Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Helgarblað I)V Jemeninn Ramzi Binalshibh var háttsettur liðsmaður al-Qaeda:: Trúræknin vakti athygli nágranna Toppmaöur í al-Qaeda Jemeninn Ramzi Binalshibh er feitasti bitinn sem Bandaríkjamenn hafa kom- ist yfir í baráttunni viö al-Qaeda hryöjuverkasamtökin. Binalshibh var hand- tekinn eftir skotbardaga í Pakistan fyrir rúmri viku. Liðsmenn al-Qaeda eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. „Við eltum morðingjana uppi, einn af öðrum. Við eirum engum, við erum sterkir og við ætlum okk- ur ekki að láta staðar numið.“ George W. Bush Bandaríkjafor- seti var ómyrkur í máli á sveitasetri sínu í Camp David um síðustu helgi þegar hann lagði áherslu á þá stað- festu bandarískra stjómvalda að ganga milli bols og höfuðs á hryðju- verkasamtökunum sem stóðu fyrir árásunum á World Trade Center og Pentagon fyrir einu ári. Á lista eftirlýstra Svo virðist sem barátta Bush og manna hans við ófreskjuna marg- höfða sé farin að bera árangur. Bandaríkjamenn komust heldur bet- ur í feitt á dögunum þegar öryggis- sveitir í Pakistan gerðu áhlaup á dvalarstað al-Qaeda liða í borginni Karachi, felldu nokkra og handtóku aðra. Meðai hinna handteknu var Jemeninn Ramzi Binalshibh, einn helsti skipuleggjandi hryðjuverka- árásanna í fyrra og sem var búinn að vera lengi á lista yfir eftirlýsta menn sem bandarísk yfirvöld vildu óim setja 1 bönd. Lögreglan í New York-ríki hefur heldur ekki setið auðum höndum. Hún handtók sex bandaríska borg- ara af jemenskum uppruna í stálframleiöslubænum Lacka- wanna, skammt frá borginni Buffalo, fyrir viku. Mennimir hafa allir verið ákærðir fyrir að veita al- Qaeda margvíslegan stuðning í verki. Alrikislögreglan FBI segir þó að hún búi ekki yfir neinum upplýs- ingum um að mennirnir hafi verið að undirbúa árás í Bandaríkjunum. Þá hafa tugir manna verið hand- teknir í sunnanverðri Asíu, grunað- ir um tengsl við al-Qaeda. „Við skulum segja að hreyfmg sé á hlutunum," sagöi starfsmaður leyniþjónustunnar í viðtali við bandaríska dagblaðið Christian Sci- ence Monitor. Ánægöir með árangurinn Handtaka Binalshibhs og Jemen- anna sex i Lackawanna þykir mik- ilsverður áfangi í baráttu laganna varöa við hryðjuverkamenn. Sér- staklega eru menn þó ánægðir með að hafa gómað Binalshibh, sem stát- aði af því í viðtali við arabísku gervihnattarsjónvarpsstööina al- Jazeera um daginn að hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðjuverka- árásirnar í fyrra. Hann gæti veitt mikilsverðar upplýsingar um aðra þátttakendur í samsærinu og hvar þeir halda til, svo og um stuðnings- hópa al-Qaeda í Bandaríkjunum. Bandarískum yfirvöldum þykir handtaka Binalshibhs vera kennsiu- bókardæmi um hvernig leyniþjón- ustur víða um heim eigi að vinna með þeirri bandarísku. Úr gróðrarstíunni Ramzi Binalshibh, sem er fæddur á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, árið 1972, var á hraðri uppleið inn- an al-Qaeda hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens þegar hann var handsamaður. Hann hefur meira aö segja verið kallaður „hinn nýi bin Laden“, ættaður frá Hadramawt- héraði í austanverðu Jemen þar sem er gróðrarstía fyrir harðlínu- múslíma. Bin Laden sjálfur er ætt- aður af þessum slóðum. Binalshibh kom með skipi tO Hamborgar í Þýskalandi árið 1995 og óskaði þar eftir hæli sem póli- tískur flóttamaður. Hann sagðist vera frá Súdan þar sem hann hefði verið fangelsaður í kjölfar mót- mælaaðgerða námsmanna í höfuð- borginni Khartoum. Þýsk yfirvöld tóku sögu hans ekki trúanlega en þegar kom að því í desember 1997 að skipun var gefm um að reka hann úr landi hafði honum á óútskýrðan hátt tekist að útvega sér vegabréfsá- ritun sem námsmaður. Áður en Binalshibh hélt til Þýskalands hafði hann starfað í nokkur ár í alþjóð- lega bankanum í Jemen sem óbreyttur bankamaður. fGuölaugur Bergmundsson blaöamaöur Erlent fréttaljós Binalshibh innritaði sig í þýsku- tíma í Hamborgarháskóla og lýsti því jafnframt