Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 30
//<s» / c) a rb lct 3 33 "V LAUGA.RDAGUR 21. SEPTEM BER 2002 Enska úrvalsdeildin í knattspyrau: Man. Utd mætir væng- brotnu Tottenham-liði - fjöldi leikmanna Tottenham á sjúkralista Ruud Van Nistilrooy. Það hefur ekld farið jafn inikið fyrir þessum ágæta leikmanni nú eins og á síðasta lteppnistímabili. í dag fara fram sjö leikir I ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en á morgun fara fram tveir leikir og einn á mánudag. Það er margt athyglisverðra leikja, bæði á toppi og botni deildarinnar, og ef lið á borð við West Ham, Sunderland og Newcastle fara ekki að vinna leiki gætu stjórastólar farið að losna. Hrekkur Man. Utd í gang? Man. Utd fær spútniklið Tottenham I heimsókn, en Lundúnaliðið hefur byrjað mjög vel og situr í öðru sæti deildarinnar. Það finnst kannski mörgum aðdá- endum Man. Utd kominn timi til að liðið reki af sér slyðruorðið en liðið er nú í 10. sæti deildarinnar. Ekki er víst að Nicky Butt geti leikið á miðjunni vegna meiðsla sem hann varö fyrir gegn Leeds um síðustu helgi. Talið er líklegt að í hans stað muni koma Gary Neville eftir langt hlé vegna meiðsla, en það fer þó alfarið eftir líðan Butt. Nistilrooy verður með en hann er að kljást við meisli á kálfa og þá kem- ur Barthez aftur inn. Á meiðslalista eru enn þeir Roy Keane, Paul Scholes, Wes Brown og Qutnton Fortune. Það er áhyggjuefni fyrir Glenn Hoddle að öll vörnin sem hann stillti upp gegn West Ham um síðustu helgi, þeir Ziege, Taricco, Perry og Gardner, eru allir meiddir og leika ekki í dag. Sjúkralisti Tottenham er æði langur, en til viðbótar þeim sem nefndir hafa ver- ið eru á honum þeir Darren Anderton, Gus Poyet, Stephen Carr, Steffen Freund og Neil Sullivan. Les Ferdinand er þó klár að nýju. Aðeins eitt stig á Upton Park Botnlið West Ham fær Man. City í heimsókn á Upton Park, en West Ham hefur aðeins fengið eitt stig á timabilinu og var það gegn sjálfum meisturunum í Arsenal. Austurbæjarliðið hefur ekki náð að sýna sama stöðugleika á heimavelli og liðið hefur verið þekkt fyrir á undanförnum árum. West Ham mætir að mestu með óbreytt lið, en þó er ljóst að Tomas Repka, sem meiddist í leik gegn Tottenham á dögun- um, verður í liðinu. Einhver meiðsli hafa verið að hrjá lið City og nú þykir öruggt að Richard Dunne og Shaun Goater verða ekki í hópnum á morgun vegna meiðsla. í hópinn koma þeir Steve Howey og Darren Huckerby, en þeir hafa verið að kljást við meiösli. Viera í banni Meistarar Arsenal taka á móti Guðna Bergssyni og félögum hans í Bolton, en þeir verða án Patrick Viera sem er í leikbanni. Fréttir herma að Arsene Wenger liggi undir feldi með þá spurningu hvort hann eigi að láta Ljungberg byrja í dag, en hann er að koma inn eftir langvarandi meiðsli. Það sama má segja um Lauren og verið getur að hann komi inn í liðið fyrir Luzny. Sam Allardyce er í vanda hjá Bolton því þeir David Warhurst, Bruno N’Gotty, Bernard Mendy, Simon Charlton, Kevin Nolan og Ricardo Gardner eru allir meiddir, en góðu fréttirnar eru að Ricketts kem- ur inn að nýju. Newcastle, sem átti glimrandi tímabili í fyrra en er nú í bullandi vandræðum, tekur á móti Sunderland, sem virðist vera í svipuðum vandræðum en bæði lið- in sitja nú í fallsæti. Newcastle lék gegn Lokomotiv Moskvu og tapaði þar. Bobby Robson er að gera til- raunir til breytinga, en Solano var tekinn út úr liðinu gegn Moskvu og er það í fyrsta sinn sem hann leikur ekki með vegna annarra orsaka en meiðsla. Ekki er búist við miklum breytingum á Sunderland-liðinu en þó er talið að