Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Fasteignaverð myndi hækka austan Eyjafjarðar með Vaðlaheiðargöngum: Vaðlaheiðargöngin aðeins draumur heimamanna Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið skýrslu fyrir Byggðastofnun um áhrif samgöngubóta á byggöaþróun. Meðal annars voru skoðuð áhrif af þrennum jarðgöngum sem rætt hefur verið um. Þetta eru göng milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar, göng undir Vaðlaheiði og göng milli Vopnafjarðar og Héraðs. Þessir jarðgangakostir hafa þau sameiginlegu meginein- kenni að stytta vegalengdir milli byggðakjarna, veita heilsársör- yggi í samgöngum og stækka þjónustu- og/eða atvinnusvæði. Ferðaþjónusta ykist fyrir vestan Skýrsluhöfundar segja að göngin á Vestfjörðum myndu spara tíma á ferðalögum milli sunnan- og norðanverðra Vest- fjarða og lækka þar með ferða- kostnað og auka öryggi vegfar- enda. Ferðamennska myndi aukast og líkur væru á að ýmis þjónusta sem fólk á sunnanverð- um fjörðunum hefur sótt tU höf- uðborgarsvæðisins yrði sótt til ísafjaröar. Ekki er þó fyrirsjáan- legt að slík framkvæmd myndi hafa mikil áhrif á stærð atvinnu- svæða, fasteignaverð eða á rekst- ur sveitarfélaganna á svæðinu, né heldur þá þjónustu sem ríkið sér um. Áhrifasvæði ganganna er fámennt. Stærra þjónustusvæði Jarðgöng undir Vaðlaheiði hafa hins vegar stærra áhrifa- svæði þótt áhrif fyrir hvern veg- faranda/íbúa kunni að verða minni. Vaðlaheiðargöng verða til þess að stækka þjónustusvæði Akureyrar til austurs, þar sem leiðin verður styttri og mun ör- uggari/auðfarnari en nú er um Víkurskarð. Stækkað atvinnu- svæði i austur frá Akureyri er ekki fjölmennt (um 500 íbúar). Fastlega má gera ráð fyrir auk- inni sókn Eyfirðinga í búsetu austan heiðarinnar, annaðhvort heilsársbúsetu eða sumarhúsa- byggð. Göngin munu færa Húsa- vík enn frekar inn á þjónustu- svæði Akureyrar og kann það að valda því að þjónustufyrirtæki á Húsavík fá harðari samkeppni vestan að en áður. Fasteignaverð austan Vaðlaheiðar kann að Mnspjöld ...i einiiin oTæmiin! * STAFRÆNÁ PRENTSTOFAN LETURPRENT Síðumúla 22 - Sími: 533 3600 Netfang: stafprentöstafprent.is • Veffang: www.stafprent.is segir aðstoöarmadur samgönguráðherra Göng undir Vaðlaheiði eru Akureyringum mikið áhugamál. Ahrifin yrðu margvísleg en hugmyndin er þó aöeins á byrj- unarstigi. Á myndinni er horft norður frá Akureyri til Vaölaheiðar aö vestan. hækka eitthvað í kjölfar ganga- gerðar, ekki síst hvað varðar sumarhús. Gera má ráð fyrir að skilyrði skapist til hagræðingar í rekstri sveitarfélaga vegna ná- lægðar þeirra sveitarfélaga sem næst liggja Vaðlaheiði að austan- verðu við hið fjölmenna svæði. Ekki er hægt að sjá að áhrif ganganna á þjónustu eða stjórn- sýslu ríkis muni verða nein. Einangrun rofin Jarðgöng milli Vopnafjarðar og Héraðs myndu valda þvi að Vopnafjörður yrði ekki lengur sú endastöð sem hann hefur verið yfir veturinn og mun staðurinn verða innan viðunandi vega- lengdar frá Egilsstöðum allan ársins hring. Enda þótt notendur sem hafa ávinning af göngunum séu ekki margir mun tímasparn- aður og þar með lækkun ferða- kostnaðar verða veruleg. Auk þess verður ekki lengur um fjall- vegi að fara og öryggi því veru- lega bætt í vetrarferðum. Vopnafjörður og Bakkafjörður myndu tilheyra þjónustusvæði Egilsstaða í ríkari mæli sem myndi valda aukinni samkeppni við heimaþjónustu þar. Svæðið norðan Hellisheiðar eystri mun eflaust færast frekar inn á ferða- mannasvæði Austurlands en of langt er þó á milli Vopnafjarðar og Egilsstaða til þess að staðirn- ir nái saman sem atvinnusvæði. Göng um Hellisheiði myndu bæta þjónustustig og ýmis lífs- skilyrði í hreppunum norðan Hellisheiðar. Fjögurra milljarða fram- kvæmd Jarðgöng undir Vaðlaheiði hafa mjög verið í umræðu og at- hugun hjá norðanmönnum og gerði Vegagerðin úttekt á þess- um möguleika fyrir rúmum ára- tug. Jarðfræðilegar aðstæður hafa ekki verið skoðaðar að fullu en búist er við að þær séu svip- aðar og í Ólafsfjarðarmúla. Meðalumferð ársins um Vikur- skarð er um 730 bílar og sumar- umferð um 1240 bílar sem þýðir að umferðarmagnið krefst tví- breiðra ganga. Miðað var við munna í u.