yfir að hann ætlaði síðar meir að leggja stund á nám í hagfræði. Þýskukunnátta hans þótti aldrei mikil og ólíkt öðrum í al-Qa- eda sellunni í Hamborg stundaði hann aldrei raunverulegt nám í Þýskalandi. Flutti inn til Atta Fljótlega eftir komuna tii Ham- borgar fór Binalshibh að umgangast harðlínumenn úr röðum múslíma, þar sem moskan al-Quds, sem er arabíska nafnið á Jerúsalem, var miðpunkturinn. Þá sótti hann bóka- búð ekki langt þar frá þar sem of- beldisfull barátturit og myndbands- upptökur um jihad, eða heilagt stríð múslíma, voru seld baka til. Binalshibh komst í kynni við Mo- hammed Atta, foringja hryðjuverka- mannanna sem réðust á Bandaríkin í fyrra, í moskunni í Hamborg árið 1997. Árið eftir flutti Binalshibh inn í þriggja herbergja íbúð sem Atta deildi með félaga sínum, Saíd Ba- haji, skammt frá háskólanum þar sem Atta stundaði nám. Binalshibh bjó í íbúðinni fram undir lok 1999. Jemeninn ungi var nágrönnum sínum við Marienstrasse ekki mjög eftirminnilegur. Þeir veittu því þó athygli að hann var mjög trúrækinn og sótti moskuna af kappi. Á mynd- bandsupptöku úr brúðkaupi Saíds Bahajis í október 1999 má sjá Binalshibh hrópa að múslímar verði að „frelsa sig frá gyðingum" og síðan tók hann að kyrja söngva um hið heilaga stríð. Skömmu síðar hélt hann til Afganistans þar sem hann dvaldi í nokkra mánuði í þjálf- unarbúðum al-Qaeda. Með í för voru Atta og aðrir félagar þeirra. Lagt á ráðin í Malasíu „Þegar þeir voru komnir til Afganistans og höfðu hlotið þar þjáifun mátu menn þar það svo að þeim væri treystandi," sagði banda- rískur leyniþjónustumaður í viðtali við bandaríska dagblaðið Was- hington Post í sumar. í janúar árið 2000 tók Binalshibh þátt í mikilvægum fundi í Kuala Lumpur í Malasíu með Mohammed Atta og fleiri háttsettum liðsmönn- um al-Qaeda. Þar var árangurinn af sprengjutilræðunum við sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu og Kenýa árið 1998 metinn. Þá var einnig lagður grunnurinn að frekari að- gerðum, þar á meðal árásunum 11. september 2001 og sjálfs- morðsárásinni á bandaríska her- skipið Cole í höfninni í Aden í Jemen í október árið 2000. Sautján bandarískir sjóliðar týndu lífi í þeirri árás. Vildi læra að fljúga Eftir fundinn í Malasíu ákvað Binalshibh að taka beinan þátt í fyr- irhuguðum árásum á Bandaríkin sem flugmaður. í því skyni sótti hann í fjórgang um vegabréfsáritun til að komast til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að læra að fljúga. Honum var hins vegar synjað um áritin í öll skiptin. „Það var eiginlega bara fyrir heppni að hann fékk ekki áritun. Annars hefði hann verið um borð í einni flugvélanna sem fórust," sagöi bandarískur embættismaður við Washington Post. Hryðjuverkamennirnir rændu, eins og mönnum er í fersku minni, fjórum flugvélum. Tveimur var flog- ið á World Trade Center, einni á landvarnaráðuneytið í Pentagon en sú fjórða hrapaði til jarðar í Penn- sylvaníu, eftir átök um borð milli flugræningja og farþega. Binalshibh sagði í áðurnefndu viðtali við al- Jazeera að fljúga hefði átt þeirri vél á þinghúsið í Washington en ekki á Hvíta húsið eins og talið var. Þar sem Binalshibh komst ekki til Bandaríkjanna, eins og hann ætl- aði sér, átti hann ekki annarra kosta völ en að dvelja áfram í Þýskalandi. Þar tók hann áfram virkan þátt í undirbúningi árásanna miklu „þriðjudaginn helga“, eins og hann hefur kallað 11. september 2001. Fundahöld á Spáni í júlí 2001 flaug Binalshibh til Spánar til að hnýta lausa enda á undirbúningnum fyrir árásirnar eftir nokkrar vikur. Hann hitti Mo- hammed Atta í strandbænum Cambrils. Með þeim var þriðji mað- urinn sem ekki er vitað hver var. Eftir nokkurra daga dvöl á Spáni keypti Atta sér far til Flórída þann 19. júlí. Binalshibh flaug aftur á móti heim til Hamborgar 16. júlí. í sama mánuði sendi hann fjórtán þúsund dollara til franska Marokk- ómannsins Zacariasar Moussaouis sem var í Bandaríkjunum. Moussa- oui átti að verða tuttugasti flugræn- inginn, í