Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Blaðsíða 44
48 Helqctrblað H>V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Undir ísfjallinu ísinn er aldrei langt undan og lokar höfninni í Uulissat stærstan hluta ársins. Á vorin er sprengt í hafnarkjaftinum til aö opna sjóleiöina. DV-myndir JHH Hópurinn í áningu við ísafjörö í elstu niinjum um mannabyggð sem þarna eru þekktar og eru taldar 4000 ára gamlar. Það er sumar á Grænlandi og hit- inn er um fimm gráöur, sólskin og logn. Borgarisinn sem hrynur stöðugt úr Grænlandsjökli. Þarna er hann í mynni ísafjarðar eftir tveggja ára ferðalag frá jökulsporði. Hans bíður tveggja ára ferð ineð ströndum Grænlands til Nýfundnalands og stærstu jakarnir enda ferð sína við New York. ísfjallið eins og nafnið Ilulissat þýðir á íslensku, tekur á móti 150 manna hópi Norðurlandabúa í sín- um fegursta skrúða; það er glampandi sólskin og logn og bæjarbúar i göngutúr víðs vegar um bæ- inn, léttklæddir með is og bros á vör. Það er langt liðið á ágústmánuð og þrátt fyrir heiörikjuna er andvarinn kaldur. Það er ekki nema tæpur mánuð- ur þar til snjórinn verður alltumlykjandi og hann tekur síðan ekki upp fyrr en í maí á næsta ári. Þessir 150 Norðurlandabúar, þar á meðal 15 ís- lendingar, eru komnir til Ilulissat í þeim erinda- gjörðum að sitja sumarfund Norrænu ráðherra- nefndarinnar um matvæli. Þótt þeim finnist öllum að þeir séu komnir á framandi slóðir og telji jafn- vel sumir hverjir að þeir séu komnir á stað sem fáum auðnisí að heimsækja þá er staðreyndin önn- ur. Árlega heimsækja 15.000 ferðamenn Ilulissat, eða um helmingur allra ferðamanna sem koma til Grænlands. Þetta er ekki svo litið fyrir rúmlega 4.000 manna bæjarfélag, þriðja stærsta bæjarfélag Grænlands á eftir höfuðborginni Nuuk og Sisim- iut. En þótt sveitarfélagið sé fámennt er það stórt. Það er að flatarmáli stærra en Danmörk en á það ber hins vegar að líta að rétt um 12% flatarmáls sveitarfélagsins er land sem einhvern tíma ársins kemur undan snjó. 20 metrar á dag Stærsti hluti sveitarfélagsins er þakinn inn- landsís en Ilulissat er í Diskóflóanum á Norður- Grænlandi og dregur nafn sitt af því að það er í mynni ísafjarðar þar sem Grænlandsjökullinn streymir fram í sjó á ógnarhraða, í öllu falli ef mið- að er við meðalferðahraða jökla. Rúmlega 20 metr- ar af jöklinum skríða til hafs á degi hverjum. Á u.þ.b. 3ja vikna fresti brotnar svo ísinn og veltur út í fjaröarbotninn, sem er 7 kílómetra breiður. Þetta er „afkastamesti" jökull veraldar og hafa tal- naglöggir menn reiknað út að dagsframleiðsla jök- ulsins sé langt umfram árs vatnsneyslu íbúa New York-borgar. Það er svo sannarlega sjónarspil að sjá borgarísjakana í allri sinni stærð og dýrð. Drunurnar og lætin þegar þeir brotna og velta taka Grænland er dularfyllsti oq stærsti náqranni Is- lands. Þanqað fara fáir ferðamenn en þeirsem sækja þetta hrjúfa oq hrjóstruqa land heim koma heim með söqur í farteski sínu. Grænland er land sem seiðir menn til sín oq hér er frásöqn manns sem heimsótti llulissat sem þqðir ís- fjallið. öllu hugmyndaflugi fram. Eftir að hafa lónað út ísafjörðinn á tveimur árum bíður jakanna langt ferðalag. Þeir fara fyrst upp með vesturströnd Grænlands og þaðan til Nýfundnalands. Sumir dúkka svo upp, í skötulíki að sjálfsögðu miðað við þau ferlíki sem þeir upphaflega voru, vestur í New York, tveimur árum síðar, eða fjórum árum eftir að þeir brotnuðu niður úr heimahögum sínum. Reyndar er taliö að borgarísjakinn sem Titanic rakst á árið 1912 við Nýfundnaland hafi einmitt verið „Grænlendingur" á þessu ferðalagi. Þessum stórbrotnu náttúruundrum fengum við að kynnast í ferðinni, bæði úr lofti og frá bátshlið. Það var siglt úr höfn snemma á sunnudagsmorgni. Fegurð- in ægileg og kyrrðin undirstrikaði stórfengleika umhverfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.