þ.b. 70 m y.s. við nú- verandi veg nálægt Hallandsnesi gegnt Akureyri og 160 m y.s. í Fnjóskadal, ofan gömlu Fnjóskárbrúarinnar við Vagla- skóg. Gangalengdin yrði um 7,2 km og heildarkostnaður á núver- andi verðlagi er áætlaður um 4 milljarðar. Stytting vegalengda frá Eyjafirði til austurs yrði um 15 km. Árin 1994-1998 var vegurinn um Víkurskarð lokaður að með- altali 1-2 daga á ári og moksturs- dagar að jafnaði um 80. Snjó- vandamál eru einkum á tiltölu- lega stuttum kafla, eða rúmum einum km, og hefur Vegagerðin að undanförnu látið skoða mögu- legar úrbætur þar. Stytting vegalengda austur frá Akureyri er um 15 km sem þýðir að Vaglaskógur yrði í 19 km fjar- lægð í stað 34 nú: styttingin nem- ur 44%. 76 km yrðu milli Húsvík- inga og Akureyringa í stað 91 (16%) og 84 km yrðu til Reykja- hlíðar í stað 99 nú, svo dæmi séu nefnd. Bara framtíðarmúsík í skýrslunni segir að ofan- greind þrenn göng hafi verið til umræðu og sé þau að finna í Jarðgangaáætlun. Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður sam- gönguráðherra, segir það hins vegar ranga staðhæfingu. Engin göng séu á slíkri áætlun nema annars vegar göngin milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyð- arQarðar og hins vegar Siglufjarðar- göngin. Hins vegar horfi menn í fram- haldinu til Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar og stefnt skuli að rannsóknum bæði vestan og austan lands á meðan tvenn fyrstnefndu göngin verða grafin. Jakob Falur segir að Vaðla- heiðar-, Vopnafjarðar- og Arnar- fjarðargöng séu aðeins framtíð- armúsík á þessum tímapunkti og Vaðlaheiðargöng í raun lítið meira en „draumur heima- manna“. Það rnál sé engan veg- inn komið í neinar áætlanir en vilji heimamanna standi til þess að ríkið komi til móts við einka- aðila til að niðurgreiða gjaldið í gegnum göngin. Talið er að 300-500 krónur séu hámarks- gjaldtaka undir Vaðlaheiöi og að óbreyttu þyrfti ríkið að leggja fram um 75% framkvæmdafjár, að sögn aðstoðarmanns sam- gönguráðherra. Engin göng til Eyja Vestmannaeyingar eru í hópi þeirra sem telja brýnt að fá sam- göngubætur sem fyrst og voru göng milli lands og Eyja skoðuð á sínum tíma, eftir að Árni John- sen, fyrrverandi þingmaður, hafði hreyft við málinu. Hins vegar reyndust berglög óhentug til slíkrar framkvæmdar vegna misgengis og er sá draumur heimamanna því úr sögunni. Jakob Falur Garöarsson. Stríðsástand í Áslands- skóla Stríðsástand hefur verið í Ás- landsskóla i Hafnarfirði í vikunni. Hafnarfjarðarbær sagði upp samn- ingi við íslensku menntasamtökin um rekstur skólans og um tíma voru tveir skólastjórar mættir til starfa við hann. í gær var sagt að Skarphéðinn Gunnarsson, sem var skólastjóri íslensku menntasam- takanna, hefði samþykkt að halda áfram kennslu við skólann sem starfsmaöur Hafnarfjarðarbæjar, undir skólastjóm Erlu Guðjóns- dóttur. Enn er deilt um uppsögn samningsins um rekstur skólans. Lauk göngum fótbrotinn Guðmundur Valtýsson gangna- maður komst í hann krappan þegar hann fótbrotnaði við upphaf gangna á sunnudag. „Þetta var erfiður dag- ur, því verður ekki neitað. Ég vildi samt ljúka minu dagsverki, annað kom ekki til greina," sagði Guð- mundur sem leitaöi ekki læknis fyrr en síðdegis. Var eftir því tekið að göngum loknum að annað stígvél Guðmundar var sverara en hitt. Guðmundur harkaði af sér og neit- aði að snerta gangnapela, hvorki sinn né annarra sem buðu honum. Óvenjulegt Skaftárhlaup Hlaup var í Skaftá í vikunni og náði það hámarki aðfaranótt fimmtudags. Er hlaupið talið um margt óvenjulegt. Hámarks-rennsl- ið var um 700 rúmmetrar á sek- úndu, svipað og í hlaupinu í sum- ar, en heildarvatnsmagnið var tals- vert meira. Talið er að hlaupið hafi komið úr eystri sigkatlinum undir Skaftárjökli en hlaupið í sumar var úr þeim vestari. Ákærum fjölgar Ákærum ríkissaksóknara vegna kynferðisbrota gegn bömum fjölg- aði mikið á síðasta ári miðað við árin á undan. 10 slíkar ákærur voru lagðar fram 1998, árið 1999 voru þær 15, árið 2000 voru þær 11 en 28 í fyrra. 10 kærur hafa verið lagðar fram á þessu ári. I hverri ákæru getur verið um fleiri en eitt brot að ræða gegn sama brotaþola. Athygli vekur þó hversu fá brot af þeim málum sem fara til skýrslu- töku fyrir dómi í Barnahúsi eða héraösdómi leiða til ákæru. Geir stefnir á sæti Björns Geir H. Haarde fjármála- ráðherra lýsti því yfir í DV í gær að hann sæktist eftir öðru sæti í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Reykja- vik. Er þar um að ræða sæti Bjöms Bjarnasonar sem segist stefna á eitt af efstu sætun- um. Sem varaformanni flokksins finnst Geir eðlilegt að hann skipi næsta sæti á eftir formanninum og leiði flokkinn í öðru kjördæmanna í borginni. Björn segist stefna að sem mestum stuðningi í prófkjör- inu og af því má ráða að hér sé ekki um beinan yfirlýstan slag að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.