stað Binalshibhs, en var handtekinn áður en til kom. Lögreglan segir að Binalshibh hafi flúið frá Þýskaiandi 5. septem- ber og haldið til Afganistans eftir krókaleiðum, meðal annars um Spán og Pakistan. Ekkert spurðist svo til Binalshi- bhs fyrr en í skotbardaganum í Karachi í Pakistan fyrir rúmri viku. Þessa dagana er hann í haldi Banda- ríkjamanna á óþekktum stað, hugs- anlega á herstöð þeirra í Afganist- an, þar sem verið er að rekja úr honum garnirnar. Byggt á efni frá Christian Sci- ence Monitor, Libération, Was- hington Post, Le Monde og BBC. Erlendar fréttir vikunn. Arafat í herkví á ný Israelskir skrið- drekar umkringdu á fimmtudag höf- uðstöðvar Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, í Ramallah og tóku til við að eyði- leggja hús í bæn- um. Umsátrið var svar ísraela við sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Tel Aviv sama dag þar sem fimm manns týndu lífi og tugir slösuðust. Daginn áður hafði palestínskur sjálfsmorðsliði sprengt sjálfan sig og ísraelskan lögregluþjón í norðan- verðu Israel, í fyrstu sjálfs- morðsárásinni í sex vikur. ísraelsk stjómvöld telja að Arafat aðhafist ekki nóg til að koma i veg fyrir sjálfsmorðsárásir harðlínumanna og töldu því rétt að sýna honum hvar Davið keypti ölið. Bush vill fá veiðileyfi George W. Bush Bandaríkjafor- seti gengur nú mjög hart fram í því að fá leyfi Bandaríkjaþings til að ráðast á írak og koma Saddam Hussein forseta frá völdum. Þingmenn vilja að forsetinn hafi samráð við aðr- ar þjóðir. Saddam tilkynnti í vikunni að vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna fengju að koma aftur til landsins tO að ganga úr skugga um hvort þar leynist gjör- eyðingarvopn, eins og Bandaríkja- menn staðhæfa. Stjórnvöld í Was- hington gerðu lítið úr tilboði Sadd- ams og sögðu það aðeins kænsku- bragð af hans hálfu. Aðrir hafa fagnað þvi. Ekki marktækur munur Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á sunnudag til að velja sér nýjan kanslara. Baráttan stendur milli Gerhards Schröders, fráfarandi kanslara jafnaðarmanna, og Ed- munds Stoibers, frambjóðanda íhaldsflokkanna. Skoðanakannanir benda til að mjög mjótt verði á mun- unum. Schröder hefur heldur sótt í sig veðrið upp á síðkastið, eftir að hafa verið lengi undir. Vinsældir hans hafa aukist vegna skýrrar and- stöðu hans við fyrirhugaðar árásir Bandaríkjamanna á írak og vegna vasklegrar framgöngu í flóðunum miklu fyrir nokkrum vikum. Grannar deila Ráðamenn í Rússlandi og Georgíu hafa í vikunni deilt hart hverjir á aðra vegna tsjetsjenskra uppreisn- armanna sem halda tO í afskekktu fjaOagljúfri í Georgíu. Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, er undir miklum þrýstingi af hálfu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að taka ærlegta tO hendinni og hreinsa gljúfrið af óværunni. Virkir hryðjuverkamenn Paul Wolfowitz, aðstoðarland- varnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að stjórnvöld vestra hefðu vitneskju um virka hryðjuverka- menn í Arabíuskaga- ríkinu Jemen og í Kákasuslandinu Ge- orgíu. Wolfowitz sagði í málflutningi sínum fyrir banda- rískri þingnefnd að hryðjuverkamenn í væru að skipuleggja Olvirki. Annars hljóp heldur betur á snærið hjá Bandaríkjamönnum á dögunum þegar pakistanskar örygg- issveitir handsömuðu háttsettan liðsmenn al-Qaeda og afhentu banda- rískum yflrvöldum, eins og sjá má í grein hér á síðunni. Kim Jong-il gerir játningu Kim Jong-O, leiðtogi Norður- Kóreu, viðurkenndi fyrir Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, að Norður-Kóreumenn hefðu rænt tólf japönskum borgurum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Jap- anarnir áttu að kenna norður- kóreskum njósnurum japönsku. Átta hinna brottnumdu eru látnir. REUTERSMYND Leiddur á brott Pakistanskar öryggissveitir leiöa liösmann al-Qaeda á brott eftir skotbar- daga í Karachi fyrír rúmri viku. Bardaginn þótti ákaflega haröur. þessu löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.