Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 28
28 Helqarblac.f DV LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Ætla að breyta heiminum Birgitta Jónsdóttir skáldkona fylltist ótta þegar turnarnir hrundu fyrir rétt ári. Vonin uar þó ekki langt undan og hún ákvað að gefa út bækur með safni Ijóða og annarra listaverka eftir höfunda sem vildu minnast atburðarins. Birgitta sagði DV frá bókunum og byltingunni íhjarta sínu. Það er orðin ein af þessum klisjum að segja að heimsmyndin hafi breyst eftir ellefta september í fyrra. Líklega er fullsnemmt að draga einhverjar álykt- anir varðandi hvað hafi breyst og hvernig. Eitt af því sem ég velti fyrir mér þennan örlagaríka dag var hvernig listamenn myndu bregðast við og þá ekki síst íslenskir listamenn. Skylda þeirra er að leggja siðferði- legt mat á atburði líðandi stundar og ef þeir gera það ekki gætu þeir eins verið mállausir. Þegar Birgitta horfði á útsendinguna vissi hún að heimurinn væri breyttur. „Eftir atburðinn hugsaði ég strax; núna er komið að því. Nú væri komið að þriðju heimsstyrjöldinni og von manns fyrir hönd mannkyns- ins fór þverrandi. En þegar rykið settist skynjaði ég einhverja jákvæðni, einhverja von,“ segir Birgitta. „Ég horfði á útsendinguna og velti fyrir mér hvað væri breytt,“ segir hún og heldur áfram eftir örstutt hik. „Hvernig áttu listamenn aö bregðast við þessu? Hlutverk listamannsins er m.a. annars að vera sam- viska heimsins og túlka atburði eins og þá sem gerð- ust ellefta september. Ég ákvað því að gefa út bók með safni ljóða sem gæti virkað sem samræðugrundvöllur fyrir ólík menningarsamfélög." Bækurnar tímamótaverk Birgitta rekur bókaútgáfuna Beyond Borders og ákvað að leita til listamanna víðs vegar að úr heimin- um og fá hjá þeim ljóð eða einhvers konar listaverk sem endurspegluðu tUfinningu þeirra gagnvart atburð- unum, því sem gerðist í kjölfarið. Hún sendi tölvupóst til um tvö hundruð skálda og listamanna og viðbrögð- in létu ekki standa á sér. „Þessi tölvupóstur fór út um allan heim. Ég veit að hann lenti inn í kennslustofur í Asíu þar sem kennari við listaháskólann I FUippseyj- um fékk tvo af bekkjum sinum tU að vinna verk sér- staklega fyrir verkefnið. Þetta voru nemendur í staf- rænni myndvinnslu og verkin þeirra eru alveg meiri háttar. Fólk frá þrjátíu og fjórum þjóðlöndum sendu verk til mín og ég er enn að fá fyrirspurnir um hvern- ig hægt sé að taka þátt. Allt í allt hef ég fengið yfir sjö hundruð verk en valdi með dyggri aðstoð aðstoðarrit- stjórans, Michael Lohr, um þrjú hundruð og fimmtíu verk, þar með talin um áttatíu listaverk og ljósmynd- ir.“ Birgitta fékk send verk frá nokkrum þekktum ein- staklingum víðs vegar að úr heiminum sem leist vel á hugmyndina, m.a. er ljóð eftir Dalai Lama. Síðan eru Bók til að græða sár heimsins. í henni má finna listaverk, greinar og ljóð er fjalla með einum eða öðrum hætti um ellefta september. „Hlutverk listamannsins er m.a. að vera samviska heimsins og túlka atburði eins og gerðust ellefta september." DV-mynd Teitur ljóð eftir tvö af höfuðskáldum Bandaríkjanna, Lawrence Feringhetti og Ritu Dove, ásamt ljóðum eft- ir helsta skáld Ástralíu, John Kinsella, sem hann samdi sérstaklega fyrir bækurnar. Það komu verk eft- ir fólk frá öllum hugsanlegum trúarbrögðum, fólk allt frá fimm ára aldri tU áttatíu og þriggja ára. Útkoman eru tvær bækur. Annars vegar „The Book of Hope“ eða Bók Vonarinnar og hins vegar „The World Healing Book“ eða Bók tU að græða sár heims- ins. Fyrri bókin inniheldur ljóð og svarthvítar mynd- ir. Birgitta segir að hún sé kannski frekar svona nátt- borðsbók á meðan hin er fjölbreyttari en í henni eru listaverk, greinar, ljóð, leikrit og ýmislegt annað. „Þeir sem vel til þekkja í Ijóðheimum og víðar telja að þess- ar bækur séu tímamótaverk," segir Birgitta, „þar sem aldrei áður hafi verið gefnar út safnbækur með eins fjölbreyttum þverskurði af því sem bærist í huga og hjörtum mannfólksins í samtímanum. Flestar safn- bækur taka fyrir einstaka hópa; X-kynslóðina, konur, menn, araba, gyðinga, íslendinga og svo mætti lengi telja. Þessar bækur eru án slíkra marka.“ Gerði hreint fyrir mínum dyrum Áður en hún byrjaði að safna verkum í bókina ákvað hún að gera hreint fyrir sinum dyrum. „Það þýðir ekkert að ætla að predika yfir fólki ef maður er ekki tilbúinn að hrinda í verk þvi sem talað er um. Ég sendi því öllum sem mér fannst hafa gert eitthvað á minn hlut bréf þar sem ég gerði grein fyrir minni af- stöðu og viðurkenndi minn þátt í deUunni og baðst af- sökunar ef ég hefði sært viðkomandi." „Ef við vUjum breyta heiminum þá byrja byltingar í hjarta okkar,“ segir hún. „Þetta hefur verið gríðarleg vinna að koma þessu öUu heim og saman og það má segja að fólkið sem er að taka þátt í þessu með mér haFi haldið mér gangandi með stöðugri hvatningu og vUja til að koma bókunum á framfæri í sínum heima- högum. Það er verið að halda uppákomur víðs vegar um Bandaríkin og Ljóðahús Marokkó eru að undirbúa komu mina þangað tU að kynna bækurnar. Ég reyndi mikið að finna skáld frá hinum íslamska heimi vegna þess að ég var hreinlega forvitin að vita hvað hrærist í huga þjóða mér svo framandi og hafði svona á tilfinn- ingunni að sú mynd sem verið var að draga af aröbum væri ekki alveg í takt við raunveruleikann. AUir þeir múslímar sem ég hef kynnst i gegnum þetta verk hafa sömu einlægú draumana um frið fyrir börnin sín og umburðarlyndi gagnvart öðru fólki. Þegar ég hugsa tU aUs fólksins núna sem tók þátt í þessu verkefni þá sé ég í hugarskoti mínu manneskjur en ekki trúarbrögð, status eða kynþátt." „Þú varst ekki vör við reiði hjá neinum höfundi?" spyr ég. „Nei, ekki einu sinni hjá bandarískum skáldum. Fólk vUdi uppljómun í stað hefnda og þetta var sú al- menna tilfinning sem ég hafði gagnvart þeim ljóðum sem mér bárust. Vonin fyrir hönd mannkynsins var efst í huga flestra. Ég held líka að sú staðreynd að aU- ur ágóði af sölu bókanna mun renna tU Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafi einnig sameinað þátttakend- ur í að gefa vinnu sína og skapað ákveðinn grundvöll tU að taka þetta lengra en ég hef aldrei eignað mér þessar bækur, þær eru gjöf allra sem að henni koma tU okkar hinna sem lesa þær.“ -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.