Julio Arca komi inn fyrir hinn unga Thomas Butler. Henchoz og Owen inn Lárus Orri Sigurðsson og félagar hans i WBA verða á Anfield Road og leika við Liverpool. Stephan Hencoz kemur inn í liðið að nýju og líklegt er talið að Michael Owen leiki með eftir að hafa setið á bekkn- um undanfarna leiki. Smicer er meiddur á fæti og Xa- vier er veikur. WBA getur unnið fjórða leikinn sinn í röð í deildinni, en þeir verða án Lee Hughes. Southampton tekur á móti Charlton og mætir Gor- don Strachan með sitt sterkasta lið, en bæði þessi lið hafa byrjað tímabilið mjög illa, sem reyndar kemur ekkert sérstaklega á óvart. Meiðsli eru hins vegar i herbúðum Charlton. Leeds mætir Balckburn á útivelli og það eru gleði- fregnir að Michael Bridges er nú orðinn frískur að nýju eftir langt hlé. Hann kom inn á í leik liðsins gegn úkraínska liðinu í Evrópukeppninni á fimmtu- dag og sýndi góða spretti. Á sunnudag mætast einnig lið Aston Villa og Everton. -PS Laugardagur Sumiudagur Liverpool-WBA Arsenal-Bolton Aston Villa-Everton Man. Utd-Tottenham Blackbum-Leeds Middlesboro-Birmingham Southampton-Charlton Mánudagur West Ham-Man. City Fulham-Chelsea Newcastle-Sunderland íslandsbikarinn verður á Akranesi I lokaumferð Símadeildar: Þyrla verður til taks Lokaumferð Símadeildar karla verður leikin í dag og enn er staða á botni og toppi deildarinnar óráðin. Eins og kunnugt er eiga KR og Fylkir bæði möguleika á að verða íslandsmeistarar i dag. Á Akranesi eigast við heimamenn og Fylkir en á KR- velli KR-ingar og Þórsarar sem fyrir leikinn eru fallnir. Eins og staðan er nú eru Fylkismenn efstir í deildinni og af þeim sökum hefur Knattspyrnusamband íslands ákveðið að íslandsbikarinn verði uppi á Akranesi á meðan á leikjum stendur. Ef sú staða kemur upp að KR-ingar verða íslandsmeistarar verður þyrla til staðar uppi á Akranesi til að flytja íslandsbikarinn yfir flóann og lendir hún meö bikarinn á KR-vellinum. Fallbaráttan verður í algleymingi og þá má ekki gleyma baráttunni um markakóngstitilinn en baráttan um hann stendur á milli þeirra Grétars Hjartarsonar og Sævars Þórs Gíslasonar, en í baráttuna geta þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson blandað sér. -PS McAteer dómaranum þakklátur: Væri höfðinu styttri Jason McAteer segir að ef Uriah Rennie hefði ekki hlaupið á milli þegar þeim McAteer og Roy Keane laust sam- an í leik Sunderland og Man. Utd þá hefði Keane rifið af honum höfuðið. Keane var seinna í leiknum rekinn út af fyrir að gefa McAteer olnbogaskot í höf- uðið. McAteer segist ekki hafa verið að' reyna að meiða Keane sérstaklega og segir að það hefði hver sem er getað orðið fyrir tæklingu hans, sem gerði Keane svo reiðan sem raun bar vitni. Henni var ekki beint gegn Keane sér- staklega. „Ég er Rennie óendanlega þakklátur fyrir að hafa gengið þarna á milli því í dag væri ég höfðinu styttri. -PS m x ÍA-Fylkir.............lau. 21. sept. KR-Þór, Ak............lau. 21. sept. Grindavík-Keflavík . . . lau. 21. sept. FH-lBV................lau. 21. sept. KA-Fram...............lau. 21. sept. Fylkir 17 10 4 3 30-20 34 KR 17 9 6 2 27-18 33 Grindavík 17 8 5 4 31-22 29 KA 17 6 7 4 18-16 25 ÍBV 17 5 5 7 22-20 20 ÍA 17 5 5 7 27-26 20 FH 17 4 7 6 27-29 19 Fram 17 4 5 8 26-33 17 Keflavík 17 3 8 6 21-29 17 Þór A. 17 3 4 10 22-38 13 Markahæstir: Grétar Hjartarson, Grindavík ... 12 Sævar Þór Gíslason, Fylki......12 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Jóhann ÞórhaUsson, Þór, Ak. ... 10 Sigurður Ragnar Eyjólfsson.....10 ? f SÍMA DEILDil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.