Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 24
24 Helgctrblað H>"V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Matur og vín___________j| Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Túnfi skur Túnfiskur er beinfiskur með stóran haus og sterklegan sporð. Hann heldursig í torfum og getur orðið upp undir fjórir metrar á lengd og tonn að þgngd en algeng- asta stærð er 1-2 metrar. Hann er skgldur markríl en magrari en hann. Túnfiskur- inn lifir íMiðjarðarhafi og einnig íAtlantshafi, allt norður til Noregs. Skammt er síðan Islendingar hófu veiðar á honum og fer það eftir árstíðum hi/ar þær eru stundaðar. Túnfiskur er sjaldséður í fiskbúðum hér en hann þgkir góður matfiskur, þéttholda og minnir dálítið á kjöt, enda er hann oft notaður ísteikur. Japanar veiða mikið aftúnfiski og borða hann ísushi. Hér á íslandi þekkjum við hann aðal- lega niðursoðinn úr dósum, gmist íolíu eða vatni. Hann fæst líka frosinn í lofttæmdum umbúðum íeinstaka verslun. Túnfiskur er góður grillaður, einnig í pastarétti, bökur og pottrétti. Tilvalinn þegar áhersla er lögð á hollustu „Túnfiskurinn er orku- og prótínríkur og með pasta og kotasælu er komið algert dúndur,“ segir El- var Öm Reyn- isson, mat- reiðslumaður í Energia-bar Smáralindinni. Hann notar niðursoð inn túnfisk í vatni * • matargerð en dreypa kryddolíu yfir diskinn ef viðskiptavin- ir óska þess. „Við leggj- um áherslu á hollustu eft- ; ir þvi sem hægt er þótt auövitaö spáum við líka heil- rtiikið í bragðið. Ef við höfum um tvennt að velja, mismunandi hollt sem gefur álíka gott bragð, þá velj- um við alltaf það hollara,“ segir Elvar Örn og bætir við: „Þetta er svolítið eins og á heimilum hjá okkur þannig að um helgar leyfum við okkur að nota aðeins rjóma í súpurnar en á virkum dögum notum við meiri AB-mjólk sem hefur slegið í gegn hjá við- skiptavinum okkar. Við bjóðum líka stundum upp á Rice crispis-köku um helgar en þá notum við púður- sykur í hana. Energia bar býður breitt úrval af léttum og hollum réttum. Eins og nafnið gefur til kynna er um orku- bar/veitingastað að ræða og þess vegna eru tún- fiskur og kota- sæla notuð í þetta salat. Næringarinnihald þess er 28% prótin, 16% fita, 56% kolvetni og heildarorka er 460 hitaeiningar. Pasta-energia fyrir 4 300 q pasta 200 g blandað salat, (t.d romane, grandsalat, lollorosso klettasalat oa fleiri spennandi teaundirl 300 g túnfiskur í vatni 200 a kotasæla 1 rauðlaukur 100 g svartar ólífur 1 tómatur 1/3 aaúrka smásletta ólífuolía i ,AV V $ Av»' \ \\\\; , ■ • S 1 tsk. blandaðar kryddjurtir, t.d. tímian, basO, or- egano örlítil sletta balsamique-edik Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúð- um, kælt og smávegis ólífuolíu slett á það. Ólífuolíu er hellt í skál ásamt balsamique og krydd- jurtum bætt við. Þetta er svo notað á salatið. Grænmetið og salatiö er skorið niður í hæfilegar stærðir og blandað saman. Túnfiski og kotasælu er komið snyrtilega fyrir ofan á salatinu. Brauð, t.d. snittubrauð, er skorið í sneiðar og ristað með ögn af ólífuolíu á pönnu eða jafnvel sam- lokugrilli. Salatið borið fram með jógúrt-dressingu sem búin er til úr AB-mjólk og jógúrt og krydduð með sérvöldu kryddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.