrengjum og hol- að innan tré er klassísk Igs- ing á fiðlunni sem er falleg- asta hljóðfærið með hrein- asta tóninn. Það er sérkenni- leg fiðlufjölskglda sem tekur til máls íGerðubergi á sunnu- daginn. Það eru jafnmargir tónleikar í Reykjavík á einum vetri eins og laufblööin eru á meðalstóru birkitré sem reyndar ber ekki lauf á veturnar svo þetta er sennilega misheppnuð samlíking. Allt að einu þá verða haldnir mjög sérstæðir tónleikar í Gerðubergi á sunnudaginn þar sem tiu tónlistarmenn leika á fjölskyldu sérsmíðaðra strengjahljóðfæra sem hefur verið kölluð: „Fágæta fiölufjölskyldan." Dagskráin er unnin í samvinnu við Félag ís- lenskra tónlistarmanna og er framhald á samstarfs- verkefnunum: „Gítar í Gerðubergi“, Dagur flautunnar" , „Dagur hinna djúpu strengja" og Dagur slagverksins „Búmm, Krass, Bang!“ „Þessi samstarfsverkefni eru þannig til komin að Félagi íslenskra tónlistarmanna barst styrkur frá Reykjavíkurborg. Það var ákveðið að nota styrkinn til þess að auðga tónlistarlif í Reykjavík með eftir- minnilegum hætti og ég tel að það hafi tekist í þess- um samstarfsverkefnum með Gerðubergi," sagði Margrét Bóasdóttir, formaður félagsins, í samtali við DV. Hún sagði að þetta sérstæða verkefni væri í raun- inni tilkomið fyrir persónulegan áhuga og tengsl Deans Ferrells sem leikur á kontrabassa í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Dean fékk fiðlufjölskylduna lán- aða til íslands án eiginlegs endurgjalds en með þeim skilyrðum að leikið yrði á þær opinberlega og þær notaðar. Spuming um stærð Dean sagði að það hefði gengið ágætlega að finna hljóðfæraleikara til þess að taka þátt í verkefninu en það krefðist talsverðs áhuga og væri erfitt í þeim skilningi að hver hljóðfæraleikari þarf að ná valdi á nýju hljóöfæri. Auk þess getur verið hreinlega lík- amlega erfitt fyrir þann sem er vanur að spila á fiðlu að skipta um hljóðfæri og fara að takast á við hljóðfæri sem er mörgum númerum stærra. Þetta getur í rauninni verið spurning um handleggja- lengd og styrk. Vegna þessa hefur hin fágæta fiðluíjölskylda í rauninni dvalið á íslandi um alllanga hrið og hljóð- færaleikurunum þvi gefist tækifæri til vandlegra æfinga. Fágæta fiðlufjölskyldan er engin venjuleg fjöl- skylda. Hún samanstendur af átta fiðlum, í átta ólík- um stærðum. Hljóðfærin eru með samstilltan hljóm, hvert með sína stillingu og sitt tónsvið, en saman spanna þau nánast allt tónsvið þeirrar tónlistar sem samin hefur verið í heimsbyggðinni allri. Hljóðfær- in eru stillt með um hálfrar áttundar millibili; allt frá kontrabassafiðlunni sem er stillt eins og hefð- bundinn kontrabassi, til sópranínófiðlunnar sem er stillt áttund ofar en venjuleg fiðla. Þessum ótrúlega tjáningaríku hljómum má líkja við tjáningamöguleika sjálfrar mannsraddarinnar. Fjölskyldan samanstendur af sópranínófiðlu, sópranfiðlu, messófiðlu, altfiðlu, tenorfiðlu, barytonfiðlu, bassafiðlu og kontrabassafiðlu. Óvenjuleg fjölskylda „Sum þessara hljóðfæra líta nokkurn veginn út eins og hefðbundnar fiðlur eða víólur en stærri hljóðfærin eru frábrugðin að útliti því þau líta út eins og risastórar fiðlur. Þannig er fjölskyldan í senn hefðbundin og óvenjuleg," sagði Dean Ferell. Hann rekur í stórum dráttum fyrir blaðamann þær breytingar sem hafa orðið á fiðlufjölskyldunni frá því á miðöldum. Fyrst í stað voru fiðlur gerðar til þess að líkja eftir mannsröddinni en smátt og smátt fjarlægðust þær manninn og urðu að meiri einleikshljóðfærum og þá urðu jafnframt til stjörn- ur í hljóðfæraleik og fiðluleikarar urðu frægir með- an aðrir strengleikarar urðu að „ annars flokks borgurum," eins og Dean orðar það í gamansömum tón. „Áður voru hljóðfæraleikarar í hóp og hópurinn allur jafn. Síðan þegar stjörnurnar urðu til þá breyttist allt og þetta hélst í hendur við breytingar í samfélaginu að öðru leyti. Upphaflega voru sennilega sjö fiölur í fjölskyld- unni en i dag eru almennt aðeins fiðla, víóla og selló og kontrabassi efstur. Þau sem voru þarna á milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.