Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 24
24
Helgctrblað H>"V
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
Matur og vín___________j|
Umsjón
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
Túnfi skur
Túnfiskur er beinfiskur með stóran haus og sterklegan sporð. Hann heldursig í
torfum og getur orðið upp undir fjórir metrar á lengd og tonn að þgngd en algeng-
asta stærð er 1-2 metrar. Hann er skgldur markríl en magrari en hann. Túnfiskur-
inn lifir íMiðjarðarhafi og einnig íAtlantshafi, allt norður til Noregs. Skammt er
síðan Islendingar hófu veiðar á honum og fer það eftir árstíðum hi/ar þær eru
stundaðar. Túnfiskur er sjaldséður í fiskbúðum hér en hann þgkir góður matfiskur,
þéttholda og minnir dálítið á kjöt, enda er hann oft notaður ísteikur. Japanar
veiða mikið aftúnfiski og borða hann ísushi. Hér á íslandi þekkjum við hann aðal-
lega niðursoðinn úr dósum, gmist íolíu eða vatni. Hann fæst líka frosinn í
lofttæmdum umbúðum íeinstaka verslun. Túnfiskur er góður grillaður, einnig í
pastarétti, bökur og pottrétti.
Tilvalinn þegar áhersla
er lögð á hollustu
„Túnfiskurinn er orku- og prótínríkur og með
pasta og kotasælu er komið algert dúndur,“ segir El-
var Öm Reyn-
isson, mat-
reiðslumaður í
Energia-bar
Smáralindinni.
Hann notar niðursoð
inn túnfisk í vatni * •
matargerð en
dreypa kryddolíu yfir
diskinn ef viðskiptavin-
ir óska þess. „Við leggj-
um áherslu á hollustu eft-
; ir þvi sem hægt er þótt
auövitaö spáum við líka heil-
rtiikið í bragðið. Ef við höfum
um tvennt að velja, mismunandi
hollt sem gefur álíka gott bragð, þá velj-
um við alltaf það hollara,“ segir Elvar Örn og
bætir við: „Þetta er svolítið eins og á heimilum hjá
okkur þannig að um helgar leyfum við okkur að nota
aðeins rjóma í súpurnar en á virkum dögum notum
við meiri AB-mjólk sem hefur slegið í gegn hjá við-
skiptavinum okkar. Við bjóðum líka stundum upp á
Rice crispis-köku um helgar en þá notum við púður-
sykur í hana.
Energia bar býður breitt úrval af léttum og hollum
réttum. Eins og nafnið gefur til kynna er um orku-
bar/veitingastað að ræða
og þess vegna
eru tún-
fiskur
og kota-
sæla notuð í þetta
salat.
Næringarinnihald þess er 28% prótin, 16% fita,
56% kolvetni og heildarorka er 460 hitaeiningar.
Pasta-energia
fyrir 4
300 q pasta
200 g blandað salat, (t.d romane, grandsalat, lollorosso
klettasalat oa fleiri spennandi teaundirl
300 g túnfiskur í vatni
200 a kotasæla
1 rauðlaukur
100 g svartar ólífur
1 tómatur
1/3 aaúrka
smásletta ólífuolía i ,AV V $ Av»' \ \\\\; , ■ •
S
1 tsk. blandaðar kryddjurtir, t.d. tímian, basO, or-
egano
örlítil sletta balsamique-edik
Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúð-
um, kælt og smávegis ólífuolíu slett á það.
Ólífuolíu er hellt í skál ásamt balsamique og krydd-
jurtum bætt við. Þetta er svo notað á salatið.
Grænmetið og salatiö er skorið niður í hæfilegar
stærðir og blandað saman. Túnfiski og kotasælu er
komið snyrtilega fyrir ofan á salatinu.
Brauð, t.d. snittubrauð, er skorið í sneiðar og
ristað með ögn af ólífuolíu á pönnu eða jafnvel sam-
lokugrilli.
Salatið borið fram með jógúrt-dressingu sem búin
er til úr AB-mjólk og jógúrt og krydduð með sérvöldu
kryddi.