Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 52
* 56 HeIqorblað I>V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Bílar Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson Reynsluakstur nr. 704 Tæknilega fuiikominn og þægilegur í akstri Kostir: Þœgindi, stjórntœki, bakkmyndavél, bremsur Gallar: Hurðarhandfang frammi í, viðbragð Nissan Primera er nú komin til landins og DV-bílum fannst því rétt að prófa hann við íslenskar aöstæður. Nokkum veginn sami bíll hafði áður verið prófaður á Spáni með tveggja lítra vél og reyndist þar vel. Hingað kem- ur billinn hins vegar aðailega með 1,8 lítra vélinni og því rétt að prófa hann sérstaklega. Bíllinn mun vera væntan- legur líka sem hlaðbakur og verður þá einnig fáanlegur með sex gíra kassa. Meö fartölvu í farteskinu Bíllinn þykir nokkuð frumleg hönnun og hefur sinn eig- in stíl. Innandyra er mikii breyting á innréttingunni í Pri- mera og er búið að færa alla mæla að miðju mælaborðsins þar sem þeir vísa í áttina að ökumanni. Fyrir neðan er svo sjö tomma litaskjár sem inniheldur upplýsingar frá hljómtækjum, mið- stöð og aksturstölvu og líkja má við nokkurs konar fartölvu. Undir skjánum er stjómborö fyrir fram- angreint sem samanstendur af nokkrum einfoldum tökkum og er það mjög þægilegt í notkun. Borðið er því sem næst iárétt sem er eðli- legra fyrir höndina þannig að öku- maður hefúr betra vald á henni en ef um lóðrétt takkaborð væri að ræða. Skjárinn hefur einn sniðug- an möguleika líka sem er mynda- vél sem kviknar á aftan á bílnum þegar sett er í bakkgír. Hún sýnir vel útsýni fyrir aftan bílinn og er þægilegt að bakka eftir henni ef leggja á í þröngt stæði eða þess háttar, fyrir utan öryggis- þáttinn sem af því skapast. Stýri er með halla og aðdrætti enda þarf ekki að hafa áhyggjur af lestri mælanna lengur. Skítsæl innrétting Val á efhum í innréttingu er betra en áður og frágangur þar allur góður. Sæti em sérlega þægileg og mjúk, með háu baki og still- ingu fyrir mjó- einnig gott í aftursætum og farangursrými er rúmgott og úthugsað. Undir gólfmu er vatnshelt 40 lítra hólf og í rým- inu er farangursnet, krókur fyrir innkaupapoka og aðrar festingar. Eini gallinn við bilinn innandyra er staðsetning á hurðarhandfangi frammi í sem með dymar fullopnar er helst til of langt að teygja sig í og óskiljanlegt hvemig slíkt atriði gat fariö fram hjá hönnuöum sem í dag teikna og prófa alla hluti í sýndarraunveruleika. Einnig er ljós inn- réttingin frekar skítsæl en það fer eftir eigandanum hve fljótt hún lætur á sjá. Þægindi í akstri I akstri er Primera þægilegur og blandar vel saman þæg- indum og góðri svörun. Framfjöðrun er á sérstakri grind sem gerir hana skemmtilegri og verður stýri nákvæmara en ella. Bíllinn er örlítið undirstýrður þegar reynt er vel á hann enda ekki við öðra að búast í framhjóladrifnum bíl. Hann leggst aðeins til hliðanna í kröppum beygjum enda fjöörunin í mýkri kantinum. 1,8 lítra vélin er hljóðlát og þýðgeng enda er flest gert til að hún verði það í notkun. Hún er með ventlastýribúnað til að minnka eyðslu og há- markar viðbragð og svörunin frá rafstýrðri bensíngjöfmni er góð. Hefðbundin sjálfskiptingin í 1,8 lítra bílnum tekur þó obbann af viðbragðinu úr vélinni en þeim sem vilja meira afl er bent á tveggja lítra bflinn sem er 140 hestöfl. Bremsur era ekki af skomum skammti og það kraftmesta í bflnum, ef segja má svo, jafnvel kraftmeiri en þær þurfa að vera. Örlítíð dýrari en vel búinn Verðið á nýju Primerunni sjálfskiptri er 2.470.000 kr. sem er örlítið hærra en hjá helstu keppinautum. Til samanburð- ar er sjálfskiptur Ford Mondeo 1,8 á 2.295.000 kr„ 5 dyra Renault Laguna 1,8 á 2.370.000 kr. og VW Passat 2,0 á nán- ast sama verði, 2.440.000 kr. Hafa ber þó í huga mjög góðan grunnbúnað í nýju Primerunni, auk búnaðar sem kostar sitt og ekki hefur sést áður hérlendis, litaskjáinn og bakk- myndavélina. -NG ©Skottið er rúmgott og útliugsað, meðal annars með aukarými sem tekur 40 lítra. ©1 ,8 lítra vélin er 116 hestar en með sjálfskipting- unni finnur maður lítið fyrir þeim. ©Stjórntæki eru þægilega staðsett og öll aðstaða ökumannsins eins og best verður á kosið. ©Með bílinn í bakkgír kviknar á myndavél aftan á bílnum sem sýnir útsýnið fyrir aftan hann, sem kem- ur sér vel þegar bakka þarf inn í bílskúrinn. - r NISSAN PRIMERA 1,8 Vél: 4ra strokka bensínvél. Rúmtak: 1769 rúmsentímetrar. Ventlar: 16 Gírkassi: 4ra þrepa siálfskiptinq UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð fjölarmafiöðrun Fjöðrun aftan: Fjðlliðafiöðrun Bremsur: Diskar framan oq aftan, ABS, ESP Dekkjastaerð: 205/60 HR16 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 4567/1760/1482 mm Hjólahaf/veghæð: 2680/150 mm. Beygjuradíus: 11,2 metrar. INNRI TÖLUR: Farþegar m. ókumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: ; 5/6 Farangursrymi: ' 405 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 8 lítrar Eldsneytisgeymir: 62 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/6 ár Grunnverð: 2.390.000 kr. Verð prófunarbíls: 2.470.000 kr. Umboð: Inqvar Helqason hf. Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, útispeglar rafstýrðir og upphitaðir, fjarstýrðar samlæsingar m. þjófavörn, 6 ör- yggispúðar, 7 tomma upplýsingaskjár með myndavél að aftan, hæðarstillanleg framsæti, geislaspilari og útvarp, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, aksturstölva, sjálf- skyggjandi baksýnisspegill, álfelgur, tengingar fyrir hand- SAMANBURÐARTÖLUR: É Hestöfl/sn.: 116/5600 Snúningsvægi/sn.: 163 Nm/4000 Hröðun 0-100 km: 13,6 sek. Hámarkshraði: 182 km/klst. Eigin þyngd: 1340 kg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.